8 þús í sýnatöku í dag

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf appel » Fös 03. Des 2021 21:14

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... _synatoku/

Erum við búin að missa tök á þessum faraldri eða hvað? Fólk fer ekki í sýnatöku bara svona upp á gamni.

Svo er það, gatnakerfið þarna við Suðurlandsbraut er algjörlega sprungið útaf þessum sýnatökum sem eru þarna stanslaust, en ég vinn þarna rétt hjá, og fólk leggur bílunum sínum allsstaðar svona 1 km radíus í kring og ekkert stæði er laust. Fyrirtækin og verslanir sem eru þarna eru auðvitað gríðarleg ósátt við þetta, fólk kemst ekkert að eða frá á þessum tímum.

Hví geta þeir ekki bara haft þetta einnig í laugardalshöll, næg stæði þar og er ekki verið að ónáða neinn.


*-*


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf agnarkb » Fös 03. Des 2021 21:41

appel skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/03/taeplega_atta_thusund_manns_i_synatoku/

Erum við búin að missa tök á þessum faraldri eða hvað? Fólk fer ekki í sýnatöku bara svona upp á gamni.

Svo er það, gatnakerfið þarna við Suðurlandsbraut er algjörlega sprungið útaf þessum sýnatökum sem eru þarna stanslaust, en ég vinn þarna rétt hjá, og fólk leggur bílunum sínum allsstaðar svona 1 km radíus í kring og ekkert stæði er laust. Fyrirtækin og verslanir sem eru þarna eru auðvitað gríðarleg ósátt við þetta, fólk kemst ekkert að eða frá á þessum tímum.

Hví geta þeir ekki bara haft þetta einnig í laugardalshöll, næg stæði þar og er ekki verið að ónáða neinn.


Gott að halda því til haga samt að 6500 af þessum 8000 fóru í hraðpróf en jólatónleika vertíðin hefst núna um helgina. En annars er ég sammála með að það þarf að færa þetta á opnara svæði.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf Revenant » Fös 03. Des 2021 21:50

Ég held að fólk viti ekki að einkaaðilar bjóða upp á ókeypis hraðpróf á öðrum stöðum í bænum sem er tekið gilt á viðburðum.
Það hefur verið ýjað að því að þetta sé ekki eins öruggt (þótt þetta sé fullkomlega sambærileg próf af EU RAT listanum) og aðeins heilsugæslunni sé treystandi fyrir sýnatöku.

Af þeim sökum fara flestir á Suðurlandsbrautina í hraðpróf með tilheyrandi óþægindum fyrir nágranna.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf audiophile » Fös 03. Des 2021 21:50

Já ég held að þetta sé mest aukning í hraðprófum vegna viðburða og jólahlaðborða.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf appel » Fös 03. Des 2021 21:54

Það er reyndar búið að vera svona kaós þarna í einhverjar vikur. Byrjaði ekkert í dag.


*-*


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf blitz » Fös 03. Des 2021 22:17

Er 1500 í PCR ekki frekar hóflegt?

6500 á leið á djammið eða í smitgát.


PS4

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf hfwf » Fös 03. Des 2021 23:27

appel skrifaði:Það er reyndar búið að vera svona kaós þarna í einhverjar vikur. Byrjaði ekkert í dag.

Enda hefur jólavertíðin, hlaðboð, tónleikar, núna staðið í nokkrar vikur.

Frekar normalt. IMO.




bjoggi
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf bjoggi » Lau 04. Des 2021 10:55

Ég fór í hraðpróf í gær hjá Öryggismiðstöðinni við Kringluna, átti tíma 17:45, mætti 15 mín fyrr.

Gekk út kl. 18:20 frekar fúll, of seinn á veitingastaðinn og svo í leikhús.

