Dauð Vél.

Skjámynd

Höfundur
brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Tengdur

Dauð Vél.

Pósturaf brain » Lau 16. Okt 2021 21:41

Vantar smá álit á bilun í vél sem ég var beðin að kíkja á
Vélin er úti á landi.

Eigandi var að browsa og þá slökknaði allt í einu á vélini, allt dautt.
koma engin ljós á móðurborð þegar rafmagn er sett á.

Búið að prófa power pack í annari tölvu, er OK
Skjákort prófað í annari vél er OK
Hann var tiltölulega nýbúinn að setja nýtt móðurborð í, og prófaði gamla með sama CPU. það er sama
allt dautt.

Er þetta ekki CPU dauður ?

Hafa menn lent í svona að vél sé alveg dauð þegar CPU er farinn ?



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf Dropi » Lau 16. Okt 2021 21:59

brain skrifaði:Hafa menn lent í svona að vél sé alveg dauð þegar CPU er farinn ?

Vifturnar fara yfirleitt í gang þegar cpu og eða ram er ónýtt af minni reynslu. Ef engin vifta snýst gæti það legið í móðurborðinu. En fyrst þið hafið staðfest að móðurborðið virkar á gamla örgjörvanum, gæti kannski verið nóg að uppfæra bios? Ég er ekki með neina góða útskýringu, nema kannski er nýji örgjörvinn of öflugur fyrir þetta móðurborð og einhverskonar vörn fór af stað.

Ja nema þetta sé ónýtur örgjörvi eins og þú segir.
Síðast breytt af Dropi á Lau 16. Okt 2021 22:00, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf Semboy » Lau 16. Okt 2021 22:17

Hef lent i svona, thar sem skrufa faldi sig undir modurbordi.


hef ekkert að segja LOL!


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf jonfr1900 » Sun 17. Okt 2021 01:38

Þetta er bilaður aflgjafi. Ef að örgjörvi fer þá er alltaf eitthvað líf í móðurborðinu. Það þarf að purfa að skipta út aflgjafanum og vinna þetta þaðan ef það virkar ekki.



Skjámynd

Höfundur
brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Tengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf brain » Sun 17. Okt 2021 10:53

Kemst ekki í bios, allt dautt Dropi. Já hélt líka að viftur færu í gang, en það koma ekki einu sinni ljós á MB. Það eru línur á því.
í annari vél allt ok, en þá með gamla CPU.


Grunaði aflgjafan strax, en hann sagðist hafa tengt í annari tölvu og hún fór í gang.

Eina sem ekki er búið að prófa er cpu.
Síðast breytt af brain á Sun 17. Okt 2021 10:53, breytt samtals 1 sinni.




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf Predator » Sun 17. Okt 2021 13:07

Hef einu sinni lent í þessu og þá var það psu sem var ekki nógu öflugt til að keyra vélina eftir að sett var nýtt skjákort í hana. Það virkaði ss allt eðlilega þegar gamla skjákortið var sett í en þegar nýja var sett í vildi hún ekki í gang. Gæti verið ef psu var orðið tæpt að þessi skipti á örgjörva hafi ýtt því yfir brúnina? Myndi allavega prófa að ræsa vélina á öðru psu ef það er hægt.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf slapi » Sun 17. Okt 2021 20:25

Taktu allt úr sambandi nema bara power að móðurborðinu.
Taka öll usb og harðadiska og allt úr sambandi. Ef hún fer í gang þá geturðu byrjað að einangra hvað er að valda því að hún kveikir ekki á sér



Skjámynd

Höfundur
brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Tengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf brain » Sun 17. Okt 2021 22:33

Jamm hann gerði það. eingöngu minni og cpu..allt dautt. Ennþá spurning hvort dauður CPU geti gert þetta. ??

Held einsog aðrir hafa bent á að aflgjafinn sé svona slappur, en hann er með 1000w Chieftrain. -
Er með RTX 3080 Ti sem var sett í, nú í Sept ! aflgjafinn kannski ekki þolað ??

sendi honum PSU á morgun.
Síðast breytt af brain á Sun 17. Okt 2021 22:34, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Dauð Vél.

Pósturaf Dropi » Mán 18. Okt 2021 08:48

Að mínu mati er ekki nóg að setja aflgjafann í aðra vél og dæma hann í lagi þannig, bilarnir í aflgjöfum eru miklu lúmskari en það. Eina vitið er að prófa nýjan aflgjafa í vélinni sem þú ert að keyra.

Ég hef verið að aðstoða einn hollending í wow guildinu mínu í síðustu viku að bilanagreina nýju vélina sína, það voru allskonar draugar hjá honum sem kom svo í ljós að var aflgjafinn að fúska. Vélin gat gengið flott í eina, tvær vikur en svo byrjaði hún aftur með eintómt vesen eins og að slökkva á sér, restarta sér, neita að kveikja á sér í einhvern tíma en fór alltaf aftur í gang fyrir rest. Sama með vin minn sem átti nýlegan corsair rm750x, skjákortið var alltaf að deyja og viftur fóru á 100%. Það var líka aflgjafinn.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS