Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fim 15. Júl 2021 17:35

Ég er að færa mig af 4G interneti yfir á VDSL hjá Síminn. Ég keypti mér Asus DSL-AC68U router og setti upp samkvæmt leiðbeiningum Símans. Hinsvegar ef ég set upp IPTV möguleikann í routernum þá fæ ég bara takmarkaða þjónustu á sjónvarpi símans. Hérna eru leiðbeininganar sem ég fór eftir hjá Síminn. Það ætti ekki að vera neitt að uppsetningunni hjá mér þar sem sjónvarpið er sett í bridge mode í routernum en þjónustan er samt takmörkuð (enginn rásarlisti, dagskrárupplýsingar, viðmót og fleira) er samt það eina sem ég fæ upp.

Ég á morgun að fá hjá þeim router til prufu til að sjá hvort að þetta sé eitthvað á línunni hjá þeim eða hvort að þetta sé eitthvað vesen í stillingum á mínum router. Asus er búið að breyta viðmótinu talsvert frá því sem er sýnt í leiðbeiningum Símans.

Ef einhver hefur hugmynd um hvað þetta gæti verið þá eru þær vel þegnar hérna. Takk fyrir aðstoðina.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fim 15. Júl 2021 20:30

Þetta er voðalega undarlegt vandamál. Ég setti "Choose IPTV STB Port" á "None" í þeirri von að þá fari sjónvarpsmerkið bara á öll portin og þá nái myndlykill hjá Síminn sjálfkrafa í þetta án vandamála. Ég geti samt bara verið að streyma yfir internetið.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf appel » Fim 15. Júl 2021 21:13

Einsog myndlykillinn komist ekki í samband við netþjónana.
Notaðu bara venjulegt netsamband, þarft ekki að configga routerinn sérstaklega, þú færð sömu stöðvar og vod efni hvort sem þú ert tengdur í "OTT" eða með svona bridged iptv.
Síðast breytt af appel á Fim 15. Júl 2021 21:21, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fim 15. Júl 2021 22:12

Ég er að velta því fyrir mér hvort að leiðbeininganar sem Síminn er með séu að miða við ljósleiðaratengingu (WAN) frekar en VDSL tengingu eins og ég er með. Hérna er pdf skjal og þarna er tafla sem sýnir iptölur á iptv (undir IP Ekstra) og þar sést að þetta er blandað kerfi og hægt að nota öll port á routernum sem eru frá Síminn.

Eins og þetta er sett upp núna hjá mér þá ætti iptv að tengjast inná öll port á routernum sjálfkrafa. Ég er ekki alveg viss en mig grunar það. Þar sem sjónvarpið hegðar sér eins og það sést að taka gögn yfir þetta sér myndstreymi sem er á tengingunni (VLAN 3).




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fim 15. Júl 2021 23:26

Það er að komast skilningur á þetta hjá mér. Ef ég sleppi því að stofna sérstakan lið fyrir IPTV í bridge mode þá fæ ég ekkert sjónvarps merki inn virðist vera, ég fæ samband en bara svartan skjá. Þannig að þetta virkar en stillingin er allt önnur en það sem Síminn gefur upp hjá sér þegar það kemur að VDSL tengingum miðað við WAN (ef þetta virkar þá ennþá þannig þar).




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fös 16. Júl 2021 03:14

Leiðbeiningar símans hérna miða við Asus RT-AX88U sem er eingöngu fyrir ljósleiðara með sjónvarps hlutann en restin er miðað við Asus DSL-AC68U sem er allt önnur gerð af router og þarf allt öðruvísi uppsetningu að hluta til en er gefið er upp hjá Síminn hérna.

Í leiðbeiningum hjá Síminn eru notaðir tveir mismunandi routerar sem eru ekki samhæfir í stillingum. Það er ekki nema von að þetta gangi illa hjá mér.




Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf Tóti » Fös 16. Júl 2021 08:23





Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fös 16. Júl 2021 13:35

Tóti skrifaði:Ert þú búinn að skoða þetta.
https://lappari.com/2015/09/viltu-skipt ... a-simanum/


Ég hef ekki séð þetta áður en takk fyrir þetta. Uppsetningin hjá mér er næstum því eins nema þegar það kemur að sjónvarpinu þar sem ef ég setti IPTV á sér port þá fékk ég bara takmarkaða þjónustu.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fös 16. Júl 2021 14:25

Ég fæ ennþá takmörkuð þjónusta ef ég bý til sér IPTV port. Það er varla að ég nenni að kaupa sjónvarpsþjónustu hjá Síminn ef þetta er svona mikið vesen. Ég vil síður að þetta telji inn í gagnamagnið hjá mér þó svo að ég sé með ótakmarkað gagnamagn.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fös 16. Júl 2021 17:17

Ég fæ eingöngu rétta virkni með því að nota IPTV yfir internetið án þess að setja upp sér port. Sjónvarpið telur sem betur ekki inn í gagnamagnið sem maður nær í þegar þetta er streymt yfir kerfið hjá Síminn. Ég verð víst bara að nota þetta svona. Virkar eingöngu rétt með router frá Síminn varðandi sjónvarpið. Það er smá munur á sjónvarpinu hjá Síminn sem fæst yfir internetið og síðan það sem færst yfir sérstaka kerfið hjá þeim. Aðeins fleiri rásir og aðgangur að 4K rásum (tilrauna).




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fös 16. Júl 2021 19:29

Ég tók eftir þessu með router frá Síminn.

Þegar router frá Síminn er notaður.

1. Þá fær myndlykilinn IP tölu frá routernum.
2. Þá úthlutar routerinn einnig auka aðgangi að kerfi Símans sem gefur myndlyklinum aðgang að fleiri rásum.

Þegar ég nota Asus DSL-AC68U

1. Ef ég set myndlykilinn frá Síminn á sér port þá fær hann ekki ip tölu frá routernum og þjónustan er takmörkuð.
2. Ef ég set myndlykilinn frá Síminn á hefðbundið port þá fær hann ip tölu frá routernum og þjónustan er miðuð við eins og um væri að ræða internet tengingu eingöngu. Þó ert margt sem bendir til þess að myndlykilinn sé að sækja gögn í gagnastrauminn þar sem IPTV er í kerfinu (þó ekki að fullum afköstum). Þetta er það sem ég er að sjá hjá.

Ég þarf að reyna að finna út hvort að ég geti sett upp þessa auka stillingu sem er kominn í kerfið hjá Síminn svo að ég komist rétt inn með myndlykilinn á almennum portum, þar sem ekki er lengur hægt að nota sér IPTV port eins og var notað lengi. Ég er ekki viss um að það sé mögulegt þar sem þessi stilling er mögulega send inn í routerinn sérstaklega af miðlægu kerfi Símans og ekki víst að hægt sé að finna stillinguna og setja upp í routernum hjá mér.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf jonfr1900 » Fös 16. Júl 2021 23:11

Eftir vandlegar prófanir er niðurstaðan þessi hérna. Allt sem er ekki frá Símanum (það er router) er meðhöndlað eins og það sé frá utan kerfi Símans, þó svo að það sé innan kerfis hjá Símanum.

Síðan held ég að Sjónvarp Símans sýni núna auglýsingar ef maður lætur myndlykilinn frá Símanum vera án hreifingar mjög lengi (2+ klukkutímar). Ef svo er raunin, þá mun ég hætta að kaupa sjónvarpsáskrift hjá Síminn. Þar sem ég vil ekki sjá svona og finnst það vera dónaskapur gagnvart fólk sem borgar áskriftina.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með Sjónvarp Símans og ASUS DSL-AC68U

Pósturaf appel » Fös 16. Júl 2021 23:33

jonfr1900 skrifaði:Síðan held ég að Sjónvarp Símans sýni núna auglýsingar ef maður lætur myndlykilinn frá Símanum vera án hreifingar mjög lengi (2+ klukkutímar). Ef svo er raunin, þá mun ég hætta að kaupa sjónvarpsáskrift hjá Síminn. Þar sem ég vil ekki sjá svona og finnst það vera dónaskapur gagnvart fólk sem borgar áskriftina.

Meiri dramatíkin alltaf hjá þér.
Þetta kallast bara "screensaver". Apple TV er með samskonar screensaver, sem birtist held ég bara eftir 10-20 mín óhreyft í valmyndinni.
Svo eru stillingar fyrir þetta í menu valmyndinni, getur slökkt á þessu. Þetta er sniðugt fyrir þá sem er umhugað um bandvíddarnotkun, t.d. ef þú ert með myndlykil upp í bústað á 4G, þá er ágætt að hann fari í screensaver ef þú gleymdir að slökkva á honum.


*-*