hver er með abyrgð
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
hver er með abyrgð
Sælir
Ég fór með bíllinn á verkstæði fyrir rúmt ári síðan og setti sumardekk hjá verkstæði A.
Nuna þegar ég var að setja vetrardekkin á þá skemmir verkstæði B 3 bolta á hubbin vegna þess að verkstæði í vor var búinn að herða boltarnir alveg svakalegt og ekki hægt að ná þeim út, þetta er á álfelgum.
Þarf væntanlega að setja nýjan "hub" á til að laga þessu.
Einhverjir búinn að lenda í svipað?
Ég fór með bíllinn á verkstæði fyrir rúmt ári síðan og setti sumardekk hjá verkstæði A.
Nuna þegar ég var að setja vetrardekkin á þá skemmir verkstæði B 3 bolta á hubbin vegna þess að verkstæði í vor var búinn að herða boltarnir alveg svakalegt og ekki hægt að ná þeim út, þetta er á álfelgum.
Þarf væntanlega að setja nýjan "hub" á til að laga þessu.
Einhverjir búinn að lenda í svipað?
-
- Gúrú
- Póstar: 550
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Ég myndi halda að erfiðast væri að sanna að þetta væri þeim að kenna þar sem að dálítill tími er liðinn? Margt getur skéð á ári, er það sem ég meina, en já ég vil vita það líka
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Boltarnir mun ekki herðast meira við keyrslu? Væntanlega þess vegna verkstæði setja á miða þar sem stendur athuga boltarnir eftir x tíma (ca 100km)
Ef það skiptir máli þá var mér bjargað uppá heiðifyrir norðan af útkall vegna þess ég náði ekki boltann af sprungið dekk, þau voru með sleggju og 2 metrar átaksskaft á boltann til að ná honum ut...
Ef það skiptir máli þá var mér bjargað uppá heiðifyrir norðan af útkall vegna þess ég náði ekki boltann af sprungið dekk, þau voru með sleggju og 2 metrar átaksskaft á boltann til að ná honum ut...
Síðast breytt af bigggan á Mán 18. Okt 2021 10:40, breytt samtals 1 sinni.
Re: hver er með abyrgð
Verkstæði B kennir verkstæði A um, og verkstæði A mun líklega kenna verkstæði B um.
Erfitt að eiga við þetta, því miður
Efast um að þér takist að fá þetta bætt, þó ég voni það að sjálfsögðu.
Erfitt að eiga við þetta, því miður
Efast um að þér takist að fá þetta bætt, þó ég voni það að sjálfsögðu.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Myndi nú segja að Verkstæði B ætti að bera ábyrgðina.
Það eru til hinar og þessar lausnir til að losa fasta bolta, eitthvað sem verkstæði ætti að kunna.
Að skemma 1? Jájá ok.
.. en að skemma 3.. þá er eitthvað að verklaginu.
Það eru til hinar og þessar lausnir til að losa fasta bolta, eitthvað sem verkstæði ætti að kunna.
Að skemma 1? Jájá ok.
.. en að skemma 3.. þá er eitthvað að verklaginu.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Þetta er Volvo V40 2013
Og já verkstæði B kennir verkstæði A um þetta þegar þau settu dekkinu a í vor
Og já verkstæði B kennir verkstæði A um þetta þegar þau settu dekkinu a í vor
Síðast breytt af bigggan á Mán 18. Okt 2021 11:41, breytt samtals 1 sinni.
Re: hver er með abyrgð
Sá sem skemmir boltana ber ábyrgðina, þeir hefðu átt að koma til þín fyrst og segja "þetta er helvíti fast, hugsanlega munu boltarnir skemmast" og leyfa þér að velja hvað ætti að gera, halda áfram eða reyna aðrar lausnir.
En hvernig skemmdust boltarnir?
Fór krómhúð af þeim eða voru þeir bara rúnaðir eftir átökin?
En hvernig skemmdust boltarnir?
Fór krómhúð af þeim eða voru þeir bara rúnaðir eftir átökin?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
hvað með þetta ævintýri með 2m átaksskaftið
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Þeir runuðu ekki róin þeir slitu af alt heila klabbið með boltann og öllu í tvent
A ekki mynd af þessu en þeir náðu að losa boltann án þess að skemma neitt með átaksskaftið og hamra á lykillin á meðan þeir voru með pressu á róinn
A ekki mynd af þessu en þeir náðu að losa boltann án þess að skemma neitt með átaksskaftið og hamra á lykillin á meðan þeir voru með pressu á róinn
Síðast breytt af bigggan á Mán 18. Okt 2021 13:26, breytt samtals 2 sinnum.
Re: hver er með abyrgð
bigggan skrifaði:Þeir runuðu ekki róin þeir slitu af alt heila klabbið með boltann og öllu í tvent
A ekki mynd af þessu en þeir náðu að losa boltann án þess að skemma neitt með átaksskaftið og hamra á lykillin á meðan þeir voru með pressu á róinn
Fyrst þeir náðu einum af, en skemmdu 3, þá er erfitt að kenna verkstæði A um.
Líkt og fram hefur komið, þá er kannski afsakanlegt að skemma 1, en ekki 3...
Að sama skapi hefðu þeir alltaf átt að spyrja þig hvað þú vildir gera, þú skemmir ekki eitthvað hjá viðskiptavin og reynir svo að fría þig alfarið ábyrgð... Það þarf djöfulli mikið afl til að slíta þetta, það gerist ekki óvart... þeir hefðu í versta falli átt að senda þig bara í burtu ef þeir treystu sér ekki í þetta.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Já finnst líka þetta ættir að vera svoleiðis. Er að reyna hafa samband við neytendasamtök eða fib en langar ekki rosalega að fara straks í lögfræðingi í þessu...
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Allavegana núna þá hef ég ekkert a móti að segja hver þetta er, þá er það Klettur á klettagarðar sem eyðilögðu dekkið og segir þau eiga engan ábyrgð á þessu...
Re: hver er með abyrgð
Það er gjörsamlega óþolandi hvað flestöll verkstæði herða felgubolta óþarflega og hættulega mikið, ég skrifa hættulega því það er ekkert grín að vera útá landi með ónýtt dekk og geta ekki náð því af. Það að þetta sé löglegt og ekki brot á reglum þar sem verkstæði ætti einfaldlega missa starfsleyfið finnst mér fáránlegt.
Endilega auglýsa eins mikið og þig getið þau vanhæfu verkstæði sem stunda þennan fávitaskap.
Gleymi því aldrei þegar ég fór og fékk mér ný dekk í Costco. Ég nefni við gæjann sem ætlar að láta þau undir að ég mun herða felguboltana sjálfur. Að hann eigi að gera þetta bara laust. Þá horfir hann bara á mig eins og ég sé hálviti, liftir up útprentuðu blaði með upplýsingar yfir bíllinn minn og sýnir mér að hann muni herða nákvæmlega eins mikið og framleiðandinn gefur upp. Eftirá prufaði ég að taka á boltana og gat auðveldlega losað þá sjálfur.
Endilega auglýsa eins mikið og þig getið þau vanhæfu verkstæði sem stunda þennan fávitaskap.
Gleymi því aldrei þegar ég fór og fékk mér ný dekk í Costco. Ég nefni við gæjann sem ætlar að láta þau undir að ég mun herða felguboltana sjálfur. Að hann eigi að gera þetta bara laust. Þá horfir hann bara á mig eins og ég sé hálviti, liftir up útprentuðu blaði með upplýsingar yfir bíllinn minn og sýnir mér að hann muni herða nákvæmlega eins mikið og framleiðandinn gefur upp. Eftirá prufaði ég að taka á boltana og gat auðveldlega losað þá sjálfur.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Hef farið til Dekkjahallarinnar síðustu árin, þar herða þeir alltaf með átakslykli í lokin.
Re: hver er með abyrgð
Verkstæðið sem braut boltana ber ábyrgð, hefðu átt að stoppa eftir að 1 hefur brotnað, það að halda áfram er bara rugl.
ef 1 hefði brotnað þá ertu með 4 í lagi og það sleppur til að keyra á þeim og hefði verið hægt að bora út þann eina.
Síðan hefði verkstæðið átt að hafa samband við þig strax og 1 brotnaði til að athuga hvað skal gera.
ef 1 hefði brotnað þá ertu með 4 í lagi og það sleppur til að keyra á þeim og hefði verið hægt að bora út þann eina.
Síðan hefði verkstæðið átt að hafa samband við þig strax og 1 brotnaði til að athuga hvað skal gera.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Henjo skrifaði:Það er gjörsamlega óþolandi hvað flestöll verkstæði herða felgubolta óþarflega og hættulega mikið, ég skrifa hættulega því það er ekkert grín að vera útá landi með ónýtt dekk og geta ekki náð því af. Það að þetta sé löglegt og ekki brot á reglum þar sem verkstæði ætti einfaldlega missa starfsleyfið finnst mér fáránlegt.
Endilega auglýsa eins mikið og þig getið þau vanhæfu verkstæði sem stunda þennan fávitaskap.
Gleymi því aldrei þegar ég fór og fékk mér ný dekk í Costco. Ég nefni við gæjann sem ætlar að láta þau undir að ég mun herða felguboltana sjálfur. Að hann eigi að gera þetta bara laust. Þá horfir hann bara á mig eins og ég sé hálviti, liftir up útprentuðu blaði með upplýsingar yfir bíllinn minn og sýnir mér að hann muni herða nákvæmlega eins mikið og framleiðandinn gefur upp. Eftirá prufaði ég að taka á boltana og gat auðveldlega losað þá sjálfur.
