Virkja Windows XP


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Þri 23. Nóv 2021 18:02

Ég er hugsanlega kominn með tölvu sem ég get sett Windows XP Pro upp á. Þetta er útgáfa sem ég á sjálfur en vandamálið er að Microsoft virkjar ekki lengur Windows XP. Hvað er best að gera í því. Ég vil frekar keyra Windows XP Pro heldur en Debian Linux með wine til að keyra leiki, þar sem það er alltaf betra að keyra leiki sem eru hannaðir fyrir Windows í Windows.

Ég á eftir að prófa tölvuna þannig að þetta gæti klikkað en ég held að þetta gangi upp hjá mér, þar sem engar skemmdir er að sjá á vélbúnaðinum og tölvan virðist í ágætu ástandi þegar ég nældi mér í þessa tölvu.

Diskanir sem ég fékk frá Microsoft á sínum tíma eru Windows XP Pro með SP2. Þannig að ég þarf að finna SP3. Ég ætla ekki að tengja þessa tölvu við internetið. Þar sem þessi tölva á bara að keyra gamla leiki sem þurfa ekki internet tengingu og eru frá árinu 1998 til 2012 (eða á því tímabili).

Takk fyrir aðstoðina.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf Klemmi » Þri 23. Nóv 2021 18:15

Skoooo, það er auðvitað til hugbúnaður til að fjarlægja activation skilaboðin.

En ef þig langar að raunverulega activate-a, þá samkvæmt þessum Youtuber, þá geturðu enn gert það í gegnum síma.
https://www.youtube.com/watch?v=O9xfQNAHsJE

Númerið hér á Íslandi var 510-6925 þegar ég var að vinna við þetta fyrir 10 árum síðan, ég prófaði að hringja í það og þar svaraði gamli góði bottinn, svo þú getur prófað þetta ef þú vilt og nennir :)




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf Hlynzi » Þri 23. Nóv 2021 19:57

Getur þú stimplað inn serial key ?

Ef ekki þá á ég ISO file sem er merktur hjá mér winxp pro sp3 (32bit), reyndar er ég með serial key líka sem virkaði vel, ég hreinlega man ekki hversu vel þetta virkaði, en líklegast í lagi þar sem ég reyni að eyða/merkja þær skrár sem hætta að virka.


Hlynur


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Þri 23. Nóv 2021 21:37

Klemmi skrifaði:Skoooo, það er auðvitað til hugbúnaður til að fjarlægja activation skilaboðin.

En ef þig langar að raunverulega activate-a, þá samkvæmt þessum Youtuber, þá geturðu enn gert það í gegnum síma.
https://www.youtube.com/watch?v=O9xfQNAHsJE

Númerið hér á Íslandi var 510-6925 þegar ég var að vinna við þetta fyrir 10 árum síðan, ég prófaði að hringja í það og þar svaraði gamli góði bottinn, svo þú getur prófað þetta ef þú vilt og nennir :)


Ég ætla að reyna að koma þessu í gang áður en ég flyt til Danmerkur ef tölvan virkar rétt. Annars geri ég þetta þar. Ef ég get virkað yfir síma ennþá, þá er það líklega besta lausnin. Tölvan sem ég er með keyrði upprunalega Windows 8.1 og ætti því að duga í þetta mjög vel.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Þri 23. Nóv 2021 21:37

Hlynzi skrifaði:Getur þú stimplað inn serial key ?

Ef ekki þá á ég ISO file sem er merktur hjá mér winxp pro sp3 (32bit), reyndar er ég með serial key líka sem virkaði vel, ég hreinlega man ekki hversu vel þetta virkaði, en líklegast í lagi þar sem ég reyni að eyða/merkja þær skrár sem hætta að virka.


Ef allt annað virkar ekki. Þá má alveg skoða þessa leið.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 04:49

Klemmi skrifaði:Skoooo, það er auðvitað til hugbúnaður til að fjarlægja activation skilaboðin.

En ef þig langar að raunverulega activate-a, þá samkvæmt þessum Youtuber, þá geturðu enn gert það í gegnum síma.
https://www.youtube.com/watch?v=O9xfQNAHsJE

Númerið hér á Íslandi var 510-6925 þegar ég var að vinna við þetta fyrir 10 árum síðan, ég prófaði að hringja í það og þar svaraði gamli góði bottinn, svo þú getur prófað þetta ef þú vilt og nennir :)


Ég færði til tölvu sem var ekki að virka í jarðskjálftamælingum hjá mér og setti inn Windows xp á tölvuna. Ég hringdi í bottan og það tókst að virkja Windows XP Pro á þennan hátt.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 06:34

Ég hélt að ég ætti Command & Conquer The first decade. Það er hugsanlegt að mínu eintaki hafi verið stolið eða það hafi bara einfaldlega týnist. Ég veit ekki hvort er. Þriðji möguleikinn er að þetta sé einhverstaðar ofan í kassa eða á stað þar sem ég finn það ekki núna. Ég setti samt inn Tiberian Sun á disk sem ég á og það virkaði án vandræða. Ólíkt veseninu sem ég lendi alltaf í að reyna að keyra leikinn í Windows 10. Ásamt fleiri leikjum sem ég næ ekki að keyra upp í Windows 10 en virka vel í Windows XP.

