Hvernig hljóðkerfi?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf appel » Mið 08. Sep 2021 19:55

Er að skoða hvernig hljóðkerfi ég á að fá mér í lítið bíóherbergi, um 8 fm. Verð með hljóðeinangrun, verður hálfgert sound cave.

En það sem er í boði sýnist mér vera:
- hljóðstangir
- hljóðstangir með mögulegum surround (þráðlausum) hátölurum
- 5.1 sett (fallið úr tísku)
- heimabíómagnari + valdir hátalarar (líklega dýrasta lausnin)
- stereo magnari og 2.0 (með eða án bassabox), en það tekur sýnist mér bara við soundi með optical (og optical er frekar low bandwidth).

Kostur er að geta nýtt sér surround ef það er í boði.... EN svona 95% af öllu efni sem ég horfi á er í stereo!
Þannig að ég vil kerfi þar sem stereo nýtur sín til fulls, þannig að surround kerfið má ekki handicappa stereo hljóðið.

Og ef ég vel eitthvað kerfi byggt á hdmi, þá finnst mér að það þurfi að styðja hdmi 2.1 passthrough.

Svo finnst mér gott að geta hlustað á tónlist einnig.

Hvað ætti ég að gera?


*-*

Skjámynd

peer2peer
vélbúnaðarpervert
Póstar: 959
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 71
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf peer2peer » Mið 08. Sep 2021 21:51

Ég hef verið útum allt í þessum bransa. Harman/Kardon 5.1 kerfi, yfir í Sonos Playbase með tveimur Sonos one í bak, yfir í Sonos arc með tveimur sonos one í bak og yfir í heimabíómagnara + valda hátalara.

Út frá mínu sjónarhorni þá vel ég heimabíómagnara + valda hátalara. Þar getur þú verið með þitt stereo sound í tveimur framhátölurum og svo skipt yfir á surround og virkjað þá bak hátalarana í þannig streymi.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf einarhr » Mið 08. Sep 2021 22:27

Var mikið að skoða Sonos en það er ekki ódýrt, endaði í JBL Atmos soundbari með þráðlausum bakhátölurum, ég sé ekki eftir þvi.
https://ht.is/product/soundbar-heimabio ... bl-bar913d

Edit, hlusta mikið á tónlist og er mjög sáttur við soundbarið þó svo að sterio með öflugum hátölurum sé alltaf næs, er að vísu ennþá að spá hvernig ég tengi plötuspilaran við það :guy
Síðast breytt af einarhr á Mið 08. Sep 2021 22:31, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf kjartanbj » Fim 09. Sep 2021 11:36

Ég persónulega fengi mér alltaf sér heimabíó magnara og hátalara, heimabíó magnari með Atmos og hátalarar er nice , Soundbar er compromise sem ég persónulega fíla ekki



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf SolidFeather » Fim 09. Sep 2021 13:06

Eina rétta svarið við þessu er heimabíómagnari og hátalarar.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf hagur » Fim 09. Sep 2021 14:44

Sammála þessum að ofan. Myndi alltaf fá velja heimabíómagnara og svo 5.1 hátalarasett eða velja sjálfur hentuga hátalara til að nota.

Notar svo auðvitað magnarann sem hub, tengir allt í hann og svo einn HDMI kapall úr honum og í sjónvarpið.

Ég fékk mér Denon X2700h um daginn hjá ht.is og er verulega sáttur við hann. Var áður með Yamaha RX-V1800 sem var líka frábær en var orðinn verulega úreldur greyið.




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf TheAdder » Fim 09. Sep 2021 15:31

Ég er búinn að nota hátalara úr Logitech Z5500 setti, ódrepandi kvikindi sem éta allt sem er hent í þá.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1618
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf gutti » Fim 09. Sep 2021 17:22

'Eg er með svona kerfi keypt í https://www.amazon.com/Fluance-Surround ... th=1&psc=1 geggjað sound keypti svo auka hátalrar par frá þeim https://www.amazon.com/Fluance-SXBP2WH- ... th=1&psc=1 soundið á þessu er klikkað sérlega með bassabox!!! :happy



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig hljóðkerfi?

Pósturaf Squinchy » Fim 09. Sep 2021 18:54

Mæli með því að kíkja í ormsson og skoða Klipsch golf hátalarana, alveg sturlaðir hátalarar og gefa frá sér solid hljóðmynd sem er það sem þig langar í

Er með Klipsch RF-82II sem eru svipaðir of þessir https://ormsson.is/product/klipsch-hata ... 0f-svartur
parað með einum svona https://ormsson.is/product/klipsch-bassabox-spl-120

Get ekki hlustað á junkbars (soundbars) eða slíkt lengur :pjuke

Þetta kostar en þetta endist endalaust og er klárlega fallegasta mubla stofunar haha :D
Svo er alltaf hægt að bæta við hátölurum ef surround heillar, líka auðveldara að hafa surround í svona herbergi vs stofu


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS