mikkimás skrifaði:vesley skrifaði:Veit um ansi mörg tilfelli þar sem aðilar hafa getað fengið ábyrgðinni framfylgt þó bíll sé ekki keyptur hjá þeim .
Ef þú ert umboðsaðili áttu að annast það sem þú ert með umboð fyrir. Þeir fá hvort eð er alla ábyrgðar þjónustu borgaða að fullu og er ástæðan fyrir því að þeir hafni þér ekkert annað en frekja.
Veit fyrir víst að einn aðili í það minnsta fór í hart við Brimborg þegar þeir neituðu að þjónusta Ameríkubíl.
Hef ég sjálfur þurft að fá lögfræðiaðstoð vegna höfnunar á ábyrgðarmáli á umboðsbíl hjá ónefndu umboði.
Kannski er ég bara svona gamaldags, en þú þarft að fá súrrealíska ánægju af því að fara í hart með lögfræðingi gagnvart fyrirtæki sem er svona skýrt á sinni eigin heimasíðu: "Volvo bílar sem fluttir eru inn beint t.d. búslóðarbílar og bílar keyptir af öðrum en Brimborg eru ekki undir lögbundinni ábyrgð frá Brimborg..."
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/verkstaedi/abyrgd
"Komi bilun upp í þannig bíl sem eigandi getur sýnt fram á að sé vegna galla þá könnum við hvort kostnaður fáist bættur að einhverju leiti hjá framleiðanda. Mismuninn greiðir eigandi bílsins sem getur þá sótt þann kostnað til innflytjanda bílsins".
Þeir segja hann ekki í ábyrgð en ef bilunin fellur undir ábyrgð þá bæta þeir það ? Ég les þetta sem þversögn til að reyna að fæla fólk frá því að kaupa bíla annarsstaðar en frá þeim sjálfum.
Þetta er nákvæmlega það sem ónefnt umboð vildi að ég myndi gera með umboðsbíl, sanna sjálfur að þetta væri þekkt vandamál.°
Að sjálfsögðu leitaði ég mér aðstoðar lögmanns þar sem þetta varðaði rúmlega 500þús króna viðgerðar.
https://www.bilablogg.is/frettir/graedi ... -graan-bil"Eins mega þjónustuaðilar í einu landi ekki neita að þjónusta bíla sem eru keyptir í öðru Evrópusambandslandi. Þetta er eitt markaðssvæði með frjálsri samkeppni án tillits til landamæra."
Þar sem við erum í EES þá á þetta við okkur líka. En þetta breytir því ekki að það kemur fyrir að fólk þurfi að vera ansi hart á því að fá ábyrgð framfylgt á Íslandi.
Ef ég man rétt á þetta ekki bara við bíla heldur gott sem allan búnað. Ef ég kaupi Samsung í Frakklandi þá á ég að geta fengið ábyrgð framfylgt á Íslandi og allt þar eftir fjöllum.