Verðlag er hátt á Íslandi, öll þjónusta iðnaðarmanna er sköttuð eins og "nýlenduvara".
Það væri eðlilegt að VSK á iðnaðarmenn væri max 7% (15% verðlækkun strax) og tekjuskattur á einstaklinga og fyrirtæki sá sami.
Útseldur tími innanlands á 10þ. er ódýrt ef gæði og afköst eru 100%.
Í tölvuþjónustu hefur maður heyrt um tímaverð innanlands fara vel niður fyrir 10þ. fyrir almenna þjónustu en 35þ. fyrir sérfræðing.
Ef þetta er vinna sem má vinna erlendis frá þá snarlækkar tímagjaldið og þá er þetta komið í 5þ. fyrir sérfræðing. (IT heimurinn).
Fólk, fyrirtæki og stofnanir hafa fundið fyrir því í Covid að fjarvinna er minni þröskuldur og fjarvinna er þess eðlis að það skiptir engu í hvaða landi vinnan er unnin, bara að sá sem vinni hana sé hæfur og skili sínu.
Þannig að þetta gildir ekki bara um HDD og verslanir, þetta er farið að gilda um margt annað sbr. "fiverr" þráðinn sem er líka í gangi.
Verðlag á Íslandi verður svona þangað til við tökum upp evru eða dollar og sjáum svart á hvítu hversu mikið svínað er á okkur.
Verðlag á ýmsu á Íslandi
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Held að þetta verðlag sýni doldið hverslags skattaálögur og gjaldaálögur íslenska ríkið er með.
Ég veit alveg að iðnaðarmaður sem rukkar 100 þús fyrir dagsvinnu, hann er ekki að fá 100 þús í vasann, 40-50% lendir í vasa ríkisins?
Ríkisbáknið er alltof dýrt.
En allavega þetta verðlag er alltof hátt, tel lítið við iðnaðarmenn að sakast, þeir þurfa að lifa. En þetta veldur því að maður er aldrei að fara ráða einhvern iðnaðarmann í vinnu, maður reynir bara að gera hlutina sjálfur. Það tíðkast alltof mikið á Íslandi að við séum að gera hlutina sjálf því það kostar of mikið að fá einhvern sérfræðing í það.
En myndi alltaf fá pípara og rafvirkja og annað nauðsynlegt og eitthvað sem ég hef ekki getu í sjálfur, en t.d. myndi ég aldrei ráða málara eða eitthvað sem ég gæti gert sjálfur.
En það eru einnig þessar innfluttu vörur sem eru verðlagðar skringilegar. Sumt er alveg á fínu verði, en annað kostar alveg hvítuna úr augunum þó það sé ekki þakið gulli og dementum.
Ég veit alveg að iðnaðarmaður sem rukkar 100 þús fyrir dagsvinnu, hann er ekki að fá 100 þús í vasann, 40-50% lendir í vasa ríkisins?
Ríkisbáknið er alltof dýrt.
En allavega þetta verðlag er alltof hátt, tel lítið við iðnaðarmenn að sakast, þeir þurfa að lifa. En þetta veldur því að maður er aldrei að fara ráða einhvern iðnaðarmann í vinnu, maður reynir bara að gera hlutina sjálfur. Það tíðkast alltof mikið á Íslandi að við séum að gera hlutina sjálf því það kostar of mikið að fá einhvern sérfræðing í það.
En myndi alltaf fá pípara og rafvirkja og annað nauðsynlegt og eitthvað sem ég hef ekki getu í sjálfur, en t.d. myndi ég aldrei ráða málara eða eitthvað sem ég gæti gert sjálfur.
En það eru einnig þessar innfluttu vörur sem eru verðlagðar skringilegar. Sumt er alveg á fínu verði, en annað kostar alveg hvítuna úr augunum þó það sé ekki þakið gulli og dementum.
*-*
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
njordur9000 skrifaði:Dúlli skrifaði:njordur9000 skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Iðnaðarmaður sem rukkar 12.250 kr. á tímann borgar um það bil:
-2.750 kr. í staðgreiðslu
-2.250 kr. í virðisaukaskatt
-1.000 kr. mótframlag
-700 kr. í tryggingagjald
-400 kr. í lífeyrissjóð
-400 kr. í séreignasparnað
Svo fær sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður ekki greitt sumarfrí(ca. 24 dagar) eða frídaga(ca. 10 dagar?) sem væri hægt að reikna sem frádrátt líka.
