GR eða Míla
-
Höfundur - /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
GR eða Míla
Hvað á maður að velja.
Ég er með bæði tengimöguleika hjá GR og Mílu inn í nýbyggingu.
Er einhver munur á þessu, hvað á maður að velja?
Skiptir þetta engu máli í dag?
Allar pælingar velkomnar
Ég er með bæði tengimöguleika hjá GR og Mílu inn í nýbyggingu.
Er einhver munur á þessu, hvað á maður að velja?
Skiptir þetta engu máli í dag?
Allar pælingar velkomnar
Re: GR eða Míla
GR ALLAN daginn , Míla er Gpon. er að bíða eftir að GR leggi inn hjá mér til að losna við Mílu
Re: GR eða Míla
Allt saman draslið fyrir venjulegan notanda. Persónulega færi ég til Gr og er þar nú þegar þar sem það er ekki í eigu frakka
Re: GR eða Míla
Kannski þetta fari doldið eftir því hvað þú ert að gera. Annars held ég að það sé enginn áþreifanlegur munur á upplifun sem skiptir einhverju höfuðmáli, allavega fyrir svona langflesta. Hef aldrei prófað GR þannig að ég veit ekki.
Innanhúsnet, wifi samband innanhúss, router val, etc etc. slíkir faktorar skipta nokkru máli líka, held þetta sé aðal höfuðverkur flestra.
Innanhúsnet, wifi samband innanhúss, router val, etc etc. slíkir faktorar skipta nokkru máli líka, held þetta sé aðal höfuðverkur flestra.
*-*
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: GR eða Míla
Þetta meira spurning um hvaða netþjónustuveitanda þú vilt vera með.
Ef þú vilt vera hjá Símanum færðu eflaust Mílu en Vodafone/Nova/Hringdu/Hringiðan (og Síminn reyndar líka) notast við Ljósleiðarann (áður Gagnaveitan).
Það er einfaldara að skipta um netþjónustuveitanda ef þú ert hjá Ljósleiðaranum því þá dugar einföld config breyting hjá netþjónustuveitanda og síðan endurræsing á routerinum þínum.
Ef þú vilt vera hjá Símanum færðu eflaust Mílu en Vodafone/Nova/Hringdu/Hringiðan (og Síminn reyndar líka) notast við Ljósleiðarann (áður Gagnaveitan).
Það er einfaldara að skipta um netþjónustuveitanda ef þú ert hjá Ljósleiðaranum því þá dugar einföld config breyting hjá netþjónustuveitanda og síðan endurræsing á routerinum þínum.
Re: GR eða Míla
Upplifun mín hjá Mílu er bara sú að það er áþreifanlegur munur á tíma dags hvað ég fæ mikin hraða, fer bara eftir hversu margir eru heima í nágreninu. ég er yfirleitt að fá 600-750 í hraðatesti og einhverjar 7-10ms í latency , þegar ég var með Gagnaveituna fékk ég alltaf 930/930 og 1ms latency , ég þarf líka að nota PPPOE sem er auka álag á routerin
Re: GR eða Míla
Míla notar GPON ljósleiðara á meðan GR er P2P.
Í stuttu máli: Mílu kerfið getur verið álagsbundið á prime time, þeas ef allir nota netið á sama tíma þá gæti það orðið congested og þú færð ekki 1000mbit/s. Á GR kerfinu ertu hinsvegar með þinn "persónulega" fiber streng alla leið sem er óháður öðrum notendum. Það liggur því í augum uppi að GR er betri valkosturinn.
EDIT:
https://itel.com/p2p-vs-gpon-fibre/
Hérna er þetta útskýrt nánar.
Í stuttu máli: Mílu kerfið getur verið álagsbundið á prime time, þeas ef allir nota netið á sama tíma þá gæti það orðið congested og þú færð ekki 1000mbit/s. Á GR kerfinu ertu hinsvegar með þinn "persónulega" fiber streng alla leið sem er óháður öðrum notendum. Það liggur því í augum uppi að GR er betri valkosturinn.
EDIT:
https://itel.com/p2p-vs-gpon-fibre/
Hérna er þetta útskýrt nánar.
