NAS storage - Smíða vs Kaupa
NAS storage - Smíða vs Kaupa
Heil og sæl,
Mig er farið að vanta varanlega geymslustæðu heim til mín sem mundi þjóna þreföldum tilgangi: backup og geymsla á almennum gögnum, vinnslusvæði fyrir stærri media fæla (starfa sem klippari) og svo geta keyrt PLEX server. Mér sýnist að það sé nánast krafa hjá mér að geta verið með 10gb tengingu úr stæðunni til að geta unnið nokkra strauma af 4K myndefni í klippi. Ég hef verið að skoða 4-6 diska stæður frá Qnap og Synology og lausnir sem innihalda það sem ég þarf eru að kosta svona 800-1400 dollara úr kassanum.
Þá hugsaði ég með mér að það væri kannski bara sniðugt að setja saman svona stæðu sjálfur. Maður getur fengið talsvert betra hardware fyrir þennan pening og sett upp Freenas eða Unraid á því. Maður tapar auðvitað einfaldleikanum, plug and play elementinu, supportinu og almennum þægindum, en er maður raunverulega að fórna miklu. Hefur einhver hér reynslu af því að setja saman svona NAS tölvu og nota hana í lengri tíma?
Mig er farið að vanta varanlega geymslustæðu heim til mín sem mundi þjóna þreföldum tilgangi: backup og geymsla á almennum gögnum, vinnslusvæði fyrir stærri media fæla (starfa sem klippari) og svo geta keyrt PLEX server. Mér sýnist að það sé nánast krafa hjá mér að geta verið með 10gb tengingu úr stæðunni til að geta unnið nokkra strauma af 4K myndefni í klippi. Ég hef verið að skoða 4-6 diska stæður frá Qnap og Synology og lausnir sem innihalda það sem ég þarf eru að kosta svona 800-1400 dollara úr kassanum.
Þá hugsaði ég með mér að það væri kannski bara sniðugt að setja saman svona stæðu sjálfur. Maður getur fengið talsvert betra hardware fyrir þennan pening og sett upp Freenas eða Unraid á því. Maður tapar auðvitað einfaldleikanum, plug and play elementinu, supportinu og almennum þægindum, en er maður raunverulega að fórna miklu. Hefur einhver hér reynslu af því að setja saman svona NAS tölvu og nota hana í lengri tíma?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Ég hef notað bæði FreeNAS og Unraid og ef þú vilt minna stúss og vesen og meiri einfaldleika að þá er Unraid málið. Líka mega auðvelt að setja upp parity drif fyrir öryggi ef diskur krassar, öpp eins og Plex og fullt af öðrum og margt margt fleira.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2861
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 218
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Ég er með NUC vél og utan á liggjandi HD í kældri sata3 hýsingu.
Kostaði mikið minna en qnap hýsingin sem ég var að spá í á sínum tíma
Kostaði mikið minna en qnap hýsingin sem ég var að spá í á sínum tíma
-
- FanBoy
- Póstar: 764
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
ZiRiuS skrifaði:Ég hef notað bæði FreeNAS og Unraid og ef þú vilt minna stúss og vesen og meiri einfaldleika að þá er Unraid málið. Líka mega auðvelt að setja upp parity drif fyrir öryggi ef diskur krassar, öpp eins og Plex og fullt af öðrum og margt margt fleira.
Ég er alveg í Unraid liðinu, en fyrir 4K klipperí þá skaltu skoða vel hvort það sé nógu hratt fyrir þig. Finnst vanta aðeins uppá hraðan. Það getur líka skirfast á það að ég hef Cache hjá mér ekki það stórt. Ættir alla vega að skoða hvað er hægt gera til að fá meiri skrifa hraða, les hraðinn er alveg á pari við það sem hann á að vera.
Annars Unraid ótrúlega þægilegt að vinna með og hægt að gera nánast allar hundakúnstir á því. Er nánast Plug-and-Play eftir uppsetningu.
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
ZiRiuS skrifaði:Ég hef notað bæði FreeNAS og Unraid og ef þú vilt minna stúss og vesen og meiri einfaldleika að þá er Unraid málið. Líka mega auðvelt að setja upp parity drif fyrir öryggi ef diskur krassar, öpp eins og Plex og fullt af öðrum og margt margt fleira.
Er samt rétt skilið hjá mér að unraid stræpi ekki drifin, þannig að maður er limiteraður af hraðanum á hverju og einu drifi?
