apple os boot loader vandamál


Höfundur
tomas Styrmir
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 28. Okt 2021 15:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

apple os boot loader vandamál

Pósturaf tomas Styrmir » Fim 28. Okt 2021 15:56

góðan daginn ég er með macbook model A2179 sem er núna í annað sinn búinn að festast í boot loader eftir uppfærslu

ég fór með hana í viðgerð hjá macland þar sem ég taldi þetta vera ábyrgðar mál en þeir vilja meina að stýrikerfið hrundi að vegum notandans

er einhver með reynslu á þessu vandamáli sem gæti upplýst mig betur
og er enhver sem getur skilgreynt þennan texta sem kemur úr viðgerðar skýrslu frá þeim

"Hugbúnaður vandamál. Kerfið biður um uppfærslu á "boot drivers" það er rekkar sem stýrikerfið þar til að ræsa upp. Kerfið lagað þ.e. boot drivers kerfið svo uppfært en vél hafði ekki verið uppfærð innan kerfis að fullu þ.e nokkrar kerfi uppfærslur vantaði. Vél var sett í vélbúnaðar próf og stóðst þau öll."



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: apple os boot loader vandamál

Pósturaf Squinchy » Fös 29. Okt 2021 09:11

Hugbúnaður er ekki ábyrgðarmál en hinsvegar er líklegra að viðgerðinni sem þó borgaðir fyrir fylgir ábyrgð, myndi heyra í þeim aftur og óska eftir að þeir lagi það sem þú borgaðir fyrir að láta laga


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: apple os boot loader vandamál

Pósturaf daremo » Fös 29. Okt 2021 23:39

Mér finnst Macland klárlega skulda þér betri útskýringu á vandamálinu.
"Boot drivers" þýðir ekkert fyrir macos svo lengi sem þú hefur ekkert átt við uppsetninguna eins og með því að installa Windows eða Linux.
Reklar? Það er virkilega erfitt að fokka þeim upp á mac. Vildu þau meina að þú eyddir stýrikerfinu?

Ef þú ert að nota Windows á vélinni og þau meintu "boot camp drivers", þá er vandamálið hinsvegar pottþétt þín megin.


Edit: Það er alveg hugsanlegt reyndar að með því að slökkva á vélinni í miðri uppfærslu gæti valdið svona vandamáli.
Síðast breytt af daremo á Fös 29. Okt 2021 23:44, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
tomas Styrmir
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 28. Okt 2021 15:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: apple os boot loader vandamál

Pósturaf tomas Styrmir » Lau 30. Okt 2021 12:21

Eftir löng rifrildi við þá settu þeir tölvuna aftur í prófun og komust að þeirri niðurstöðu að móðurborðið var ónýt

Gjörsamlega glatað fyrirtæki