Eina sem ég get sagt er að skipulagið þarna er alveg skelfilegt og þessi hraðpróf eru nákvæmlega sömu og maður getur tekið heima hjá sér.
Þvílíka tímaeyðslan, margfaldið 8000 manns x 1 klst… það er heilt ár í lífi eins manns.
Síðast breytt af bjoggi á Lau 04. Des 2021 10:55, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf hfwf » Lau 04. Des 2021 11:40

bjoggi skrifaði:Ég fór í hraðpróf í gær hjá Öryggismiðstöðinni við Kringluna, átti tíma 17:45, mætti 15 mín fyrr.

Gekk út kl. 18:20 frekar fúll, of seinn á veitingastaðinn og svo í leikhús.

Eina sem ég get sagt er að skipulagið þarna er alveg skelfilegt og þessi hraðpróf eru nákvæmlega sömu og maður getur tekið heima hjá sér.
Þvílíka tímaeyðslan, margfaldið 8000 manns x 1 klst… það er heilt ár í lífi eins manns.


Alveg rétt, þetta er nákvæmlega sama próf og þú tekur heima hjá þér, tekur 15-30 mín að koma í ljós hvort þú sért eður ekki.
Heima hjá þér færðu ekki barcode eða eitthvað official að þú sért laus við veiruna.
Væri rosalega gott ef fólk hætti að væla.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf Hizzman » Lau 04. Des 2021 12:23

Það er skræfuskapur að loka ekki á óbólusetta.




kelirina
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 12:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf kelirina » Lau 04. Des 2021 14:25

appel skrifaði:https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/03/taeplega_atta_thusund_manns_i_synatoku/

Erum við búin að missa tök á þessum faraldri eða hvað? Fólk fer ekki í sýnatöku bara svona upp á gamni.

Svo er það, gatnakerfið þarna við Suðurlandsbraut er algjörlega sprungið útaf þessum sýnatökum sem eru þarna stanslaust, en ég vinn þarna rétt hjá, og fólk leggur bílunum sínum allsstaðar svona 1 km radíus í kring og ekkert stæði er laust. Fyrirtækin og verslanir sem eru þarna eru auðvitað gríðarleg ósátt við þetta, fólk kemst ekkert að eða frá á þessum tímum.

Hví geta þeir ekki bara haft þetta einnig í laugardalshöll, næg stæði þar og er ekki verið að ónáða neinn.


Það var búið að leyta að hentugri staðsetningu en án árangurs. Mikill kostnaður að gera húsnæði hentugt og fá bílastæði eða öfugt. Bílastæði til staðar en húsnæðið óhentugt. Það er búið að skoða með aðstoðu t.d. í Íþróttamiðstöðum og stærri húsum án árangurs. Enginn vilji til að bjóða upp á húsnæði til langs tíma o.s.frv. Laugardalshöllinn hefur komið til móts við Hh en er annars í breytingum.

Húsnæðið sem Hh fékk að Suðurlandsbraut 34 er ekki það hentugasta en er frekar miðsvæðis (þá bæði miðað við staðsetningar Heilsugæslustöðva og höfuðborgarsvæðisins ef miðað er við frá Kjalarnesi til Seltjarnarnes og út í Hafnarfjörð). Spurningin er ávallt hversu lengi Hh fær að hafa afnot á húsnæðinu. Bílastæðin hafa að vísu alltaf verið að skornum skamti á þessu svæði í mörg ár en þetta ástand er ekkert að gera það skárra.

Munið bara að fyrst var verið að taka þessi próf á bílastæðum Heilsugæslustöðva í gegn um bílrúður og fór því næst í kjallarann hjá Hörpu. Það voru ekki kjörnar vinnuaðstæður þar sem að þeir Heilbrigðisstarfsmenn sem voru í þeirri vinnu voru nánast allir að krókna úr kulda.



Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf razrosk » Lau 04. Des 2021 18:21

kelirina skrifaði:Munið bara að fyrst var verið að taka þessi próf á bílastæðum Heilsugæslustöðva í gegn um bílrúður og fór því næst í kjallarann hjá Hörpu. Það voru ekki kjörnar vinnuaðstæður þar sem að þeir Heilbrigðisstarfsmenn sem voru í þeirri vinnu voru nánast allir að krókna úr kulda.


