Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Þetta er þeir flokkar sem eru búnir að bjóða sig fram, getur fólk skipt um skoðun í könnuninni.
Síðast breytt af vesley á Fim 02. Sep 2021 11:48, breytt samtals 3 sinnum.
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Ég kýs Viðreisn, helst útaf því að ég vill kanna möguleikann á aðild að Evrópusambandinu og þarmeð opna á það að losna við krónuna, fá meiri samkeppni á banka, tryggingamarkaði o.s.f.
Svo samræmist stefna þeirri þeim hugsjónum og lausnum sem ég tel að veiti okkur mesta farsæld og velferð í landinu
Svo samræmist stefna þeirri þeim hugsjónum og lausnum sem ég tel að veiti okkur mesta farsæld og velferð í landinu
-
- Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Vantar bæði skila auðu og líka ætlar ekki að kjósa.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
bigggan skrifaði:Vantar bæði skila auðu og líka ætlar ekki að kjósa.
Lagfært. Steingleymdi.
Að því sögðu hvet ég að sjálfsögðu alla til að kjósa. Að skila auðu ef fólk vill ekki kjósa þá flokka sem eru í framboði. Mikið skilvirkara en að taka ekki þátt.
Edit! Þið sem voruð búin að kjósa þurfið að velja aftur. Gott samt að það voru ekki margir búnir að velja
Síðast breytt af vesley á Fim 02. Sep 2021 11:50, breytt samtals 1 sinni.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Úff.
Veit ekki, svona létt stöðumat.
Sjálfstæðisflokkurinn - Er ekki lengur flokkur hins almenna borgara sem vill geta ráðið lífi sínu án of mikilla inngripa frá ríkinu.
Framsóknarflokkurinn - ææ, eru þeir enn til (verða víst til meðan bændur eru á landinu)
Samfylkingin - samspillingin, aldrei
Vinstri Grænir - öfgaflokkur til vinstri, jafn slæmur og öfgaflokkur til hægri.
Viðreisn - Kjósa kúlulánadrottninguna, einungis fyrir þá sem hafa gullfiskaminni
Píratar - vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hafa ekki hundsvit á peningum, sbr stöðu Reykjavíkur þar sem þeir eru í stjórn.
Flokkur Fólksins - grátkórinn
Sósíalistaflokkur Íslands - Frelsaður stórkapítalisti
Miðflokkurinn - Sigmundur Davíð
Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn - Hvað er nú það.
Skila auðu - Ekki gott - en ekki margir möguleikar í stöðunni.
Veit ekki, svona létt stöðumat.
Sjálfstæðisflokkurinn - Er ekki lengur flokkur hins almenna borgara sem vill geta ráðið lífi sínu án of mikilla inngripa frá ríkinu.
Framsóknarflokkurinn - ææ, eru þeir enn til (verða víst til meðan bændur eru á landinu)
Samfylkingin - samspillingin, aldrei
Vinstri Grænir - öfgaflokkur til vinstri, jafn slæmur og öfgaflokkur til hægri.
Viðreisn - Kjósa kúlulánadrottninguna, einungis fyrir þá sem hafa gullfiskaminni
Píratar - vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hafa ekki hundsvit á peningum, sbr stöðu Reykjavíkur þar sem þeir eru í stjórn.
Flokkur Fólksins - grátkórinn
Sósíalistaflokkur Íslands - Frelsaður stórkapítalisti
Miðflokkurinn - Sigmundur Davíð
Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn - Hvað er nú það.
Skila auðu - Ekki gott - en ekki margir möguleikar í stöðunni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Tengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Þau ykkar sem ætlið að kósa Pírata, af hverju?
Mér fannst þetta sniðugur flokkur í upphafi en í dag finnst mér vera algjör óregla og ringulreið hjá þeim, eru furðulega oft ósamma hvort öðru og koma litlu í verk.
