Sælir Vaktarar
Hvaða merki í verkfærum mynduð þið mæla með fyrir hjólaviðgerðir?
Ég á orðið mjög fínt úrval af almennum verkfærum en stend núna frammi fyrir því að þurfa að bæta aðeins við mig í sérverkfærum fyrir hjól. Áætla að kaupa þau bara eftir þörfum og byggja þannig upp safn með tímanum.
Eins og í öðrum verkfærum hjá mér hef ég bara áhuga á að versla þessi verkfæri einu sinni en er alveg til í að borga aðeins meira og fá gæða verkfæri fyrir vikið.
Hef verið að skoða Park Tool, Beta og Unior. Er eitthvað af þessum sem væru málið eða jafnvel eitthvað allt annað?
Einhver kann að spyrja sig af hverju ég kaupi ekki bara það merki sem er til hverju sinni en ég get ekki fyrir mitt litla líf horft á ósamræmt safn að verkfærum , þetta þarf allt að vera í stíl til að mér blæði ekki úr augunum.
Að auki, ef einhver lumar á góðum og traustum söluaðilum hérlendis eða erlendis fyrir umrædd verkfæri eru allar ábendingar vel þegnar.
Verkfæri fyrir hjólaviðgerðir?
-
- Fiktari
- Póstar: 91
- Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
- Reputation: 52
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verkfæri fyrir hjólaviðgerðir?
Parktool er svona lang algengasta merkið, með mjög mikið úrval - ég á nokkur tól frá þeim til að geta skipt um group set/keðjur og fl. Alveg fín verkfæri. held að Örninn selji þau - annars pantað frá bike24 og Wiggle.
Fínt að eiga þetta helsta, master link pliers, pedal wrench (venjulegir fastir lyklar eru oft of breiðir) og lás fyrir kasettuna ef þú ætlar að skipta/taka í sundur. Svo þarftu að vita hvaða sér kranslyklar ganga í groupsettið, Shimano/Shram etc.. og svo ef þú ætlar að losa bottom bracket - þá er það algjörlega non-standard - fer eftir framleiðanda.
ég kom mér allavega upp góðu setti fyrir Specialized hjólin mín.
Fínt að eiga þetta helsta, master link pliers, pedal wrench (venjulegir fastir lyklar eru oft of breiðir) og lás fyrir kasettuna ef þú ætlar að skipta/taka í sundur. Svo þarftu að vita hvaða sér kranslyklar ganga í groupsettið, Shimano/Shram etc.. og svo ef þú ætlar að losa bottom bracket - þá er það algjörlega non-standard - fer eftir framleiðanda.
ég kom mér allavega upp góðu setti fyrir Specialized hjólin mín.
---
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Verkfæri fyrir hjólaviðgerðir?
Verkfærin eru ekkert sérlega dýr í fálkanum.
En þau verkfæri notuð síðustu 3500km hjá mér.
1. sexkannta er hægt að nota helling , stundum þarf spes lykil á pedalann (ekki hjá mér)
2. Gamall tannbursti og Keðjuolía!
3. Reiðhjólastandur er osom. En hægt að stilla gíra og annað á þessum stöndum sem borgin hefur sett upp hér og þar.
4. Keðju"skrúfstykki" sem ég fékk í örninum á slikk. Prufaði að kaupa þannig á 800kr í verkfæralagernum.. money lost.
5. Bremsur,, bara spóakjaftann.
6. Næst skipta um kasettu, þarf bara topp á skrallið og gamla keðju í það.
En þau verkfæri notuð síðustu 3500km hjá mér.
1. sexkannta er hægt að nota helling , stundum þarf spes lykil á pedalann (ekki hjá mér)
2. Gamall tannbursti og Keðjuolía!
3. Reiðhjólastandur er osom. En hægt að stilla gíra og annað á þessum stöndum sem borgin hefur sett upp hér og þar.
4. Keðju"skrúfstykki" sem ég fékk í örninum á slikk. Prufaði að kaupa þannig á 800kr í verkfæralagernum.. money lost.
5. Bremsur,, bara spóakjaftann.
6. Næst skipta um kasettu, þarf bara topp á skrallið og gamla keðju í það.
Síðast breytt af jonsig á Þri 06. Júl 2021 19:39, breytt samtals 1 sinni.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Verkfæri fyrir hjólaviðgerðir?
