Playstation 5 og Tölvutek


Höfundur
eMWu
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 14. Ágú 2018 11:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf eMWu » Lau 02. Okt 2021 21:24

Sælir,

Þið sem forpöntuðuð PS5 tölvu hjá Tölvutek, hvað tók það ykkur langan tíma til að fá tölvuna (ef þíð eruð búnir að fá) og fenguð þið tölvu sem þið pöntuðuð? Einn félagi minn þurfti að borga aukalega fyrir PS5 með geisladrif þó hann pantaði digital útgáfu.

Eitt annað sem hann minntist á er að Tölvutek bað upp á gjafabréf fyrir Playstation Store í kaupauka við forsölu, en svo hættu þeir við það. Kannast einhver við það?




Moldy-Milk
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 08. Sep 2021 20:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Moldy-Milk » Lau 02. Okt 2021 21:45

Digital útgáfan er án geisladrifs. Svo það er rétt að hann þurfti að borga þar á milli.



Skjámynd

Longshanks
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Fös 12. Apr 2019 21:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Longshanks » Lau 02. Okt 2021 21:47

Fékk mína Disk á réttum tíma á réttu verði hjá þeim, man ekki eftir að hafa séð neitt um PS Store inneign.
Síðast breytt af Longshanks á Lau 02. Okt 2021 21:48, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen 9 7950X - Asus ROG Strix 4090 oc - ASRock X670E Steel Legend - Kingston FURY Beast Black DDR5-6000 32GB - Corsair HX1200i - Custom Loop Dual D5+MO-RA3+480 - TT Core P5 v2.


Höfundur
eMWu
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 14. Ágú 2018 11:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf eMWu » Lau 02. Okt 2021 21:58

Moldy-Milk skrifaði:Digital útgáfan er án geisladrifs. Svo það er rétt að hann þurfti að borga þar á milli.


Þeir gáfu honum samt bara útgáfu með geisladrif og sögðu við hann að þeir fá ekki fleiri digital útgáfur. Þ.a. hann var í raun "neyddur" til að kaupa ps5 með geisladrif.




Moldy-Milk
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 08. Sep 2021 20:43
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Moldy-Milk » Lau 02. Okt 2021 23:13

eMWu skrifaði:
Moldy-Milk skrifaði:Digital útgáfan er án geisladrifs. Svo það er rétt að hann þurfti að borga þar á milli.


Þeir gáfu honum samt bara útgáfu með geisladrif og sögðu við hann að þeir fá ekki fleiri digital útgáfur. Þ.a. hann var í raun "neyddur" til að kaupa ps5 með geisladrif.


Ég var að miskilja.
Það þarf ekki endilega að vera að þeir hafi "neytt" hann til að kaupa m/ geisladrifi, þeir hafa boðið honum að bíða eftir næstu sendingu og fá þá Digital, eða að hann gæti borgað á milli og fengið m/ geisladrifi núna.
Það er venjan í svona málum ef það er möguleiki.
Það getur margt farið úrskeyðis í öllum pöntunum, sérstaklega þegar það er skortur á öllu og eftirsókn mikil.
Kannski var Tölvutek með rangt magn skráð af Digital útgáfum sem þeir áttu að fá með næstu sendingu, það er líka mögulegt að það hafi verið sent of fáar miðað við það sem Tölvutek var sagt.
Það getur verið að vörur hafi skemmst í flutning.
Það var hans val að kaupa/borga á milli því hann nennti ekki að bíða lengur.
Síðast breytt af Moldy-Milk á Lau 02. Okt 2021 23:16, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
eMWu
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 14. Ágú 2018 11:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf eMWu » Sun 03. Okt 2021 00:23

Moldy-Milk skrifaði:
eMWu skrifaði:
Moldy-Milk skrifaði:Digital útgáfan er án geisladrifs. Svo það er rétt að hann þurfti að borga þar á milli.


Þeir gáfu honum samt bara útgáfu með geisladrif og sögðu við hann að þeir fá ekki fleiri digital útgáfur. Þ.a. hann var í raun "neyddur" til að kaupa ps5 með geisladrif.


Ég var að miskilja.
Það þarf ekki endilega að vera að þeir hafi "neytt" hann til að kaupa m/ geisladrifi, þeir hafa boðið honum að bíða eftir næstu sendingu og fá þá Digital, eða að hann gæti borgað á milli og fengið m/ geisladrifi núna.
Það er venjan í svona málum ef það er möguleiki.
Það getur margt farið úrskeyðis í öllum pöntunum, sérstaklega þegar það er skortur á öllu og eftirsókn mikil.
Kannski var Tölvutek með rangt magn skráð af Digital útgáfum sem þeir áttu að fá með næstu sendingu, það er líka mögulegt að það hafi verið sent of fáar miðað við það sem Tölvutek var sagt.
Það getur verið að vörur hafi skemmst í flutning.
Það var hans val að kaupa/borga á milli því hann nennti ekki að bíða lengur.


