Sælir félagar,
ég var að endurskrifa Laptop.is, þar sem líkt og einhverjir hafa mögulega tekið eftir, þá hef ég verið latur við að uppfæra leitarniðurstöðurnar þar undanfarið, sem var að sökum tæknilegra vanhaga á hönnun kerfisins frá upphafi sem gerði það að verkum að það var óþarflega mikið maus og illa hægt að láta þær uppfærast sjálfkrafa. Núna keyrir scraper sjálfkrafa og uppfærir verð nokkrum sinnum á dag og hendir út óvirkum tölvum.
Útlitið er snarbreytt og mun kannski sumum finnast það til hins verra, en það var aðallega gert til þess að síðan virkaði betur í símum og öðrum smátækjum.
Nú er auðveldara að deila niðurstöðum, en urlið í vafra uppfærist sjálfkrafa í samræmi við síurnar.
Það vantar einhverja fítusa sem voru á gömlu síðunni, kannski helst það að velja ákveðnar tölvur til samanburðar, en ég var ekki viss um að margir væru að nota þann fítus...
Ég veit að niðurstöður líta ekki fullkomnlega út í mobile, en þetta ætti að virka og ef einhverjum leiðist rosalega, þá má sá hinn sami alveg taka snúning á git-repoinu og skella í pull request með stýliseringum eða breytingum
https://github.com/Klemminn/laptop-client/
Annars látið þig mig vita ef þið takið eftir einhverjum böggum, eða ef allar breytingarnar eru ómögulegar
Bestu kveðjur,
Klemmi
Breyting á Laptop.is
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Mjög flott!
Væri gaman ef síðan gæti sýnt verðsögu á vélunum
Mögulega þá líka tekið eftir því ef vara er á tilboði sömuleiðis
Flott að það sýni verð hærra verð á sömu vöru hjá öðrum fyrirtækjum ef hún er til þar líka.
Edit: svipað og svona:
og mögulega haft smá thumbnail af myndinni á síðunni?
Raða eftir: Nýjast, Tilboð, Mesti afsláttur í %, Mesti afsláttur í KR. aukalega eftir hinar síurnar
Væri gaman ef síðan gæti sýnt verðsögu á vélunum
Mögulega þá líka tekið eftir því ef vara er á tilboði sömuleiðis
Flott að það sýni verð hærra verð á sömu vöru hjá öðrum fyrirtækjum ef hún er til þar líka.
Edit: svipað og svona:
og mögulega haft smá thumbnail af myndinni á síðunni?
Raða eftir: Nýjast, Tilboð, Mesti afsláttur í %, Mesti afsláttur í KR. aukalega eftir hinar síurnar
Síðast breytt af Plushy á Þri 21. Sep 2021 15:26, breytt samtals 3 sinnum.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4196
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1342
- Staða: Ótengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Plushy skrifaði:Mjög flott!
Takk fyrir
Plushy skrifaði:og mögulega haft smá thumbnail af myndinni á síðunni?
Ég skil ekki alveg, thumbnail af hvaða mynd?
Finnst mjög góð hugmynd að hafa verðsögu og kannski einhvern sýnileika varðandi hana ef verð hafa raunverulega lækkað, en ég er ekki alveg viss um að ég sé hrifinn af afsláttar fítusunum, þar sem ég vil ekki verðlauna verslanir fyrir að hafa há verð til að geta boðið mikinn afslátt
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Tengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Hef oft farið inn á þessa síðu bara til að leika mér í leitinni og skoða. Virkilega skemmtilegt project og flott framlag!
Nýja lúkkið fýla ég enn betur.
Var ekki slider fyrir verð á gamla?
Nýja lúkkið fýla ég enn betur.
Var ekki slider fyrir verð á gamla?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4196
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1342
- Staða: Ótengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Lexxinn skrifaði:Var ekki slider fyrir verð á gamla?
Haha jú, ég ákvað að sleppa honum til að byrja með og sjá hvort einhver myndi óska eftir honum, þar sem ég var ekki viss um notagildið
Lítið mál að bæta honum við aftur ef hann er nytsamur
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Tengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Klemmi skrifaði:Lexxinn skrifaði:Var ekki slider fyrir verð á gamla?
Haha jú, ég ákvað að sleppa honum til að byrja með og sjá hvort einhver myndi óska eftir honum, þar sem ég var ekki viss um notagildið
Lítið mál að bæta honum við aftur ef hann er nytsamur
Gæti verið gagnlegt til að sigta út ef fólk ætlar ekki að spreða yfir t.d. 200k í tölvu að losna þá við allar niðurstöður umfram það.
Keyri enn á Macbook vagninum svo hef ekki persónuelga þurft að nota síðuna í annað en hnísast um pc laptop markaðinn en virkilega sniðug síða.
Re: Breyting á Laptop.is
Ég notaði síðuna þína mjög reglulega í vinnuni við að aðstoða menn varðandi fartölvukaup, núna er ég að skipta um vinnu svo að í framtíðinni færðu minni traffík frá mér því miður. En það sem ég fílaði einmitt mest var að allir takkarnir voru berir vinstra megin og ég gat snögglega hakað í þá sem ég vildi án þess að fara í gegnum flettilista, skrolla eða þess háttar.
Kannski er ég bara með ofnæmi fyrir dropdown listum (sjá bilasolur.is ... ugh...) en mér fanst gamla viðmótið argandi snilld. En það nýja er virkilega flott.
Edit: vá ok, vel gert, núna ertu með mörg verð á sömu tölvunni í sama item án þess að sama tölvan komi oft frá mismunandi söluaðilum.. virkilega flott!
Kannski er ég bara með ofnæmi fyrir dropdown listum (sjá bilasolur.is ... ugh...) en mér fanst gamla viðmótið argandi snilld. En það nýja er virkilega flott.
Edit: vá ok, vel gert, núna ertu með mörg verð á sömu tölvunni í sama item án þess að sama tölvan komi oft frá mismunandi söluaðilum.. virkilega flott!
Síðast breytt af Dropi á Fim 23. Sep 2021 10:09, breytt samtals 1 sinni.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4196
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1342
- Staða: Ótengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Dropi skrifaði:En það sem ég fílaði einmitt mest var að allir takkarnir voru berir vinstra megin og ég gat snögglega hakað í þá sem ég vildi án þess að fara í gegnum flettilista, skrolla eða þess háttar.
Kannski er ég bara með ofnæmi fyrir dropdown listum (sjá bilasolur.is ... ugh...) en mér fanst gamla viðmótið argandi snilld.
Haha, ég skil þig fullkomnlega!
Ég var aðallega hræddur um hvað þetta var orðið yfirþyrmandi magn af tökkum, 10 búðir, 11 framleiðendur, 14 örgjörva "fjölskyldur". En kannski prófa ég næst þegar ég er í stuði að setja takkana aftur inn og sjá hvernig það kemur út, lofa þó engu
Það er auðvitað eitthvað fínpúss eftir... þarf að setja loader, hún er of lengi að sækja tölvurnar til að hafa svona auðan skjá.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Breyting á Laptop.is
Klemmi skrifaði:Dropi skrifaði:En það sem ég fílaði einmitt mest var að allir takkarnir voru berir vinstra megin og ég gat snögglega hakað í þá sem ég vildi án þess að fara í gegnum flettilista, skrolla eða þess háttar.
Kannski er ég bara með ofnæmi fyrir dropdown listum (sjá bilasolur.is ... ugh...) en mér fanst gamla viðmótið argandi snilld.
Haha, ég skil þig fullkomnlega!
Ég var aðallega hræddur um hvað þetta var orðið yfirþyrmandi magn af tökkum, 10 búðir, 11 framleiðendur, 14 örgjörva "fjölskyldur". En kannski prófa ég næst þegar ég er í stuði að setja takkana aftur inn og sjá hvernig það kemur út, lofa þó engu
Það er auðvitað eitthvað fínpúss eftir... þarf að setja loader, hún er of lengi að sækja tölvurnar til að hafa svona auðan skjá.
Held að þetta sé rétt ákvörðun.
Það er talað um að viðmiðið sé í kringum 3-5 atriði. Ef þú ert kominn með fleiri en fimm, þá viltu fara að skipta út radio fyrir select list.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Breyting á Laptop.is
Mjög flott!
Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.
PS5
PS5
Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Breyting á Laptop.is
ef þú ert að leita af inspiration þá finnst mér þessi gríska (anything you want to find) sölusíða með góða eiginleika þegar kemur að tölvuvörum >>> https://www.skroutz.gr/c/1269/technolog ... m=families
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Re: Breyting á Laptop.is
Frábært!
það væri alveg gott að hafa möguleika á að sía/raða eftir þyngd.
fæ líka eina lenovo þegar ég vel acer
það væri alveg gott að hafa möguleika á að sía/raða eftir þyngd.
fæ líka eina lenovo þegar ég vel acer
Síðast breytt af Hizzman á Sun 26. Sep 2021 10:03, breytt samtals 1 sinni.