-1.000 kr. í frídaga
= 3.750 7150 kr. á tímann
Þú ert að telja þarna til kostnað sem almennir launamenn þurfa líka að greiða. Ef þú vilt sanngjarnan samanburð við tekjur launamanna verðurðu að telja það til hjá báðum eða hvorugum.
Eftir vask eru þetta 10.000kr á tímann. Það sinnum 168 tímar á mánuði gera 1.680.000 úr að spila á mánuði. M.v. 4% lífeyrissjóð, 4% séreign, 10% mótframlag, 7% í tryggingagjald er skattstofninn 1.300.000kr á mánuði og gera 450.000kr í staðgreiðslu eða 850.000kr eftir skatt. Það má draga eitthvað af þessu til að vega á móti frídögum en það er alveg ljóst að enginn þarf að vorkenna manni með 12.250kr á tímann jafnvel þótt eitthvað eigi eftir að telja.
En auðvitað kemur á móti að fæstir sjálfstætt starfandi ná að rukka 168 tíma á mánuði svo þessar tölur eru verulega hærri en rauntekjur í flestum tilfellum.
Gaman að sjá að þér finnst verkfæri, bílar og rekstrakostnaður vega ekkert í þessu.
Flestir launamenn eiga bíla en geta ekki afskrifað akstur sem rekstrarkostnað fyrir skattaafslátt. Auðvitað fylgir kostnaður þessu öllu en ég get lofað þér því að það eru ekki bílar og verkfæri sem útskýra þessi verð fyrir langstærstan meirhluta sjálfstætt starfandi iðnaðarmanna.
Þessi rök ganga ekkert upp hjá þér, launa maður á eingöngu að koma sér á verkstæði eða vinnusvæði. Ef hann nýtir bílinn undir vinnu sem "verkfæri" þá ber vinnuveitanda að greiða honum aksturstyrk.
Er sjálfur í iðnaðargeiranum og veit upp á hár hvað þetta er allt helvíti dýrt.
appel skrifaði:Held að þetta verðlag sýni doldið hverslags skattaálögur og gjaldaálögur íslenska ríkið er með.
Ég veit alveg að iðnaðarmaður sem rukkar 100 þús fyrir dagsvinnu, hann er ekki að fá 100 þús í vasann, 40-50% lendir í vasa ríkisins?
Ríkisbáknið er alltof dýrt.
En allavega þetta verðlag er alltof hátt, tel lítið við iðnaðarmenn að sakast, þeir þurfa að lifa. En þetta veldur því að maður er aldrei að fara ráða einhvern iðnaðarmann í vinnu, maður reynir bara að gera hlutina sjálfur. Það tíðkast alltof mikið á Íslandi að við séum að gera hlutina sjálf því það kostar of mikið að fá einhvern sérfræðing í það.
En myndi alltaf fá pípara og rafvirkja og annað nauðsynlegt og eitthvað sem ég hef ekki getu í sjálfur, en t.d. myndi ég aldrei ráða málara eða eitthvað sem ég gæti gert sjálfur.
En það eru einnig þessar innfluttu vörur sem eru verðlagðar skringilegar. Sumt er alveg á fínu verði, en annað kostar alveg hvítuna úr augunum þó það sé ekki þakið gulli og dementum.
Nkl og svo þarftu að draga frá þessu verkfæra kostnað, rekstrarkostnað, að vera vel tryggður iðnaðarmaður er ógeðslega dýrt.
Síðan er spurning um gæði, ég vill ekki þurfa vinna 10+ tíma vinnudaga til að eiga fyrir skítsæmlegum launum, bara út af covid er ég í miklu tapi vegna aðila sem geta ekki greitt sýna reikninga.
hægt að segja það sama um vefsíðu gerð, af hverju eru fyrirtæki og aðilar að rukka hátt í 500þ fyrir wordpress síður og þess háttar ?
Finnst bara ógeðslega leiðinlegt þar sem það er alltaf stimplað iðnaðarmanninn sem okrara, en aldrei lögfræðinga, forritara, verkfræðinga og svo framvegis.
