Hjaltiatla skrifaði:Magas skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Ég á Acer Nitro leikjafartölvu ( 6 mánuði) og hún stendur sig þrusu vel. Pabbi átti Acer vél í mörg ár og aldrei neitt vesen (entist í 6-7 ár ef ég man rétt). Ég er Ánægður með verðið og var búinn að lesa mig til inná r/GamingLaptops hvort það væri eitthvað vit í þessum Nitro vélum.
Sjálfur skoða ég aldrei eitthvað tiltekið merki þó svo það hafi á einhverjum tímapunkti verið frábært eða þá að ég forðast merki því það var hræðilegt á einhverjum tímapunkti (maður skoðar bara reviews og metur stöðuna í hvert skipti).
Einmitt, hélt ég gæti treyst þeim. Átti þrusu fína Acer vél fyrir mörgum árum sem entist mér í 4 ár eða þar til ég þurfti meira minni og afl enda nota ég mikið myndvinnsluforrit í vinnunni. Aldrei neitt að henni nema þurfti að lóða jacktengið á 3ja ári. Hún gengur enn.
En já þetta er Acer nitro vél sem ég á núna.
Bara forvitni , hvaða týpu ert þú með ?
Mín er: Acer Nitro 5 17,3" leikjafartölva
Full HD IPS skjár; Nvidia GeForce GTX 1650, 4 GB; 8 GB RAM, 512 GB M.2 SSD; Intel Core i5-10300H örgjörvi.
edit: uppfærði að sjálfsögðu RAM strax og ég var búinn að versla hjá Elko:)
Heyrðu Acer Nitro 5 AN515-52-56Z0 15.6"
Alveg tími til kominn að upgreida