GPU necromancy ! FAH project. Takk fyrir framlögin !

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

gunni91
Vaktari
Póstar: 2998
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: GPU necromancy ! FAH project.

Pósturaf gunni91 » Fim 03. Jún 2021 00:06

jonsig skrifaði:Nvidia Titan mafka, er komið aftur í heim "lifandi" uu skjákorta.

gunni91 osomisti setti kort númer tvö á kallinn í dag !

Besti leikurinn með ALLES maxxað.
Mynd
Mynd


Falleg sjón :fly \:D/



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: GPU necromancy ! FAH project.

Pósturaf jonsig » Fim 17. Jún 2021 10:01

Áður en ég set saman Craperon2000 þarf ég að prufa dótið.

Eheim 1048 sump dælu sem er hönnuð fyrir fiskabúr og þetta módel framleitt einhverntíman fyrir aldamót.
Ég vildi prufa þessar dælur, þó þær séu alls ekki ódýrar þá eru þær þekktar til að endast í tugi ára,
Og er þetta módel rate´að 600ltr klst við að dæla vatninu upp 1,5metra! Svo vandamálið verður væntanlega mjög hár þrýstingur á loopunni. En þessar dælur eru svipað hljóðlátar og D5 pumpa sem kostar 4x meira á EKWB með forðabúrinu og endast bara 3-5ár mv. mikla noktun. Meðan þessar endast á annan tug ára 24/7 keyrslu. Svo þetta væri fullkomið í FAH tölvuna mína sem ég vill helst kveikja á og gleyma.

Á þessum dælum koma plastfittingsar, en ég keypti bara dælu sem allt vantaði á. Ég sprengdi skrúfganginn á inntakinu sem er með málm múffunni á myndinni með yfirherslu. Ég áttaði mig eftirá að 1.25 snúningar yfir puttahersluna með lykli myndar á annað þúsund PSI þrýsting á gengjurnar sem eru bara úr ABS plasti. En epoxy virðist halda með að skrúfa múffuna aðeins inn til að glenna upp spungna gengjuna og hreinsa sárið með asetóni og pússa í kring með fínum sandpappír. Svo setti ég plast slöngufittings á úttakið, sem hefur bara þykka sílikon feiti til að vatnsþétta gengjurnar (prufa) En fyrri eigandi var búinn að slíta báðum gengjunum einhvernveginn kannski með yfirherslu á original fittingsunum til lengri tíma hafa sveigt múffu gengjurnar í húsinu á dælunni.

Svo útkoman var að þetta fór að dropa hjá mér aðeins, en auðvitað staðsetti ég dæluna þar sem hún skemmir ekkert. Og en það dropaði mjög hægt meðfram báðum fittingsum, ég þyrfti að verða mér útum original fittingsana sem hafa o-hringi. Eða kíkja með dæluna í plastviðgerðir grétars.

Mynd
Mynd
Mynd

Einnig hef ég prufað ebay dælur..
Þessi stærri sem er sívalningslaga, hef ég notað af og til síðustu 3ár, og hefur hún staðið sig ágætlega fyrir utan að vera hávær, en hún ræður við meðal stórar loopur. Einnig fékk ég tvær af þessum ferköntuðu dælum, en þær eru virkilega ömurlegar, bæði mikið háværari en fyrrnefndu og kraftlausar. Einnig er eitthvað ótraustvekjandi hringl hljóð í þeim fyrir utan bankið í mótornum :roll: ætla nota hana bara á AIO sem ég nota til að prófa gpu í stutta stund í einu.
Mynd

Ég er að vonast til að fara byrja loksins á samsetningunni á tölvunni þegar ég hef náð þessum dælu málum á hreint. Ætla að gá hvort ég geti notað 16mm set raflagnarör í amk hluta loopunnar, og hef ég keypt hard tubing fittingsa í það af ekwb, sem ég vonast til að virki því þeir kostuðu $$.

Einnig er ég að hugsa um að skila þeim kortum sem ég nota svo ekki til fyrri eiganda. Þá fá þeir þau bara löguð uppí leigu á ónýtu skjákorti :evillaugh. Því ég er prinsipp maður og hef engann áhuga á að selja kort sem mér hafa verið gefin í til að bæta karmað.
p.s. það er möguleiki að ég verði bannaður á vaktinni í 7x skiptið bráðum, en það stoppar mig ekki að skila þeim til baka.
Síðast breytt af jonsig á Fim 17. Jún 2021 09:47, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: GPU necromancy ! FAH project. Takk fyrir framlögin !

Pósturaf jonsig » Fim 17. Jún 2021 14:39

Tók fail viðgerð í dag :( reyndar á skjákorti RX470 sem ég var búinn að gefast upp á eða dæma dautt.
Var með frekar lágt viðnám á Vcore en var að vonast til að þetta væri skammhleyptur MLC eða annað smádrasl, en skipti samt um buck rásina fyrir það. Og með lélegan test aflgjafa, sem leysir ekki út fyrr en rafalarnir uppá kárahnjúkum bræða úr sér. . þá lét ég vaða og þá kom fljótt í ljós hvað var að. Ég vissi reyndar af skemmdinni þarna hjá A1 á myndinni en GPU´inn sá sjálfur um að grilla bilaða svæðið á sjálfum sér.

það getur verið varasamt að herða ekki rétt gpu bokkina niður við repaddið,eða paste´ið.
+edit+ kubburinn leit auðvitað ekki svona út, heldur lagaði ég rásina sem skaffar straum inná draslið, sem hafði dáið áður án þess að búa til eitthvað brunafar.
Mynd
Síðast breytt af jonsig á Fim 22. Júl 2021 21:13, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: GPU necromancy ! FAH project. Takk fyrir framlögin !

Pósturaf jonsig » Fim 22. Júl 2021 21:10

Búinn að fá staðfest að það sé til skoðunnar að ég fái frí frá vinnu í ágúst í fyrsta skipti í 2.5ár ! Það þýðir að maður geti farið að klára þetta, og staðið við það!
Þetta er farið að verða helvíti fínt safn af kortum í þetta, en það vantar smá Oomphið í þetta ennþá.. svo ef þið eruð með eitthvað flott kort sem er bilað og er á leið á haugana eða ebay(sem gerist aldrei eða (returned: not as described)) um að gera henda því í mig, ég hef stundum lagað eitthvað annað fyrir velgjörðamenn í staðinn, ekkert mál að borga eitthvað líka ef menn vilja. Kem þó aldrei til með að selja neitt af þessu, ég geri aðra hluti til að þéna, kannski gefa í eitthvað sniðugt ef kortin lifa það lengi.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPU necromancy ! FAH project. Takk fyrir framlögin !

Pósturaf urban » Fös 23. Júl 2021 12:18

Skal tekið fram að þess notandi hefur verið bannaður hérna á spjallinu fyrir leiðindi, þrátt fyrir að hann telji sig sjálfan vera skemmtilegasta aðilan hérna.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: GPU necromancy ! FAH project. Takk fyrir framlögin !

Pósturaf Klemmi » Fös 23. Júl 2021 12:53

jonsig bað okkur um að koma eftirfarandi til skila:

Screenshot 2021-07-23 120126.png
Screenshot 2021-07-23 120126.png (143.96 KiB) Skoðað 668 sinnum
Síðast breytt af Klemmi á Fös 23. Júl 2021 15:58, breytt samtals 1 sinni.