Ég hef verið mjög budget oriented í mínu Home Assistant.
Ég keyri supervised HA á Raspbian á RPI3 (búinn að vera í gangi stanslaust í 2 ár og ekkert klikkað, 5000kr), með Spotify tengt við 3.5mm í gamlan heimabíómagnara til að snjallvæða hann.
Ég er með skítódýrar (innan við 300kr stk) no-name WiFi tuya perur í lömpum inní hjónaherbergi sem hafa ekki slegið feilpúst í a.m.k. 1 ár. Fékk Philips Hue startpakka í innflutningsgjöf og það er allt inn í HA. Núna nýlega fékk ég CC2531 (ef einhverjum vantar, þá á ég 2 auka cc2531 gaura og græju til að flassa þá) að gjöf og eftir það hafa IKEA tradfri og Hue perurnar sem ég átti fyrir talað beint við HA í gegnum ZHA sem er slger snilld, uppfærir meira að segja firmware á IKEA dótinu án þess að þurfa að gera neitt, gerist sjálfkrafa við fyrstu tengingu eða eftir þörfum, Philips gefa ekki út sín fw til almennings, því miður, en, ég losna við að þurfa að vera með hubbinn. Svo er ég með Ikea spenni fyrir LED perur í glerskáp í eldhúsinu, eitthvað af Tuya ljósaperum, Moeshouse dimmer og rofa (svipað og Shelly, bara ódýrara) og dimmera frá hue og IKEA.
Ég nota SNMP til að taka upplýsingar um hitastig/cpu%/vinnsluminni o.s.frv. á vélbúnaði eins og borðtölvunni, Pi-inu sjálfu, routernum og birti það í grafi í Lovelace.
Birti streymi úr eftirlitsmyndavélum, veðrið í dag og næstu daga og media control fyrir sjónvarpið.
Er með WS2812 borða með addressable RGB (1000kr/M á Ali) í glugga í stofunni sem keyrir á WEMOS D1 mini borði (500kr ) flassað með WLED sem fer í gang við sólsetur.
Framtíðarplön innihalda að setja upp spjaldtölvu á vegg, fékk gamlan iPad gefins um daginn og er að hugsa að nota hann til að birta Lovelace með upplýsingum um heimilið, stjórnborð fyrir ljósin, o.s.frv. (Verst að það mig vantar 30pin iPad kapal og það er ekki hægt að fá svoleiðis án þess að borga hvítuna úr augunum í Epli, ef einhver á svoleiðis sem hann vill losna við, endilega sendu mér skiló
)
Svo verður planið einhvern tímann að vera með hreyfiskynjara, þannig að öll ljósin verða sjálfvirk og, það sem ég er frekar spenntur fyrir (þegar það verður ódýrara
) að fá svona gæja til að setja á veggofnana, þannig að ég get fjarstýrt því líka.
Ali, IKEA og Banggood hafa verið mínir bestu vinir. Ég hef verið að gera þetta yfir cirka 2 ár, smátt og smátt, þannig að það er alskonar mismatched tæki hjá mér (hefur bara farið eftir budgeti og nennu þann mánuðinn), en ég hef náð því öllu inn í Home Assistant og látið tæki frá fullt af framleiðendum sem myndu aldrei spjalla saman, spjalla saman (T.d. get ég slökkt á sjónvarpinu með Hue dimmer fjarstýringu
). Ég náði í fyrsta skipti í síðustu viku að skipta út síðustu 2 halógen perunum sem voru búnar að vera sprungnar í einhverja mánuði fyrir ikea tradfri perur.