Já, þarft ekki að aflæsa símanum bara réttir hann að posanum og setur þumalinn á símann til að votta greiðslu, síminn helst í lás minnir mig. Geri þetta án þess að hugsa bara þar sem puttinn fer á þægilegan stað og iPhone SE mjög meðfærilegur (minnsti iPhone síminn). Þetta er eins og þú sért að borga með kortinu nema puttinn á ákveðnum stað á kortinu. Þetta er hendin ofan í vasann að sækja símann, og rétta hann að posa með þumalinn á home takkanum/skannannum. Svo gerist nákvæmlega sama ferli á sama hraða og tíma og þegar þú borgar með korti. Í staðin fyrir að hafa kort með mér þá er ég bara með símann með mér eins og venjulega og aldrei klikkað. 100% fool & bulletproof, hvern einasta dag hvert einasta skipti síðan ég fékk þennan síma.Frussi skrifaði:Held að það sé alltaf fingerprint authentication
Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1082
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Síðast breytt af netkaffi á Sun 03. Okt 2021 21:35, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Fiktari
- Póstar: 75
- Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
- Reputation: 25
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Nariur skrifaði:Sinnumtveir skrifaði:Ég spyr mig stundum: Hvað er með þetta fólk sem borgar með síma? Tekur oftar en ekki 3 - 10 sinnum lengur en með korti í posa. Nær samt ekki fólkinu sem er með "actual" peninga eða þær konur sem finna ekki kortið sitt í handtöskunni
Hvað ertu að tala um? Það tekur nákvæmlega jafn langan tíma. Maður aflæsir símanum og boopar. Búið.
Reyndar fljótlegra að nota símann ef posinn fer fram á pin kóða. Það þarf engan kóða fyrir símann
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Apple fanboys alveg úti að aka eins og venjulega
Íslandsbanki kynnti fyrstur snertilausar greiðslur fyrir Android í nóvember 2018. Apple Pay kom svo til landsins hálfu ári seinna í maí 2019.
Íslandsbanki kynnti fyrstur snertilausar greiðslur fyrir Android í nóvember 2018. Apple Pay kom svo til landsins hálfu ári seinna í maí 2019.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1082
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Ég er n.b. ekki Apple fanboy. Held mér líki frekar við Android. En er ekkert á móti Apple þannig. iPhone SE var fyrsti apple síminn minn og hann virkaði ótrúlega vel. Ég líka kýs minni síma af því ég er ekki það mikið í símanum, og SE er einn minnsti snjallsíminn og er samt mjög öflugur (miðað við þa ðsem ég þarf). Og var líka snilld að strauja með honum.
-
- Fiktari
- Póstar: 74
- Skráði sig: Lau 01. Maí 2021 08:58
- Reputation: 4
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Það er í mínum síma fítus sem heitir "Tap&pay" sem leyfir mér að borga strax þegar ég aflæsi símanum.
Finn það undir stillingum -> bluetooth & Device Connection -> tap&pay, þarf ekki að opna nein öpp né neitt bara aflæsa símanum og leggja hann að posanum, er með One Plus 7 Pro
Finn það undir stillingum -> bluetooth & Device Connection -> tap&pay, þarf ekki að opna nein öpp né neitt bara aflæsa símanum og leggja hann að posanum, er með One Plus 7 Pro
Gamemax Spark White - ASRock B550M Steel Legend µATX AM4 - Ryzen7 5800X3D AM4 - GeForce RTX™ 2080 Super - G.Skill 32GB (2x16GB) TridentZ Neo 3600MHz DDR4 - Gamemax GX-850 Pro WT 850W - Deepcool AK620 White - 1TB Samsung 980 Pro m.2 Nvme - 2x4TB Toshiba N300
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
netkaffi skrifaði:Já, þarft ekki að aflæsa símanum bara réttir hann að posanum og setur þumalinn á símann til að votta greiðslu, síminn helst í lás minnir mig. Geri þetta án þess að hugsa bara þar sem puttinn fer á þægilegan stað og iPhone SE mjög meðfærilegur (minnsti iPhone síminn). Þetta er eins og þú sért að borga með kortinu nema puttinn á ákveðnum stað á kortinu. Þetta er hendin ofan í vasann að sækja símann, og rétta hann að posa með þumalinn á home takkanum/skannannum. Svo gerist nákvæmlega sama ferli á sama hraða og tíma og þegar þú borgar með korti. Í staðin fyrir að hafa kort með mér þá er ég bara með símann með mér eins og venjulega og aldrei klikkað. 100% fool & bulletproof, hvern einasta dag hvert einasta skipti síðan ég fékk þennan síma.Frussi skrifaði:Held að það sé alltaf fingerprint authentication
Þú semsagt setur fingurinn á fingrafaraskannan.
