Lokun koparsímkerfisins

Skjámynd

joker
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf joker » Fim 08. Okt 2020 22:34

Mér skilst að lyftan í stigaganginum heima hjá mér sé tengd koparlínu vegna skyldu á að hafa neyðarhnapp. Erum að greiða töluverðar upphæðir á ári í línugjald. Eru ekki til einhverjar góðar GSM lausnir á þessu?



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf russi » Fim 08. Okt 2020 23:12

joker skrifaði:Mér skilst að lyftan í stigaganginum heima hjá mér sé tengd koparlínu vegna skyldu á að hafa neyðarhnapp. Erum að greiða töluverðar upphæðir á ári í línugjald. Eru ekki til einhverjar góðar GSM lausnir á þessu?

Það eru til módúlar sem keyra á GSM og líkja eftir hefðbundum símasamskiptum, líklegt að lyftufyrirtækið geti bent þér í rétta átt, annars er Icecom, Securitas og Öryggismiðstöðin með þetta eða í versta falli geta útvegað þetta, er nú nokkuð viss um þetta sé ekki ódýrt. Mögulega eiga fjarskiptafélögin þetta líka




Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf oliuntitled » Sun 24. Okt 2021 16:58

Benz skrifaði:
Xovius skrifaði:Gamla POTS kerfið er er orðið lélegt og óþarflega dýrt í viðhaldi. Öryggiskerfi og öryggishnappar, sem er í raun langstærstur meirihluti af því sem eftir er á því er að færast yfir á GSM kerfið, það veitir meiri stöðugleika.
Vissulega eru einhver svæði þar sem gsm samband er lélegt, þó það séu hverfandi fá svæði í dag. Þar þarf einfaldlega að bæta GSM kerfið, í stað þess að viðhalda þessu gamla POTS kerfi um allt land.
Varðandi kostnað, þá er farsími almennt ódýrari en sér POTS lína og ljósleiðarasamband frá gagnaveitunni eða mílu er á sama/svipuðu verði. Í dag er fólk að greiða línugjald fyrir POTS línuna sem er svipað línugjaldinu fyrir ljósleiðarann.
Ég persónulega styð mílu alveg 100% í því að leggja þetta kerfi niður. Rétt eins og öll hin kerfin sem hafa horfið í tímans rás.


Míla er ekki að leggja þetta niður heldur Síminn ;)
Míla er áfram með ADSL/VDSL yfir kopar þar sem ljósleiðari er ekki í boði.
Til að viðhalda sambærilegu öryggi á GSM og gamla POTS kerfinu þá þyrfti að bæta varaafli á sendunum þar töluvert. Það toppar enn ekkert gamla POTS kerfið í rafmagnsleysi - svo fremi sem maður sé með snúrusíma en ekki þráðlausan :lol:


Síminn er ekki að loka þessu kerfi heldur er Míla að því.
Enda er allt hardware sem tengist gamla pots kerfinu í eigu mílu og það er ekkert fjárhagslegt incentive að halda þessu ancient kerfi við.
Mikið af hardware-inu þarna er löngu hætt í framleiðslu á stóra markaðnum sem hækkar verð umtalsvert þar sem svona búnaður fæst að mestu bara í sérpöntun.




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Benz » Sun 24. Okt 2021 20:41

Ekki rétt ;) , Síminn á talsimakerfið (AXE símerfið) sem Síminn er að leggja niður. Míla á hina vegar xDSL kerfi sem tengjast koparheimtaugakeffinu (pots-inu).
Síminn hefur verið að leggja niður sveitakerfi sem hafa ekki verið með xDSL frá Mílu. Míla tapar sjálfsagt á þessu, fá ekki lengur leigu af koparheimtaugum (komnar á ljósleiðara) sem og leigu fyrir hýsingu og gagnasamband að hýsingarstaðnum.
Síðast breytt af Benz á Sun 24. Okt 2021 21:47, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf oliuntitled » Mán 25. Okt 2021 09:18

Benz skrifaði:Ekki rétt ;) , Síminn á talsimakerfið (AXE símerfið) sem Síminn er að leggja niður. Míla á hina vegar xDSL kerfi sem tengjast koparheimtaugakeffinu (pots-inu).
Síminn hefur verið að leggja niður sveitakerfi sem hafa ekki verið með xDSL frá Mílu. Míla tapar sjálfsagt á þessu, fá ekki lengur leigu af koparheimtaugum (komnar á ljósleiðara) sem og leigu fyrir hýsingu og gagnasamband að hýsingarstaðnum.



Frá því Míla var slitin frá Símanum að þá var rekstur og eign alls grunnbúnaðar færður yfir til Mílu.
Þetta er samt búin að vera stefna samstæðunnar (þar sem Síminn er hausinn) í um áratug.
Míla er að hætta rekstri þessa hluta símstöðva þar sem það svarar ekki lengur kostnaði að halda þessu gangandi þó að upphaflega ákvörðunin sé tekin efst í samstæðunni :)




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf Benz » Mán 25. Okt 2021 11:03

oliuntitled skrifaði:
Benz skrifaði:Ekki rétt ;) , Síminn á talsimakerfið (AXE símerfið) sem Síminn er að leggja niður. Míla á hina vegar xDSL kerfi sem tengjast koparheimtaugakeffinu (pots-inu).
Síminn hefur verið að leggja niður sveitakerfi sem hafa ekki verið með xDSL frá Mílu. Míla tapar sjálfsagt á þessu, fá ekki lengur leigu af koparheimtaugum (komnar á ljósleiðara) sem og leigu fyrir hýsingu og gagnasamband að hýsingarstaðnum.



Frá því Míla var slitin frá Símanum að þá var rekstur og eign alls grunnbúnaðar færður yfir til Mílu.
Þetta er samt búin að vera stefna samstæðunnar (þar sem Síminn er hausinn) í um áratug.
Míla er að hætta rekstri þessa hluta símstöðva þar sem það svarar ekki lengur kostnaði að halda þessu gangandi þó að upphaflega ákvörðunin sé tekin efst í samstæðunni :)


Talsímakerfið (kallast AXE hjá Símanum) var aldrei fært til Mílu enda partur af þjónustuframboði Símans. xDSL og GPON var hins vegar flutt frá Símanum til Mílu (þó ekki strax) enda eðlilegra að slík þjónusta væri í boði þar í heildsölu.
Míla er ekki með neinar símstöðvar heldur aðstöðuleigu (tækjahús) en aðstöðuleigan var auðvitað kölluð símstöð á einokunartíma Símans enda upphaflega eina þjónustan sem var í boði ;) Í aðstöðuleigunni hefur Síminn, Vodafone, Nova, Neyðarlínan, og fleiri fjarskiptafyrirtæki, verið að leigja pláss fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin eru að veita á svæðinu (auðvitað mismunandi milli staða/svæða). Það að húsnæði sé kallað símstöð er einfaldlega barn síns tíma og ekki lýsandi fyrir þá þjónustu sem veitt er þaðan. Ef viðskiptavinir Mílu segja upp aðstöðunni er bara eðlilegt að Míla hætti rekstri húsnæðisins enda ljóst að engin sé þörf á því til framtíðar.
Í dreifbýli þar sem búið er að leggja ljósleiðara er engin þörf fyrir gamla talsímakerfið og því eðlileg þróun að það sé lagt niður. Sama gildir í raun í þéttbýli og myndi ég reikna með að Síminn muni leggja niður símstöðvar sínar þar fyrr en síðar enda sjálfsagt flestir þeir sem eru enn með "gamla snúrusímann" komnir með hann á VoIP í gegnum routerana sína þar sem það er hægt.

Tek það fram að ég þekki ágætlega til þessa málaflokks, vann einu sinni hjá Landssímanum og hef undanfarna áratugi starfað sem ráðgjafi til fyrirtækja í fjarskipta- og upplýsingatæknimálum.
Síðast breytt af Benz á Mán 25. Okt 2021 11:04, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf natti » Mán 25. Okt 2021 21:40

Ég bíð bara eftir því að þið áttið ykkur á að það er búið að loka fjölsímakerfinu, símboðakefinu *OG* NMT kerfinu...
Tækin sem tengdust 2 af 3 þessara kerfa voru oftar en ekki öryggistæki og gegndu mikilvægum hlutverkum, enda er ekki nokkur leið að komast í gegnum daginn án þess að hugsa með sér "djöfull sakna ég símboðans, væri til í að hafa einn svoleiðis á beltinu núna ef einhver þyrfti að ná í mig, og ég gæti þá skottast í næsta tíkallasíma og hringt til baka..." eða "mér finnst betra að vera með NMT símann með mér þegar ég fer út að keyra, en ætli einhver sé að hlera mig með CB-stöðinni sinni?"
Þetta eru bara áhyggjur sem maður hefur á degi hverjum... og nú bætist gamla símalínan við.

Hvernig á ég nú að fara að því að hringja í einhvern þegar allur bærinn verður rafmagnslaus?
(Eftir að ég hef eytt síðasta bensíndropanum í að keyra á milli bensínstöðva áður en ég átta mig á því að það er engin símaskrá til lengur, og hef því ekki númerið hjá nokkrum einstakling eftir að snjallsíminn minn varð batterýslaus.)

Stundum er eina leiðin til þess að framþróun eigi sér stað að loka einhverju sem ætti að vera löngu sjálfdautt.


Mkay.


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf vesley » Mán 25. Okt 2021 23:51

Þú hefur samband við fyrirtækið sem sér um viðhald á lyftunni og færð þá til að græja nýtt gsm kerfi á lyftuna.




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Lokun koparsímkerfisins

Pósturaf TheAdder » Þri 26. Okt 2021 10:45

natti skrifaði:Ég bíð bara eftir því að þið áttið ykkur á að það er búið að loka fjölsímakerfinu, símboðakefinu *OG* NMT kerfinu...
Tækin sem tengdust 2 af 3 þessara kerfa voru oftar en ekki öryggistæki og gegndu mikilvægum hlutverkum, enda er ekki nokkur leið að komast í gegnum daginn án þess að hugsa með sér "djöfull sakna ég símboðans, væri til í að hafa einn svoleiðis á beltinu núna ef einhver þyrfti að ná í mig, og ég gæti þá skottast í næsta tíkallasíma og hringt til baka..." eða "mér finnst betra að vera með NMT símann með mér þegar ég fer út að keyra, en ætli einhver sé að hlera mig með CB-stöðinni sinni?"
Þetta eru bara áhyggjur sem maður hefur á degi hverjum... og nú bætist gamla símalínan við.

Hvernig á ég nú að fara að því að hringja í einhvern þegar allur bærinn verður rafmagnslaus?
(Eftir að ég hef eytt síðasta bensíndropanum í að keyra á milli bensínstöðva áður en ég átta mig á því að það er engin símaskrá til lengur, og hef því ekki númerið hjá nokkrum einstakling eftir að snjallsíminn minn varð batterýslaus.)

Stundum er eina leiðin til þess að framþróun eigi sér stað að loka einhverju sem ætti að vera löngu sjálfdautt.


Lokunin á NMT kerfinu er reyndar ágætis dæmi um hvernig svona umskipti fara fram hér á landi. Ekkert tilbúið til þess að taka við, öryggisstaðallinn felldur niður, stór svæði sem misstu allt samband um leið og slökkt var.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo