Nettenging fyrir lítið fjölbýli


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Þri 07. Sep 2021 12:35

Það er verið að taka í notkun lítið fjölbýli/áfangaheimili þar sem ég þekki til. Þetta er nýbygging með nokkrum leiguíbúðum. Íbúar eru tekjulágir og rekstraraðilar voru að velta fyrir sér hvort mögulegt væri að setja upp sameiginlega nettengingu fyrir íbúana.

Mér datt í hug að hægt væri að setja upp eitthvað á borð við Unifi DMP með VLAN í hverja íbúð með aðgangspunkti þar. Fyrir þá íbúa sem ekki þurfa meira gæti þetta dugað en fólki væri svo frjálst að versla við netfyrirtæki ef það vill sér tengingu til sín.

Er þetta eitthvað sem væri svo hægt að skala upp? Væri þetta venjuleg heimilistenging eða gera skilmálar ráð fyrir að um væri að ræða fyrirtækjatengingu? Þetta væri valkostur við 10k+ á mánuði fyrir net og endabúnað.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf Klemmi » Þri 07. Sep 2021 13:01

Hmmm, ég ætla að fá að kalla í HringduEgil til að spyrjast fyrir um skilmála internettengingar og samnýtingu hennar:

HringduEgill skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég kalla nafn þitt!




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 100
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf Dr3dinn » Þri 07. Sep 2021 13:02

Fer eftir hversu "góða" tengingu þið ætlið að bjóða upp á.

Hægt að fá gestanet möguleika frá mörgum birgjum sem gæti passað ágætlega (þótt það henti illa tölvuleikja notkun/niðurhali/4K áhorfi)
-hot spot þjónustur til líka frá voda/simanum etc.

Hefði haldið að einfaldast væri að láta hvern og einn kaupa tengingu.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Þri 07. Sep 2021 13:11

Dr3dinn skrifaði:Fer eftir hversu "góða" tengingu þið ætlið að bjóða upp á.

Hægt að fá gestanet möguleika frá mörgum birgjum sem gæti passað ágætlega (þótt það henti illa tölvuleikja notkun/niðurhali/4K áhorfi)
-hot spot þjónustur til líka frá voda/simanum etc.

Hefði haldið að einfaldast væri að láta hvern og einn kaupa tengingu.


Það er ekki gert ráð fyrir mikilli tölvuleikjanotkun/niðurhali.

Vissulega væri einfaldast að láta hvern og einn kaupa tengingu, en það eru samt að lágmarki 8000 krónur á mánuði, fyrir utan endabúnað, sem geta skipt máli. Fyrir þau sem þurfa/hafa efni á væri það valmöguleiki, en hitt væri eitthvað basic sem væri í boði fyrir alla.




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Þri 07. Sep 2021 13:12

Klemmi skrifaði:Hmmm, ég ætla að fá að kalla í HringduEgil til að spyrjast fyrir um skilmála internettengingar og samnýtingu hennar:

HringduEgill skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég kalla nafn þitt!


Takk, það væri ekki stefnan að laumast fram hjá skilmálum. Þetta væri allt uppi á borðum :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf Klemmi » Þri 07. Sep 2021 13:40

sigurdur skrifaði:
Klemmi skrifaði:Hmmm, ég ætla að fá að kalla í HringduEgil til að spyrjast fyrir um skilmála internettengingar og samnýtingu hennar:

HringduEgill skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég kalla nafn þitt!


Takk, það væri ekki stefnan að laumast fram hjá skilmálum. Þetta væri allt uppi á borðum :)


Ég tók því alls ekki þannig að þetta væri eitthvað bakvið tjöldin! :D

Renndi bara í gegnum skilmálana hjá Hringdu áðan og sá ekkert sem tók á þessu. Auðvitað eru heimilistengingar ekki hugsaðar fyrir margar íbúðir, en ég sá allavega ekki í flýti að það væri bannað. Finnst sjálfum að þetta sé nú bara eitt af þessum meðalhófs málum. Ef það eru 4 einstaklingar í einhverjum smærri íbúðum, af hverju ættu þeir ekki að mega deila tengingu eins og 7 manna fjölskylda í stóru einbýlishúsi?