Mér fannst þetta sniðugur flokkur í upphafi en í dag finnst mér vera algjör óregla og ringulreið hjá þeim, eru furðulega oft ósamma hvort öðru og koma litlu í verk.
Síðast breytt af GullMoli á Fim 02. Sep 2021 15:04, breytt samtals 3 sinnum.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 336
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 111
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Ég kýs pírata af því að ég á mesta samleið með þeim.
Þeim hefur tekist að auka gegnsæji sem dæmi og hafa talað mikið fyrir afglæpavæðingu sem ég styð heilshugar sem og nýrri stjórnarskrá.
Þessi óregla og ringulreið sem þú sérð er akkúrat það sem flokkurinn snýst um, opið forum fyrir umræður, hinir flokkarnir hafa allir álíka umræður en þær eru bara ekki á opnum vettvangi og því er það að mestu leyti falið.
Þeir hafa ekki getað komið mörgum stórum atriðum í gegn en það er það sem gerist hjá stjórnarandstöðuflokkum, erfitt að koma stórum stefnumálum í gegn þegar þú ert í minnihluta og andstöðu.
Þessum flokki hefur á sínum tíma á alþingi tekist að opna á heilmiklar umræður og opinberað mikla spillingu (stærsta málið er klárlega aksturskostnaður og sjálftaka nokkurra einstaklinga þar) sem er mikilvægt að hugsa til.
Þeim hefur tekist að auka gegnsæji sem dæmi og hafa talað mikið fyrir afglæpavæðingu sem ég styð heilshugar sem og nýrri stjórnarskrá.
Þessi óregla og ringulreið sem þú sérð er akkúrat það sem flokkurinn snýst um, opið forum fyrir umræður, hinir flokkarnir hafa allir álíka umræður en þær eru bara ekki á opnum vettvangi og því er það að mestu leyti falið.
Þeir hafa ekki getað komið mörgum stórum atriðum í gegn en það er það sem gerist hjá stjórnarandstöðuflokkum, erfitt að koma stórum stefnumálum í gegn þegar þú ert í minnihluta og andstöðu.
Þessum flokki hefur á sínum tíma á alþingi tekist að opna á heilmiklar umræður og opinberað mikla spillingu (stærsta málið er klárlega aksturskostnaður og sjálftaka nokkurra einstaklinga þar) sem er mikilvægt að hugsa til.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 324
- Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 16:36
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Tbot skrifaði:Úff.
Veit ekki, svona létt stöðumat.
Sjálfstæðisflokkurinn - Er ekki lengur flokkur hins almenna borgara sem vill geta ráðið lífi sínu án of mikilla inngripa frá ríkinu.
.
lols, eins og sjallar hafi einhverntímann verið flokkur hins almenna borgara, það hefur þá allaveganna verið fyrir mína tíð.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
GullMoli skrifaði:Þau ykkar sem ætlið að kósa Pírata, af hverju?
Mér fannst þetta sniðugur flokkur í upphafi en í dag finnst mér vera algjör óregla og ringulreið hjá þeim, eru furðulega oft ósamma hvort öðru og koma litlu í verk.
Hugsa að þeir nái inn merkilegum fjölda atkvæða í gegnum tvö af þeirra málefnum. Afglæpavæðing fíkniefna (sem þeir eru engan vegin eini flokkurinn til að vera hlynntur) og svo stjórnarskráin, þó mig gruni ansi marga ekki hafa fullan skilning á stjórnarskrármálinu, enda er flækjustigið við það að smella bara nýrri inn umtalsvert meiri en þeir sem tala fyrir henni vilja minnast á.
Þá gagnrýni ég ekki þá sem kjósa pírata eitt og sér, fyrir mér er öllum frjálst að kjósa hvað sem er.
Fyrir mér er hinsvegar afglæpavæðing fíkniefna og ný stjórnarskrá ekki efstu atriði á mínum lista.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Gerbill skrifaði:Tbot skrifaði:Úff.
Veit ekki, svona létt stöðumat.