Ef það á ekki að leyfa fólki að taka þessi heimatest og láta þau gilda, en vilja fá fólk til að fara í þessi prófa hjá þeim endilega, þá geta þau alveg verið úti og króknað úr kulda. Plús það, hver nennir að standa úti í einhverri 1000 manna biðröð ef það er asnalegt veður og maður er frekar slappur? fuck that.


CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+

Skjámynd

bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf bjornvil » Mán 06. Des 2021 09:31

bjoggi skrifaði:Ég fór í hraðpróf í gær hjá Öryggismiðstöðinni við Kringluna, átti tíma 17:45, mætti 15 mín fyrr.

Gekk út kl. 18:20 frekar fúll, of seinn á veitingastaðinn og svo í leikhús.

Eina sem ég get sagt er að skipulagið þarna er alveg skelfilegt og þessi hraðpróf eru nákvæmlega sömu og maður getur tekið heima hjá sér.
Þvílíka tímaeyðslan, margfaldið 8000 manns x 1 klst… það er heilt ár í lífi eins manns.


Ég fór þarna rétt fyrir lokun á Laugardaginn, gekk ágætlega fljótt fyrir sig en það er rétt að vantar svolítið uppá skipulagið hjá þeim, en verst fannst mér að þetta var ómerkilegasta strok sem ég hef fengið hingað til. Konan var með 8 manns á stólum inni í bás og rétt svo stakk pinnanum inn í nefið á öllum, það var varla að maður finndi fyrir því. Ég mundi allavega ekki treysta þessu prófi til að finna hor í nefinu á mér hvað þá covid. En fínt að vera með neikvætt til að sýna svo maður komist á viðburð :roll:



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf rapport » Mán 06. Des 2021 09:45

Ég hata Covid!

Fór í skírn, fór í Krnglutest um kl. 11 og það tók í heildina um 40min að keyra, fara í testið og keyra heim aftur og niðurstaðan kom á meðan ég drakk fyrsta kaffibollann eftir heimkomuna, tók um 5 mín að kveikja á vélinni og fá kaffi í bollann = akstur, test og svar innan við klukkustund.

Þegar ég var í Serbíu í sumar þá var hægt að fara í test út um alla borg enda eru rannsóknastofur út um allt þar sem einkavætt heilbrigðiskerfi er, fyrir læknastofurnar í kring.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf jericho » Mán 06. Des 2021 10:44

bjornvil skrifaði:rétt svo stakk pinnanum inn í nefið á öllum, það var varla að maður finndi fyrir því.


Glatað! Hef sömu sögu að segja um hraðpróf í Hörpu. Fer líklegast eftir hverjum maður lendir á, örugglega einhverjir sem eru samviskusamir og gera þetta almennilega.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf rapport » Mið 15. Des 2021 17:44

Endalaus röð í Kringlunni ATM...



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf einarhr » Mið 15. Des 2021 18:31

rapport skrifaði:Endalaus röð í Kringlunni ATM...

Það að svolítið spes með Íslendinga að þeir eru ekkert að spá í hlutunum fram í tímann. Td ef viðkomandi er að fara á leiksýningu á laugardagskvöldi þá er farið í hraðpróf á laugardegi í staðin fyrir að fara með fyrirvara þar sem þau duga í 48 klst :megasmile


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf oliuntitled » Mið 15. Des 2021 19:35

Díses vitiði ekki að nördar eiga bara að vera lokaðir heima í kjallaranum ?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf GuðjónR » Sun 26. Des 2021 15:16

Kannski var sænska leiðin ekki svo slæm eftir allt saman.
Við eigum öll eftir að smitast þessu hvort sem er.

https://www.visir.is/g/20212200723d/-vi ... -vandanum-
Viðhengi
E6BBFE79-BCA1-47A1-8DDB-E90C1AA7D6E2.jpeg
E6BBFE79-BCA1-47A1-8DDB-E90C1AA7D6E2.jpeg (47.94 KiB) Skoðað 3698 sinnum



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf urban » Sun 26. Des 2021 15:38

GuðjónR skrifaði:Kannski var sænska leiðin ekki svo slæm eftir allt saman.
Við eigum öll eftir að smitast þessu hvort sem er.


Sænska leiðin var hræðileg á meðan að fólk var óbólusett.
Enda sést það á því að dánartíðni þar var mikið meiri í byrjun en á hinum norðurlöndnum.
Í dag aftur á móti eru allt aðrar ástæður, enda sést það best á því að 95%+ eru einkennalaus eða lítil.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf ZiRiuS » Sun 26. Des 2021 15:58

GuðjónR skrifaði:Kannski var sænska leiðin ekki svo slæm eftir allt saman.
Við eigum öll eftir að smitast þessu hvort sem er.

https://www.visir.is/g/20212200723d/-vi ... -vandanum-


Þú hefðir semsagt viljað sjá allt gamla og veika liðið bara drepast? Mögulega mig líka? Skemmtilegt að að sjá þessar skoðanir þínar Guðjón... Ég vona að þú og þínir nánustu veikist ekki alvarlega af þessum veiruskít...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf GuðjónR » Sun 26. Des 2021 16:15

ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Kannski var sænska leiðin ekki svo slæm eftir allt saman.
Við eigum öll eftir að smitast þessu hvort sem er.

https://www.visir.is/g/20212200723d/-vi ... -vandanum-


Þú hefðir semsagt viljað sjá allt gamla og veika liðið bara drepast? Mögulega mig líka? Skemmtilegt að að sjá þessar skoðanir þínar Guðjón... Ég vona að þú og þínir nánustu veikist ekki alvarlega af þessum veiruskít...


Alls ekki, er sjálfur búinn að læðast með veggjum skíthræddur í tvö ár. Og hneyklsaðist manna mest á svíum. En eins og læknirinn bendir á í greininni þá virðist lítið hægt að gera en láta veiruna flæða yfir, við ættum að leggja meiri áherslu á varnir spítalans en gagnslitlar bólusetningar.

p.s. lestu viðtalið.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf audiophile » Sun 26. Des 2021 16:23

Mun veiran ekki hægt og rólega fjara út? Er hún ekki að veikjast með hverju afbrigði? Kannski getum við farið að lifa nokkuð eðlilega með þessu á næstu 1-2 árum?


Have spacesuit. Will travel.


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf Hizzman » Sun 26. Des 2021 17:19

audiophile skrifaði:Mun veiran ekki hægt og rólega fjara út? Er hún ekki að veikjast með hverju afbrigði? Kannski getum við farið að lifa nokkuð eðlilega með þessu á næstu 1-2 árum?


Við getum vonað að o-míkron sé þetta væga afbrigði, virðist vera komið víða og fáir veikjast alvarlega! Í besta falli er þetta að verða búið! Svo er bara að vona að þessar miklu smitvarnir hafi ekki gert okkur berskjölduð fyrir einhverju sem á eftir að koma :wtf



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: 8 þús í sýnatöku í dag

Pósturaf Moldvarpan » Sun 26. Des 2021 17:55

Hizzman skrifaði:
audiophile skrifaði:Mun veiran ekki hægt og rólega fjara út? Er hún ekki að veikjast með hverju afbrigði? Kannski getum við farið að lifa nokkuð eðlilega með þessu á næstu 1-2 árum?


Við getum vonað að o-míkron sé þetta væga afbrigði, virðist vera komið víða og fáir veikjast alvarlega! Í besta falli er þetta að verða búið! Svo er bara að vona að þessar miklu smitvarnir hafi ekki gert okkur berskjölduð fyrir einhverju sem á eftir að koma :wtf



Samt ekki svo einfalt. Ég þekki eina manneskju sem smitaðist fyrir ca 4mánuðum af delta og var að smitast aftur núna fyrir jólin af ómíkron.

Svo það er vel hægt að fá þetta aftur og aftur, með nýjum afbrigðum.