En kannski er þetta einmitt eitt af þeim skiptum sem það er betra að biðjast afsökunar eftir á, heldur en að biðja um leyfi fyrirfram...
Síðast breytt af Klemmi á Þri 07. Sep 2021 13:41, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Þri 07. Sep 2021 14:11

Klemmi skrifaði:
sigurdur skrifaði:
Klemmi skrifaði:Hmmm, ég ætla að fá að kalla í HringduEgil til að spyrjast fyrir um skilmála internettengingar og samnýtingu hennar:

HringduEgill skrifaði:
Klemmi skrifaði:Ég kalla nafn þitt!


Takk, það væri ekki stefnan að laumast fram hjá skilmálum. Þetta væri allt uppi á borðum :)


Ég tók því alls ekki þannig að þetta væri eitthvað bakvið tjöldin! :D

Renndi bara í gegnum skilmálana hjá Hringdu áðan og sá ekkert sem tók á þessu. Auðvitað eru heimilistengingar ekki hugsaðar fyrir margar íbúðir, en ég sá allavega ekki í flýti að það væri bannað. Finnst sjálfum að þetta sé nú bara eitt af þessum meðalhófs málum. Ef það eru 4 einstaklingar í einhverjum smærri íbúðum, af hverju ættu þeir ekki að mega deila tengingu eins og 7 manna fjölskylda í stóru einbýlishúsi?

En kannski er þetta einmitt eitt af þeim skiptum sem það er betra að biðjast afsökunar eftir á, heldur en að biðja um leyfi fyrirfram...

Hugsanlega er það rétt hjá þér.

En svo er ég líka að velta fyrir mér tæknilegu hliðinni á þessu. Einhverjar skoðanir á henni?



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf oliuntitled » Þri 07. Sep 2021 14:45

Helstu hlutir til að skoða væru:
Router - til að þjónusta mikið af clients þá er mikilvægt að hafa góðann búnað til að minimize-a vandamál á router enda. (ítrekuð reboots og fleira taka út alla blokkina/húsið í staðinn fyrir eina íbúð í einu)
Switch - Managed switch ? Jafnvel PoE switch til að keyra AP's í íbúðum.
Lagnir - Mikilvægt að vanmeta ekki kostnað við að koma cat lögum í allar íbúðir.

Þjónustan - Hver mun sjá um að laga vandamál ef einhver koma upp ? ISP er takmarkað að fara að þjónusta svona setups :)
Síðast breytt af oliuntitled á Þri 07. Sep 2021 14:50, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Þri 07. Sep 2021 14:54

oliuntitled skrifaði:Helstu hlutir til að skoða væru:
Router - til að þjónusta mikið af clients þá er mikilvægt að hafa góðann búnað til að minimize-a vandamál á router enda. (ítrekuð reboots og fleira taka út alla blokkina/húsið í staðinn fyrir eina íbúð í einu)
Switch - Managed switch ? Jafnvel PoE switch til að keyra AP's í íbúðum.
Lagnir - Mikilvægt að vanmeta ekki kostnað við að koma cat lögum í allar íbúðir.

