Notaðar tölvur - Seldar í einu eða hlutum?


Höfundur
jklol
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 13. Sep 2018 23:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Notaðar tölvur - Seldar í einu eða hlutum?

Pósturaf jklol » Lau 10. Júl 2021 11:31

Er með mjög öfluga vél sem ég setti saman árið 2019 og er að pæla í að selja.

Þið sem hafið reynslu af Vaktinni, virðist fólki ganga betur að selja vélarnar sínar í einu eða í hlutum? Þ.e. selja hvern hlut og verðleggja fyrir sig.

Bestu þakkir.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Notaðar tölvur - Seldar í einu eða hlutum?

Pósturaf Frussi » Lau 10. Júl 2021 11:50

Fer eftir verðinu. Ef þú ert að selja í heilu þá gengur best að vera með hóflegt verð. Ef þú vilt sem mest fyrir hvern hlut þá myndi ég parta


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Notaðar tölvur - Seldar í einu eða hlutum?

Pósturaf Klemmi » Lau 10. Júl 2021 12:14

Ekki víst að þú komir öllu út á ásættanlegu verði ef þú bútar tölvuna niður, oft erfitt t.d. að losna við kassa og aflgjafa, eða móðurborð ef þú selur örgjörvann sér.

Myndi reyna að selja fyrst í heilu, svo búta niður ef þú ert ekki sáttur eða ef það er búið að bjóða í megnið af hlutunum í lausu.