Síðast breytt af Onyth á Mið 10. Nóv 2021 21:50, breytt samtals 2 sinnum.
Re: GR eða Míla
Míla var til í að láta mig fá sfp ljós breytu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: GR eða Míla
Cascade skrifaði:Míla var til í að láta mig fá sfp ljós breytu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
Gætirðu útskýrt þetta á mannamáli?
Re: GR eða Míla
Hann er með ljósið beintengt í Unify Dream Machine Pro sem er firewall/router.
Hann er hvorki með ontu (GR) eða GPON (Míla) sem breyta úr ljósleiðara í ethernet.
Hann er hvorki með ontu (GR) eða GPON (Míla) sem breyta úr ljósleiðara í ethernet.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: GR eða Míla
Cascade skrifaði:Míla var til í að láta mig fá sfp ljós breytu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
Hvað græðiru á því? þú ert ennþá á GPON
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: GR eða Míla
kjartanbj skrifaði:Cascade skrifaði:Míla var til í að láta mig fá sfp ljós breytu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
Hvað græðiru á því? þú ert ennþá á GPON
Örlítið lægra latency, og einum færri feilpunktar.
Hefðbundin ljósleiðaratenging til hefðbundins neytanda er svohljóðandi:
Ljósleiðari kemur inn í hús og fer í ljósrúllu,(sem oftast er kölluð húskassi).
Í húskassanum er slaka ljósleiðarans eytt (vafið upp á hann án þess að skemma ljósleiðarann vegna þess að það er bæði meira vesen, dýrara og oft ópraktískara að klippa á ljósleiðara til að stytta ef slakinn í húskassanum er á bilinu 30-120cm).
Út úr húskassanum kemur ljósleiðarinn, en þá er búið að setja TX & RX bita á endann. TX & RX bitarnir fara svo í mola sem fer í þartilgerða ljósbreytu sem kemur frá þeim sem láta þig fá ljósleiðarann (Ljósleiðarinn, Míla, Tengi, eða Snerpa sem dæmi).
Ljósbreytan er svo með 1-4 ethernet portum, en þá er komið að því að tengja ljósbreytuna við þann router sem netþjónustuaðilinn lét þig fá (Hringdu, Vodafone, Nova, Hringiðan, Snerpa eða Síminn).
Ljósleiðaratengingin sem Cascade getur fengið:
Ljósleiðari kemur inn í hús og fer í húskassa.
Úr húskassanum kemur ljósleiðarinn með TX & RX endum sem fara svo í SFP/SFP+ haus, man ekki hvað þeir molar kallast, en þeir leyfa ljósleiðaranum að tala við boxið sem ljósleiðarinn tengist í.
Nú, í stað þess að þurfa einusinni að hugsa út í router frá þeim þjónustuaðila sem Cascade langar að vera hjá, er hann líklegast Ofurnotandi (SuperUser), og býr því yfir hágæðabúnaði sem leyfir honum að tengja ljósleiðarann beint í sviss eða router sem honum hentar.
Það þýðir að hann getur allt eins verið með SFP/Ethernet hybrid router sem tekur beint á móti ljósleiðaranum, sem splittar svo straumnum á milli mismunandi ljósleiðaratengdra, sem og ethernet-tengdra tækja án þess að þurfa endilega að díla við aukalega tengitímann (latency-ið) sem ljósbreyta í kopar í router frá netþjónustuaðila veldur, sem og vesenið sem slíkur búnaður getur ollið.
tl;dr
Venjuleg ljósleiðaratenging:
Ljósleiðari > Húskassi > Ljósbreyta (1x sfp port inn, 1-4x ethernet port út) > Router netþjónustuaðila > Tölvan þín. Ping: 1-12ms eftir því hvar þú færð ljósleiðarann, og hvar þú ert á landinu.
Það sem Cascade fær:
Ljósleiðari > Húskassi > Ljósleiðari í ljósleiðarasviss/ljósleiðararouter > Engin þörf á router frá netþjónustuaðila > Tölvan hans Cascade. Ping: ~0-1ms miðað við að Cascade sé á höfuðborgarsvæðinu.