Sjálfstæðisflokkurinn - Er ekki lengur flokkur hins almenna borgara sem vill geta ráðið lífi sínu án of mikilla inngripa frá ríkinu.
.
lols, eins og sjallar hafi einhverntímann verið flokkur hins almenna borgara, það hefur þá allaveganna verið fyrir mína tíð.
Ég legit skellti upp úr
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Tbot skrifaði:Úff.
Veit ekki, svona létt stöðumat.
Sjálfstæðisflokkurinn - Er ekki lengur flokkur hins almenna borgara sem vill geta ráðið lífi sínu án of mikilla inngripa frá ríkinu.
Framsóknarflokkurinn - ææ, eru þeir enn til (verða víst til meðan bændur eru á landinu)
Samfylkingin - samspillingin, aldrei
Vinstri Grænir - öfgaflokkur til vinstri, jafn slæmur og öfgaflokkur til hægri.
Viðreisn - Kjósa kúlulánadrottninguna, einungis fyrir þá sem hafa gullfiskaminni
Píratar - vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hafa ekki hundsvit á peningum, sbr stöðu Reykjavíkur þar sem þeir eru í stjórn.
Flokkur Fólksins - grátkórinn
Sósíalistaflokkur Íslands - Frelsaður stórkapítalisti
Miðflokkurinn - Sigmundur Davíð
Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn - Hvað er nú það.
Skila auðu - Ekki gott - en ekki margir möguleikar í stöðunni.
Pretty much raunveruleikinn.
Píratar eru í raun sósíalistaflokkur miðað við allt sem ég hef heyrt frá þeim, þetta fólk er með tvo vinstri fætur og tvær vinstri hendur.
*-*
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
appel skrifaði:Tbot skrifaði:Úff.
Veit ekki, svona létt stöðumat.
Sjálfstæðisflokkurinn - Er ekki lengur flokkur hins almenna borgara sem vill geta ráðið lífi sínu án of mikilla inngripa frá ríkinu.
Framsóknarflokkurinn - ææ, eru þeir enn til (verða víst til meðan bændur eru á landinu)
Samfylkingin - samspillingin, aldrei
Vinstri Grænir - öfgaflokkur til vinstri, jafn slæmur og öfgaflokkur til hægri.
Viðreisn - Kjósa kúlulánadrottninguna, einungis fyrir þá sem hafa gullfiskaminni
Píratar - vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hafa ekki hundsvit á peningum, sbr stöðu Reykjavíkur þar sem þeir eru í stjórn.
Flokkur Fólksins - grátkórinn
Sósíalistaflokkur Íslands - Frelsaður stórkapítalisti
Miðflokkurinn - Sigmundur Davíð
Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn - Hvað er nú það.
Skila auðu - Ekki gott - en ekki margir möguleikar í stöðunni.
Pretty much raunveruleikinn.
Píratar eru í raun sósíalistaflokkur miðað við allt sem ég hef heyrt frá þeim, þetta fólk er með tvo vinstri fætur og tvær vinstri hendur.
Ég sé að hér bólar á miklum misskilningi á hvernig rekstri opinberra aðila er háttað, hvernig pólitísk ákvarðanataka er og á að vera aðskilin rekstri sbr. aðskilnaður löggjafa- og framkvæmdavalds
Kjörnir fulltrúar á Alþingi reka ekki stofnanir ríkisins, þar eru forstöðumenn stofnana ábyrgir. Þessu fokka ríkisstjórnir oft upp með því að nota kjörna fulltrúa sem ráðherra sem fara með framkvæmdavaldið. Píratar vilja t.d. fagráðna ráðherra en ekki dýralækna eða lögfræðinga sem fjármálaráðherra.
Borgin er flóknari og viðkvæmari rekstur en marga grunar, hún er með hátt í 400 starfsstaði/byggingar, 10.000 starfsmenn og um 27.000 notendur í tölvuumhverfinu (nemendur í grunnskólum + verktakar + nemendur HÍ í starfsnámi hjá borginni bætast við þessa fyrstu 10.000).
