Byggja hús
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 28
- Skráði sig: Lau 22. Maí 2021 20:43
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Byggja hús
Saell
Ég á eitt spurning.
Margar sem ég thekkir (svona 25-30 ára) eru nuna ad byrja ad byggja hús herna á island.
Ég sjálfur er frá austurriki, hjá okkur eru sumir hlutir og skodun stundum pinu litid ödruvisi.
Nuna lángar mér ad vita, hvad fynnst ykkur:
Er thetta algengt og venjulegt á islandi og var thetta alltaf thannig eins og er i dag ad "krakka" eru ad taka lán og byrja ad byggja og faera sjálfan thig í ekv skuld osf.
Ég meina ég er ekki á móti tvi, alls ekki, en ég er ad spá í: er thetta eda getur thad ekki vera rósalegt haetulegt ad byggja svona ung? Eda er ég kanski allt of theoskaheftur? Ég meina ég á engin vinur úti sem var ad hugsa um ad taka svona stórt lán fyrir en hann er svona plus minus 30-35. Af hverju er thetta thannig? Er thetta kanski venjulegt og jákvæt af islendingum og evropa er kanski allt of seint med tvi ad byggja eda af hverju er svona munur?
Takk (ég vona tvi ad thessi spurning er í rettan flokkur i thessu spjall-svaedi).
Thx utilman
Ég á eitt spurning.
Margar sem ég thekkir (svona 25-30 ára) eru nuna ad byrja ad byggja hús herna á island.
Ég sjálfur er frá austurriki, hjá okkur eru sumir hlutir og skodun stundum pinu litid ödruvisi.
Nuna lángar mér ad vita, hvad fynnst ykkur:
Er thetta algengt og venjulegt á islandi og var thetta alltaf thannig eins og er i dag ad "krakka" eru ad taka lán og byrja ad byggja og faera sjálfan thig í ekv skuld osf.
Ég meina ég er ekki á móti tvi, alls ekki, en ég er ad spá í: er thetta eda getur thad ekki vera rósalegt haetulegt ad byggja svona ung? Eda er ég kanski allt of theoskaheftur? Ég meina ég á engin vinur úti sem var ad hugsa um ad taka svona stórt lán fyrir en hann er svona plus minus 30-35. Af hverju er thetta thannig? Er thetta kanski venjulegt og jákvæt af islendingum og evropa er kanski allt of seint med tvi ad byggja eda af hverju er svona munur?
Takk (ég vona tvi ad thessi spurning er í rettan flokkur i thessu spjall-svaedi).
Thx utilman
Re: Byggja hús
Hi ég held það er hagkvæmast að kaupa en að láta byggja hús.
Nema þú sért eithvað lærður smiður eða með mikla reynslu í því.
Í þessu tilfelli mundir þú vita smá loopholes t.d að fá arkitekt frá öðrulandi sem veit allt um reglugerð á íslandi.
Og þar sem þú ert smiður geturu tekið að sér mörgverkefni að þér til að ljúka verkinu með pípulagningameistara, rafvirkjameistara, húsasmíðameistara, múrarameistara og byggingastjóra. Ef þú hefur ekki þessa sérfræði menn mun byggingameistari ekki gefa þér leyfi til að reisa upp þetta hús. Source: Ég veit nákvæmlega um mann sem fór þessa leið hinsvegar var hann 49 ára.
Nema þú sért eithvað lærður smiður eða með mikla reynslu í því.
Í þessu tilfelli mundir þú vita smá loopholes t.d að fá arkitekt frá öðrulandi sem veit allt um reglugerð á íslandi.
Og þar sem þú ert smiður geturu tekið að sér mörgverkefni að þér til að ljúka verkinu með pípulagningameistara, rafvirkjameistara, húsasmíðameistara, múrarameistara og byggingastjóra. Ef þú hefur ekki þessa sérfræði menn mun byggingameistari ekki gefa þér leyfi til að reisa upp þetta hús. Source: Ég veit nákvæmlega um mann sem fór þessa leið hinsvegar var hann 49 ára.
Síðast breytt af Semboy á Fös 16. Júl 2021 23:32, breytt samtals 1 sinni.
hef ekkert að segja LOL!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
utilman skrifaði:Saell
Ég sjálfur er frá austurriki,
Er thetta algengt og venjulegt á islandi og var thetta alltaf thannig eins og er i dag ad "krakka" eru ad taka lán og byrja ad byggja og faera sjálfan thig í ekv skuld osf.
