Sælir
Ég er í smá vandræðum hérna. Ég er búinn að leita um allt á google.com að lausn á þessu vandamáli, en ekkert hefur skilað sér.
Vandamálið er basicly að explorer.exe étur og étur virtual memory og skilar engu til baka. Hann var kominn upp í 850mb í gær þegar ég restartaði honum.
Ég er búinn að skanna vírusa, búinn að hreinsa öll spyware með alveg 4 mismunandi forritum. En þetta breytti engu.
Ég er búinn að prufa að stækka og minnka vm(virtual memory).
Spurning hvort maður ætti að slökkva bara á vm, en ég er bara með 512mb innra minni.
Einhver sem veit meira um þetta hérna?