Sviðsstjóri hvers sviðs ber ábyrgð innan borgarinnar á ráðstöfun fjárheimildar síns sviðs, líkt og forstöðumenn stofnana hjá ríkinu. Pólitíkin/kjörnir fulltrúar stýra að sjálfsögðu heimildinni sem veitt er á hverju ári og er það gert m.t.t. áætlanagerðar sem rýnt er ítarlega í og hún rifin sundur og saman og útskýrð í þaula áður en hún er samþykkt.
Það má segja margt um borgina og rekstur hennar en þau nokkur stór mál sem hafa fokkað upp rekstri borgarinnar eru ekki sök núverandi meirihluta. Samt hafa þessir flokkar einungis komist að í tæp þrjú ár frá 1994.
- Leiga húsnæði á Borgartúni (xD, xB og xF)
- Laugavegsfíaskóið, að kaupa gömlu Nikebúðina (þar sem Timberland var) á 600+ milljónir "cash".
- Orkuveituhúsið (xB )
- Gatnakerfið/stofnbrautir(xD) (enda borgin nánast valdalaus í að breyta Miklubraut og Sæbraut, ríkið/Vegagerðin þurfa að samþykkja allt þar)
Píratar hafa opnað bókhald borgarinnar - https://reykjavik.is/opinfjarmal
Það er m.a. þeim að þakka að þið getið sé þetta svart á hvítu.
Núverandi meirihluti er að ráðstafa fé til innviðauppbyggingar og stafrænnar umbreytingar því að það er rétti tíminn til að styðja við atvinnulífið
https://graenaplanid.reykjavik.is/
Sem er m.a. hluti af sóknaráætlun vegna Covis - https://reykjavik.is/frettir/soknaraaet ... sfaraldurs
Ríkið fór þá leið að láta Icelandair og Bláa Lónið og fleiri slík fyrirtæki fá milljarða vegna Covid og treysti á "brauðmolakenninguna" að almenningur fengið þetta til sín ...
Borgin gerir þetta betur og skapar verkefni og atvinnu og borgar fyrir það virði sem sannarlega er skapað. Um leið byggist upp þekking og færni hjá þeim sem borgin á viðskipti við og ÞAÐ heldur atvinnulífinu gangandi og nýtist almenningi.
Þegar einhver segir:
"Píratar - vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hafa ekki hundsvit á peningum, sbr stöðu Reykjavíkur þar sem þeir eru í stjórn."
Þá er það einhver svo barnalegur og einfaldur að hann sér ekki þetta ofureinfalda samhengi hlutanna, að borgin er ekki sparibaukur Jókakims aðalandar og á alls ekki að safna peningum og liggja á þeim. Borgin á að nota fjármagnið í þágu borgaranna og fyrirtækjanna í borginni, halda þeim gangandi, halda þeim af bótum og tryggja framleiðslugetu samfélagsins (p.s. BB kann ekki muninn á framleiðni og framleiðslugetu og er fjármálaráðherra).
Bkv. einn úr opinbera geiranum í 13+ ár (in all)
Síðast breytt af rapport á Fim 02. Sep 2021 20:52, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
rapport skrifaði:
Það má segja margt um borgina og rekstur hennar en þau nokkur stór mál sem hafa fokkað upp rekstri borgarinnar eru ekki sök núverandi meirihluta. Samt hafa þessir flokkar einungis komist að í tæp þrjú ár frá 1994.
- Leiga húsnæði á Borgartúni (xD, xB og xF)
- Laugavegsfíaskóið, að kaupa gömlu Nikebúðina (þar sem Timberland var) á 600+ milljónir "cash".