Ég meina ég er ekki á móti tvi, alls ekki, en ég er ad spá í: er thetta eda getur thad ekki vera rósalegt haetulegt ad byggja svona ung? Eda er ég kanski allt of theoskaheftur? Ég meina ég á engin vinur úti sem var ad hugsa um ad taka svona stórt lán fyrir en hann er svona plus minus 30-35. Af hverju er thetta thannig? Er thetta kanski venjulegt og jákvæt af islendingum og evropa er kanski allt of seint med tvi ad byggja eda af hverju er svona munur?
Þú ert ekki með þetta stórkostlega en jafnframt stórhættulega "þetta reddast" gen sem að æðir í gegnum æðarnar á okkur íslendingum.
Held að þetta sé lítið annað á bakvið þetta að byrja á öllu flestu svona ung hérna.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Byggja hús
Mikið af þessum húsum fara aftur í sölu ókláruð því fólk skítur sig í fótinn með kostnað og tíma.
Margir vilja fara þessa leið því þá getur fólk gert "Heimilið sitt" algjörlega á sinn veg, en margir klúðra á því og átta sig ekki á raunkostnaði þótt það fylgir Excel skjalinu. Að byggja hús fer svo hratt fram yfir kostnaði þegar það koma mistök, teikninar eru aldrei fullkomlegar og vantar oft ýmsa hluti í þetta.
En þetta er ekki sér íslenskt, veit um fullt af liði frá pólandi, litháen og ýmsum öðrum löndum sem kemur til íslands vinnur eins og engin sé morgun dagurinn og er að byggja sér hús í sýnu landi.
Kv iðnaðarmaður sem hefur séð þennan markað.
Margir vilja fara þessa leið því þá getur fólk gert "Heimilið sitt" algjörlega á sinn veg, en margir klúðra á því og átta sig ekki á raunkostnaði þótt það fylgir Excel skjalinu. Að byggja hús fer svo hratt fram yfir kostnaði þegar það koma mistök, teikninar eru aldrei fullkomlegar og vantar oft ýmsa hluti í þetta.
En þetta er ekki sér íslenskt, veit um fullt af liði frá pólandi, litháen og ýmsum öðrum löndum sem kemur til íslands vinnur eins og engin sé morgun dagurinn og er að byggja sér hús í sýnu landi.
Kv iðnaðarmaður sem hefur séð þennan markað.
Síðast breytt af Dúlli á Lau 17. Júl 2021 09:10, breytt samtals 1 sinni.
Re: Byggja hús
Enginn vina minna eða neinn í fjölskyldunni hefur byggt frá grunni en margir hafa keypt ódýrt og slitið og varið mánuðum og árum í að gera upp og breyta.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Vandamálið er oftast að fá lóðir. Það er lítið framboð af lóðum á höfuðborgarsvæðinu og ef þú færð lóð er hún dýr. Ef þú ert til í að búa fyrir utan Reykjavík er þetta minna mál. Reddar lóð og kaupir svo forsmíðað hús sem er sett upp á staðnum, eins og flestir sumarbústaðir eru byggðir í dag.
Vissi af konu sem gerði þetta. Fékk 85 fm hús tilbúið á vel innan við 20m. Félagi minn var svo að byggja sumarbústað (heilsárshús - 150fm) með þessu fyrir ca 50m.
Vissi af konu sem gerði þetta. Fékk 85 fm hús tilbúið á vel innan við 20m. Félagi minn var svo að byggja sumarbústað (heilsárshús - 150fm) með þessu fyrir ca 50m.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Disclaimer: Ég á og rek byggingafyrirtæki og er búinn að vinna í þessu meira og minna síðan 1989 þegar ég var 13.
Ég byggði mér arið 2005 og svo aftur 2019 og í bæði skiptin flutti ég inn 9-10 mánuðum eftir að ég byrjaði og tók svo 2-3 ár í að klára lóðina, pall og allt annað tilheyrandi. Í bæði skiptin var ég í fullri vinnu meirihlutan af tímanum en í seinna skiptið tók mér smá frí á meðan ég var að steypa upp húsið.
