Þegar ég flyt til Danmerkur þá fæ ég mér auðvitað farsímaáskrift þar. Í Danmörku er í boði að vera með esim kort til þess að hringja (ekki bara gögn eins og á Íslandi). Ég er að velta því fyrir mér að fá mér esim en einnig hvort að ég væri betur settur með venjulegt sim kort.
Ég er núna með esim frá Síminn í snjallúrinu sem ég fékk mér og það virkar ágætlega virðist vera (þegar það er í notkun).
Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér að ég verð einnig með sim kort (venjulegt) frá Síminn í Danmörku í símanum mínum. Ég hef það í sim sloti 2. Þá ætti esim að taka sjálfkrafa slot 1?
Takk fyrir aðstoðina.
Venjulegt sim kort eða esim
Re: Venjulegt sim kort eða esim
Ég er með eSim hérna heima hjá Símanum sem ég get notað til að hringja, senda sms og notað gögn. Varðandi slotin þá sé ég ekki hvaða máli það ætti að skipta hvort kortið er nr 1 og nr 2. Eina sem ég veit að munar í rauninni er að þú getur ekki notað rafræn skilríki með eSim heldur verður að vera sim kort á bakvið það.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
Re: Venjulegt sim kort eða esim
Vitandi ekki neitt um símkort frá símafyrirtækjum í Danmörku myndi ég halda að eSim væri alltaf málið ef símtækið sem þú átt styður það. Það væri ekki nema það séu einhverjar þjónustur hjá þeim sem er eingöngu hægt að nota með gamaldags sim korti (svipað og gömlu rafrænu skilríkin á Íslandi).
En ef það er eitthvað svoleiðis "sér danskt" dæmi þá er örugglega verið að fasa það út eins og rafrænu skilríkin hérna.
En ef það er eitthvað svoleiðis "sér danskt" dæmi þá er örugglega verið að fasa það út eins og rafrænu skilríkin hérna.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Venjulegt sim kort eða esim
Danir nota aðeins app í þeirra rafrænu hluti. Það er núna verið að skipta NemID fyrir MitID sem er eingöngu app (sms ef fólk er ekki með snjallsíma). Það eru hundruðir símafyrirtækja í Danmörku. Það nennir enginn að elta þetta rafræna skilríkjadót á sim kortum eins og á Íslandi.
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Venjulegt sim kort eða esim
Er að nota eSIM frá Símanum og SIM kort frá Nova í mínum síma núna, þurfti ekki að stilla hvort er 1 eða 2. Vel bara hvort er aðal. Svo get ég stillt að ef ég hringi í ákveðna Contacts þá notar hann ákveðið kort.
Varðandi rafræn skilríki þá er lausn sem er komin af stað. Það er sér app, aftur á móti hafa fáir innleitt þá lausn, veit að Íslandsbanki er með hana. Hef ekki séð það annars stað nema hjá Íslandsbanka og auðkenni.
Helsti gallinn við það eins og er, að það þarf rafræn skilríki til að virkja það
Varðandi rafræn skilríki þá er lausn sem er komin af stað. Það er sér app, aftur á móti hafa fáir innleitt þá lausn, veit að Íslandsbanki er með hana. Hef ekki séð það annars stað nema hjá Íslandsbanka og auðkenni.
Helsti gallinn við það eins og er, að það þarf rafræn skilríki til að virkja það
Re: Venjulegt sim kort eða esim
Voru Auðkenni þá að selja ríkinu rafrænu skilríkin rétt tímanlega áður en þau verða lögð niður og kemur app í staðinn?
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Venjulegt sim kort eða esim
TheAdder skrifaði:Voru Auðkenni þá að selja ríkinu rafrænu skilríkin rétt tímanlega áður en þau verða lögð niður og kemur app í staðinn?
Auðkenni er með þetta app, sem þu þarft að auðkenna þig inná með rafrænum skilrikjum.... já ég veit
Appið er samt mjög þægilegt í notkun, skárra en hitt ef eitthvað er.
Síðast breytt af russi á Mið 08. Des 2021 14:56, breytt samtals 1 sinni.