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Dúlli skrifaði:Finnst bara ógeðslega leiðinlegt þar sem það er alltaf stimplað iðnaðarmanninn sem okrara, en aldrei lögfræðinga, forritara, verkfræðinga og svo framvegis.
Held að flestum finnist þjónusta þessara stétta dýr, en blessunarlega þurfa flestir einstaklingar örsjaldan á þjónustu þeirra að halda.
Flestir húsnæðiseigendur þurfa á þjónustu iðnaðarmanna að halda nokkuð reglulega, sem útskýrir af hverju þeir lenda frekar í umræðunni milli manna.
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Klemmi skrifaði:Dúlli skrifaði:Finnst bara ógeðslega leiðinlegt þar sem það er alltaf stimplað iðnaðarmanninn sem okrara, en aldrei lögfræðinga, forritara, verkfræðinga og svo framvegis.
Held að flestum finnist þjónusta þessara stétta dýr, en blessunarlega þurfa flestir einstaklingar örsjaldan á þjónustu þeirra að halda.
Flestir húsnæðiseigendur þurfa á þjónustu iðnaðarmanna að halda nokkuð reglulega, sem útskýrir af hverju þeir lenda frekar í umræðunni milli manna.
Algjörlega góður puntur, bara orðin þreyttur hvað það er alltaf rakkað niður iðnaðarmenn og horft niður á okkur.
Veistu hve oft maður hefur unnið í nýbyggingu og fasteignasali óskar eftir því að iðnaðarmenn séu ekki sjáanlegir ? og ýmislegt annað rugl.
Orðið helvíti þreytt þegar það er drullað niður stétt án þess að kynna sé hvað það er ógeðslega dýrt að vera iðnaðarmaður á flakki.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Stofnaði nú ekki þennan þráð til að drulla yfir iðnaðarmenn, og í raun minntist ég ekki á iðnaðarmenn. Flest hjá mér var gagnrýni á verðlagningu verslana á innfluttum vörum.
Auðvitað eiga allir að hafa mannsæmandi laun.
En maður er samt hugsi yfir hvað einfaldir hlutir kosta.
Núna er ég að hugsa um svona 2,2 metra langan þröskuld, bara 50mm að þykkt c.a., einhvern fínan harðvið. Bara EIN SPÝTA í raun. Hvað ætli slíkt kosti? Kæmi mér á óvart að ég sleppi með minna en 50 þús kr. ... líklega að ein spýta kosti mig 100 þús. Maður doldið grætur af hlátri yfir þessum fáránleika. Þessi glórulausa íslenska verðlagning virkar á mig þannig að ég vil helst ekki kaupa neitt.
Auðvitað eiga allir að hafa mannsæmandi laun.
En maður er samt hugsi yfir hvað einfaldir hlutir kosta.
Núna er ég að hugsa um svona 2,2 metra langan þröskuld, bara 50mm að þykkt c.a., einhvern fínan harðvið. Bara EIN SPÝTA í raun. Hvað ætli slíkt kosti? Kæmi mér á óvart að ég sleppi með minna en 50 þús kr. ... líklega að ein spýta kosti mig 100 þús. Maður doldið grætur af hlátri yfir þessum fáránleika. Þessi glórulausa íslenska verðlagning virkar á mig þannig að ég vil helst ekki kaupa neitt.
*-*
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
appel skrifaði:Stofnaði nú ekki þennan þráð til að drulla yfir iðnaðarmenn, og í raun minntist ég ekki á iðnaðarmenn. Flest hjá mér var gagnrýni á verðlagningu verslana á innfluttum vörum.
Auðvitað eiga allir að hafa mannsæmandi laun.
En maður er samt hugsi yfir hvað einfaldir hlutir kosta.
Núna er ég að hugsa um svona 2,2 metra langan þröskuld, bara 50mm að þykkt c.a., einhvern fínan harðvið. Bara EIN SPÝTA í raun. Hvað ætli slíkt kosti? Kæmi mér á óvart að ég sleppi með minna en 50 þús kr. ... líklega að ein spýta kosti mig 100 þús. Maður doldið grætur af hlátri yfir þessum fáránleika. Þessi glórulausa íslenska verðlagning virkar á mig þannig að ég vil helst ekki kaupa neitt.