Það er fín hugmynd að byggja ef þú annaðhvort getur gert mikið af því sjálfur eða ert vanur að halda utanum stór verkefni. Það skiptir líka máli að gera það ekki á þenslu tímum, nema þú hafir mjög gott aðgengi í iðnaðarmenn osfrv. eins og í mínu tilfelli. Miklu sniðugra að undirbúa sig vel og vera tilbúinn þegar að hægist aðeins á í byggingaiðnaðinum. Svo er líka spurning hvert markmiðið er með byggingunni, er það bara að koma þaki yfir höfuðið á hagkvæmann hátt eða langar þig til að byggja þér eitthvað verulega flott.
Ég byggði mér arið 2005 og svo aftur 2019 og í bæði skiptin flutti ég inn 9-10 mánuðum eftir að ég byrjaði og tók svo 2-3 ár í að klára lóðina, pall og allt annað tilheyrandi. Í bæði skiptin var ég í fullri vinnu meirihlutan af tímanum en í seinna skiptið tók mér smá frí á meðan ég var að steypa upp húsið.
Það er fín hugmynd að byggja ef þú annaðhvort getur gert mikið af því sjálfur eða ert vanur að halda utanum stór verkefni. Það skiptir líka máli að gera það ekki á þenslu tímum, nema þú hafir mjög gott aðgengi í iðnaðarmenn osfrv. eins og í mínu tilfelli. Miklu sniðugra að undirbúa sig vel og vera tilbúinn þegar að hægist aðeins á í byggingaiðnaðinum. Svo er líka spurning hvert markmiðið er með byggingunni, er það bara að koma þaki yfir höfuðið á hagkvæmann hátt eða langar þig til að byggja þér eitthvað verulega flott.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Talandi um stór lán, þá er það ekkert endilega tengt því að byggja sér hús, eru ekki flestir með 40m króna lán á 50m króna íbúðinni sinni í dag?
Mér hefur fundist það vera svona meðaltalið af þeim sem ég þekki á þessum 30-40 ára aldri.
40m eru að því leiti kannski ekkert há lán fyrir suma sem eru vanir, kannski þarf að fara yfir 60m til að vera komin í há lán.
Mér hefur fundist það vera svona meðaltalið af þeim sem ég þekki á þessum 30-40 ára aldri.
40m eru að því leiti kannski ekkert há lán fyrir suma sem eru vanir, kannski þarf að fara yfir 60m til að vera komin í há lán.
-
- Gúrú
- Póstar: 509
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Árin ca 1965 - 1985 var afar algengt að fólk byggði sjálft. Oft var fólk að flytja inn í hús sem voru ekki nema aðeins meira en fokheld. Því miður missti ég af að upplifa þessa tíma sem húsbyggjandi en náði engu að síður að ná því að byggja, tja, fjórum sinnum.
Að byggja hús er meiriháttar prójekt og það þarf mikla útsjónarsemi til að halda áætlun, hvort heldur er í tíma eða kostnaði. Þá er einnig vandasamt að samræma verkþætti svo hlutir gangi upp. Að hafa starfsreynslu úr byggingariðnaði er til að mynda nær ómetanlegt þegar kemur að því að passa upp á að iðnaðarmenn geti gengið í sín verk.
Tvennt er eitur í beinum fagmanna:
1) Að vettvangur sé ekki tilbúinn þegar þeir mæta á staðinn.
2) Að fá ekki borgað.
Ég hef myndað mér þá skoðun að þeir sem kvarta mest undan að iðnaðarmenn mæti ekki og láti ekki ná í sig séu að stórum hluta fólk sem hefur flaskað á #1, #2 eða hvoru tveggja.
Semsagt það er erfitt og stressandi að byggja. Stundum er maður gjörsamlega búinn á sál og líkama.
Ljósi punkturinn er að maður ræður talsverðu og ef vel tekst til er hressandi rúsína í pylsuendanum: Manni finnst maður virkilega hafa afrekað eitthvað
Segja má að nú til dags sé mun erfiðara að byggja en fyrir, segjum 40 - 50 árum. Allt regluverk er margfalt stífara og þyngra í vöfum. Það er næstum aldrei hægt að fá lóð sem mann langar til að byggja á, eða bara lóð yfirhöfuð. Þegar lóð svo fæst eru sveitarfélögin að okra á þeim.
Á hinn bóginn má segja að þegar lóð er fengin og slag við skipulags og byggingarfulltrúa lýkur geti hlutirnir legið skýrar en áður, en það krefst þess einnig að fjármagn til verksins sé til taks þegar þess er þörf á verktímanum.