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Ég er búinn að vera að fikta í TrueNAS Core í tæpt ár, mjög sáttur við virknina og búið að keyra mjög stabílt hjá mér. Zfs er málið held ég.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
krummo skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Ég hef notað bæði FreeNAS og Unraid og ef þú vilt minna stúss og vesen og meiri einfaldleika að þá er Unraid málið. Líka mega auðvelt að setja upp parity drif fyrir öryggi ef diskur krassar, öpp eins og Plex og fullt af öðrum og margt margt fleira.
Er samt rétt skilið hjá mér að unraid stræpi ekki drifin, þannig að maður er limiteraður af hraðanum á hverju og einu drifi?
Ég þekki það hreinlega ekki, ég nota þetta bara undir storage, plex og aðra létta vinnu. Mátt endilega deila ef þú finnur eitthvað um þetta
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- FanBoy
- Póstar: 718
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Coolermaster Stacker keyrir fínt hérna er einnig með gamlan Chieftec kassa. Hef einnig verið með "Frankenbuild" SAS kort + 2 PSU og 16 diska í Coolermaster búrum.
Það er óþarfi að splæsa í Unraid þegar hægt er að gera þetta sjálfur. nota bara mhddfs + snapraid með XFS skráakerfi undir og þú getur búið til endalaust stórt "volume" og þegar/ef þú lendir í dauðum disk þá missirðu bara einn disk. Getur hent upp cockpit-machines og þá ertu komin með fínt vefviðmót á sýndarvélar + containers.
Einnig er ágætt að nota Proxmox ef Cockpit dótið er ekki þinn tebolli en getur samt notað allt annað ofantalið sökum þess að Proxmox er bara Debian í grunninn og hægt að setja upp það sem þér dettur í hug þar.
Lykilatriði er að ganga vel frá afritun og þú getur komist vel frá öllu.
Það er óþarfi að splæsa í Unraid þegar hægt er að gera þetta sjálfur. nota bara mhddfs + snapraid með XFS skráakerfi undir og þú getur búið til endalaust stórt "volume" og þegar/ef þú lendir í dauðum disk þá missirðu bara einn disk. Getur hent upp cockpit-machines og þá ertu komin með fínt vefviðmót á sýndarvélar + containers.
Einnig er ágætt að nota Proxmox ef Cockpit dótið er ekki þinn tebolli en getur samt notað allt annað ofantalið sökum þess að Proxmox er bara Debian í grunninn og hægt að setja upp það sem þér dettur í hug þar.
Lykilatriði er að ganga vel frá afritun og þú getur komist vel frá öllu.
krummo skrifaði:Ein önnur pæling - hvernig kassa hafið þið verið að smíða svona í?
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
krummo skrifaði:Ein önnur pæling - hvernig kassa hafið þið verið að smíða svona í?
Ég er með minn server í Fractal Design Node 804. Er með 10 HDD og 2 SSD í honum. Ekki mesta plássið að vinna með og ekkert hot swap, en Unraid serverinn minn er bara aldrei til vandræða þannig að ég opna hann í mesta lagi 1-2x á ári til að blása úr honum ryki og kannski uppfæra disk. Lítur vel út og tekur lítið pláss.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 83
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
krummo skrifaði:ZiRiuS skrifaði:Ég hef notað bæði FreeNAS og Unraid og ef þú vilt minna stúss og vesen og meiri einfaldleika að þá er Unraid málið. Líka mega auðvelt að setja upp parity drif fyrir öryggi ef diskur krassar, öpp eins og Plex og fullt af öðrum og margt margt fleira.
Er samt rétt skilið hjá mér að unraid stræpi ekki drifin, þannig að maður er limiteraður af hraðanum á hverju og einu drifi?
Það er rétt.
Ég er með 9 diska unraid vél plús ssd cache disk og ég var aldrei neitt rosalega ánægður með hraðann á sýndarvélunum hjá mér og einnig dockerum.
Síðan einn daginn fór ég að skoða í hvað allur biðtíminn fór og þá voru það diskarnir.
Ég var með bara einhvern samtíning af gömlum diskum og einhverna nas diska.
Ég fór þá bara að skipta þeim út cirka einn disk á mánuði,og fann út að hraðasti diskurinn sem var mesta bang for the buck var seagate 3tb 7200 snúninga diskur sem kostaði ekki nema 13 þús kall og akkurat þegar síðasta diskinum var skipt út þá fann ég túrboið kicka inn og eftir það hefur þessi vél verið æðisleg.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3189
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 555
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
krummo skrifaði:Ein önnur pæling - hvernig kassa hafið þið verið að smíða svona í?