Síðast breytt af DJOli á Fim 11. Nóv 2021 19:18, breytt samtals 3 sinnum.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: GR eða Míla
kjartanbj skrifaði:Cascade skrifaði:Míla var til í að láta mig fá sfp ljós breytu
Þannig er er með ljósið beint í udmp, sem mér finnst alveg mjög kúl
GR vildu ekki leyfa mér það
Þannig ég fór til mílu
Hvað græðiru á því? þú ert ennþá á GPON
Þetta GPON/P2P dæmi skiptir mig voða litlu máli
Flest speed test sem ég tek eru yfir 900/900. Til að vera hreinskilinn þá sé ég ekki muninn á að hafa 900/900 vs 1000/1000. Þegar maður er kominn með setup með sabnzdb/sonar/radar, þá finnst mér niðurhraðinn eiginlega ekki skipta neinu máli. Meðan maður getur amk uploadað kannski 100mbits svona fyrir vini sína, þá er þetta bara í topp málum.
Þannig ef það er hraðamismunur á milli þessa tveggja, þá er hann alveg rosalega langt frá því að skipta mig máli
En mér finnst það hrikalega mikill kostur að hafa ekki auka box, sem þarf að stinga í rafmagn.
Þannig í raun eina sem ég græði á því er að ég losna við þetta auka box, svo kúl-faktorinn við að sjá ljósleiðarann fara beint í routerinn, sem mér finnst reyndar alveg aðal málið
Er ekki alveg búinn með rackinn, hrikalegt að sjá þessa power snúru þarna fara yfir, á eftir að laga það.
Annars finnst mér þetta hrikalega töff að fá ljósið þarna beint inn (sjá mynd)
Á líka eftir að laga þennan bláa patch, þarf að láta þá snúru fara í patchinn og fara með svona stuttum patch yfir í switch
Síðast breytt af Cascade á Fim 11. Nóv 2021 19:26, breytt samtals 1 sinni.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 621
- Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
- Reputation: 99
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: GR eða Míla
Fer eftir staðsetningum, ég bý í mosó, sem er með þétt mílu svæði og ég náði ekki 250mb á mílu... frekar no brainer að færa mig yfir í GR.
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB
Re: GR eða Míla
Í grunninn eru 1Gbps tengingar Mílu og Gagnaveitunnar með sama hraða. Báðar eru takmarkaðar af hámarkshraðanum yfir 1Gbps Ethernet sem er um 930-950Mbps. Grunnskilyrði þess að mæla hraða tengingar er að nota Ethernet snúrutengda vél og í flestum tilvikum að nota speedtest appið í stað browser /vafra. Einnig þarf vélin að vera sæmilega öflug því annars verður hún flösukáls mælinga. Ef menn eru ekki að ná um eða yfir 900Mbps á 1Gbps tengingu mælt frá testvél frá ykkar intenretveitu þá er líklega einhvað að og þið ættuð að heyra í ykkar fjarskiptafélagi/internetveitu með það. Svo framarlega sem þið erum viss um að þið séuð ekki að mæla vitlaust sem reynslan sýnir að er algengasta ástæða lélegra mælinga. :-)
Í báðum tilvikum eru þessar tengingar einnig takmarkaðar af stærð tenginga á milli internetveitu og netveitu (þ.e. Mílu eða GR). Því miður þá er það svo að í einhverjum tilvikum þá tíma internetveitur ekki að vera með stærri millitengingu til netveitu en 1Gbps jafnvel þó að þeir hafi töluverðan fjölda viðskiptavina með 1Gbps hraða sem eru að fara yfir það samband. Í þeim tilvikum er alveg ljós að viðskiptavinir internetveitunnar munu ekki fá fullan hraða, sérstaklega á álagstímum.
Annars er það svo að PON tengingar eru í dag yfirgnæfandi meirihluti FTTH tenginga í heiminum eða yfir 95% allra tenginga eins og sést á þessari glæru. Ég leyfi mér að efast um að svo væri ef GPON þjónustan væri einhvað verri en P2P Ethernet tengingar eins og GR er með.
Læt einnig fylgja með mælingu á GPON tengingu sem ánægður viðskiptavinur sendi okkur hjá Mílu....
Í báðum tilvikum eru þessar tengingar einnig takmarkaðar af stærð tenginga á milli internetveitu og netveitu (þ.e. Mílu eða GR). Því miður þá er það svo að í einhverjum tilvikum þá tíma internetveitur ekki að vera með stærri millitengingu til netveitu en 1Gbps jafnvel þó að þeir hafi töluverðan fjölda viðskiptavina með 1Gbps hraða sem eru að fara yfir það samband. Í þeim tilvikum er alveg ljós að viðskiptavinir internetveitunnar munu ekki fá fullan hraða, sérstaklega á álagstímum.
Annars er það svo að PON tengingar eru í dag yfirgnæfandi meirihluti FTTH tenginga í heiminum eða yfir 95% allra tenginga eins og sést á þessari glæru. Ég leyfi mér að efast um að svo væri ef GPON þjónustan væri einhvað verri en P2P Ethernet tengingar eins og GR er með.
Læt einnig fylgja með mælingu á GPON tengingu sem ánægður viðskiptavinur sendi okkur hjá Mílu....
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: GR eða Míla
Ég er hjá Mílu YFIR Gagnaveitu ljós.
það er fínt hehe
það er fínt hehe
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: GR eða Míla
Ég er með nokkuð öfluga vél og öflugan router , má telja mig heppinn að ná 900, það eru undantekningartilvik
þegar ég var með GR ljós og eldri tölvu og ekkert spes router var ég að ná 930/930 alltaf sama hvenær ég athugaði og alltaf 1ms í latency , núna yfirleitt með 7+
þegar ég var með GR ljós og eldri tölvu og ekkert spes router var ég að ná 930/930 alltaf sama hvenær ég athugaði og alltaf 1ms í latency , núna yfirleitt með 7+
Re: GR eða Míla
Þetta er með allra besta sem ég næ , hef reyndar aldrei séð 3ms áður í ping , yfirleitt 7+
Re: GR eða Míla
kristas skrifaði:Annars er það svo að PON tengingar eru í dag yfirgnæfandi meirihluti FTTH tenginga í heiminum eða yfir 95% allra tenginga eins og sést á þessari glæru. Ég leyfi mér að efast um að svo væri ef GPON þjónustan væri einhvað verri en P2P Ethernet tengingar eins og GR er með
Það má ekki gleyma því að GPON er mun ódýrara að leggja heldur en P2P. Ætli það sé ekki bara útskýringin á þessu?
Síðast breytt af Onyth á Þri 16. Nóv 2021 18:13, breytt samtals 1 sinni.
Re: GR eða Míla
Ég er yfirleitt alltaf bara 900/900, fer reyndar stundum nálægt 950. En hef ekki séð það fara mikið undir 900
Var að taka þetta núna:
Serverinn er í gangi þannig það er einhver notkun á netinu þegar ég tek þetta test
Hérna er úr browser
Var að taka þetta núna:
Serverinn er í gangi þannig það er einhver notkun á netinu þegar ég tek þetta test
Hérna er úr browser
Síðast breytt af Cascade á Þri 16. Nóv 2021 21:00, breytt samtals 2 sinnum.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: GR eða Míla
Revenant skrifaði:Þetta meira spurning um hvaða netþjónustuveitanda þú vilt vera með.
Ef þú vilt vera hjá Símanum færðu eflaust Mílu en Vodafone/Nova/Hringdu/Hringiðan (og Síminn reyndar líka) notast við Ljósleiðarann (áður Gagnaveitan).
Það er einfaldara að skipta um netþjónustuveitanda ef þú ert hjá Ljósleiðaranum því þá dugar einföld config breyting hjá netþjónustuveitanda og síðan endurræsing á routerinum þínum.
Mér sýnist nú sem að það séu allir að veita þjónustu yfir kerfi Mílu:
https://www.mila.is/framkvaemdir/fjarsk ... -thjonustu
Þjónustuaðilar eru með mismuandi routera nema að endanotandinn sé með sinn eigin router