Setja upp lítinn vegg + dyr

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf appel » Fim 09. Des 2021 19:09

Einhverjir smiðir hér? :) langaði að forvitnast um hvað það myndi kosta mig að setja upp lítinn vegg með dyr og hurð.

Veggurinn er um 180cm.
Það er gips veggir í íbúðinni þannig að ég myndi halda mig í því.

En aðal málið er að veggurinn þyrfti að koma ofan á gegnheilt niðurlímt parket, og það mætti ekki bora í parketið eða skemma því ég vil hafa möguleikann á að breyta íbúðinni aftur í fyrra skipulag án þess að þurfa fara lagfæra eftir slíkar boranir. Þannig að ég var að hugsa hvort það sé ekki hægt að líma eða kítta gólfstoðirnar fyrir svona vegg niður.

Er að taka niður existing vegg með dyraramma+hurð og myndi líklega velja að færa það bara, en veit ekki hvort hægt sé að bjarga dyrarammanum, kannski að klárir smiðir geti bjargað eða þá smíðað eins, þetta er frekar einfaldur rammi og ekkert spes, lakkaði hann sjálfur.

Treysti mér ekki í þetta sjálfur þó þetta ætti að vera einfalt verk, ég er ekki mjög handlaginn í svona verk. En get þó séð um sparsl og málun :)

Þannig að smiðir sem hafa áhuga mega alveg senda mér PM. Hef ekki alveg ákveðið að fara í þessa framkvæmd, kostnaður ræður eitthvað um þar, svo eru að koma jól og svona þannig að ég tek mér tíma í að íhuga þessa breytingu hjá mér.


*-*


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf arons4 » Fös 10. Des 2021 16:50

Hugsa að límið myndi skemma meira en nokkrar skrúfur.




growler
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 15. Sep 2011 20:56
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf growler » Fös 10. Des 2021 17:04

Ég hef gert þetta hjá mér, aðferðin er sú að grindin sem er úr 2x4 er fest í veggi og loft en við gólfið leggur þú niður 2x4 og spennir þær fast niður við gólfið með lóðréttu 2x4 leiðurunum. Ég notaði líka dúk sem maður kaupir til að setja undir mottur svo þær renni ekki, og setti passlegar ræmur undir þær 2x4 sem liggja á gólfinu.

Er ekki smiður samt.
Síðast breytt af growler á Fös 10. Des 2021 17:06, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf appel » Fös 10. Des 2021 19:02

arons4 skrifaði:Hugsa að límið myndi skemma meira en nokkrar skrúfur.


Er að hugsa að kítti gæti virkað. Það hefur farið sparsl og málning á þetta parket, og alltaf getað þrifið það upp með tusku eftir að það er harðnað, svo hef ég bónað bara og allt lítur vel út. En líklega eftir einhver ár eða ef annar eignast íbúðina, þá væri sennilega farið í að pússa parketið og lakka aftur. En hugsa að það sé vel hægt að þrífa upp kítti með spaða og kannski svona gluggasköfu.


*-*

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf Hrotti » Fös 10. Des 2021 19:07

appel skrifaði:
arons4 skrifaði:Hugsa að límið myndi skemma meira en nokkrar skrúfur.


Er að hugsa að kítti gæti virkað. Það hefur farið sparsl og málning á þetta parket, og alltaf getað þrifið það upp með tusku eftir að það er harðnað, svo hef ég bónað bara og allt lítur vel út. En líklega eftir einhver ár eða ef annar eignast íbúðina, þá væri sennilega farið í að pússa parketið og lakka aftur. En hugsa að það sé vel hægt að þrífa upp kítti með spaða og kannski svona gluggasköfu.