Þjónustan - Hver mun sjá um að laga vandamál ef einhver koma upp ? ISP er takmarkað að fara að þjónusta svona setups :)


Pælingin var:
Router - Unifi DMP eða sambærilegt.
Switch - Unifi PoE switch til að keyra AP AC-lite eða sambærilegt í hverri íbúð og/eða sameign
Lagnir - Það eru cat lagnir úr inntaksrými í allar íbúðir

Þjónustan væri veitt af tæknimanni innanhúss.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf oliuntitled » Þri 07. Sep 2021 14:56

Sýnist þú vera með þetta nokkuð under control :)
Þá er bara að skoða skilmála fyrirtækjanna og passa að vera á ljósi :D




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf Klemmi » Þri 07. Sep 2021 15:04

Tek undir með oliuntitled, það er ekkert sem stendur í vegi fyrir þessu tæknilega séð :)

Unifi DMP mögulegt overkill meðan þetta eru bara 4 íbúðir, en alls ekki dýr búnaður í stóra samhenginu og fengir það líklega í hausinn seinna ef þú sparar þarna. Hljómar því bara mjög vel hjá þér!



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf appel » Þri 07. Sep 2021 15:39

Concerns:
- Hver er lagalega ábyrgur fyrir nettengingunni, t.d. ef einhver downloadar einhverju ólöglega, er það skráður aðili?
- Hvað ef notkun eins truflar aðra notendur?
- Hvernig er með öryggi á nettengingunni upp á að aðrir séu ekki að fylgjast með netinu, netin þyrftu að vera aðskilin.


*-*


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Þri 07. Sep 2021 16:53

appel skrifaði:Concerns:
- Hver er lagalega ábyrgur fyrir nettengingunni, t.d. ef einhver downloadar einhverju ólöglega, er það skráður aðili?
- Hvað ef notkun eins truflar aðra notendur?
- Hvernig er með öryggi á nettengingunni upp á að aðrir séu ekki að fylgjast með netinu, netin þyrftu að vera aðskilin.


Góðir punktar.

Ef hver aðgangspunktur er á sér VLAN, leysir það ekki punkt 3?
Sama með punkt 1, líkt og í fyrirtækjum þar sem hægt er að rekja traffík á útstöðvar, hægt að rekja traffík á VLAN/aðgangspunkt? Þekki þetta ekki nógu vel.
Varðandi punkt 2, hægt að biðla til samvisku notenda til að byrja með en bjóða þeim í kjölfarið sér nettengingu sem þeir greiða fyrir? (hægt að sjá hversu mikil notkun er á hverjum aðgangaspunkti).

Vissulega hlutir sem þyrfti að skoða.




HringduEgill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf HringduEgill » Fim 09. Sep 2021 10:13

sigurdur skrifaði:Það er verið að taka í notkun lítið fjölbýli/áfangaheimili þar sem ég þekki til. Þetta er nýbygging með nokkrum leiguíbúðum. Íbúar eru tekjulágir og rekstraraðilar voru að velta fyrir sér hvort mögulegt væri að setja upp sameiginlega nettengingu fyrir íbúana.

Mér datt í hug að hægt væri að setja upp eitthvað á borð við Unifi DMP með VLAN í hverja íbúð með aðgangspunkti þar. Fyrir þá íbúa sem ekki þurfa meira gæti þetta dugað en fólki væri svo frjálst að versla við netfyrirtæki ef það vill sér tengingu til sín.

Er þetta eitthvað sem væri svo hægt að skala upp? Væri þetta venjuleg heimilistenging eða gera skilmálar ráð fyrir að um væri að ræða fyrirtækjatengingu? Þetta væri valkostur við 10k+ á mánuði fyrir net og endabúnað.


Sælir.

Hjá Gagnaveitunni er tekið fram í skilmálum að þessi uppsetning sé ekki leyfileg fyrir ljósleiðara til heimila: "Óheimilt er að veita aðilum utan þeirrar íbúðar sem viðskiptavinur er skráður fyrir, s.s. öðrum íbúum fjölbýlishúsa, aðgang að Ljósleiðaranum." Hef ekki skoðað hjá Mílu en býst við að það sé eitthvað svipað.