- Orkuveituhúsið (xB )
- Gatnakerfið/stofnbrautir(xD) (enda borgin nánast valdalaus í að breyta Miklubraut og Sæbraut, ríkið/Vegagerðin þurfa að samþykkja allt þar)
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú vilt nefna þessi tilteknu mál en dansa undan hinum óteljandi fjölda mála sem skekja fjármál borgarinnar í dag, og hvernig það er engin stefna í því að svo mikið sem reyna að greiða þær skuldir sem safnast upp á ógnarhraða.
Sem dæmi
- Fossvogsskóli og síendurtekið rugl þar
- Kaup á gamla adam og evu húsinu á morðfjár fyrir leikskóla
- Sala og leiga á orkuveituhúsinu bara til að kaupa það aftur stuttu seinna (nota bene brask til að fela taprekstur borgarinnar)
- Bragginn, say no more
- Hlemmur mathöll, say no more
- Ekkert útboð á hleðslustöðvum sem skýrist í því að nú er slökkt á þeim öllum...
- Sama saga með ljósastaura borgarinnar, heildsölur sumar fengu ekki að taka þátt í útboði.
- Fleiri hundruð nefndir stofnaðar og gríðarleg aukning starfsfólks langt umfram það sem talið eðlilegt er.
- Sala á
- Eina bæjarfélagið sem safnaði skuldum í síðustu uppsveiflu
- Mögulegt ofmat á eigið fé borgarinnar um tugi milljarða (félagsbústaðir)
Þetta er bara þau "fáu" atriði sem ég man svona "on the top of my mind".
-
- 1+1=10
- Póstar: 1177
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Ég ætla kjósa flokk sem ætlar að reyna koma kvótanum í hendur ríkisins eða allavega skattleggja það í drasl. Búið að greiða meiri arð heldur en gjöld til ríkisins og mér finnst það bilað. Skil ekki afhverju fólk er svona ''mehh'' með þetta. Samherji, Brim o.fl. munu enda eins og Disney eftir nokkur ár eins og hefur komið framm í fréttum. Eigandi í öllu í boði ríkisins.
Eiga einhver norðmenn alla olíuna í sjónum hjá þeim ?
Eiga einhver norðmenn alla olíuna í sjónum hjá þeim ?
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
vesley skrifaði:Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú vilt nefna þessi tilteknu mál en dansa undan hinum óteljandi fjölda mála sem skekja fjármál borgarinnar í dag, og hvernig það er engin stefna í því að svo mikið sem reyna að greiða þær skuldir sem safnast upp á ógnarhraða.
Sem dæmi
- Fossvogsskóli og síendurtekið rugl þar
- Kaup á gamla adam og evu húsinu á morðfjár fyrir leikskóla
- Sala og leiga á orkuveituhúsinu bara til að kaupa það aftur stuttu seinna (nota bene brask til að fela taprekstur borgarinnar)
- Bragginn, say no more
- Hlemmur mathöll, say no more
- Ekkert útboð á hleðslustöðvum sem skýrist í því að nú er slökkt á þeim öllum...
- Sama saga með ljósastaura borgarinnar, heildsölur sumar fengu ekki að taka þátt í útboði.
- Fleiri hundruð nefndir stofnaðar og gríðarleg aukning starfsfólks langt umfram það sem talið eðlilegt er.
- Sala á
- Eina bæjarfélagið sem safnaði skuldum í síðustu uppsveiflu
- Mögulegt ofmat á eigið fé borgarinnar um tugi milljarða (félagsbústaðir)
Þetta er bara þau "fáu" atriði sem ég man svona "on the top of my mind".
Sannarlega ekki perfect - Algjörlega sammála þar.
Ef þú rýnir í ársreikninga borgarinnar þá er rekstur borgarinnar sjálfrar A-hluti alltaf búinn að vera innan fjárhagsáætlana nema 2020 undanfarin 5 ár. Það þýðir að rekstur borgarinnar er að virða og fara eftir þeim mörkum sem honum eru sett.
Hlutfall langtímaskulda af efnahag hefur farið úr 25% í tæp 30% = 20% skulda á fimm árum og hátt í 10% af heildar langtímaskuldum eru vegna halla 2020.
