Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf appel » Fös 24. Sep 2021 22:58

Maður hefur velt þessu fyrir sér.

Ég geng inn í raftækjaverslun og sé þar sjónvörp, öll stillt á sama demo, engar fjarstýringar til að geta prófað að spila eitthvað annað efni.
Enginn skortur á ágengum sölumönnum, og ef ég spyr hvort ég geti nú ekki fengið að sjá eitthvað annað en demo dæmið þá er einsog ég hafi hent skiptilykli í gírkassann, það virðist erfitt að finna fjarstýringuna, mikið mál að stilla sjónvarpið og hvaðeina.
Hvernig á fólk að geta tekið kaupákvarðanir á dýrum tækjum út frá slíkri upplifun? Hvað ef ég vil prófa 10 þannig tæki í röð, yrði mér hent út úr búðinni? Forvitinn.

Sama gildir um raftæki einsog hljómtæki.Þó margir reyni sitt besta til að sýna, þá er erfitt að taka kaupákvörðun út frá spekkum. Hef fengið að heyra í græjum sem ég hafði áhuga á, en það var alveg 30 mínútna ónæði fyrir sölumanninn til að svala áhugaþorsta mínum.

Þannig að ég sný mér aftur að upphafsspurningu, ættu verslanir ekki einfaldlega að bjóða fólki upp á að taka gripinn með sér heim til prófunar? (auðvitað með tilheyrandi tryggingu og jafnvel kostnaði sem gengi upp í kaup).

Þ.e. að verslanir séu með tæki sem eru ætluð til útláns til prófunar? Vilji menn kaupa tækið, þá skila þeir prófunartækinu og fá nýtt tæki afhent.


Ég man nú hér áður fyrr þá var hægt að fá bíl einfaldlega í láni í 2-3 daga frá umboðinu til prófunar áður en ákveðið var með kaup.

Ég veit að það er "skilaréttur", en mér finnst það ekki það sama. Þar ertu að fá nýtt tæki í kassa afhent, og ert að skemma kassann og þvíumlíkt. Það eru allskyns ákvæði tengd skilarétti, t.d. má ekki skemma umbúðir og svona, allt þurfi að vera nákvæmlega einsog nýtt. Stundum er ekki hægt að unboxa án þess að skemma kassann. Auk þess finnst mér það ákveðin kaupsvik að kaupa búnað bara til að prófa og skila.

Allvega hef ég lítinn áhuga á að kaupa eitthvað sem ég get ekki prófað almennilega heima hjá mér. Nota bene, verslanir selja nefnilega minna útaf rangri nálgun... allavega til mín :)


*-*

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf kiddi » Fös 24. Sep 2021 23:08

Þetta tíðkast víða erlendis, ég hef t.d. keypt "open box" vörur frá BHPhoto sem fengust á þónokkrum afslætti fyrir það eitt að einhver opnaði kassann, fann hvað það var þungt og ákvað að skila því. Skilarétturinn hjá t.d. BH er "for any reason", svo framarlega sem það er innan 30 daga og varan er í upphaflegu ástandi. Eina sem er, er að return-shipping kostnaðurinn fellur á þig sem er algjörlega sanngjarnt, en ef varan er gölluð þá tekur BH return-shipping kostnaðinn. Víðast erlendis er þetta talið bara sem "cost of doing business", enda er neytendaréttur sterkari allsstaðar í vestrænni menningu, heldur en hér á Íslandi, þar sem neytandinn er alltaf sekur þar til hann er fundinn saklaus, og vafinn liggur ALLTAF í hag verslunarinnar. Ég á vin í Tékklandi, sem fyrir ~15 árum stundaði það að þegar hann var t.d. að kaupa sér nýja tölvumús, þá pantaði hann 5-6 mýs frá netverslun í sínum bæ, prófaði þær allar, og skilaði öllum nema þeim sem hann fílaði mest, ekkert vandamál.

