ég er með monitora og keypti mér presonus audiobox usb 96 - virkar mjög vel - þú ert með main out fyrir hátalarana, og svo headphone jack - og getur stillt level á main out og headphones. Smá dæmi samt sem ég áttaði mig ekki á - er með Mac og það er enginn EQ byggður inn í Mac OSX. Svona studio monitorar eru alveg "flatir" - þannig þegar þú tengir þá þá hjóma þeir bara ekkert spes, enda ætlaðir til að hljóma akkurat eins og það sem þú setur inn í þá. Þú þarft pottþétt að eiga við EQ stillingar til að fá það það hljóð sem þú villt - ég endaði reynda með lítinn mixer með USB.
svo eitt með MIC inn - t.d. Audiobox er með dual tengi fyrir MIC - XLR og Jack/TRS - en PC mic þurfa smá forspennu, kallast á "lingóinu" plug-in-power. Það er ekki sama og phantom power - sem er fyrir sérstaka stúdíó mic. Ef þú ætlar að nota mic in á þessum hljóð interfacum þá þarftu converter XLR phantom power yfir í plug-in-power - ég fann þetta hjá Reykjavik Photo frá Rode. (5kall)
Studio Monitors
Re: Studio Monitors
Já, sammála mort.
Það er algjört must að sækja þér software equalizer, sérstaklega ef þú vilt hlusta á tónlist og svona, þá er þér sama um "accuracy" og vilt bara þægilegan hljóm.
Ég nota Equalizer APO, sem er ókeypis: https://sourceforge.net/projects/equalizerapo/
Það er til hellings.
Það er algjört must að sækja þér software equalizer, sérstaklega ef þú vilt hlusta á tónlist og svona, þá er þér sama um "accuracy" og vilt bara þægilegan hljóm.
Ég nota Equalizer APO, sem er ókeypis: https://sourceforge.net/projects/equalizerapo/
Það er til hellings.
*-*
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 155
- Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
- Reputation: 24
- Staða: Ótengdur
Re: Studio Monitors
appel skrifaði:ElvarP skrifaði:SolviKarlsson skrifaði:ElvarP skrifaði:SolviKarlsson skrifaði:Það góða sem þú færð í viðbót, með hljóðkorti er að geta tengt Balanced hljóðsnúrur í Hátalarana. Það eliminatear allt suð sem gæti borist í kapalinn á leiðinni í hátalarana. T.d. úr einhverjum spennubreyti, mini ískápnum þínum eða túbúsjónvarpinu.
En gott að heyra að þú sért sáttur, það er það eina sem skiptir máli!
Heyrðu já, það er alveg rosalegt suð núna (var líka að heyra það þegar ég var bara nota heyrnatólin) þannig að fá hljóðkort er algjört must fyrir mig.
Var að pæla í þessu hljóðkorti hérna en veit lítið um hljóðkort yfir höfuð: https://www.hljodfaerahusid.is/is/vefve ... iobox-itwo
Já þetta er eflaust fínt, hef líka heyrt Audient id14 fá flotta dóma. https://www.hljodfaerahusid.is/is/vefve ... d-id4-mkii.
Já mér líst líka mjög vel á þennan, er með tvær spurningar samt.
Þetta headphone output, styður það að tengja heyrnatól sem eru líka með míkrafón á sér? Er með Senneheiser Game One heyrnatól og það er must fyrir mig að geta notað míkrafóninn. Er semsagt að spurja hvort að mini jack inputtið styður míkrafóninn með.
Önnur spurning, myndi ég bara tengja hátalarana með við hljóðkortið með tveimum svona TRS snúru? Mér sýnist það https://www.hljodfaerahusid.is/is/vefve ... rs-trs-3-m
Sýnist vera sér svona mini jack fyrir microphone á þessum headphones, þannig að þú gætir notað hann og tengt í microphone input á þessu audient id4.
Annars skil ég ekki alveg samt, þú getur skipt á milli audio devica í windows, þannig að þú gætir notað sennheiser gamer headphones áfram einsog áður og bara valið hvaða audio device er virkt.