Við höfum hins vegar græjað svona fyrirtækjatengingu fyrir fjölbýli þar sem kaupandinn hefur skaffað öllum netbúnaði og sér um að reka netkerfið í húsinu. Mánaðargjaldið á tengingunni er hærra þannig þetta fer svolítið eftir fjölda íbúa hvort það borgi sig. Sömuleiðis ertu að fara fjárfesta í búnaði sem er dýrari og ekki undir neinni stjórn fjarskiptafélaganna, þannig reikna með kostnaði frá einhverjum tæknimanni sem sér um netið í húsinu.

Getur sent mér línu ef þú vilt skoða þetta frekar :)




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf sigurdur » Fim 09. Sep 2021 10:29

HringduEgill skrifaði:
sigurdur skrifaði:Það er verið að taka í notkun lítið fjölbýli/áfangaheimili þar sem ég þekki til. Þetta er nýbygging með nokkrum leiguíbúðum. Íbúar eru tekjulágir og rekstraraðilar voru að velta fyrir sér hvort mögulegt væri að setja upp sameiginlega nettengingu fyrir íbúana.

Mér datt í hug að hægt væri að setja upp eitthvað á borð við Unifi DMP með VLAN í hverja íbúð með aðgangspunkti þar. Fyrir þá íbúa sem ekki þurfa meira gæti þetta dugað en fólki væri svo frjálst að versla við netfyrirtæki ef það vill sér tengingu til sín.

Er þetta eitthvað sem væri svo hægt að skala upp? Væri þetta venjuleg heimilistenging eða gera skilmálar ráð fyrir að um væri að ræða fyrirtækjatengingu? Þetta væri valkostur við 10k+ á mánuði fyrir net og endabúnað.


Sælir.

Hjá Gagnaveitunni er tekið fram í skilmálum að þessi uppsetning sé ekki leyfileg fyrir ljósleiðara til heimila: "Óheimilt er að veita aðilum utan þeirrar íbúðar sem viðskiptavinur er skráður fyrir, s.s. öðrum íbúum fjölbýlishúsa, aðgang að Ljósleiðaranum." Hef ekki skoðað hjá Mílu en býst við að það sé eitthvað svipað.

Við höfum hins vegar græjað svona fyrirtækjatengingu fyrir fjölbýli þar sem kaupandinn hefur skaffað öllum netbúnaði og sér um að reka netkerfið í húsinu. Mánaðargjaldið á tengingunni er hærra þannig þetta fer svolítið eftir fjölda íbúa hvort það borgi sig. Sömuleiðis ertu að fara fjárfesta í búnaði sem er dýrari og ekki undir neinni stjórn fjarskiptafélaganna, þannig reikna með kostnaði frá einhverjum tæknimanni sem sér um netið í húsinu.

Getur sent mér línu ef þú vilt skoða þetta frekar :)


Takk :) sendi á þig línu innan skamms.




Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf Rafurmegni » Mið 15. Sep 2021 15:32

Klemmi skrifaði:Tek undir með oliuntitled, það er ekkert sem stendur í vegi fyrir þessu tæknilega séð :)

Unifi DMP mögulegt overkill meðan þetta eru bara 4 íbúðir, en alls ekki dýr búnaður í stóra samhenginu og fengir það líklega í hausinn seinna ef þú sparar þarna. Hljómar því bara mjög vel hjá þér!


Edgerouter X ætti meira segja að ráða við þetta, þá væri eitt ethernet port á íbúð og einangrað á milli neta. Svo er það undir hverjum og einum komið hvað verður sett á hinn endann á kaplinum.




Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Nettenging fyrir lítið fjölbýli

Pósturaf Opes » Mið 15. Sep 2021 21:21

Hef sett upp svona með EdgeRouter X SFP og Unifi AP, og svo bara mismunandi VLAN á hvort portið. Báðir AP poweraðir með POE.
Er með annað svona tilvik þar sem ég er að spá í að nota SwitchFlex, 60w POE injector og svo Unifi WiFi 6 AP, en á eftir að panta búnaðinn.
Pælingin þar er að SwitchFlex styður nýrri POE staðla.