Að byggja hús er meiriháttar prójekt og það þarf mikla útsjónarsemi til að halda áætlun, hvort heldur er í tíma eða kostnaði. Þá er einnig vandasamt að samræma verkþætti svo hlutir gangi upp. Að hafa starfsreynslu úr byggingariðnaði er til að mynda nær ómetanlegt þegar kemur að því að passa upp á að iðnaðarmenn geti gengið í sín verk.
Tvennt er eitur í beinum fagmanna:
1) Að vettvangur sé ekki tilbúinn þegar þeir mæta á staðinn.
2) Að fá ekki borgað.
Ég hef myndað mér þá skoðun að þeir sem kvarta mest undan að iðnaðarmenn mæti ekki og láti ekki ná í sig séu að stórum hluta fólk sem hefur flaskað á #1, #2 eða hvoru tveggja.
Semsagt það er erfitt og stressandi að byggja. Stundum er maður gjörsamlega búinn á sál og líkama.
Ljósi punkturinn er að maður ræður talsverðu og ef vel tekst til er hressandi rúsína í pylsuendanum: Manni finnst maður virkilega hafa afrekað eitthvað
Segja má að nú til dags sé mun erfiðara að byggja en fyrir, segjum 40 - 50 árum. Allt regluverk er margfalt stífara og þyngra í vöfum. Það er næstum aldrei hægt að fá lóð sem mann langar til að byggja á, eða bara lóð yfirhöfuð. Þegar lóð svo fæst eru sveitarfélögin að okra á þeim.
Á hinn bóginn má segja að þegar lóð er fengin og slag við skipulags og byggingarfulltrúa lýkur geti hlutirnir legið skýrar en áður, en það krefst þess einnig að fjármagn til verksins sé til taks þegar þess er þörf á verktímanum.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Lau 17. Júl 2021 23:04, breytt samtals 1 sinni.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Fáir sem byggja, en já eðlilegt að taka lán upp úr 20 ára.
Ef þú getur sparað fyrir 15% af íbúð þá borgaðu helmingi minna fyrir húsnæði en ef þú myndir leigja.
Svo eignastu íbúðina eftir 40 ár og hún hækkar í verði á meðan.
Það eru mjög fáir sem leigja húsnæði vegna þess að sé hagstætt fyrir þá.
Leigan hækkar bara þegar leigusölum dettur það í hug. Það eru engar reglur um það eins og víða í Evrópu, að það þurfi að vera vegna endurbóta eða verðbólgu. Svo geturðu lent í því að þurfa að flytja reglulega.
Ef þú getur sparað fyrir 15% af íbúð þá borgaðu helmingi minna fyrir húsnæði en ef þú myndir leigja.
Svo eignastu íbúðina eftir 40 ár og hún hækkar í verði á meðan.
Það eru mjög fáir sem leigja húsnæði vegna þess að sé hagstætt fyrir þá.
Leigan hækkar bara þegar leigusölum dettur það í hug. Það eru engar reglur um það eins og víða í Evrópu, að það þurfi að vera vegna endurbóta eða verðbólgu. Svo geturðu lent í því að þurfa að flytja reglulega.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Byggja hús
Sallarólegur skrifaði:Svo eignastu íbúðina eftir 40 ár og hún hækkar í verði á meðan.
Ég vona að ég sé ekki sá eini sem borgar aukalega inn á lánið, sé fram á að borga 40 ára lánið á 10 árum.
Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A
-
- Nörd
- Póstar: 126
- Skráði sig: Þri 06. Ágú 2019 17:24
- Reputation: 2
- Staðsetning: RVK
- Staða: Tengdur
Re: Byggja hús
BudIcer skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Svo eignastu íbúðina eftir 40 ár og hún hækkar í verði á meðan.
Ég vona að ég sé ekki sá eini sem borgar aukalega inn á lánið, sé fram á að borga 40 ára lánið á 10 árum.
Afhverju ekki að endurfjármagna og stytta lánstímann ? Fyrst þú getur borgað meira , borgar minna þegar upp er staðið, endurfjármögnun er svo einföld í dag virðist vera.
Ryzen 5800X - B450 Steel legend - 32gb @ 3200 - 4080- Corsair 850x - Fractal Meshify
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Það þarf ekkert endilega að vera betra. Ef þú ert eina fyrirvinnan getur verið betra að vera með sem lægsta greiðslubyrði mánaðarlega. Eins ef það er ekkert uppgreiðslugjald á láninu, þá skiptir þetta engu máli.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Held að þú gerir ekki góðan díl á lóð á höfuðborgarsvæðinu því miður, þyrftir þá eflaust að fara til Akureyrar eða önnur svæði sem bjóða betur.
Just do IT
√
√
Re: Byggja hús
Bróðir minn ætlaði einu sinni að byggja nokkuð stórt einbýli. Hann fékk tilboð í gluggana fyrir húsið og það var sjokkerandi, um 10 milljónir.
Hann ákvað að kaupa hús sem var sambærilegt og hann ætlaði að byggja en sem var orðið fokhelt (með gluggum) á 50 milljónir á þeim tíma og gat sleppt þá mörgu og fókusað að klára fokhelt hús.
Orðin allmörg ár síðan.
En þið sjáið, bara einn kostnaðarliður sem fólk pælir kannski lítið í, gluggum, þeir kosta alveg helling sérstaklega þegar það eru margir stórir gluggar.
Já, það er hægt að byggja ódýrt, en þá ertu að flytja inn í mjög hrátt og óklárað húsnæði, og eyðir svona einhverjum árum í fráganginn. Ekki viss um að margar fjölskyldur vilji flytja inn í hús með skipamálningu á gólfi, steinullina bera í lofti (kannski plast yfir), engar innihurðir, ekki hurð á salerni kannski bara svona teppi sem hurð, gefins gamalt eldhús, og rafmagnskerfið lagt að hluta.
Hef reynslu af því að flytja inn í þannig þetta flýtir fyrir gráum hárum alveg.
Svo er hægt að flytja inn einingahús frá útlöndum, en það er lotterí hvernig það stenst íslenskar veðuraðstæður.
Hann ákvað að kaupa hús sem var sambærilegt og hann ætlaði að byggja en sem var orðið fokhelt (með gluggum) á 50 milljónir á þeim tíma og gat sleppt þá mörgu og fókusað að klára fokhelt hús.
Orðin allmörg ár síðan.
En þið sjáið, bara einn kostnaðarliður sem fólk pælir kannski lítið í, gluggum, þeir kosta alveg helling sérstaklega þegar það eru margir stórir gluggar.
Já, það er hægt að byggja ódýrt, en þá ertu að flytja inn í mjög hrátt og óklárað húsnæði, og eyðir svona einhverjum árum í fráganginn. Ekki viss um að margar fjölskyldur vilji flytja inn í hús með skipamálningu á gólfi, steinullina bera í lofti (kannski plast yfir), engar innihurðir, ekki hurð á salerni kannski bara svona teppi sem hurð, gefins gamalt eldhús, og rafmagnskerfið lagt að hluta.
Hef reynslu af því að flytja inn í þannig þetta flýtir fyrir gráum hárum alveg.
Svo er hægt að flytja inn einingahús frá útlöndum, en það er lotterí hvernig það stenst íslenskar veðuraðstæður.
Síðast breytt af appel á Sun 18. Júl 2021 09:54, breytt samtals 2 sinnum.
*-*
Re: Byggja hús
appel skrifaði:Bróðir minn ætlaði einu sinni að byggja nokkuð stórt einbýli. Hann fékk tilboð í gluggana fyrir húsið og það var sjokkerandi, um 10 milljónir.
Mér þykir það undarlega mikið, bróðir minn skipti um allt gler í sínu húsi, hann fékk rúmlega 12 glugga með opnanlegum fögum, tvö stór útidyraunit og svalahurð á 2 milljónir. Var bróðir þinn að byggja 500fm höll?
Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A
Re: Byggja hús
BudIcer skrifaði:appel skrifaði:Bróðir minn ætlaði einu sinni að byggja nokkuð stórt einbýli. Hann fékk tilboð í gluggana fyrir húsið og það var sjokkerandi, um 10 milljónir.
Mér þykir það undarlega mikið, bróðir minn skipti um allt gler í sínu húsi, hann fékk rúmlega 12 glugga með opnanlegum fögum, tvö stór útidyraunit og svalahurð á 2 milljónir. Var bróðir þinn að byggja 500fm höll?
Jamm, um 500 fm, á tveimur hæðum, margar svalir með mörgum hurðum og gler frá gólfi upp í loft og aukin lofthæð í þokkabót. Þannig að gluggakerfi í þessháttar einbýli er á alveg 10 milljónir, færð ekki á því verði í dag, væri sennilega komið yfir 15 milljónir í dag.
*-*
Re: Byggja hús
appel skrifaði:Jamm, um 500 fm, á tveimur hæðum, margar svalir með mörgum hurðum og gler frá gólfi upp í loft og aukin lofthæð í þokkabót. Þannig að gluggakerfi í þessháttar einbýli er á alveg 10 milljónir, færð ekki á því verði í dag, væri sennilega komið yfir 15 milljónir í dag.
Já sæll, þá meikar þessi verðmiði alveg sense.
Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A
Re: Byggja hús
BudIcer skrifaði:appel skrifaði:Jamm, um 500 fm, á tveimur hæðum, margar svalir með mörgum hurðum og gler frá gólfi upp í loft og aukin lofthæð í þokkabót. Þannig að gluggakerfi í þessháttar einbýli er á alveg 10 milljónir, færð ekki á því verði í dag, væri sennilega komið yfir 15 milljónir í dag.
Já sæll, þá meikar þessi verðmiði alveg sense.
Glerið er oft ódýrasti hlutinn af gluggunum, sérstaklega ef það er bara verið að fara í tvöfallt gler, en ekki þrefalt eða fjórfalt eins og margir eru farnir að gera sem eru með virkilega stóra glugga, upp á að einangrun sem sem mest/hitatap sé sem minnst.
Þá eru gæði glugga mjög misjöfn, stál/ál glugga- og hurðakerfi v.s. tré v.s. tré með ál/stállistum.
Þegar ég vann hjá Húsa þá spurði ég einn þaulreyndann um hvort ég ætti að skipta út gluggum í blokkinni xsem ég bjó í (byggð c.a. 1968) og hann sagði "Alls ekki EF þeir gömlu eru enn brúkanlegir". Hann útskýrð það svo þannig að gamall viður er miklu harðari og þéttari árhringir en í dag þá er hraðsprottin fura sem fúnar hratt og verpist auðveldlega notuð og verður oft til vandræða innan 10 ára.
Re: Byggja hús
rapport skrifaði:BudIcer skrifaði:appel skrifaði:Jamm, um 500 fm, á tveimur hæðum, margar svalir með mörgum hurðum og gler frá gólfi upp í loft og aukin lofthæð í þokkabót. Þannig að gluggakerfi í þessháttar einbýli er á alveg 10 milljónir, færð ekki á því verði í dag, væri sennilega komið yfir 15 milljónir í dag.
Já sæll, þá meikar þessi verðmiði alveg sense.
Glerið er oft ódýrasti hlutinn af gluggunum, sérstaklega ef það er bara verið að fara í tvöfallt gler, en ekki þrefalt eða fjórfalt eins og margir eru farnir að gera sem eru með virkilega stóra glugga, upp á að einangrun sem sem mest/hitatap sé sem minnst.
Þá eru gæði glugga mjög misjöfn, stál/ál glugga- og hurðakerfi v.s. tré v.s. tré með ál/stállistum.
Þegar ég vann hjá Húsa þá spurði ég einn þaulreyndann um hvort ég ætti að skipta út gluggum í blokkinni xsem ég bjó í (byggð c.a. 1968) og hann sagði "Alls ekki EF þeir gömlu eru enn brúkanlegir". Hann útskýrð það svo þannig að gamall viður er miklu harðari og þéttari árhringir en í dag þá er hraðsprottin fura sem fúnar hratt og verpist auðveldlega notuð og verður oft til vandræða innan 10 ára.
Það er hárrétt.
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
appel skrifaði:BudIcer skrifaði:appel skrifaði:Bróðir minn ætlaði einu sinni að byggja nokkuð stórt einbýli. Hann fékk tilboð í gluggana fyrir húsið og það var sjokkerandi, um 10 milljónir.
Mér þykir það undarlega mikið, bróðir minn skipti um allt gler í sínu húsi, hann fékk rúmlega 12 glugga með opnanlegum fögum, tvö stór útidyraunit og svalahurð á 2 milljónir. Var bróðir þinn að byggja 500fm höll?
Jamm, um 500 fm, á tveimur hæðum, margar svalir með mörgum hurðum og gler frá gólfi upp í loft og aukin lofthæð í þokkabót. Þannig að gluggakerfi í þessháttar einbýli er á alveg 10 milljónir, færð ekki á því verði í dag, væri sennilega komið yfir 15 milljónir í dag.
