audiophile skrifaði:Ég sé bara ekkert að þessu. Frjáls markaður sem stýrist af framboði og eftirspurn. Þetta eru skrýtnir tímar þar sem eftirspurn er töluvert meiri en framboð á nokkrum hlutum og vonandi tímabundið ástand. Ef einhvern langar virkilega í ákveðinn hlut og er til í að borga það verð sem seljandi sættir sig við eru væntanlega báðir aðilar sáttir.
Að því sögðu finnst mér verð á skjákortum í dag alveg út í hött og myndi ekki detta í hug að borga svona hátt verð fyrir slíkt og einnig hef ég engan áhuga á PS5 þannig að þetta ástand hefur engin áhrif á mig. Ég skil aftur á móti að það sé nett pirrandi fyrir þá sem eru með hauggamalt skjákort eða jafnvel ekkert skjákort og virkilega þurfa að kaupa nýtt.
Það er mjög leiðinlegt að vera á höttunum eftir skjákorti í þessu árferði og sjá þetta lið vera að pósta ónotuðum kortum á himinháar fjárhæðir á stöðum einsog vaktina og bland.
Ef það væri ekki fyrir þetta lið að þá gætu actual notendur komist í þessi kort á eðlilegu verði, eina leiðin til að combatta þetta er að vera þolinmóður og skrá sig í röð fyrir korti hjá verslun.