Það hlýtur að aflæsa símanum.
Landsbankakortið virkar NÁKVÆMLEGA svona eins og þú ert að tala um.
https://www.landsbankinn.is/einstakling ... -greidslur
Síðast breytt af urban á Þri 05. Okt 2021 20:36, breytt samtals 1 sinni.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
ashaiw skrifaði:Ég er með Samsung S21 síma og Íslandsbanka appið. Lendi oft í því að það virkar ekki, þá þarf ég að endurræsa, fara inn í appið og virkja kortið aftur. Þá virkar það stundum strax. Er að fara að gefast upp á þessu en ætla að heya í Íslandsbanka og láta vita.
Þegar þetta virkar er nóg að aflæsa símanum. Er að virka í þriðja til fimmta hvert skipti en kannski er þetta eitthvað mismunandi eftir posum.
Ég er með sama setup og lenti í þessu í upphafi. Það eru samt ansi margir mánuðir síðan ég hef lent í nokkru veseni. Maður þarf samt að passa að aflæsa með trusted aðferð. Held að facial unlock sé ekki nóg (var það a.m.k. ekki), en pin/pattern/fingrafar er það.
Einstaka sinnum er maður beðinn um að aflæsa appinu, en þá opnast það sjálfvirkt og biður um aflæsingu. Flestir posar þekkja þetta og bíða eftir frekari auðkenningu. Lít ekki á það sem vesen. Það er bara jafngildi þess að vera beðinn um PIN endrum og eins með snertilausri greiðslu á korti.
-
- Gúrú
- Póstar: 504
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Svo er þetta:
"Apple Pay with Visa Hacked to Make Payments via Locked iPhones" https://threatpost.com/apple-pay-visa-hacked-locked-iphones/175229/
Í áður ósögðum fréttum sá ég einn gæja borga á nóinu með síma fyrir nokkrum dögum. Sá lógó Landsbankans rétt sem snöggvast á símanum þegar greiðslu lauk.
"Apple Pay with Visa Hacked to Make Payments via Locked iPhones" https://threatpost.com/apple-pay-visa-hacked-locked-iphones/175229/
Í áður ósögðum fréttum sá ég einn gæja borga á nóinu með síma fyrir nokkrum dögum. Sá lógó Landsbankans rétt sem snöggvast á símanum þegar greiðslu lauk.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1082
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Nei, að aflæsa síma (opna) og votta greiðslu ert tvennt mismunandi, þó bæði sé hægt að gera með fingrafaraskönnun. Þú þarft s.s. ekki að opna símann hjá Apple, bara berð hann að posa og vottar greiðsluna, þarft ekki að loka honum af því hann opnaðist aldrei.urban skrifaði:Þú semsagt setur fingurinn á fingrafaraskannan.
Það hlýtur að aflæsa símanum.
Til að útskýra meira: Möguleikinn að votta greiðslu kemur sjálfkrafa upp þegar þú berð hann að posa. Hann aflæsist aldrei. Þarft ekki að opna hann til þess að fá það upp og staðfesta svo. Þetta er einni handahreyfingu minna en hjá Android tækjum á Íslandi, eða tveimur ef Android þarf líka að loka símanum eftir greiðslu.
Síðast breytt af netkaffi á Mið 06. Okt 2021 15:51, breytt samtals 5 sinnum.
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Ég hélt satt að segja að þetta væri margra ára gamall þráður, endurvakinn.
Það er nú ekki þannig að Apple hafi fundið þetta upp. Óralangt frá því.
Símgreiðslur byrjuðu í lok þar síðustu aldar. https://www.smithsonianmag.com/history/ ... 180952727/
Símgreiðslur með SMS árið 1997. Auðvitað finnar á bak við það.
En, eins og komið hefur fram, margir bjóða upp á þetta, t.d. Curve.
En mér finnst eðlilegt að almenningur taki sér tíma í að taka þetta upp. Það er ekkert lame að vera eftir á í tækni sem snýr að mans eigin peningum.
Það er nú ekki þannig að Apple hafi fundið þetta upp. Óralangt frá því.
Símgreiðslur byrjuðu í lok þar síðustu aldar. https://www.smithsonianmag.com/history/ ... 180952727/
Símgreiðslur með SMS árið 1997. Auðvitað finnar á bak við það.