Að segja að borgn hafi farið fram af einhverjum kletti og steypt sér í skuldir er því ekki raunhæf sýn á hlutina.
- Fossvogsskóli = Klúður, reynt að gera við og algjört vanmat fagaðila sem borgin treysti of mikið á.
- Adam og Eva = Vá! hvað ég er ósammála. Húsið var keypt ódýrt og er snilldar move. Lóðin ein og sér og uppbygging þjónustukjarna þarna með leikskóla ofl. er nauðsynleg. Veit að fólk í hverfinu hefur fagnað þessu eftir áratuga vesen á þessum húsum og vanrækslu fyrri eigenda.
- OR húsið = Þetta ver gert því að "exit" planið klikkaði - https://www.ruv.is/frett/kaupir-orkuvei ... r-til-baka
- Bragginn = Klúður sem varð til mikilla skipulagsbreytinga og aukins eftirlits. Innkaupareglurnar hjá borginni eru t.d. miklu stífari en lög um opinber innkaup og hvergi á landinu jafn stífar innkaupareglur hjá opinberum aðila. Hefur leitt til þess að kröfur borgarinnar í útboðum séu vel skilgreindar og illa undirbúnir bjóðendur hafa ekki fengið neina sénsa og farið í fílu, kært og unnið, stundum á formgöllum stundum á málefnum.
- Hleðslustöðvamálið er vegna nýrrar lagaflækju, líklega tengt orkupakka 3 að einhverju leiti því að nú verður að vera samkeppni, borgin má ekki kaupa orku og þjónustu af fyrirtækjum í sinni eigu án útboðs. En sammála, klúður hjá löggjafanum að útskýra ekki möguleg áhrif betur. Fleiri sveitafélög eru í sma veseni núna en þar sem þau eru bara lítil þá eru þau ekki kærð.
- LED ljósataurarnir = https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... _um_utbod/ (vesen, samningur ekki gerður óvirkur)
- Safnaði hlutfallslega sé ekki skuldum, mundi nánast kalla þetta "status quo".
- Félagsbústaðir og mat eigna = Voru skikkuð til að nota IFRS af skattinum - https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjask ... ar/nr/1370
Ársreikningur 2020 - https://www.felagsbustadir.is/media/nyq ... 3%B0ur.pdf
Hvort metur maður virði fasteignar eins og bíls, kaupverð og svo dregur maður frá afskriftir EÐA metur maður virð fasteigna eins og verðbréfa út frá gangverði?
Þetta er ekket ofmat, þetta er raunhæft og raunverulegt mat en ekki rekstrareignir sem berað afskrifa.
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
appel skrifaði:Rosalega er ég feginn að búa í Kópavogi
Úff þar eru langtímaskuldir 37% af efnahag. Borgin gæti aukið skuldir sínar um önnur 20% og samt staðið betur.
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
rapport skrifaði:appel skrifaði:Rosalega er ég feginn að búa í Kópavogi
Úff þar eru langtímaskuldir 37% af efnahag. Borgin gæti aukið skuldir sínar um önnur 20% og samt staðið betur.
Nú veit ég ekkert. Hef heyrt um A og B skuldir Reykjavíkur, er Kópavogur með það sama fyrirkomulag?
*-*
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
appel skrifaði:rapport skrifaði:appel skrifaði:Rosalega er ég feginn að búa í Kópavogi
Úff þar eru langtímaskuldir 37% af efnahag. Borgin gæti aukið skuldir sínar um önnur 20% og samt staðið betur.
Nú veit ég ekkert. Hef heyrt um A og B skuldir Reykjavíkur, er Kópavogur með það sama fyrirkomulag?
Jamm - https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla ... -aaetlanir
Það verður að vera, þetta er í raun einhversonar "eigin rekstur" og svo samtala fyrir "annan rekstur í samsteypunni".´
Þekki það ekki í þaula.