Hús eins og þú lýsir er alltaf 150-200milljónirí heildina ef það er eitthvað í það lagt þannig að 10-15 milljónir í glugga er bara mjög vel sloppið í 500fm húsi og langt frá því sjokkerandi. Hvað átti hann eiginlega von á að þurfa að borga ?
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Byggja hús
Hrotti skrifaði:appel skrifaði:BudIcer skrifaði:appel skrifaði:Bróðir minn ætlaði einu sinni að byggja nokkuð stórt einbýli. Hann fékk tilboð í gluggana fyrir húsið og það var sjokkerandi, um 10 milljónir.
Mér þykir það undarlega mikið, bróðir minn skipti um allt gler í sínu húsi, hann fékk rúmlega 12 glugga með opnanlegum fögum, tvö stór útidyraunit og svalahurð á 2 milljónir. Var bróðir þinn að byggja 500fm höll?
Jamm, um 500 fm, á tveimur hæðum, margar svalir með mörgum hurðum og gler frá gólfi upp í loft og aukin lofthæð í þokkabót. Þannig að gluggakerfi í þessháttar einbýli er á alveg 10 milljónir, færð ekki á því verði í dag, væri sennilega komið yfir 15 milljónir í dag.
Hús eins og þú lýsir er alltaf 150-200milljónirí heildina ef það er eitthvað í það lagt þannig að 10-15 milljónir í glugga er bara mjög vel sloppið í 500fm húsi og langt frá því sjokkerandi. Hvað átti hann eiginlega von á að þurfa að borga ?
Leiðrétti að það sé um 300 fm hélt það væri stærra, 400fm allavega, bara misminni.
En þetta var fyrir hvað nærri 15 árum síðan þannig að tilboðið sem hljómaði þá upp á 10 milljónir var í raun nærri jafnhátt og lóðaverðið á þeim tíma. Og hús af þessari stærð voru kannski að fara á 70 milljónir tilbúin á þessu tíma. Þannig að gluggakerfið var þá um 1/7 af heild.
En kannski punkturinn í þessu hjá mér er að bara einn kostnaðarliðurinn getur verið ansi stór hluti af heildar byggingakostnaði. Það er frekar scary að fara byggja finnst mér, sérstaklega fyrir reynslulaust fólk, hætta á að vanmeta kostnað stórkostlega. Hef horft á "Gulli byggir" þættina og það er nánast regla að allt kostar miklu miklu meira en var lagt upp með, jafnvel smá breytingar á húsnæði.
Hættuminnst að kaupa bara tilbúið. Og sagt best að kaupa eitthvað sem er orðið svona 10 ára gamalt, þá eru allir gallar komnir fram sem það gerir kannski ekki strax á nýbyggðu húsnæði.
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
appel skrifaði:
Hættuminnst að kaupa bara tilbúið. Og sagt best að kaupa eitthvað sem er orðið svona 10 ára gamalt, þá eru allir gallar komnir fram sem það gerir kannski ekki strax á nýbyggðu húsnæði.
Nema þú lendir í svona https://www.visir.is/g/20212132541d (fyrri eigandi búinn að klára gallamál og fá greitt fyrir gallann en lagar hann ekki)
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Daz skrifaði:appel skrifaði:
Hættuminnst að kaupa bara tilbúið. Og sagt best að kaupa eitthvað sem er orðið svona 10 ára gamalt, þá eru allir gallar komnir fram sem það gerir kannski ekki strax á nýbyggðu húsnæði.
Nema þú lendir í svona https://www.visir.is/g/20212132541d (fyrri eigandi búinn að klára gallamál og fá greitt fyrir gallann en lagar hann ekki)
Siðblinda á hæsta stigi
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 310
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Ótengdur
Re: Byggja hús
Sallarólegur skrifaði:Daz skrifaði:appel skrifaði:
Hættuminnst að kaupa bara tilbúið. Og sagt best að kaupa eitthvað sem er orðið svona 10 ára gamalt, þá eru allir gallar komnir fram sem það gerir kannski ekki strax á nýbyggðu húsnæði.
Nema þú lendir í svona https://www.visir.is/g/20212132541d (fyrri eigandi búinn að klára gallamál og fá greitt fyrir gallann en lagar hann ekki)
Siðblinda á hæsta stigi
Nei, er þetta ekki bara þessi venjulega íslenska siðblinda sem virðist hrjá ansi marga landsmenn