RJ45 í vegg hætti að virka

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf chaplin » Sun 29. Ágú 2021 23:11

Tók eftir að eitt RJ45 tengið heima var ekki að virka, leit á það og þetta var það sem ég sá.

Mynd

Er þetta eitthvað óeðlilegt? Það virkaði fínt fyrir viku en núna virðist það vera dautt..

Edit þeas þetta svarta á tenglunum ;)
Síðast breytt af chaplin á Sun 29. Ágú 2021 23:12, breytt samtals 1 sinni.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf Sinnumtveir » Mán 30. Ágú 2021 06:03

Þetta er ekki gott. Pinnar 3 og 5 (eða eru þetta 4 og 7, skiptir ekki máli) eiga ekki að vera svona beygðir. Þú þarft að "afbeygja" þá með bréfaklemmu, tannstönglu eða einhverju öðru.

Mögulega beygðust tengin vegna rj45 tengils sem var ekki að fullu "krimpaður". Semsagt tjekkaðu kapalinn. Að auki myndi ég aftengja "hinn" endann með viðgerð fer fram.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf chaplin » Mán 30. Ágú 2021 10:59

Takk fyrir svarið.

Ég fór í gegnum húsið og kíkti á hina RJ45 tenglana, nr 3 og 5 eru svona í öllu húsinu (og virka allir). #-o




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf arons4 » Mán 30. Ágú 2021 11:07

Sinnumtveir skrifaði:Þetta er ekki gott. Pinnar 3 og 5 (eða eru þetta 4 og 7, skiptir ekki máli) eiga ekki að vera svona beygðir. Þú þarft að "afbeygja" þá með bréfaklemmu, tannstönglu eða einhverju öðru.

Mögulega beygðust tengin vegna rj45 tengils sem var ekki að fullu "krimpaður". Semsagt tjekkaðu kapalinn. Að auki myndi ég aftengja "hinn" endann með viðgerð fer fram.

Þetta er ekki rétt, þetta er mjög algeng á rj-45 tenglum. Myndi mæla snúruna eða skoða hinn endann.

Hér er glænýr tengill frá elko.
Mynd
Síðast breytt af arons4 á Mán 30. Ágú 2021 11:08, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf TheAdder » Mán 30. Ágú 2021 12:13

Athugaðu með að hreinsa pinnana með Isopropyl eða spritti og eyrnapinna. Svo væri sterkur leikur að nálgast rj45 prófara.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Tengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf Dúlli » Mán 30. Ágú 2021 17:22

Áður en þú fer að vesenast fáðu paretester lánaðan og mældu þetta þá veistu strax hvað er áður áður en þú ferð að stinga bréfaklemmum út um allt.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf chaplin » Þri 31. Ágú 2021 21:07

Það fer bara signal í gegnum vír nr. 5, yay. Er mikið mál að skipta um þetta? :)




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Tengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf Dúlli » Þri 31. Ágú 2021 21:34

chaplin skrifaði:Það fer bara signal í gegnum vír nr. 5, yay. Er mikið mál að skipta um þetta? :)


Nei, en þetta hættir ekki skyndilega að virka, varstu að bora einhvað nýlega ? festa einhvað upp ?



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf chaplin » Þri 31. Ágú 2021 22:56

Já, en það var á stað þar sem engar lagnir liggja, er að vonast til þess að ég hafi sett nýju cat snúruna eitthvað kjánalega inn í tengið.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Tengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf Dúlli » Þri 31. Ágú 2021 23:05

chaplin skrifaði:Já, en það var á stað þar sem engar lagnir liggja, er að vonast til þess að ég hafi sett nýju cat snúruna eitthvað kjánalega inn í tengið.


Góð regla er að engar langir liggja á rökréttan hátt. Getur prufað að skipta út báðum endur og séð hvort strengurinn er í lagi.

En þegar þú missi 95% af strengnum sem virkað fyrir 15 mín síðan þá er tjón á honum.



Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: RJ45 í vegg hætti að virka

Pósturaf chaplin » Mið 01. Sep 2021 00:32

Kannski smá villandi lýsingin hjá mér. Tengið virkaði fyrir nokkrum dögum, var með snúru tengda í 5 mín á meðan ég var að koma Sonos hátalaranum í gang, svo tek ég snúruna úr sambandi. Nokkrum dögum seinna þarf ég að tengja Hue Bridge, set nýja snúru í RJ45 tengilinn og ekkert samband.

Ég er því að vona að ég hafi stútað tenginu þegar ég tengdi snúruna.