Sælir vaktarar og þá sérstaklega starfólk eða þeir með þekkingu í fjarskiptageiranum. Eru einhver plön um (tilraunir í gangi) að bæta við IPv6 til heimilisnotenda og svo að í boði verði eitthvað meira en eitt gíg hraði þá til dæmis 2.5G eða 10G ?
Veit að þetta er algjört first world problem er bara skemmtilegt fyrir okkur nördana og langaði að athuga hvort þetta væri orðin hugmynd hér á klakanum?
Eitt gíg plús og IPv6
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 00:14
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Það er hægt að fá IPv6 á ljósleiðaratengingu frá Nova (þ.e. /56 úthlutun) en gallin er sá að þú ert settur á bak við CGNAT fyrir IPv4 í staðin (engin public IPv4 tala heldur úthlutað úr 100.64.0.0/10 neti).
Mér skilst að það sé sami "prófíll" og er á 4G/5G netinu þeirra.
Mér skilst að það sé sami "prófíll" og er á 4G/5G netinu þeirra.
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Myndi algjörlega vilja fá native ipv6 tengingu til heimila, hef verið að routa /48 núna í að verða 3 ár yfir tunnels.
Eina sem við getum gert er basicly að spyrja fjarskiptafélögin reglulega hvenær þeir ætli að innleiða native ipv6 til heimila og segja þeim að það sé eftirspurn fyrir því.
Eina sem við getum gert er basicly að spyrja fjarskiptafélögin reglulega hvenær þeir ætli að innleiða native ipv6 til heimila og segja þeim að það sé eftirspurn fyrir því.
AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Hef séð það minnst á að 10gbit er í prufu til neytanda.
En býst ekki við að það verði fáanlegt í nokkur ár í viðbót.
En býst ekki við að það verði fáanlegt í nokkur ár í viðbót.
Síðast breytt af hfwf á Sun 17. Okt 2021 16:00, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 336
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 111
- Staða: Ótengdur
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Er ekki að sjá mikla þörf fyrir meira en 1gbit til einstaklinga, ISP's þurfa að hugsa um 99 prósentin og það að catera á 1%-ið er ekki mjög fjárhagslega viable
Við erum með takmarkaða bandvídd útúr landinu og það þarf í raun að scale-a soldið með því.
Hef sjálfur verið að gæla við að fara uppfyrir 1gbit lan heima en ég get ekki sagt að það sé útaf bandvíddarþörf heldur meira fyrir nöllaþörfina mína
Við erum með takmarkaða bandvídd útúr landinu og það þarf í raun að scale-a soldið með því.
Hef sjálfur verið að gæla við að fara uppfyrir 1gbit lan heima en ég get ekki sagt að það sé útaf bandvíddarþörf heldur meira fyrir nöllaþörfina mína
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Svona til gamans þá býður Fiber7 í Sviss upp á allt að 25Gbit/sec hraða til heimila (sama verð á 1/10 og 25Gbit/s hraða á mánuði en mismunandi uppsetningarkostnaður).
Þeirra handoff til viðskiptavina er LC ljósleiðaratengi (enginn ljósleiðaraendabúnaður eins og á Íslandi) sem þýðir að tengingin í routerinn er í gegnum SFP, SFP+, SFP28 merkjabreytu eða í gegnum media converter.
Þeir hafa verið að selja router með SFP+ tengi (10Gbit/s) á 333CHF (u.þ.b. 46 þús) + 99CHF fyrir BiDi merkjabreytuna (~14þús).
Þeirra handoff til viðskiptavina er LC ljósleiðaratengi (enginn ljósleiðaraendabúnaður eins og á Íslandi) sem þýðir að tengingin í routerinn er í gegnum SFP, SFP+, SFP28 merkjabreytu eða í gegnum media converter.
Þeir hafa verið að selja router með SFP+ tengi (10Gbit/s) á 333CHF (u.þ.b. 46 þús) + 99CHF fyrir BiDi merkjabreytuna (~14þús).
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 58
- Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 00:14
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Já fyrir 99.99% heimila er eitt gíg meira en nóg en hitt væri gaman fyrir okkur nöllana. Svo gæti hugsast að það gæti gengið upp sem aukaþjónusta, kannski nógu margir nöllar sem eru tilbúnir í þetta
Annars er þetta flott hjá Fiber7, smá nölla öfund á þá í Sviss
Annars er þetta flott hjá Fiber7, smá nölla öfund á þá í Sviss
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Þessi 10Gbps netkort eru ekki ódýr. Ég á engan svona búnað sem gengur að þessum tengjum.
Sjá á Amazon.
Sjá á Amazon.
Re: Eitt gíg plús og IPv6
Er ekki mikið frekar að vinna í því að fá nothæfan hraða til og frá útlöndum áður en við förum að eyða púðri í 10Gb innanlands. Maður er stundum alveg geðveikur á þeim hraða sem maður fær út og til baka. 30Mb á mörgum þjónustum væri útlanda hraðinn alveg sama hvort maður er með 1Gb eða 10Gb tengingu.