Var að flýta mér að setja upp tölvunna mína og þegar hún var komin upp þá komst ég að því að windows-ið sem er á primari master er skráð sem e: og geimsludiskarnir mínir sem c: og f: og geisladrifið á d:.
Nennti síðan ekkert að spá meira í þessu og eyddi deginum í það setja allt upp eins og það hafði verið áður en núna er þetta farið að fara mjög mikið í taugarnar á mér og ég bara get ekki vanist þessu.
Veit að það er hægt að breyta þessu í disk manangment eða með partition magic en það sem ég var að spá er hvort það sé í lagi að gera þetta með drifið sem windows er sett upp á?
Fokkast öll forrit og shortcuts upp eða er hugsað fyrir þessu allt leiðrétt og ekkert mál?
Er semsagt í lagi að breyta um driver letter á disk sem er með uppsettu OS eða ekki?