Hljóðeinangraður fractal-design ATX kassi reyndist mér mjög vel með nóg af HDD bays (reyndar ekki hot swappaple en fannst það í góðu lagi).
Smá púsluspil að velja rétta Hardware ef maður ætlar Truenas core leiðina en ef þú ætlar að fullnýta 10 GB NIC á server fyrir 4k efni þá er það að mínu viti rökrétt skref.Hins vegar felur það í sér að læra hvernig þú smíðar svona uppsetningu og einnig að þú treystir þér í að notast að einhverju leyti við CLI t.d þegar þú þarft að skipta út disk.
https://www.servethehome.com/buyers-guides/top-hardware-components-freenas-nas-servers/
Edit: líka mikilvægt að merkja diska hvaða diskur er hvað ,það er ekki alltaf rökrétt röðun á diskum á heimbrugguðum kerfum. Maður þarf þá að passa uppá að vita hvaða diskur er tengdur við hvaða sata port(Jafnvel gott að byrja á því að tagga diskana og merkja í Truenas core stýrikerfinu til að vita þetta ef hdd/ssd diskur klikkar).
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fim 11. Nóv 2021 12:24, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
CendenZ skrifaði:Ég er með NUC vél og utan á liggjandi HD í kældri sata3 hýsingu.
Kostaði mikið minna en qnap hýsingin sem ég var að spá í á sínum tíma
Mætti ég spyrja hvernig hýsingu þú ert með? Vil setja upp svipaða lausn hjá mér en á bágt með að finna góða tveggja diska hýsingu. Þær sem ég hef fundið eru gjarna með einhvern fítus sem slekkur á diskunum eftir 10-15 mínútur sem ég ímynda mér að fari illa með endingu þeirra.
Er með 2x 3,5" diska sem ég keyri í software RAID á Linux.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2861
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 218
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
kusi skrifaði:CendenZ skrifaði:Ég er með NUC vél og utan á liggjandi HD í kældri sata3 hýsingu.
Kostaði mikið minna en qnap hýsingin sem ég var að spá í á sínum tíma
Mætti ég spyrja hvernig hýsingu þú ert með? Vil setja upp svipaða lausn hjá mér en á bágt með að finna góða tveggja diska hýsingu. Þær sem ég hef fundið eru gjarna með einhvern fítus sem slekkur á diskunum eftir 10-15 mínútur sem ég ímynda mér að fari illa með endingu þeirra.
Er með 2x 3,5" diska sem ég keyri í software RAID á Linux.
Ég keypti icybox og skipti um vifturnar, breytti svo á fítusnum að power off kæmi eftir 60 mín í Windows
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
krummo skrifaði:Er samt rétt skilið hjá mér að unraid stræpi ekki drifin, þannig að maður er limiteraður af hraðanum á hverju og einu drifi?
https://wiki.unraid.net/Building_an_unRAID_Server skrifaði:Since the data is not "striped" across multiple drives, read performance is limited to the speed of the individual drive.
krummo skrifaði:starfa sem klippari [...] Þá hugsaði ég með mér að það væri kannski bara sniðugt að setja saman svona stæðu sjálfur. [... ] Maður tapar auðvitað einfaldleikanum, plug and play elementinu, supportinu og almennum þægindum, en er maður raunverulega að fórna miklu.
Að mörgu leiti snýst þetta líka um hvar þú vilt eyða tímanum þínum.
Viltu klippa meira eða sýsla með og uppfæra stýrikerfi og hugbúnað?
Þetta er allt spurning um hvar áhuginn liggur.
Ég er búinn að prufa worst-case-scenarios bæði með software "raid" lausnir og hardware-accelerated software-raid og tapaði heilum helling af gögnum.
Að stærstum hluta til skrifast niðurstaðan í báðum tilfellum á þekkinga- og reynsluleysi hjá mér at-the-time, en það er einmitt málið, ég hef takmarkaðan áhuga á að eyða tímanum í þennan hluta eða að vera að tweak-a til cache og fleira í þeim dúr.
Í dag er ég á qnap stæðu sem fer að verða outdated, og þegar ég skipti henni út verður það í annað sambærilegt hvort sem það heitir qnap, synology eða eitthvað annað ready-made stuff sem "bara virkar".
Mkay.
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Ef þetta er vinnan þín myndi ég borga fyrir tilbúna lausn nema þú sért rosalega fær kerfisstjóri líka og þekkir rekstur á NAS kerfum vel. Þá værirðu samt líklega ekki að spyrja hérna þannig að ég held mig við að ég myndi kaupa.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2861
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 218
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
dori skrifaði:Ef þetta er vinnan þín myndi ég borga fyrir tilbúna lausn nema þú sért rosalega fær kerfisstjóri líka og þekkir rekstur á NAS kerfum vel. Þá værirðu samt líklega ekki að spyrja hérna þannig að ég held mig við að ég myndi kaupa.
