[Solved] Vinnsluminni ekki að virka í dual channel


Höfundur
gunni91
Vaktari
Póstar: 2989
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

[Solved] Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf gunni91 » Sun 22. Ágú 2021 15:48

Jæja, nú eru öll ráð vel þegin kæru vaktarar!

Er með Z270 sem ég keypti hérna notað á vaktinni og tók eftir því að vinnsluminnin sem voru í því (2x 8 GB) voru staðsett í A1(slot 1) + A2 (Slot 2), s.s. ekki í dual channel. Ég prufa í sakleysi mínu að færa ramið í slot 3 (B1) en engin mynd kemur á skjá. Vélin bootar að einhverju leyti en ekki svo langt að lyklaborð né mús kveikja á sér.. Þetta er svipað og lenda í að setja vinnsluminni í vél sem er ekki nógu "secured" í slottinu.

Ég fæ semsagt ekki dual channel til að virka! .

Vélin keyrir fínt og svínvirkar en þetta fer mjög í taugarnar á mér að geta ekki notað minnin rétt né bætt í hana .. :hmm

Eftir nánari skoðun virðast slot 3 (B1) og slot 4 (B2) ekki virka...

Það sem ég er búinn að reyna/prufa:

  • Prufaði að henda einu rami í slot 3 (B1) og boota aðeins á single stick, kemur engin mynd á skjá. Prufaði sama fyrir slot 4 (B2), engin mynd á skjá
  • Prufaði önnur 8GB x 2 sticks og sama vandamál þar, hinsvegar voru það RGB rams og það kemur ljós á þau í slotti 3 og 4! en vélin kemur ekki með neina mynd á skjá
  • Fann eftir stutt google að ofhertar CPU kælingar geta myndað svona draugabilanir.. tók hana af og setti aftur á án þess að ofherða, ekkert breytist
  • Búinn að clear-a CMOS, ekkert breytist.

Hafa einhverjir lent í svona áður?

Á eftir að prufa flasha BIOS og finn engar stillingar um þetta inní BIOS en þar sem það koma ljós á ramið í slotti 3 og 4 langar mig að reyna aðeins meira við þetta.
Síðast breytt af gunni91 á Sun 22. Ágú 2021 21:09, breytt samtals 8 sinnum.




Gemini
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf Gemini » Sun 22. Ágú 2021 16:21

Þú ert búinn að prófa flest það sem maður hefði giskað á sjálfur :/
Ef það væri bara annað slotið myndi manni mögulega gruna skít/ryk en fyrst það eru bæði á sama channel þá er líklega eitthvað farið á móðurborðinu.

Myndi líklega sjálfur uppfæra BIOS líka en þykir það samt afar ólíklegt til árangurs nema þetta sé einhver þekkt bilun hjá þeim sem þeir hafa náð að "laga" með BIOS uppfærslu. Myndi líka svona skoða svæðið í kringum minnin báðu meginn á borðinu og sjá hvort mögulega eru skemmdir á því.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2554
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf Moldvarpan » Sun 22. Ágú 2021 16:26

Til að nota dual channel, þá er það A2 og B2.

Oft ruglingur hvaða rásir eru saman :)

Mynd
Síðast breytt af Moldvarpan á Sun 22. Ágú 2021 16:28, breytt samtals 2 sinnum.




Gemini
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf Gemini » Sun 22. Ágú 2021 16:35

Moldvarpan skrifaði:Til að nota dual channel, þá er það A2 og B2.


Þetta hefði samt átt að posta hjá honum með einum kubb. Annars virkar dual channel örugglega líka á A1 og B1 bara mæla með þessu þar sem þau eru lengra frá örgjörva útaf hita. En hvað veit maður, mögulega er þetta undarlega hannað borð og virkar bara með minnin akkúrat svona, örugglega þess virði að prófa :)
Síðast breytt af Gemini á Sun 22. Ágú 2021 16:35, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
gunni91
Vaktari
Póstar: 2989
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf gunni91 » Sun 22. Ágú 2021 16:36

Moldvarpan skrifaði:Til að nota dual channel, þá er það A2 og B2.

Oft ruglingur hvaða rásir eru saman :)

Mynd


Já, búinn að prufa:

A1 + B1 = No boot
A2 + B2 = No boot
B2 = No boot
B1 = No boot

A1 + A2 virkar fínt

En það kemur samt rgb ljós á ramið sem er í B slottunum svo einhver straumur er að fara um ramið..
Síðast breytt af gunni91 á Sun 22. Ágú 2021 16:38, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2554
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf Moldvarpan » Sun 22. Ágú 2021 16:52

Já okey, skil þig betur.

https://forums.tomshardware.com/threads/2-ram-modules-works-4-do-not-works.3576732/

Hérna er einn sem lenti í svipuðu vandamáli, og það var beyglaðir pinnar á örgjörva socketinu sem var vesenið.

Gangi þér annars vel, þetta hljómar sem óvenjulegt vesen.




Höfundur
gunni91
Vaktari
Póstar: 2989
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf gunni91 » Sun 22. Ágú 2021 17:16

Moldvarpan skrifaði:Já okey, skil þig betur.

https://forums.tomshardware.com/threads/2-ram-modules-works-4-do-not-works.3576732/

Hérna er einn sem lenti í svipuðu vandamáli, og það var beyglaðir pinnar á örgjörva socketinu sem var vesenið.

Gangi þér annars vel, þetta hljómar sem óvenjulegt vesen.


Ough... Þarf að vippa cpu úr og skoða..

Takk.




Höfundur
gunni91
Vaktari
Póstar: 2989
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni ekki að virka í dual channel

Pósturaf gunni91 » Sun 22. Ágú 2021 18:06

gunni91 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Já okey, skil þig betur.

https://forums.tomshardware.com/threads/2-ram-modules-works-4-do-not-works.3576732/

Hérna er einn sem lenti í svipuðu vandamáli, og það var beyglaðir pinnar á örgjörva socketinu sem var vesenið.

Gangi þér annars vel, þetta hljómar sem óvenjulegt vesen.


Ough... Þarf að vippa cpu úr og skoða..

Takk.



Ooog beyglaðir pinnar i socket.

R.I.P :D
Viðhengi
received_224843769563077.jpeg
received_224843769563077.jpeg (114.79 KiB) Skoðað 813 sinnum