Áður en ég set saman Craperon2000 þarf ég að prufa dótið.
Eheim 1048 sump dælu sem er hönnuð fyrir fiskabúr og þetta módel framleitt einhverntíman fyrir aldamót.
Ég vildi prufa þessar dælur, þó þær séu alls ekki ódýrar þá eru þær þekktar til að endast í tugi ára,
Og er þetta módel rate´að 600ltr klst við að dæla vatninu upp 1,5metra! Svo vandamálið verður væntanlega mjög hár þrýstingur á loopunni. En þessar dælur eru svipað hljóðlátar og D5 pumpa sem kostar 4x meira á EKWB með forðabúrinu og endast bara 3-5ár mv. mikla noktun. Meðan þessar endast á annan tug ára 24/7 keyrslu. Svo þetta væri fullkomið í FAH tölvuna mína sem ég vill helst kveikja á og gleyma.
Á þessum dælum koma plastfittingsar, en ég keypti bara dælu sem allt vantaði á. Ég sprengdi skrúfganginn á inntakinu sem er með málm múffunni á myndinni með yfirherslu. Ég áttaði mig eftirá að 1.25 snúningar yfir puttahersluna með lykli myndar á annað þúsund PSI þrýsting á gengjurnar sem eru bara úr ABS plasti. En epoxy virðist halda með að skrúfa múffuna aðeins inn til að glenna upp spungna gengjuna og hreinsa sárið með asetóni og pússa í kring með fínum sandpappír. Svo setti ég plast slöngufittings á úttakið, sem hefur bara þykka sílikon feiti til að vatnsþétta gengjurnar (prufa) En fyrri eigandi var búinn að slíta báðum gengjunum einhvernveginn kannski með yfirherslu á original fittingsunum til lengri tíma hafa sveigt múffu gengjurnar í húsinu á dælunni.
Svo útkoman var að þetta fór að dropa hjá mér aðeins, en auðvitað staðsetti ég dæluna þar sem hún skemmir ekkert. Og en það dropaði mjög hægt meðfram báðum fittingsum, ég þyrfti að verða mér útum original fittingsana sem hafa o-hringi. Eða kíkja með dæluna í plastviðgerðir grétars.
Einnig hef ég prufað ebay dælur..
Þessi stærri sem er sívalningslaga, hef ég notað af og til síðustu 3ár, og hefur hún staðið sig ágætlega fyrir utan að vera hávær, en hún ræður við meðal stórar loopur. Einnig fékk ég tvær af þessum ferköntuðu dælum, en þær eru virkilega ömurlegar, bæði mikið háværari en fyrrnefndu og kraftlausar. Einnig er eitthvað ótraustvekjandi hringl hljóð í þeim fyrir utan bankið í mótornum
ætla nota hana bara á AIO sem ég nota til að prófa gpu í stutta stund í einu.
Ég er að vonast til að fara byrja loksins á samsetningunni á tölvunni þegar ég hef náð þessum dælu málum á hreint. Ætla að gá hvort ég geti notað 16mm set raflagnarör í amk hluta loopunnar, og hef ég keypt hard tubing fittingsa í það af ekwb, sem ég vonast til að virki því þeir kostuðu $$.
Einnig er ég að hugsa um að skila þeim kortum sem ég nota svo ekki til fyrri eiganda. Þá fá þeir þau bara löguð uppí leigu á ónýtu skjákorti
. Því ég er prinsipp maður og hef engann áhuga á að selja kort sem mér hafa verið gefin í til að bæta karmað.
p.s. það er möguleiki að ég verði bannaður á vaktinni í 7x skiptið bráðum, en það stoppar mig ekki að skila þeim til baka.