Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?


Höfundur
hakony
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 11. Mar 2020 14:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf hakony » Mið 25. Ágú 2021 17:42

Góðan daginn!

Ég er að fara ganga í rekstur á mínu fyrsta fyrirtæki núna í haust og er einmitt að velta því fyrir mér hvaða vefhýsingu fólk mælir með fyrir íslenska vefsíðu fyrir íslenska kúnna, kannski einhverja erlenda kúnna seinna, en ég ætla að byrja á íslenska markaðnum.
Það var mælt með 1984.is fyrir mig, mér líst ágætlega á þá, en mér finnst þetta vera dálítið dýrt. Ég ætla að geyma þásem svona "plan b" ef ég finn ekki eitthvað annað.
Síðan langaði mig líka til þess að spyrja hvort ég maður þarf að hafa íslenska vefhýsingu? Ég vill að síðan loadist eins hratt og hún getur, er alveg til í að borga aðeins meira fyrir það.

Takk kærlega fyrir.



Skjámynd

HauxiR
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fös 24. Feb 2012 10:44
Reputation: 31
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf HauxiR » Mið 25. Ágú 2021 20:01

Get ekki commentað á hýsingarnar á íslandi en þú getur líka bara hýst síðuna erlendis og sett Cloudflare caching fyrir framan.
Þeir eru með datacenter á íslandi.
Veltur svolítið á hvers eðlis síðan er, ef hún er frekar statísk ætti ofangreint að duga.


https://kosmi.io

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 348
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf oliuntitled » Mið 25. Ágú 2021 20:41

1984.is eru góðir og með sanngjörn verð




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf Icarus » Mið 25. Ágú 2021 22:45

Það fer ekki alveg saman að segja að 1984 séu of dýrir fyrir þig en samt vera tilbúin að borga aukalega fyrir hraða vefhýsingu.




Höfundur
hakony
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mið 11. Mar 2020 14:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf hakony » Mið 25. Ágú 2021 22:59

Icarus skrifaði:Það fer ekki alveg saman að segja að 1984 séu of dýrir fyrir þig en samt vera tilbúin að borga aukalega fyrir hraða vefhýsingu.

Þeir eru ekkert of dýrir, en alveg helmingi dýrari en flest alla erlenda hýsa sem ég skoðaði fyrst.
Held ég endi bara á því að nota 1984, þakka góð svör kumpánar!




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf jonfr1900 » Fim 26. Ágú 2021 01:09

Ég er að hýsa hjá 1984 eftir að hafa verið með mjög dýra hýsingu erlendis í mörg ár. Ég snar lækkaði kostnaðinn hjá mér að við að flytja hýsinguna til Íslands.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3189
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 555
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða íslensku vefhýsingum mæla menn með?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 26. Ágú 2021 08:19

Eflaust best að vita hvernig vefhýsingu þú ert að leita að. Wordpress ,Joomla eða einfaldri upplýsingasíðu ?
Fer líka eftir því hversu mikla þjónustu þú ert að leitast eftir hvað mun henta þér. managed hosting eða "ég redda þessu sjálfur" hosting.


Just do IT
  √