Svo eru svona tæki ekki alveg hugsuð fyrir svona notkun... þetta er hannað fyrir tónlistamenn til að taka upp hljóð og söng. Ekki fyrir online games
Sýnist að audient id4 er með svona TRS output. HS8 er með tvö input, XLR og einnig TRS. Þannig að þú getur keypt TRS-Í-XLR eða TRS-í-TRS. Sýnist TRS-í-TRS vera ódýrari!
Mæli með nægilega löngum snúrum, aldrei að vita hvort þú viljir setja þetta upp einhversstaðar annarsstaðar þar sem er nóg rými. 3 metrar er fínt til heimabrúks.
Já var að fatta að ég get auðvitað breytt audio device í windows þegar ég er kominn með hljóðkortið, bara get ekki breytt um audio device þegar ég er ekki með hljóðkortið,
Já ég vil fá næginlega langar snúrur, finnst 3m snúrur vera alveg nóg fyrir mig í bili, allavegana með mínum þörfum.
Prufa líka svona EQ dæmi, takk fyrir hjálpina
Re: Studio Monitors
Svo ertu með svona hnappa aftan á HS8 til að breyta hljóðinu eftir rýminu, trim hnappar einhverskonar. Veit ekki nákvæmlega hvernig það virkar, en ef þú vilt eitthvað fikta í þessu þá mæli ég að slökkva á hinum hátalaranum á meðan þá heyriru betur muninn.
Síðast breytt af appel á Mán 04. Okt 2021 14:10, breytt samtals 1 sinni.
*-*
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
- Reputation: 26
- Staða: Ótengdur
Re: Studio Monitors
ElvarP skrifaði:Takk fyrir svörin. Held ég kýli á HS8, verst að þeir eru ekki til í hljóðfærahúsinu í augnablikinu.
Var að fatta að það væri alveg nice að nota hljóðkort útaf maður vill hafa möguleika að nota heyrnatól sem eru með MIC með (án þess að þurfa alltaf aftengja og skipta um snúrur) og jú væri nice að hafa svona analog volume dial. Mælir fólk með hljóðkorti fyrir það? Veit ekki með budget en er alveg til í að spenda big bucks. En á meðan maður er ekki með hljóðkort, getið þið sagt mér hvernig snúru maður þarf að kaupa til að tengja hátalarana við tölvuna?
En já mun definitely skoða þetta með herbergið og reyna betrumbæta það eins og ég get.
Gætir líka skoðað að kaupa einfaldan mixer með USB inn/út. Getur verið gagnlegt.
Re: Studio Monitors
Ég er með Focusrite Scarlett USB hljóðkort, ódýrt og sándar vel bæði í upptöku og afspilun. Get mælt með því.
Varðandi monitora þá er þægielgt að vera með aktíva (studio) monitora til að losna við að kaupa auka magnara en í raun getur þú notað hvaða hátalara sem er og margir gamlir hátalarar ekki síðri en það sem er selt sem "budget" studio monitorar. Ég er t.d. með 35 ára gamla Kef Caprice II hátalara sem ég keypti notaða á 5 þúsund (og gerði við fyrir 10þ) og kínverskan 2x100W class D magnara sem ég fékk á 10 þúsund tengt í Scarlettinn og þetta sándar mjög vel. Room treatment er amk jafn mikilvægt og hátalarnir sjálfir. Besta sándið sem ég hef haft var í geymslu fullri af allskonar drasli með ull í loftinu. ..en til hamingju með HS8 sem eru held ég nokkuð solid valkostur.
Varðandi monitora þá er þægielgt að vera með aktíva (studio) monitora til að losna við að kaupa auka magnara en í raun getur þú notað hvaða hátalara sem er og margir gamlir hátalarar ekki síðri en það sem er selt sem "budget" studio monitorar. Ég er t.d. með 35 ára gamla Kef Caprice II hátalara sem ég keypti notaða á 5 þúsund (og gerði við fyrir 10þ) og kínverskan 2x100W class D magnara sem ég fékk á 10 þúsund tengt í Scarlettinn og þetta sándar mjög vel. Room treatment er amk jafn mikilvægt og hátalarnir sjálfir. Besta sándið sem ég hef haft var í geymslu fullri af allskonar drasli með ull í loftinu. ..en til hamingju með HS8 sem eru held ég nokkuð solid valkostur.