Varðandi spítuna, fer allt eftir því hve mikið er búin að vinna hana, hvernig rúnuð hún er, hvernig lakkið, hversu margar áferðir af lakki, hvers konar timbur (timbur er nú ekki bara timbur) og svo framvegis.
Það er ekkert mál að einfalda þetta allt en það sem þú ert búin að óska eftir hingað til og með þráðum sem þú hefur stofnað er oft mikil sérsmiði, til dæmis veggurinn sem þú varst að spá í, það er heilmikil vinna sem fer í svoleiðis.
parketið, þarft að vita upp á 10 hvað þú ert að gera þegar það kemur að slípa og laga það, mjög auðvelt að skemma og þá eru komin út í það að endurnýja og tækin og efnið kostar sitt líka.
sama með gardínurnar, þetta krefst ákveðna hæfni og þekkingu til að gera þetta almenilegt og fallegt.
Síðan er hitt sem þú ert búin að nefna og skoða, mikið af hlutum sem þú hefur spáð í eru "tísku vörur" og eru að trenda sem gerir það að verkum að þær eru mikið dýrari.
Finnst þú hljóma eins og hefðbundin verkkaupi sem gerði allt fokhélt og síðan áttar sig á því shit þetta allt kostar :O
Síðast breytt af Dúlli á Lau 02. Okt 2021 21:56, breytt samtals 1 sinni.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
appel skrifaði:Stofnaði nú ekki þennan þráð til að drulla yfir iðnaðarmenn, og í raun minntist ég ekki á iðnaðarmenn.
En þú minntist bara á iðngreinar? Saumavinna, hurðasmíði, parket? Þetta er allt unnið af iðnaðarmönnum.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Moldvarpan skrifaði:Mér heyrist þér vanta einn pólskann í verkið
Þú ert ljóti rasistinn.
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Sallarólegur skrifaði:appel skrifaði:Stofnaði nú ekki þennan þráð til að drulla yfir iðnaðarmenn, og í raun minntist ég ekki á iðnaðarmenn.
En þú minntist bara á iðngreinar? Saumavinna, hurðasmíði, parket? Þetta er allt unnið af iðnaðarmönnum.
Ég fór í boltann, ekki manninn, ég var ekki að gagnrýna iðnaðarfólk heldur verðin sem mér voru gefin af fyrirtækjum. En menn geta skilið orðalag og texta hvernig sem þeir vilja.
En hvað með innfluttar vörur, hví má gagnrýna verðlagið á þeim? Er ekki iðnaðarfólk og verkafólk sem kemur nálægt því að framleiða þá vöru? Eða erum við svona hörundssár því gagnrýnin snýr að okkur sjálfum, íslendingum og sumir hér kannski iðnaðarmenn sem finnst vegið að sér?
Búið að spyrja mig í þræðinum hvað mér finnst réttlátt kaup fyrir iðnaðarmann, segjum í 1 dag. Í dag myndi iðnaðarmaður kosta líklega um 100 þús kr. fyrir einn dag, en líklega 150 þús. ef hann færi að smyrja á verðið. Má ég snúa þessari "réttlætis-spurningu" á hvolf og spyrja, hvað finnst ykkur iðnaðarmönnum réttlátt að launamaður sem er ekki með 100-150 þús kr. í laun á dag borgi ykkur fyrir daginn?
Í einhverri hagfræðilegri og stjórnmálalegri hugmyndafræði var sú hugmynd uppi að ef þú ynnir í 1 klst, þá fengir þú greitt segjum 1 einingu (gjaldmiðli), og þá 1 einingu af gjaldmiðli gætir þú verslað 1 klst af einhverjum öðrum. Man ekki hvað sú hugmyndafræði heitir en líklega eitthvað nátengt sósíalisma og svona. En það þótt voða réttlátt. Er það kannski réttlátt, 1 klst fyrir 1 klst? Er hlutfallið þannig í dag? Langt í frá.
*-*
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Það sem skemmir fyrir en hjálpar líka er "fúsk" og "fikt".
https://www.visir.is/g/20212164828d/met ... -fe-laginu
Prófgráður eru vísbending en ekki trygging fyrir því að fólk hafi yfir nauðsynlegri hæfni að ráða.