Maður lærir samt mjög mikið á þetta á skömmum tíma, og tendensinn við að kaupa tilbúna lausn er að fólk finnst það þurfa hugsa minna útí viðhald og backup. Ég er t.d. með Windows á nuc vél og öll uppsetning er bara e-z-p-z. Ég er búinn að vera vasast í linux síðan 2001, Mandrake, Suse, (jesús ég fæ bara grænar bólur að skrifa þetta ) Gentoo, Fedora, Ubuntu, Nas4Free, Freenas og Mint og svei mér þá þegar ég setti upp Windows server 2008 þá skammaðist ég mín fyrir að nota windows sem server en uppsetningin og öll vinnan í kringum þetta er bara nánast engin og vandamálin auðleyst.
En í hans tilfelli þá hef ég á tilfinningunni að hann gæti leyst þetta með gömlum stórum kassa og góðu innihaldi, windows kerfi og thunderbolt korti. Kosturinn er auðvitað að geta uppfært eftir 2-4 ár, flestir kunna vel á windows kerfin og ef það eru margir að sækja innihald af honum þá ræður vélin við það hnökralaust.... get ekki sagt það sama um síðustu 3 NAS-in sem ég átti....um leið og NAS-ið á að ráða við vinnslu af einhverri alvöru fer kostnaðurinn upp úr öllu valdi og mér finnst þessi kerfi vera ekkert sérstaklega öflug.
Maður sér að QNAP með thunderbolt og i5 er á einhverja 2.000 dollara úti, þetta er auðvitað bara brjálæði
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Er auðvelt að breyta gamalli tölvu yfir í NAS? Er NAS sama og File server?
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
falcon1 skrifaði:Er auðvelt að breyta gamalli tölvu yfir í NAS? Er NAS sama og File server?
NAS stendur fyrir Network Attached Storage, og er í raun þjónn sem hefur aðal tilgang að vera gagnageymsla, oftast með einhverju gagnaöryggi, eins og t.d. RAID uppsetning. Flest allar útfærslur af NAS í dag, hvort sem það er sérsniðin og versluð eða heimasmíðuð, bjóða upp á alls konar þjónustur og sýndarvélakeyrslu eins og t.d. Plex, iTunes og SQL þjónustur.
Oftast eru menn að sækjast eftir stórri geymslu og/eða gagnaöryggi.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
falcon1 skrifaði:Er auðvelt að breyta gamalli tölvu yfir í NAS? Er NAS sama og File server?
Já, það er tiltölulega auðvelt að breyta tölvu í NAS, svo lengi sem hægt sé að tengja hana við net og hún hafi eitthvað geymlupláss. Minn skilningur er sá að NAS og File server sé sami hluturinn en með árunum hafa "NAS-ar" smám saman fengið víðtækari hlutverk og eru í dag oft almennir þjónar sem hýsa margar og fjölbreyttar þjónustur, þ.m.t. að vera skráarþjónn.
Einfaldasta útfærslan væri að taka gamla tölvu með Windows uppsettu, tengja hana við net og deila möppu.
Eins og TheAdder segir þá hafa flestir þó ákveðnar hugmyndir um þá eiginleika sem tölvan þarf að hafa til að þjóna NAS hlutverki sínu vel, t.d. aukið gagnaöryggi. Smekklegustu lausnirnar koma oft tilbúnar en fyrir minni fjárhæð má oft setja saman öflugri tæki. Þá er vel hægt að gera ágætan og ódýran NAS úr gamalli tölvu með smávægilegum breytingum.
Hvað stýrikerfi varðar er hægt að nota nær hvaða stýrikerfi sem er; Windows, MacOS, Linux eða jafnvel sérstök NAS stýrikerfi eins og FreeNAS eða unRAID. Stýrikerfin henta aftur á móti mis vel til þess eða hafa mismunandi kosti og ókosti.
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Má benda á fyrir gallharða fiktara, þá er verkefni í gangi til að koma DSM frá Synology í gang á heimasmíðum þjónum, samanber https://xpenology.org.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 644
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: NAS storage - Smíða vs Kaupa
Ég er að pæla í að nota gömlu tölvuna sem NAS þegar ég er kominn með nýja tölvu. Ég er með Win10 á gömlu vélinni, get ég notað það áfram?