Uppfærslu pælingar


Höfundur
eldoro
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fim 19. Mar 2009 10:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærslu pælingar

Pósturaf eldoro » Lau 18. Des 2021 11:30

Sæl öll!

Nú vantar mig smá ráðleggingar varðandi AMD örgjörva og móðurborðs uppfærslu.
Ég er vanur Intel en þar sem örrinn minn er i5 6600 og ég er í stafrænni hönnun að vinna á forritum eins og Unreal, Maya, Substance painter, Nuke ofl Adobe forritum, plús leikjaspilun þegar ég hef tíma....þá grunar mig að amd sé betri leið fyrir mig út af multy processing, right? :-k

Þá er pælingin að ég þekki AMD minna, og hef budge friendlynesse í huga.
Er t.d. Ryzen7 5800X fín leið?
Er einhver annar örri sem er ekki á vaktinn forsíðunni sem ég ætti að skoða?
Ryzen sökkullinn kallast AM4 er það ekki?
Alveg til í ráð, svo komið með það! :)




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærslu pælingar

Pósturaf TheAdder » Lau 18. Des 2021 11:56

Í dag held ég að Intel hafi vinninginn í multi threading nema þú farir í toppinn hjá AMD, eins og 5900X eða 5950X. Ef þér liggur ekki lífið á að uppfæra, myndi ég mæla með að bíða eftir 6000 línunni hjá AMD sem er væntanleg að ég held fyrri hlutann af 2022.
Ef þér finnst liggja á uppfærslunni, þá myndi ég mæla með 12700K frá Intel, ellegar 5950X frá AMD ef þú vilt hámarks multithreading vinnslu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærslu pælingar

Pósturaf Hausinn » Lau 18. Des 2021 12:11

12th gen móðurborð eru ennþá rosalega dýr, svo að 5800X ásamt einhverju ágætu B550 móðurborði væri sennilegast hagstæðast fyrir vinnslustöð eins og er. Myndi ekki stressa allt of mikið á því að bíða eftir "næstu tækni". Það er alltaf eitthvað nýtt handa við hornið.




Höfundur
eldoro
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fim 19. Mar 2009 10:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærslu pælingar

Pósturaf eldoro » Lau 18. Des 2021 12:15

Er einmitt að spá í því að nýjasta tæknin er alltaf óþarflega dýr, gott dæmi DDR5...sem hljómar vel, en það er einfaldlega ekki consumer friendly verð á nýjasta nýjasta. Frekar skal ég bíða eftir að verðin koma aðeins niður. Hef ekki áhuga á money flex.