Ég er að reyna að setja upp remote desktop tengingu í Windows 10 Pro tölvu án þess að vera tengdur við heimanetið, t.d. gegnum 4G tengingu í síma. Mér hefur hingað til tekist að tengja mig með Microsoft Remote Desktop appinu á iPad í Windows 10 Pro tölvuna á heimaneti en ekki með 4G.
Ég setti inn static IP adressu í IPv4, sama með sub mask, gateway og DNS.
Ég las að maður þarf að búa til port forwarding á heimasíðu routersins, ég er ekki viss hvort það skref sé rétt hjá mér, svona lítur þessi síða út í Huawei router:
Í Internal Host: skrifaði ég Ipv4 addressuna á Windows tölvunni, ég get ekki breytt WAN name. Mögulega ætti maður að bæta við external port number, ég fann að apple notaði 5900 hjá sér í Apple Remote Desktop en mögulega nota þeir annað í Microsoft RDP.
Í Microsoft appinu á iPadnum skrifa ég Public IP adressuna á Windows tölvunni í PC name, bæði með :3389 port númerinu og án þess, í DNS gateway hafði ég DNS IP adressuna á routernum en tengingin virkar ekki eins og er, hefur einhverjum tekist að gera þetta?
Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Prófaðu að Google-a "is it dangerous to keep rdp open on the internet" kemst fljótlega að því að það er ekkert alltof góð hugmynd.
Frekar að setja upp vpn og tengjast innri ip tölunni á vélinni þannig (þ.e ekki opna á port 3389 á public ip tölunni og hleypa í gegn)
Zerotier eða Tailscale eru líka í boði og meira að segja Teamviewer er betri hugmynd en það sem þú ert að hugsa.
Frekar að setja upp vpn og tengjast innri ip tölunni á vélinni þannig (þ.e ekki opna á port 3389 á public ip tölunni og hleypa í gegn)
Zerotier eða Tailscale eru líka í boði og meira að segja Teamviewer er betri hugmynd en það sem þú ert að hugsa.
Just do IT
√
√
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Yfirleitt fá 4G sambönd ekki public IP tölu heldur fá CGNAT eða RFC1918 IP tölu.
Þar af leiðandi er yfirleitt ekki hægt að portforward-a á svoleiðis tengingum því public IP talan er deild með mörgum öðrum aðilum.
Þar af leiðandi er yfirleitt ekki hægt að portforward-a á svoleiðis tengingum því public IP talan er deild með mörgum öðrum aðilum.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Já ok, það er vesen. Ég náði hins vegar að tengjast í gegnum VPN, það ætti að vera einfaldasta lausnin í staðinn fyrir að baslast áfram með þetta port forwarding dæmi
-
- has spoken...
- Póstar: 164
- Skráði sig: Lau 08. Nóv 2008 22:53
- Reputation: 4
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Alls ekki opna beint fyrir port 3389.
Ef þú ætlar í slíkar æfingar, þá er best að fara í einhverja svona lausn
https://www.veeam.com/blog/deploy-remot ... -2019.html
Ef þú ætlar í slíkar æfingar, þá er best að fara í einhverja svona lausn
https://www.veeam.com/blog/deploy-remot ... -2019.html
AMD4 Ryzen 7 5800x - M.2 Samsung SSD 980 Gen4 - Corsair 4x8GB DDR4 3200 - Asus TUF B550 - XFX RX Radion 7900 XT 20GB - Fractal Meshify 2 - Corsair RM850x 850W modular - HP 27xq 144Hz
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Trihard skrifaði:Já ok, það er vesen. Ég náði hins vegar að tengjast í gegnum VPN, það ætti að vera einfaldasta lausnin í staðinn fyrir að baslast áfram með þetta port forwarding dæmi
Fer eftir því hvernig þú framkvæmir VPN uppsetninguna. Ég port forwarda á vél þar sem ég hýsi WG-access-server á mínu heimaneti
https://github.com/Place1/wg-access-server
51820 er eina portið sem ég port forwarda
þæginlegt að nota WG-access server því ég þarf eingöngu að skanna QR kóða þegar ég vill setja upp VPN og importa vpn profile á snjalltæki með Wireguard appinu sem er til á Google play app store. Þar sem það er orðið svo lítið mál að setja upp VPN prófíl á öll mín tæki þá er maður miklu líklegri til að hýsa hlutina sjálfur því maður getur verið nokkuð öruggur með sín kerfi ásamt því að geta tengst öllum kerfum á snjalltækjum.
T.d eru til öpp á Android símanum sem ég get tengst Proxmox sýndarvélunum mínum eða get ssh tengst vélum t.d frá snjallsímanum
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 29. Ágú 2021 12:56, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Hjaltiatla skrifaði:Trihard skrifaði:
Þetta setup er eitthvað next level
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Uppsetning á Microsoft Remote Desktop á utanaðkomandi neti
Njall_L skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Trihard skrifaði:
Þetta setup er eitthvað next level
Plex serverinn má ALDREI vera niðri
Just do IT
√
√