En, eins og komið hefur fram, margir bjóða upp á þetta, t.d. Curve.
En mér finnst eðlilegt að almenningur taki sér tíma í að taka þetta upp. Það er ekkert lame að vera eftir á í tækni sem snýr að mans eigin peningum.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1082
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Ég hélt ekkert að Apple hefði fundið þetta upp. Ég hafði bara heyrt að Android á Íslandi væri ekki með eins öfluga touchless möguleika eða væri ves (í samanburði) og ég vildi vita hvort svo væri áður en ég keypti mér annan Apple síma eða færi í Android eins og mig langar.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
frr skrifaði:Símgreiðslur byrjuðu í lok þar síðustu aldar. https://www.smithsonianmag.com/history/ ... 180952727/
Þetta er grein um tíkallasíma
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Sallarólegur skrifaði:frr skrifaði:Símgreiðslur byrjuðu í lok þar síðustu aldar. https://www.smithsonianmag.com/history/ ... 180952727/
Þetta er grein um tíkallasíma
Upphaftenging peninga og síma. Ég verð að játa að ég hefði mátt orða þetta betur.
Síðast breytt af frr á Fös 08. Okt 2021 12:44, breytt samtals 1 sinni.
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Ég er android maður en átti iPhone 7 í tæpt ár þangað til fyrir svona þremur mánuðum, eini iPhone-inn sem ég hef átt og hef engan áhuga á að skipta þangað. Snertilausar greiðslur virkuðu alltaf og ekkert mál að setja upp.
Ég er búinn að reyna í viku að setja upp korta app Landsbankans en ekkert virkar, hringdi í bankann og ekkert virkar. Kærastan er með korta appið og svona einu sinni í viku þarf hún að setja upp "pay in store" sem tekur alveg góðan tíma, allavega lengri tíma en maður vill láta fólk bíða í röð eftir. Ég stend ennþá við það að þetta er eina ástæðan fyrir því að eiga iPhone, alltof ótraust á android ennþá allavega
Ég er búinn að reyna í viku að setja upp korta app Landsbankans en ekkert virkar, hringdi í bankann og ekkert virkar. Kærastan er með korta appið og svona einu sinni í viku þarf hún að setja upp "pay in store" sem tekur alveg góðan tíma, allavega lengri tíma en maður vill láta fólk bíða í röð eftir. Ég stend ennþá við það að þetta er eina ástæðan fyrir því að eiga iPhone, alltof ótraust á android ennþá allavega
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
- Reputation: 12
- Staðsetning: í bjórbaði
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Ég er búinn að nota appið frá Íslandsbanka nánast frá því að þetta var fyrst í boði og er búinn að nota þetta mjög mikið á 3 mismunandi símum (s9, One+ 8 og s21) svo ég er mjög sáttur með þetta
Eina sem hefur klikkað er klaufaskapur í sjálfum mér og að einu sinni lenti ég í að posinn bað um pin númer, sem á ekki að gerast og var því allt stopp
En þetta er svo mikið sneggra en að nota kortið, og að þurfa ekki að slá inn pin er góður kostur í covid
Svo er ég með Öku, Vinnuvéla og ADR réttindin öll í símanum líka, vantar bara skotvopnaskýrteinið og þá er veskið farið úr sögunni
Eina sem hefur klikkað er klaufaskapur í sjálfum mér og að einu sinni lenti ég í að posinn bað um pin númer, sem á ekki að gerast og var því allt stopp
En þetta er svo mikið sneggra en að nota kortið, og að þurfa ekki að slá inn pin er góður kostur í covid
Svo er ég með Öku, Vinnuvéla og ADR réttindin öll í símanum líka, vantar bara skotvopnaskýrteinið og þá er veskið farið úr sögunni
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 327
- Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
- Reputation: 72
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Ég nota Fitbit úrið mitt til að borga með. Set inn pin nr. þegar ég set úrið á mig, svo þarf ég bara að halda inni einum takka í augnablik til að virkja kortið (kemur mynd af kortinu á úrið, hægt að vera með mörg sem maður getur valið á milli)
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1082
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Snertilaust: Eru komnar snertilausar greiðslur í Android síma eins og í Apple hérna á Íslandi?
Er það ekki rétt hjá mér að það þurfa allir símar og úr að vera með NFC til að borga snertilaust? Er að spá í 2 svipuðum símum hérna, budget símanir frá Nokia og Moto, og bara Nokia virðist vera með NFC.
Síðast breytt af netkaffi á Þri 12. Okt 2021 13:26, breytt samtals 1 sinni.