Þetta er rétt hjá þér með kíttið, "ekkert" mál að ná því af seinna ef þú færð rétt efni.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


kariyngva
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 25. Apr 2011 15:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf kariyngva » Fös 10. Des 2021 21:22

growler skrifaði:Ég hef gert þetta hjá mér, aðferðin er sú að grindin sem er úr 2x4 er fest í veggi og loft en við gólfið leggur þú niður 2x4 og spennir þær fast niður við gólfið með lóðréttu 2x4 leiðurunum. Ég notaði líka dúk sem maður kaupir til að setja undir mottur svo þær renni ekki, og setti passlegar ræmur undir þær 2x4 sem liggja á gólfinu.

Er ekki smiður samt.


Þetta hérna er málið. Ekki líma eða kítta neitt.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf arons4 » Lau 11. Des 2021 19:26

Hrotti skrifaði:
appel skrifaði:
arons4 skrifaði:Hugsa að límið myndi skemma meira en nokkrar skrúfur.


Er að hugsa að kítti gæti virkað. Það hefur farið sparsl og málning á þetta parket, og alltaf getað þrifið það upp með tusku eftir að það er harðnað, svo hef ég bónað bara og allt lítur vel út. En líklega eftir einhver ár eða ef annar eignast íbúðina, þá væri sennilega farið í að pússa parketið og lakka aftur. En hugsa að það sé vel hægt að þrífa upp kítti með spaða og kannski svona gluggasköfu.


Þetta er rétt hjá þér með kíttið, "ekkert" mál að ná því af seinna ef þú færð rétt efni.

Ekkert mál að skafa kítti af, hefði meiri áhyggjur af því að ná límdu spítunni af án þess að lyfta/skemma parketið.
growler skrifaði:Ég hef gert þetta hjá mér, aðferðin er sú að grindin sem er úr 2x4 er fest í veggi og loft en við gólfið leggur þú niður 2x4 og spennir þær fast niður við gólfið með lóðréttu 2x4 leiðurunum. Ég notaði líka dúk sem maður kaupir til að setja undir mottur svo þær renni ekki, og setti passlegar ræmur undir þær 2x4 sem liggja á gólfinu.

Er ekki smiður samt.

Er hurð á þeim vegg? án þess að hafa prófað þetta hefði ég áhyggjur af því að það að skella hurðinni gæti hreyft við veggnum.
Síðast breytt af arons4 á Lau 11. Des 2021 19:27, breytt samtals 1 sinni.




growler
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 15. Sep 2011 20:56
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf growler » Lau 11. Des 2021 19:53

Það er ein innihurð á þeim vegg, hann haggast ekki sama hvað.

Bara spenna nógu vel niður.
Síðast breytt af growler á Lau 11. Des 2021 19:53, breytt samtals 1 sinni.




linked
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Mán 26. Feb 2018 00:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf linked » Sun 12. Des 2021 10:27

Ég er með svona vegg/herbergi hér heima - 2x4 spennt niður með double-sided teipi undir. Ótrúlegt en satt. Svínvirkar, veggurinn gefur ekkert eftir.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf appel » Sun 12. Des 2021 20:00

Ok, góð tips hér. Þetta var það sem ég klóraði mér mest í hausnum yfir, hvernig á að festa niður án þess að skemma neitt.


*-*


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf TheAdder » Sun 12. Des 2021 20:58

appel skrifaði:Ok, góð tips hér. Þetta var það sem ég klóraði mér mest í hausnum yfir, hvernig á að festa niður án þess að skemma neitt.


Eitt tip ef þú vilt líma niður, ef þú setur "undirlag" af málningarlímbandi á parketið, þá nærðu ágætis límingu með kítti eða einhverju álíka án þess að skemma yfirborðið á parketinu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf appel » Sun 12. Des 2021 21:47

Myndiði mæla með að gera svona vegg bara með 2x4 timbri og spónaplötum? Er það einfaldast?


*-*


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp lítinn vegg + dyr

Pósturaf TheAdder » Mán 13. Des 2021 08:48

appel skrifaði:Myndiði mæla með að gera svona vegg bara með 2x4 timbri og spónaplötum? Er það einfaldast?

Það er mjög líkleg leið, hvort sem þú setur gifs utan á eða ekki.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo