Skráarflokkun - besta leiðin?


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf falcon1 » Fös 03. Des 2021 23:21

Hvernig flokkið þið allar skrárnar sem safnast upp í tölvunni? Ég hef verið mjög óskipulagður í þeim efnum og mér hefnist fyrir það núna þegar ég er að undirbúa að færa mig yfir í nýja tölvu. Er einhver skotheld leið til að halda tölvunni skipulagðri. :D




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf Frussi » Fös 03. Des 2021 23:22

Nei. Það er ekki til. Þetta fer alltaf til fjandans


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf appel » Fös 03. Des 2021 23:24

Henda henni og kaupa nýja? :D

annars hef ég aldrei verið í veseni með þetta, safna ekki skrám.

Bý bara til rusla-folder, set allt þar, "rusl" og svo "rusl 2", svo færi ég rusl 2 inn í rusl, og svo rusl inn í "nýtt rusl" og er kominn með svona 20 level af rusli.


*-*


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf falcon1 » Fös 03. Des 2021 23:28

appel skrifaði:Henda henni og kaupa nýja? :D

annars hef ég aldrei verið í veseni með þetta, safna ekki skrám.

Bý bara til rusla-folder, set allt þar, "rusl" og svo "rusl 2", svo færi ég rusl 2 inn í rusl, og svo rusl inn í "nýtt rusl" og er kominn með svona 20 level af rusli.
hahaha.... það gerist á endanum. ;) :D

Ég hef annars verið að finna ómetanlegt efni innan um í allri óreiðunni núna þegar ég er að reyna að koma böndum á óreiðuna með því að flokka allt sem ég set á aðalflakkarann (aðalafrit).



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 04. Des 2021 08:51

Gamli góði Tré strúktúrinn hentar mér vel.

Er með Lýsandi möppur í rótinni (t.d fjármál,lærdómur ,ljósmyndir,atvinna og svo framvegis).
Ég bý síðan til undirmöppur með lýsandi nöfnum og það er auðvelt að teygja möppu strúkturinn út eftir þörfum.
Stundum getur meikað sense að búa til undirmöppur með ártali/dagsetningu ef það á við undir þeim lið sem það tilheyrir


Nokkur dæmi um það sem ég myndi gera:
Lærdómur >> framhaldsskóli >> fyrsta önn
Lærdómur >> Háskóli >> fyrsta önn
Fjármál >>Mín fjármál >> Húsnæðislán og reikningar


Tek það fram að ég geri mikinn greinarmun á mikilvægum skjölum (sem ég vista í Onedrive) og t.d Plex gögn sem eru vistuð á HDD ég myndi ekki sakna ef gögn tapast.

það hentar ekki að vista allar upplýsingar í Onedrive í skjöl en það er "Mín rót" og ég nota T.d Notion samhliða Onedrive sem stað sem ég skjala upplýsingar.


Just do IT
  √

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf brain » Lau 04. Des 2021 13:07

Prenta út og geymi í möppu !



Skjámynd

Gorgeir
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Fim 16. Sep 2010 15:50
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Skráarflokkun - besta leiðin?

Pósturaf Gorgeir » Lau 04. Des 2021 16:58

Ég veit ekki hversu margar "Strau ártal" ég er með. Og skóli, skóli2 og svo framvegis..
Ég get því ekki hjálpað en ég skil þig mjög vel með óreiðuna.
En svo er ég með Plex serverinn minn virkilega vel skipulagðan. Priorities :hugenose


Computer: CPU: Intel Core i5 13600K, MOBO: B760 I Gigabyte B760I Aorus Pro AX WiFi ITX DDR5, RAM: 32GB kit (2x16GB) DDR5 6000 MHz,
GPU: Gigabyte GeForce® RTX 3070 Gaming OC, HDD: 500gb 970 evo plus m.2 ssd, Case: In-Win A1,
Monitor: Samsung C32JG50 1440p 144Hz 32"


Server: PR2100, 2x4TB WD RED