En Kópavogsbær er líklega í milljarða klandri vegna Vatnsendamálsins, þessara lóðakaupa af Þorsteini Hjaltested sem virðist ekki háfa átt landið með réttu sem hann seldi bænum fyrir 5,7 milljarða 2007.
Síðast breytt af rapport á Fim 02. Sep 2021 22:48, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Hvernig var það, er Reykjavík ekki með útsvarið í botni á meðan Kópavogur er ekki með það í botni? check-mate!
*-*
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
appel skrifaði:Hvernig var það, er Reykjavík ekki með útsvarið í botni á meðan Kópavogur er ekki með það í botni? check-mate!
Lægri fasteignaskattar í RVK - https://www.samband.is/frettir/alagning ... a-laekkar/
Lægri leikskólagjöld í RVK - https://kjarninn.is/frettir/2019-01-16- ... reykjavik/
Samanburður á alskonar tölum - https://www.samband.is/wp-content/uploa ... 9_allt.pdf
14,52% v.s. 14,48% = 0,04% munur á útsvarsprósentu RVK og Kóp - https://www.samband.is/wp-content/uploa ... ur-net.xls
m.v. að önnur sveitafélög á Höfuðborgarsvæðinu eru gjörn á að sinna illa sinni félagsþjónustu þá er félagsþjónustan hjá RVK hátt í 50% af umfangi allrar félagsþjónustu á landinu. Samt stendur borgin betur í lappirnar en mörg önnur sveitafélög.
EDIT - Borgin þarf að greiða þennan mismun og vel það í jöfnunarsjóð sveitafélaga... efast um að borgin sé að koma út í plús þar.
https://reykjavik.is/sites/default/file ... 2020_0.pdf
Síðast breytt af rapport á Fim 02. Sep 2021 23:42, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Einmitt, það er málamynda munur á útsvari og fasteignagjöldin á sambærilegum eignum eru MIKLU hærri í Kópavogi.
Og síðan er það rugl hvað önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu komast upp með að sinna félagslegu húsnæði illa. Kópavogur og Hafnarfjörður standa sig sæmilega en allir aðrir eru í ruglinu.
Þegar skoðað er skuldahlutfall sveitarfélaga þá hefur þetta líka áhrif því félagslegar íbúðir eru fjármagnaðar með lántökum og tekjurnar sem koma á móti eru frekar litlar. Ætti að vera lögbundið lágmark félagslegra íbúða í sveitarfélögum.
Þegar skuldir yfir tíma eru skoðaðar þá þarf að taka tillit til þess að á árinu 2017 var gerð breyting í tengslum við Lífeyrissjóðinn Brú. Mörg sveitarfélög skráðu þá inn skuld við hann sem er greidd á 30 árum en það sem sumir vilja gleyma er að skráð var eign á móti sem er afskrifuð á sama tíma.
Þannig nettó áhrif á bókhaldið eru engin.
Ég er alls ekki að halda því fram að reksturinn í Reykjavík sé frábær, ég bara þoli ekki þetta fake news að reksturinn þar sé rjúkandi rúst. Það er einfaldlega ekki rétt.
Að efni þráðsins, ég ætla að kjósa pírata því það er sá flokkur sem ég tel líklegastann til að gera breytingar og ekki fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Væri til í að sjá aðskilnað ríkis og kirkju, auðlindaákvæði, breytingar á skattkerfinu, afglæpavæðingu ofl.
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna hérna 32 ár af síðustu 40, mér finnst alveg kominn tími á amk. 8 ára pásu.
Er opinn fyrir að kjósa bæði samfylkingu og viðreisn en viðreisn er líkleg til að fara í stjórn með xD og þar af leiðandi out.
Mér finnst einmitt gott að píratar séu ekki sammála og er hreinlega ekki sammála því að þeir komi engu í verk.
Það er t.d. verið að umbylta rafrænum ferlum hjá Reykjavíkurborg, sem á eftir að skila sér gífurlega á næstu árum.