TLDR; Ég veit ekki hvort verslun eigi að vera með lánseintök, það er eiginlega gefið að það verði farið mjög illa með þau og þá eru þau ekki lengur vænleg til að tala góðu máli um vöruna. Hinsvegar finnst mér skilaréttur á Íslandi heilt yfir vera til háborinnar skammar, ef ekki glæpsamlegur í sumum tilfellum.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf dadik » Fös 24. Sep 2021 23:34

Elko er með 30 daga no questions asked skilarétt. Spurning að beina viðskiptunum þangað?


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf appel » Lau 25. Sep 2021 00:17

kiddi skrifaði:TLDR; Ég veit ekki hvort verslun eigi að vera með lánseintök, það er eiginlega gefið að það verði farið mjög illa með þau og þá eru þau ekki lengur vænleg til að tala góðu máli um vöruna. Hinsvegar finnst mér skilaréttur á Íslandi heilt yfir vera til háborinnar skammar, ef ekki glæpsamlegur í sumum tilfellum.


Alltaf til hálfvitar. Og nóg af þeim!
Spurning hvort það ætti að úthluta svona vottorðum "Vottaður hálfvita-frír" einsog covid vottorði, kannski fara eftir lánshæfismati creditinfo, i dont know.

En skilaði vöru akkúrat um daginn til drop.com, ekkert vesen. Tækið DOA. Smá learning curve en þurfti að punga út einhverjum þúsundkalli í eitthvað gjald sem ég veit ekki hvað var, fékk allt annað endurgreitt.

Einnig skilað örbylgjuofni til elko sem gat ekki poppað öbylgjupopp. Er það ekki doldið einsog ofn sem getur ekki bakað kökur? Ekki lent í veseni með elko, en takmörkuð reynsla svosem. Keypti yamaha hs8 þar, spurði reyndar skrifstofu elko að því hvort ég gæti ekki fengið að prófa fyrst, einsog ég er að tala um í þræðinum, gæjinn sagði "skilaðu bara ef þér líkar ekki". Fyrir utan gosdrykki þá eru studio monitors óvenjulegasta vara sem elko selur.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf appel » Lau 25. Sep 2021 00:45

Kannski til að árétta...

ég er ekki að tala um "skilarétt" eða ábyrgðir.... finnst það vera doldið að menga umræðuna.

Heldur að í upphafi sé um að ræða tæki til útláns í x daga til mats og prófunar, til þess að vera skilað á endanum og það sé meðvitað milli beggja aðila frá upphafi til enda. Þ.e. það ÞARF að skila græjunni. Kannski er það aðalmunurinn.


*-*

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf kiddi » Lau 25. Sep 2021 08:43

Mitt point er, ef skilarétturinn er þannig að það er ekki horft á þig illu auga og dæst þegar þú kemur inn að skila, þá værirðu kannski minna hræddur við að kaupa hluti með það í bakhuganum að það sé minnsta mál í heimi að skila því ef þú fílar það ekki :)



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf Njall_L » Lau 25. Sep 2021 11:00

kiddi skrifaði:Mitt point er, ef skilarétturinn er þannig að það er ekki horft á þig illu auga og dæst þegar þú kemur inn að skila, þá værirðu kannski minna hræddur við að kaupa hluti með það í bakhuganum að það sé minnsta mál í heimi að skila því ef þú fílar það ekki :)

Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé akkúrat menningin sem Elko er að reyna að upphefja með sínum 30 daga skilarétti. Sem dæmi þá voru Elko kostendur í podcastinu Tæknivarpið (episode 285) þar sem auglýsingin snérist bókstaflega um 30 daga skilaréttinn og að hvetja neytendur til að nýta hann ef þeir eru ósáttir með kaupin.

Það sem mér finnst samt langflottast við skilaréttinn hjá Elko er að þú getur fengið ENDURGREITT að fullu, en ekki bara inneignarnótu í versluninni (https://elko.is/skilarettur). Alltof margar verslanir finnst mér sem eru bara til í að gefa inneign við skil.

