Ég er að lenda í skorti á plássi á tölvunni sem ég er að nota þannig að ég þarf að fara að gera eitthvað í því. Þessi tölva er að verða 10 ára gömul á næsta ári en virkar fínt ennþá þó hún sé eflaust ekki sú sprækasta lengur.
Ég er að velta fyrir mér hvort sé gáfulegri leið að skipta út diskum í gömlu fyrir nýja og stærri diska eða hreinlega fara í að kaupa nýja tölvu og setja gömlu í eitthvað annað verkefni.
Mér skilst reyndar að diskar séu dýrari núna en venjulega vegna COVID - ætti maður kannski að bíða eitthvað ef ég get?
Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
Ertu með SSD? Myndi klárlega mæla með því að fá þér SSD ef ert ekki með svoleiðis.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
ElvarP skrifaði:Ertu með SSD? Myndi klárlega mæla með því að fá þér SSD ef ert ekki með svoleiðis.
Já, ég er með nýlegan SSD sem stýrikerfisdrif og er nægt pláss á honum fyrir stýrikerfið.
Það er aðallega ljósmynda/myndbanda- og hljóðsafnið sem er að sprengja allt utan af sér.
Ég er að nota tölvuna mest í ljósmyndir, myndbandavinnslu og svo hljóðupptökur.
Síðast breytt af falcon1 á Mið 13. Okt 2021 17:19, breytt samtals 1 sinni.
-
- Gúrú
- Póstar: 583
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
- Reputation: 80
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
Lendir alveg í sömu vandræðum með diskapláss á nýrri tölvu eins og þeirri gömlu ef þú skiptir. Annars er þetta bara spurning um hversu mikið þú vilt eyða. Þú kemst örugglega af með því að kaupa bara nýjan geymsludisk, eins og þennan, en þú verður betur settur með þennan disk í nýrri tölvu.
Ef þetta er að skapa þér tekjur, myndi ég hiklaust skipta, þar sem tími í óþarfa ves minnkar. Fyrir casual framleiðslu... jú, ég myndi líklega skipta líka, en það eru eflaust ekkert allir sammála því.
Ef þetta er að skapa þér tekjur, myndi ég hiklaust skipta, þar sem tími í óþarfa ves minnkar. Fyrir casual framleiðslu... jú, ég myndi líklega skipta líka, en það eru eflaust ekkert allir sammála því.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
Ég myndi í þínum sporum athuga með NASbox, með gagnaöryggi eins og RAID 5 t.d.
Persónulega líkar mér mjög vel við Synology.
Persónulega líkar mér mjög vel við Synology.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
Splæsa í nýja vél og nota gömlu vélina sem fileserver, eina vitið.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
SolidFeather skrifaði:Splæsa í nýja vél og nota gömlu vélina sem fileserver, eina vitið.
Þannig að ég myndi kaupa nýja vél og uppfæra diskana í gömlu og nota sem fileserver - er ég að skilja þig rétt?
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
falcon1 skrifaði:SolidFeather skrifaði:Splæsa í nýja vél og nota gömlu vélina sem fileserver, eina vitið.
Þannig að ég myndi kaupa nýja vél og uppfæra diskana í gömlu og nota sem fileserver - er ég að skilja þig rétt?
Já eitthvað í þá áttina.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1082
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Stækka harða diska eða kaupa nýja tölvu
Ég keypti 6,5TB Western Digital flakkara á ca 22 þúsund á Amazon Prime sölu frá USA hérna fyrir 2 árum kannski. Reddaði mér.