Hef heyrt þetta um Costco, þeir herða nákvæmlega eins og framleiðendur segja til um. Ódýr umfelgun sömuleiðis en skilst að þú þurfir að vera á dekkjum frá þeim til þess að geta nýtt þér það.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: hver er með abyrgð
GullMoli skrifaði:Henjo skrifaði:Það er gjörsamlega óþolandi hvað flestöll verkstæði herða felgubolta óþarflega og hættulega mikið, ég skrifa hættulega því það er ekkert grín að vera útá landi með ónýtt dekk og geta ekki náð því af. Það að þetta sé löglegt og ekki brot á reglum þar sem verkstæði ætti einfaldlega missa starfsleyfið finnst mér fáránlegt.
Endilega auglýsa eins mikið og þig getið þau vanhæfu verkstæði sem stunda þennan fávitaskap.
Gleymi því aldrei þegar ég fór og fékk mér ný dekk í Costco. Ég nefni við gæjann sem ætlar að láta þau undir að ég mun herða felguboltana sjálfur. Að hann eigi að gera þetta bara laust. Þá horfir hann bara á mig eins og ég sé hálviti, liftir up útprentuðu blaði með upplýsingar yfir bíllinn minn og sýnir mér að hann muni herða nákvæmlega eins mikið og framleiðandinn gefur upp. Eftirá prufaði ég að taka á boltana og gat auðveldlega losað þá sjálfur.
Hef heyrt þetta um Costco, þeir herða nákvæmlega eins og framleiðendur segja til um. Ódýr umfelgun sömuleiðis en skilst að þú þurfir að vera á dekkjum frá þeim til þess að geta nýtt þér það.
Já það fylgir með umfelgun þegar þú kaupir ný dekk frá þeim. Er ekki viss með hvort hægt sé að fara þangað annars, veit allavega að það er nóg að gera hjá þeim.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Tek nákvæmlega undir með þeim sem segja verkstæðið sem braut boltana ábyrgt.
Þú færir ekki að kenna framleiðanda um ef þú færir með tölvu í viðgerð, þar sem hún væri eyðilögð vegna þess að "að sögn viðgerðarmanns voru allar skrúfur svo hertar, að nota þurfti stingsög til að opna".
Þú færir ekki að samþykkja svona vinnubrögð, og ættir ekki að gera.
Fyrirtæki sem vinna með hluti í eigu þriðja aðila eru langflest, ef ekki er lögboðið fyrir þau, að vera með tryggingu fyrir skemmdum.
Ég hef alveg lent í að stúta rafmagnsmótor sem kostaði einhvern hundraðkall, og yfirmaðurinn sagði það lítið mál þar sem hann væri tryggður fyrir mistökum.
Ekki láta ríða þér.
Þú færir ekki að kenna framleiðanda um ef þú færir með tölvu í viðgerð, þar sem hún væri eyðilögð vegna þess að "að sögn viðgerðarmanns voru allar skrúfur svo hertar, að nota þurfti stingsög til að opna".
Þú færir ekki að samþykkja svona vinnubrögð, og ættir ekki að gera.
Fyrirtæki sem vinna með hluti í eigu þriðja aðila eru langflest, ef ekki er lögboðið fyrir þau, að vera með tryggingu fyrir skemmdum.
Ég hef alveg lent í að stúta rafmagnsmótor sem kostaði einhvern hundraðkall, og yfirmaðurinn sagði það lítið mál þar sem hann væri tryggður fyrir mistökum.
Ekki láta ríða þér.
Síðast breytt af DJOli á Þri 19. Okt 2021 08:51, breytt samtals 2 sinnum.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Ég hefði hringt á lögregluna fyrir framan þá í Kletti hefði ég fengið þessar fréttir og þeir sagt að þeir beri ekki ábyrgð.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Tengdur
Re: hver er með abyrgð
Menn geta rætt þetta fram og til baka en líkurnar á því að einhver muni taka þetta á sig eru litlar sem engar. Álagið á þessum dekkjaverkstæðum þegar sumar og vetrardekkja tarnirnar er rosalegt. Menn eru meira til í að ofherða en að missa dekk undan. Og þá geta felguboltar og rær farið í drasl.
Gangi þér samt vel með þetta.
Gangi þér samt vel með þetta.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
Tbot skrifaði:Hef farið til Dekkjahallarinnar síðustu árin, þar herða þeir alltaf með átakslykli í lokin.
Ég hef oft sé að fólk á dekkjarverkstæðum herða dekk með lofthamri, svo taka þeir herslumælir og fara yfir alla bolta en herða ekki með skaftinu því lofthamarinn er búinn að herða meira en gefið er upp.
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: hver er með abyrgð
littli-Jake skrifaði:Menn geta rætt þetta fram og til baka en líkurnar á því að einhver muni taka þetta á sig eru litlar sem engar. Álagið á þessum dekkjaverkstæðum þegar sumar og vetrardekkja tarnirnar er rosalegt. Menn eru meira til í að ofherða en að missa dekk undan. Og þá geta felguboltar og rær farið í drasl.
Gangi þér samt vel með þetta.
Þetta er nákvæmlega málið, kostnaðurinn við það að þú tuðir yfir því að einhver herði of mikið er svo miklu minni en að það losni dekk undan bíl og lendi á einhverjum sem kemur úr gagnstæðri átt eða er svo óheppinn að verða fyrir dekkinu.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það