Sælir fagmenn, erum að taka efri hæðina í gegn heima og ég þarf að leggja kapla bæði fyrir net og tvo afruglara frá Vodafone niður á neðri hæðina.
Ljósleiðara boxið er inní bílskúr á efri hæðinni, áður fyrr fóru allir kaplar útúr bílskúrnum í gegnum gat í veggnum og inní stofu hinumegin við vegginn og síðan niður gat sem var búið að bora útí horni hjá Routernum.
En núna er kominn veggur og skápur þar sem gatið var og búið að bora gat niður í bílskúrnum frekar, hvernig haldið þið að væri sniðugast þá að hafa þetta?
Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
- Reputation: 54
- Staða: Ótengdur
Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.
PS5
PS5
Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
Fagmennn vinna eftir staðli og leggja þetta í 20mm innfellt rör í vegg eða utanáliggjandi röralögn. / stokka. En giska á að þú viljir ekki standa í því.
Svo að troða köplunum undir lista og bora 8mm göt fyrir cat strengina gegnum veggi / draga cat strengina um 230V 16mm röralagnir er þetta venjulega sem tíðkast.
Svo að troða köplunum undir lista og bora 8mm göt fyrir cat strengina gegnum veggi / draga cat strengina um 230V 16mm röralagnir er þetta venjulega sem tíðkast.
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
- Reputation: 26
- Staða: Ótengdur
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
jonsig skrifaði:Fagmennn vinna eftir staðli og leggja þetta í 20mm innfellt rör í vegg eða utanáliggjandi röralögn. / stokka. En giska á að þú viljir ekki standa í því.
Svo að troða köplunum undir lista og bora 8mm göt fyrir cat strengina gegnum veggi / draga cat strengina um 230V 16mm röralagnir er þetta venjulega sem tíðkast.
Af hverju nota fagmenn 20 mm rör? Það má auðveldlega koma 2-3 cat5 í 16 mm, sérstaklega ef fáar beygjur eru á leiðinni.
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
Rafurmegni skrifaði:jonsig skrifaði:Fagmennn vinna eftir staðli og leggja þetta í 20mm innfellt rör í vegg eða utanáliggjandi röralögn. / stokka. En giska á að þú viljir ekki standa í því.
Svo að troða köplunum undir lista og bora 8mm göt fyrir cat strengina gegnum veggi / draga cat strengina um 230V 16mm röralagnir er þetta venjulega sem tíðkast.
Af hverju nota fagmenn 20 mm rör? Það má auðveldlega koma 2-3 cat5 í 16 mm, sérstaklega ef fáar beygjur eru á leiðinni.
Smáspennulagnir eru 20mm samkvæmt staðli (að mig minnir), óháð því hvort 16mm er nóg eða ekki
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Ótengdur
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
appel skrifaði:myndlyklar símans eru með wifi
Getur líka sleppt myndlyklinum í dag ef þú ert með eitthvað einsog apple tv eða sambærilegt frá android
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
Myndlyklar Vodafone eru líka komnir með wifi(Einungis 5Ghz) í dag svo getur prófað það ef það er major vesen að tengja þá.
i7 10700K | Aorus Xtreme 1080ti | 32GB 3200mhz DDR4
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
Rafurmegni skrifaði:jonsig skrifaði:Fagmennn vinna eftir staðli og leggja þetta í 20mm innfellt rör í vegg eða utanáliggjandi röralögn. / stokka. En giska á að þú viljir ekki standa í því.
Svo að troða köplunum undir lista og bora 8mm göt fyrir cat strengina gegnum veggi / draga cat strengina um 230V 16mm röralagnir er þetta venjulega sem tíðkast.
Af hverju nota fagmenn 20 mm rör? Það má auðveldlega koma 2-3 cat5 í 16 mm, sérstaklega ef fáar beygjur eru á leiðinni.
Pælingin var örugglega með tilliti til coax strengja, þar skiptir beyjuradius meira máli en öðrum raflögnum íbúðarhúsa og breyðara rör gefur óhjákvæmilega víðari beyju fyrir rg59 coax rindil.
Hvað sem því líður þá þurfa hús að standast kröfur ist200 til að vera compliant við byggingastaðla. Eins og staðan er akkurat núna þurfa heimili ekki að stressa sig á fyrirbærum líkt og gamla rafmagnseftirliti ríkisins. En gætu þurft þess í náinni framtíð eftir því sem Ísland sogast lengra í ESB lagafargið.
Síðast breytt af jonsig á Þri 06. Júl 2021 18:13, breytt samtals 1 sinni.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Best að leggja net-kapla yfir á neðri hæð?
Rafurmegni skrifaði:jonsig skrifaði:Fagmennn vinna eftir staðli og leggja þetta í 20mm innfellt rör í vegg eða utanáliggjandi röralögn. / stokka. En giska á að þú viljir ekki standa í því.
Svo að troða köplunum undir lista og bora 8mm göt fyrir cat strengina gegnum veggi / draga cat strengina um 230V 16mm röralagnir er þetta venjulega sem tíðkast.
Af hverju nota fagmenn 20 mm rör? Það má auðveldlega koma 2-3 cat5 í 16 mm, sérstaklega ef fáar beygjur eru á leiðinni.
Ég hef haft það fyrir sið að nota 20 mm rör í allt það er jafn erfitt að leggja þau eins og 16 mm og mun meira pláss, cat5 eru núna mjög grannir og nettir en um leið og þú ert kominn í rafmagn, brunastrengi fyrir reykskynjara, coax (í gamla daga) þá fara 2 strengir nánast aldrei saman í 16 mm rör nema með miklum erfiðum.
En fer eftir lagnaefni líka, margar dósir eru bara með 16 mm götum, en það einfaldar allt að hafa bara allt saman í 20 mm.
Hlynur