Hvernig hefur ykkur tekist að staðsetja týnda síma? + Þurrka blauta síma


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Hvernig hefur ykkur tekist að staðsetja týnda síma? + Þurrka blauta síma

Pósturaf netkaffi » Mán 04. Okt 2021 18:21

Ég missti símann án þess að taka eftir því einhverstaðar á grasfleti við einhverja götu. Kom heim og eftir að ég fattaði að hann var ekki inni hjá mér neinstaðar, um kvöldið, eftir að hafa leitað eitthvað að honum yfir daginn, tjekkaði ég á http://www.icloud.com, þar gat ég staðsett símann alveg niður í einhverja sentimetra. Alveg magnað. Fór út og labbaði þangað, mundi eftir að ég var þarna um morguninn, og sá símann. Hann var bara pretty much nákvæmlega þar sem iCloud sagði að hann væri. Ég vissi ekki að þetta væri hægt svona nákvæmt, einhvernvegin. (Kom reyndar seint inn í smartphone notkun, var svoldið hægfara með að taka það upp). Er þetta bara freak incidence eða eru fleiri sem þekkja svona? Ég var í Laugardalnum/104 Reykjavík.

Verst að það var hellirigning og síminn minn brotinn aftan á (bara glerið). En hann var bara enn í gangi og slakur. Heimskaðist til að fara bara beint í að nota hann, enda var hann eins og ekkert hefði í skorist. Svo aðeins seinna þá fór hann að hegða sér furðulega. Hitnaði talsvert mikið þegar ég hlóð hann fyrst. Þá gerði ég mér grein fyrir að ég hefði átt að drepa á honum strax og setja hann í box af hrísgrjónum til að þurrka. Gerði það svo loksins en hann er alveg toast, jafnvel eftir 48 klst í grjónum er home takkinn/fingrafaraskanninn hættur að virka og hann hleður sig ekki (þó hann hafi hlaðið sig stundum áður en ég setti hann í grjónin). Ég er svolítði lengi að læra hvernig á að fara með tæki stundum, en maður lærir alltaf eitthvað. Held reyndar að Android símanir sem ég hef átt hafi þolað meira.

En hvað um það, er svona gott að finna týnda síma með Android símum? Ég hafði einhvernvegin haldið að þetta væri aðeins ónákvæmara (veit ekki af hverju).

Edit: Var að sjá að einhverjir segja að maður eigi ekki að setja þá í grjón. Held það hafi verið PCWorld sem mælti með því, en svona er þetta, maður lærir.
Síðast breytt af netkaffi á Mán 04. Okt 2021 18:37, breytt samtals 7 sinnum.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvernig hefur ykkur tekist að staðsetja týnda síma? + Þurrka blauta síma

Pósturaf Viggi » Mán 04. Okt 2021 19:13

Fynd my device á google og sé síman með nokkra metra skekjumörkum. Spilað hljóð og læst/eytt öllu úr honum


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.