Bætt við.

Ég fann Command & Conquer diskinn. Var undir stafla af öðrum diskum. Núna þarf ég bara að finna hátalara til þess að prófa þetta á næstu dögum með því að setja inn leikina sem eru á disknum.
Síðast breytt af jonfr1900 á Fim 27. Jan 2022 07:11, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf Climbatiz » Fim 27. Jan 2022 09:53

náðu í Corporate Edition útgáfu af XP (i mean you bought it, own it, and can't buy it anymore), þarft ekki seríal númer fyrir þannig release


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 10:26

Climbatiz skrifaði:náðu í Corporate Edition útgáfu af XP (i mean you bought it, own it, and can't buy it anymore), þarft ekki seríal númer fyrir þannig release


Þeirri holu var lokað með SP2 eða SP3. Ég á Windows XP og ég geymdi kóðann sem ég fékk núna til öryggis.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf CendenZ » Fim 27. Jan 2022 11:03

Afhverju minnir mig að ég hafi verið að spila CC á Win10 fyrir einhverjum árum, Ég var í einhverju glitch brölti en ég man ég þurfti svo eitthvað patch eða file sem ég fann minnir mig á 1337 eða Piratebay. Ég skal tékka þegar ég kem heim hvort ég eigi ekki zip skránna með þessu öllu




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf dadik » Fim 27. Jan 2022 11:10



ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf Dropi » Fim 27. Jan 2022 11:52

Ég náði oft að virkja með því að hringja í sjálvirka activation símanúmerið í noregi, stimpla inn kóðann á skjánum í símann og fá síðan activation code tilbaka. Auðvitað allt á norsku, en þetta svíngekk uppúr svona 2015.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf CendenZ » Fim 27. Jan 2022 13:07

dadik skrifaði:https://www.reddit.com/r/commandandconquer/comments/c68m8l/does_the_original_cc_work_on_windows_10/



:happy :happy Bara ná í nýjastu útgáfuna og þá ætti þetta að virka, Patchið sem ég notaði var eitthvað svo leikurinn myndi sækja info rétt úr regedit og einhverjum ini fælum sem gerist ekki þótt maður keyri í compatable mode. Því er ekki hægt að nota orginal leikinn. Þessi reddit þráður stemmir alveg við það sem ég var að gera




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 18:11

Dropi skrifaði:Ég náði oft að virkja með því að hringja í sjálvirka activation símanúmerið í noregi, stimpla inn kóðann á skjánum í símann og fá síðan activation code tilbaka. Auðvitað allt á norsku, en þetta svíngekk uppúr svona 2015.


Ég hringdi í bottan í íslenska símanúmerinu sem er gefið upp hérna að ofan.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 18:13

CendenZ skrifaði:
dadik skrifaði:https://www.reddit.com/r/commandandconquer/comments/c68m8l/does_the_original_cc_work_on_windows_10/



:happy :happy Bara ná í nýjastu útgáfuna og þá ætti þetta að virka, Patchið sem ég notaði var eitthvað svo leikurinn myndi sækja info rétt úr regedit og einhverjum ini fælum sem gerist ekki þótt maður keyri í compatable mode. Því er ekki hægt að nota orginal leikinn. Þessi reddit þráður stemmir alveg við það sem ég var að gera


Ég á Remastered útgáfuna af upprunalega CC. Þannig að það er ekki vandamálið. Það er hinsvegar vandamál þegar maður er kominn í Red Alert 2 og Command and Conquer Tiberan Sun, þar sem engar endurútgáfur hafa verið gerðar og leikurinn bara virkar ekki á Windows 10. Þetta er einnig með fleiri leiki sem ég á, engar nýjar útgáfur vegna þess að fyrirtækin sem gáfu leikina út á sínum tíma eru ekki til í dag eða orðin að skúffu í einhverju öðru fyrirtæki.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf dadik » Fim 27. Jan 2022 18:25

Tiberian Sun er freeware í dag. Linkur á patch sem styður win10 í commentinu frá í morgun


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virkja Windows XP

Pósturaf jonfr1900 » Fim 27. Jan 2022 20:00

dadik skrifaði:Tiberian Sun er freeware í dag. Linkur á patch sem styður win10 í commentinu frá í morgun


Ég prófaði eitthvað patch sem ég fann þarna. Það virtist ekki virka almennilega. Síðan eru þetta oft einhver patch frá spilurum sjálfum, frekar en fyrirtækinu sem á Tiberian Sun í dag. Ég held að það sé EA.