Í mörgum starfsgreinum er ekki eðlilegt að starfa nema með prófgráðu og þá ræður gráðan hverjir eru hæfir.
Í mörgum starfsauglýsingum er gerð krafa um háksólamenntun, bara einhverja háksólamenntun. Stundum er krafan útlistuð betur með tengingu við raungreinar eða starfssvið.
Í dag er heimurinn bara ekki svo einfaldur að háskólagráða sé eina eða rétta leiðin til að afla sér ákveðinnar þekkingar. Jafnvel þekkjast geirar þar sem litið er á fólk með of mikla formlega menntun sem ákveðna áhættu á íhaldssemi eða snobbi sem ekki væri æskilegt að fá inn á vinnustaðinn.
Klár getur, reyndur gerir betur - Fólk með þaulreynt verkvit og reynslu af því að leysa raunveruleg vandamál getur spjarað sig nánast hvar sem er með góðum árangri.
Við verðum að meta áhættu og mögulegan ábata af því að fá reynda manneskju í verk en ekki faggilda manneskju.
Viltu að einhver sem hefur pússað nokkur parket komi og pússi þitt eða viltu fá fagmann sem hefur pússað örfá parket en er búinn að læra um efnin sem verið er að nota, hvernig þau virka best saman og veit nokkurnvegin hvað hann á alls ekki að gera þó hann viti ekki upp á hár hvað hann á að gera.
Ég er t.d. með bílinn minn á verkstæði núna, sjálfskiptingin fór og þar sem bílinn var ódýr og gamall, enginn séns að fá íhluti innanlands þá eyði ég lágmarks $$$ í verkið og læt "fiktara" fá verkefnið. Það eru hærri líkur á að bílinn muni aldrei keyra aftur en kostnaðurinn við að komast að því er 15-25% af því sem það mundi kostað að fara með hann á verkstæði og fá þaulreynda fagmenn í verkið sem samt þora ekki að lofa 100% árangri.
https://www.visir.is/g/20212164828d/met ... -fe-laginu
Prófgráður eru vísbending en ekki trygging fyrir því að fólk hafi yfir nauðsynlegri hæfni að ráða.
Í mörgum starfsgreinum er ekki eðlilegt að starfa nema með prófgráðu og þá ræður gráðan hverjir eru hæfir.
Í mörgum starfsauglýsingum er gerð krafa um háksólamenntun, bara einhverja háksólamenntun. Stundum er krafan útlistuð betur með tengingu við raungreinar eða starfssvið.
Í dag er heimurinn bara ekki svo einfaldur að háskólagráða sé eina eða rétta leiðin til að afla sér ákveðinnar þekkingar. Jafnvel þekkjast geirar þar sem litið er á fólk með of mikla formlega menntun sem ákveðna áhættu á íhaldssemi eða snobbi sem ekki væri æskilegt að fá inn á vinnustaðinn.
Klár getur, reyndur gerir betur - Fólk með þaulreynt verkvit og reynslu af því að leysa raunveruleg vandamál getur spjarað sig nánast hvar sem er með góðum árangri.
Við verðum að meta áhættu og mögulegan ábata af því að fá reynda manneskju í verk en ekki faggilda manneskju.
Viltu að einhver sem hefur pússað nokkur parket komi og pússi þitt eða viltu fá fagmann sem hefur pússað örfá parket en er búinn að læra um efnin sem verið er að nota, hvernig þau virka best saman og veit nokkurnvegin hvað hann á alls ekki að gera þó hann viti ekki upp á hár hvað hann á að gera.
Ég er t.d. með bílinn minn á verkstæði núna, sjálfskiptingin fór og þar sem bílinn var ódýr og gamall, enginn séns að fá íhluti innanlands þá eyði ég lágmarks $$$ í verkið og læt "fiktara" fá verkefnið. Það eru hærri líkur á að bílinn muni aldrei keyra aftur en kostnaðurinn við að komast að því er 15-25% af því sem það mundi kostað að fara með hann á verkstæði og fá þaulreynda fagmenn í verkið sem samt þora ekki að lofa 100% árangri.
-
- FanBoy
- Póstar: 726
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 43
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Verðlag á ýmsu á Íslandi
Ekki gleyma því að það er enn hægt að fá endurgreiddan vsk af vinnu iðnaðarmanna.
IBM PS/2 8086