Þess vegna setti ég gæsalappa kringum "neyddu" þar sem hann var í raun ekki neyddur en ákvað að borga meira fyrir geisladrifsútgáfu. En út frá því sem hann sagði við mig og hvernig hann skildi þetta þá sögðu þeir að digital útgáfan verði ekki lengur í boði. Þetta er allt í raun "he says she says", en aðalmarkmiðið með þráðnum var bara forvitni hvort aðrir séu að lenda í veseni með forpantanir.



Skjámynd

Raidmax
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Raidmax » Sun 03. Okt 2021 00:54

Þekki tvo sem pöntuðu í okt og hafa ekki enn fengið vélina..



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf chaplin » Sun 03. Okt 2021 01:36

Pantaði í okt, í apríl í þessu ári gafst ég upp á því að bíða og bað um endurgreiðslu, mér var boðið að vera áfram á listanum en ég er ekkert sérstaklega vongóður að ég fái hana á þessu ári.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Danni V8 » Sun 03. Okt 2021 04:10

Voru þeir að bjóða forpöntun á tölvum umfram það sem þeir vissu að þeir myndu fá?

Finnst frekar brutal ef fólk sem pantaði tölvu í október 2020 séu ekki ennþá búnir að fá eintök sérstaklega miðað við að það hafa mörg tækifæri annarstaðar frá boðist í millitíðinni


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


zpor
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 16. Sep 2021 22:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf zpor » Sun 03. Okt 2021 08:56

Danni V8 skrifaði:Voru þeir að bjóða forpöntun á tölvum umfram það sem þeir vissu að þeir myndu fá?

Finnst frekar brutal ef fólk sem pantaði tölvu í október 2020 séu ekki ennþá búnir að fá eintök sérstaklega miðað við að það hafa mörg tækifæri annarstaðar frá boðist í millitíðinni

Já þeir eru að ég best veit eina verslunin sem hefur boðið uppá að gera pöntun og komast biðröð eftir tölvum. Hægt er að velja að greiða við afhendingu sem er jákvætt.




Höfundur
eMWu
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Þri 14. Ágú 2018 11:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf eMWu » Sun 03. Okt 2021 08:58

Danni V8 skrifaði:Voru þeir að bjóða forpöntun á tölvum umfram það sem þeir vissu að þeir myndu fá?

Finnst frekar brutal ef fólk sem pantaði tölvu í október 2020 séu ekki ennþá búnir að fá eintök sérstaklega miðað við að það hafa mörg tækifæri annarstaðar frá boðist í millitíðinni


Já einmitt, félagi minn pantaði ps5 í október 2020. Fékk tölvuna afhenta í gær.
En þá er bara spurning hvort þetta sé í boði skv. lögum. S.s. að bjóða upp á vöru sem þeir eru í raun ekki með, og láta viðskiptavini bíða í ár.



Skjámynd

Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 329
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Fennimar002 » Sun 03. Okt 2021 17:22

Veit einhver hvernig biðröðin virkar hjá þeim?
Félagi minn keypti í des í fyrra og á enn eftir að fá sína afhenta, en hef síðan heyrt að sumir pöntuðu á þessu ári fengu sína afhenta ekki löngu seinna eftir pöntunina sína.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf netkaffi » Mið 06. Okt 2021 20:59

Fennimar002 skrifaði:Veit einhver hvernig biðröðin virkar hjá þeim?
Félagi minn keypti í des í fyrra og á enn eftir að fá sína afhenta, en hef síðan heyrt að sumir pöntuðu á þessu ári fengu sína afhenta ekki löngu seinna eftir pöntunina sína.
Heyrist eins og hún virki bara ekki neitt.




sludgedredd
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fös 19. Júl 2019 22:51
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf sludgedredd » Fim 07. Okt 2021 11:58

Keypti mér bara Xbox Series S, og er bara helvíti sáttur með hana




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Viggi » Fim 07. Okt 2021 13:49

Keypti digital útgáfuna hjá betriverð í júní og fæ hana eftir helgina


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 og Tölvutek

Pósturaf Hannesinn » Fim 07. Okt 2021 15:36

sludgedredd skrifaði:Keypti mér bara Xbox Series S, og er bara helvíti sáttur með hana

Ég á báðar, og ef ég þyrfti að velja á milli PS5 eða Xbox Series X, myndi ég taka Xbox _alla daga vikunnar_.

Að því sögðu, þá er líklega besta leiðin að fylgjast með PS5 Facebook grúppunum íslensku og vera tilbúinn með kortið þegar að því kemur, því þær seljast upp á innan við 30 mín. Fékk mína í vor í Elkó nákvæmlega svona. Örugglega best að skrá sig á póstlista þessara helstu suspects, Elkó, Coolshop, Gamestöðin og eiga amk. hundrað kall inni á kortinu hverju sinni þangað til þú nærð vél.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.