Fyrir utan Elko og Costco man ég þó ekki eftir fleiri verslunum hérna heima (í sölu á tæknibúnaði) sem eru svona opin með skilamál.


Löglegt WinRAR leyfi


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf Mossi__ » Lau 25. Sep 2021 16:28

Eg er einmitt á þeirri skoðun, og búinn að hafa lengi, að t.d. með bílakaup.. að skoða bílinn og rétt taka 20 mínútna rúnt á honum er ekkert nóg til að mynda sér almennilega skoðun á bílnum. Meina jú, hann keyrir, en hvað svo.

Ég væri til í að taka svona trial a honum, sem myndi kosta eitthvað en færi upp í verðið ef maður svo kaupir samskonar bíl.
Maður t.d. fær ekki almennilega reynslu fyrr en maður er búinn að versla vikuinnkaup og taka skólarúntinn og svona.

Enjú. Geri mér grein fyrir því að það að útfæra þessa hugmynd er svo annað mál. En þetta væri toppnæs.



Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf rickyhien » Lau 25. Sep 2021 18:48

svona í einhverjum fullkomna heimi er þetta hugmynd alveg að frábær og flott en já held að það er bara auka kosnaður og hausverkur fyrir verslunum að þurfa að deala við leiðinlega viðskiptavini og þjófa í svona útlánsmál (tjón/tap gæti farið hratt upp í milljón+) og svo þarf einhver starfsmaður að yfirfara öll lánstæki og resetta þau öll

þetta snýst mikið um að hafa góða þjónustu og upplifun fyrir viðskiptavini sem að flest öll fyrirtæki eru að stefna á en nema það sé einhver 1 stórt fyrirtæki sem myndi "take one for the team" og framkvæmi þetta annars er ekkert stress í þeim að þurfa bjóða upp á svona



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf appel » Lau 25. Sep 2021 20:21

rickyhien skrifaði:svona í einhverjum fullkomna heimi er þetta hugmynd alveg að frábær og flott en já held að það er bara auka kosnaður og hausverkur fyrir verslunum að þurfa að deala við leiðinlega viðskiptavini og þjófa í svona útlánsmál (tjón/tap gæti farið hratt upp í milljón+) og svo þarf einhver starfsmaður að yfirfara öll lánstæki og resetta þau öll

þetta snýst mikið um að hafa góða þjónustu og upplifun fyrir viðskiptavini sem að flest öll fyrirtæki eru að stefna á en nema það sé einhver 1 stórt fyrirtæki sem myndi "take one for the team" og framkvæmi þetta annars er ekkert stress í þeim að þurfa bjóða upp á svona


Tja, það væri hægt að gera þetta þannig að það gangi upp.
- Visa kort er sett sem collateral, svona einsog á bílaleigum.
- Lántakandi borgar jafnvel tryggingu
- Lántakandi greiðir fyrir útlánið, segjum að viðkomandi vilji prófa 300 þús. kr. heimabíó þá borgar hann 20 þús fyrir viku útlán, en ef hann kýs að kaupa vöruna þá gengur þessi 20 þús upp í vöruna

En já, praktískt séð gæti þessi hugmynd verið erfið í útfærslu. En finnst samt að fyrir sumar vörur þá þurfi maður smá reynslutíma fyrst.

En auðvitað væri minni þörf á þessu ef verslanir myndu nú nálgast þetta út frá viðskiptavininum sjálfum.
Sérstaklega þegar kemur að hljóð-vörum. Þá ættu verslanir að vera með allar hljóðvörur tengdar og vera með sér-rými þar sem hægt er að setjast niður í, prófa græjuna, jafnvel geta borið saman mismunandi vörur, t.d. skipt á milli soundbara og heyrt muninn. Þetta er auðvitað eitthvað sem verslanirnar þurfa að leysa úr, hanna og setja upp og láta virka.

En kannski útaf því að þetta er ekki raunveruleikinn, þá ætti maður bara án sektarkenndar að misnota þennan skilarétt.


*-*

Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf stefhauk » Þri 28. Sep 2021 09:30

Var ekki Elko og BT að mig minnir með einhverskonar hljóðeinangrað herbergi inní verslununum sínum hér í den þar sem maður gat sest niður og prófað draslið. Man að þú hafðir samt ekki kost á að prófa hvað sem er bara það sem var inní þessu herbergi.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 28. Sep 2021 10:38

Held að Elko sé alveg með þetta í góðum málum með "no questions 30 day return"


IBM PS/2 8086


drengurola
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf drengurola » Þri 28. Sep 2021 15:09

Ég gerði þetta lengi vel þegar ég rak svona verslun. Það var aldrei neitt vesen.




sludgedredd
Græningi
Póstar: 38
Skráði sig: Fös 19. Júl 2019 22:51
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf sludgedredd » Mið 29. Sep 2021 09:17

Ég vinn í svona verslun, og við lentum í því alltof oft að viðskiptavinir stela fjarstýringum. þessvegna voru þær faldar. Annars er 2ja vikna skilafrestur á öllum vörum, samkvæmt lögum, þannig það ætti að vera nægur tími til að ákveða sig
Síðast breytt af sludgedredd á Mið 29. Sep 2021 09:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf Dropi » Mið 29. Sep 2021 10:34

Hljóðfærahúsið er gott dæmi um verslun þar sem þú mátt koma inn, fara í klefann með öllum hátölurunum, og prófa þá eins og þú vilt með þinni eigin tónlist.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6485
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf gnarr » Mið 29. Sep 2021 13:38

sludgedredd skrifaði:Annars er 2ja vikna skilafrestur á öllum vörum, samkvæmt lögum


Nei


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf Viktor » Mið 29. Sep 2021 14:22

gnarr skrifaði:
sludgedredd skrifaði:Annars er 2ja vikna skilafrestur á öllum vörum, samkvæmt lögum


Nei


Bara ef verslað er á netinu :-"

Sé hlutur keyptur á Internetinu eða við húsgöngusölu þá eigi neytendur meiri rétt til að skila vöru
sem er ógölluð. Samkvæmt lögum um neytendasamninga nr. 16/2016 hefur neytandi 14 daga frá því að samningur var gerður milli hans og seljanda til að hætta við kaupin án nokkurra skýringa og fá vöruna endurgreidda.


https://www.neytendastofa.is/fyrirtaeki ... ilarettur/


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf appel » Mið 29. Sep 2021 15:57

Var um daginn að skoða vöru hjá Origo, kíkti á skilmálana hjá þeim varðandi vöruskil, og rak augun í þennan texta:

Að plastumbúðir (herptar, soðnar, límdar) og innsigli frá framleiðanda eða Origo séu ekki rofin
https://verslun.origo.is/voruskil

Basically einsog ég skil þetta, þá má einfaldlega ekki rjúfa neinar umbúðir, semsagt varan þarf að vera óopnuð ef hún er í svona lokuðum plastumbúðum, sem mjög margar vörur eru í!


*-*

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf audiophile » Mið 29. Sep 2021 18:28

Held að sum fyrirtæki leyfi bara skil gegn afföllum enda kannski skiljanlegt að einhver fyrirtæki vilji ekki taka á sig kostnað sem fylgir svona skilum.


Have spacesuit. Will travel.


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1082
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 90
Staða: Tengdur

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Pósturaf netkaffi » Fim 30. Sep 2021 18:47

Ekki nærri því sami verðflokkur, en hjá Audible sem Amazon á þá fær maður endurgreitt ekkert mál. Það lætur mann alltaf vera mjög öruggann með að fá sér áskrift þarna (og því fær maður sér frekar þar en annarstaðar). Væri örugglega búinn að kaupa mér mikið fleiri bíla og tæki ef ég mætti prófa þau.