Ef þú vilt halda þig við eitt merki fyrir stílinn þá geturðu keypt stórt sett frá Park Tool á 750 ish evrur (eða hvað sem þú ert með góðan afslátt á wiggle).
https://www.wiggle.com/park-tool-profes ... t-kit-ek-3
Ekki ódýrt en Park Tool er ekki ódýrt merki og ef þú færir að sanka þessu að þér einn hlut í einu ertu líklegast að fara að borga mun meira.
Þú gætir líka heyrt í Fossberg sem eru innflutningsaðili Unior og sérpantað sett. Sýnist það vera ódýrara.
https://www.fossberg.is/vara/hjolavidgerdarsett-mobile/
https://www.wiggle.com/park-tool-profes ... t-kit-ek-3
Ekki ódýrt en Park Tool er ekki ódýrt merki og ef þú færir að sanka þessu að þér einn hlut í einu ertu líklegast að fara að borga mun meira.
Þú gætir líka heyrt í Fossberg sem eru innflutningsaðili Unior og sérpantað sett. Sýnist það vera ódýrara.
https://www.fossberg.is/vara/hjolavidgerdarsett-mobile/
Re: Verkfæri fyrir hjólaviðgerðir?
Njall_L skrifaði:Sælir Vaktarar
Hvaða merki í verkfærum mynduð þið mæla með fyrir hjólaviðgerðir?
Ég á orðið mjög fínt úrval af almennum verkfærum en stend núna frammi fyrir því að þurfa að bæta aðeins við mig í sérverkfærum fyrir hjól. Áætla að kaupa þau bara eftir þörfum og byggja þannig upp safn með tímanum.
Eins og í öðrum verkfærum hjá mér hef ég bara áhuga á að versla þessi verkfæri einu sinni en er alveg til í að borga aðeins meira og fá gæða verkfæri fyrir vikið.
Hef verið að skoða Park Tool, Beta og Unior. Er eitthvað af þessum sem væru málið eða jafnvel eitthvað allt annað?
Einhver kann að spyrja sig af hverju ég kaupi ekki bara það merki sem er til hverju sinni en ég get ekki fyrir mitt litla líf horft á ósamræmt safn að verkfærum , þetta þarf allt að vera í stíl til að mér blæði ekki úr augunum.
Að auki, ef einhver lumar á góðum og traustum söluaðilum hérlendis eða erlendis fyrir umrædd verkfæri eru allar ábendingar vel þegnar.
og þegar þú þart að selja það máttu holla á mig
hef ekkert að segja LOL!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 1261
- Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
- Reputation: 384
- Staða: Ótengdur
Re: Verkfæri fyrir hjólaviðgerðir?
Takk fyrir svörin!
Endaði á að panta smá pakka af Park Tool sérverkfærum og varahlutum frá https://www.bike-discount.de. Verðin þar eru mjög fín og mun meira til á lager heldur en á Bike24 og Wiggle. Hef ekki heyrt um þessa síðu áður en þeir virðast fá glimrandi reviews fyrir utan nokkra Breta sem skilja ekki hvernig innflutningur til Bretlands virkar eftir Brexit.
Sá sjálfur enga ástæðu til að kaupa verkfærasett þar sem þau innihalda líka töluvert af almennum verkfærum sem ég á til fyrir.
Eins mikið og ég hefði viljað kaupa þetta hérna heima þá nennti ég ekki umstanginu við það. Fæstar verslanir eru með mjög lítið úrval af verkfærum á vefsíðunum hjá sér og ég nenni ekki að rúnta á milli staða í von um að eitthvað sé til, panta frekar bara erlendis frá.
Endaði á að panta smá pakka af Park Tool sérverkfærum og varahlutum frá https://www.bike-discount.de. Verðin þar eru mjög fín og mun meira til á lager heldur en á Bike24 og Wiggle. Hef ekki heyrt um þessa síðu áður en þeir virðast fá glimrandi reviews fyrir utan nokkra Breta sem skilja ekki hvernig innflutningur til Bretlands virkar eftir Brexit.
Sá sjálfur enga ástæðu til að kaupa verkfærasett þar sem þau innihalda líka töluvert af almennum verkfærum sem ég á til fyrir.
Eins mikið og ég hefði viljað kaupa þetta hérna heima þá nennti ég ekki umstanginu við það. Fæstar verslanir eru með mjög lítið úrval af verkfærum á vefsíðunum hjá sér og ég nenni ekki að rúnta á milli staða í von um að eitthvað sé til, panta frekar bara erlendis frá.
Löglegt WinRAR leyfi