Eins málið með aksturskostnað á Alþingi, mér finnst ótrúlegt að það mál sé bara nánast gleymt. Í flestum vestrænum löndum hefði það endað í afsögn þingmanna og jafnvel málaferlum.. en svona er Ísland... og því þarf að breyta.
Og síðan er það rugl hvað önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu komast upp með að sinna félagslegu húsnæði illa. Kópavogur og Hafnarfjörður standa sig sæmilega en allir aðrir eru í ruglinu.
Þegar skoðað er skuldahlutfall sveitarfélaga þá hefur þetta líka áhrif því félagslegar íbúðir eru fjármagnaðar með lántökum og tekjurnar sem koma á móti eru frekar litlar. Ætti að vera lögbundið lágmark félagslegra íbúða í sveitarfélögum.
Þegar skuldir yfir tíma eru skoðaðar þá þarf að taka tillit til þess að á árinu 2017 var gerð breyting í tengslum við Lífeyrissjóðinn Brú. Mörg sveitarfélög skráðu þá inn skuld við hann sem er greidd á 30 árum en það sem sumir vilja gleyma er að skráð var eign á móti sem er afskrifuð á sama tíma.
Þannig nettó áhrif á bókhaldið eru engin.
Ég er alls ekki að halda því fram að reksturinn í Reykjavík sé frábær, ég bara þoli ekki þetta fake news að reksturinn þar sé rjúkandi rúst. Það er einfaldlega ekki rétt.
Að efni þráðsins, ég ætla að kjósa pírata því það er sá flokkur sem ég tel líklegastann til að gera breytingar og ekki fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Væri til í að sjá aðskilnað ríkis og kirkju, auðlindaákvæði, breytingar á skattkerfinu, afglæpavæðingu ofl.
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna hérna 32 ár af síðustu 40, mér finnst alveg kominn tími á amk. 8 ára pásu.
Er opinn fyrir að kjósa bæði samfylkingu og viðreisn en viðreisn er líkleg til að fara í stjórn með xD og þar af leiðandi out.
Mér finnst einmitt gott að píratar séu ekki sammála og er hreinlega ekki sammála því að þeir komi engu í verk.
Það er t.d. verið að umbylta rafrænum ferlum hjá Reykjavíkurborg, sem á eftir að skila sér gífurlega á næstu árum.
Eins málið með aksturskostnað á Alþingi, mér finnst ótrúlegt að það mál sé bara nánast gleymt. Í flestum vestrænum löndum hefði það endað í afsögn þingmanna og jafnvel málaferlum.. en svona er Ísland... og því þarf að breyta.
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Varðandi A og B hluta þá eru öll sveitarfélög með þá skiptingu.
Til A-hluta telst rekstur allra lögbundinna verkefna eins og skóla, tómstundir, söfn, félagsmál ásamt t.d. bæjarvinnu og rekstur fasteigna.
Basically allt sem er fjármagnað með skatttekjum.
Til B-hluta telst eiginlega allt annað, t.d. rekstur á veitum, félagslegu húsnæði ofl.
Reyndar eru sum sveitarfélög með C hluta, sem eru oftast hlutdeild í félögum sem verða á endanum seld.
Til A-hluta telst rekstur allra lögbundinna verkefna eins og skóla, tómstundir, söfn, félagsmál ásamt t.d. bæjarvinnu og rekstur fasteigna.
Basically allt sem er fjármagnað með skatttekjum.
Til B-hluta telst eiginlega allt annað, t.d. rekstur á veitum, félagslegu húsnæði ofl.
Reyndar eru sum sveitarfélög með C hluta, sem eru oftast hlutdeild í félögum sem verða á endanum seld.
-
- Fiktari
- Póstar: 91
- Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
- Reputation: 52
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?
Mjög miklvægt að hafa Pírata inni, þeir veita gott aðhald og pressa á aukið gagnsæi.
---