Get ekkert gert í tölvuni


Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

Get ekkert gert í tölvuni

Pósturaf ^Soldier » Fim 06. Jan 2005 18:29

Um daginn pantaði ég mér x800 xt kort og var að vonast til að ég lenti ekki í enn einu skjákorts veseninu. Ég setti það í tölvuna og prufaði að dl DNA driver sem einhver mælti með hérna á vaktinni og virkaði kortið frábærta og var ég í skýjunum.
En eins og alltaf, þá endist sæuvíman aðeins tímabundið því nokkrum dögum seinna, þegar kom að því að registera Half-Life 2 í gegnum steam þá byrjaði að koma viðvörunarmerki í horninu sem stóð að það vantaði einhvern fæl í windowsið. Þetta kom nokkrum sinnum og alltaf mismunandi fæll sem vantaði.

Ég restartaði tölvunni og þá kom upp þessi blái skjár sem lætur windowsið laga skemmda fæla (eða eitthvað svoleiðis). Þá byrjaði það að deleta fullt af fælum og extrakta þeim aftur, þangað til það kom error. Ég komst inní windowsið og þar vandaði fullt af shortcutum svo ég vissi að ég hefði ekki marga möguleika í boði því kunnátta mín á tölvur nær ekki mjög langt, svo ég ákvað að formata vélina.
Ég setti windows diskinn í og náði að boota af disknum eftir mikið vesen. Þegar það tókst, kom bara error sem stóð að það vantaði einhvern ákveðin fæl til að formata vélina. Ég man nú ekki nafnið á honum enda 3 dagar síðan þetta gerðist og ég er langt frá tölvuni eins og er.

Eina sem ég hafði sett inn í tölvuna svona rétt áður en þetta gerðist var að setja inn refresh lock svo ég gæti haft 100hz í tölvuleikjunum. Efast um að það hafi gert þennan skaða en ég er ekki maður til að segja til um það. Gæti það verið skjákortið? Gæti þetta verið vírus? Er það þessi DNA driver? Eða bara eitthvað annað?
Ef einhver hefur lent í einhverju svipuðu eða gæti hugsanlega vitað hvað sé að gerast, þá má sá hinn sami endilega koma með smá comment sem gæti mögulega hjálpað.

Btw. ég var ekki búinn að updeita windowsið og ég var með Norton Antivirus 2004 (updeitaðan).

Takk fyrir.


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.


CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Fim 06. Jan 2005 18:50

búin ad prófa að taka skjákortið úr?




Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf ^Soldier » Fim 06. Jan 2005 23:38

CraZy skrifaði:búin ad prófa að taka skjákortið úr?


Prufa það þegar ég kem heim, á morgun einmitt (föstudag). Þá get ég sagt þér hvernig fór.


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 07. Jan 2005 08:06

þetta hljómar eins og corruption á haradisknum. hvort þetta er bara vegna hugbúnaðar villu eða hvort diskurinn er að gefa sig er þó erfitt að segja.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2857
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fös 07. Jan 2005 10:00

hah, ég lenti einu sinni í þessu, og það var þegar ég var að leika mér í partition tables :P

vantar líklegast system fileinn sem gefur til kynna hvað skuli vera notað í ræsingu, og hvar það er, hvaða drif, hvernig forgangur og blablabla

ég þurfti að formatta en það er allt í lagi... ég er með Norton Ghost sem er eitt besta forrit sem komið hefur út .




Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf ^Soldier » Fös 07. Jan 2005 22:59

Well núna tók ég skjákortið úr, setti gamla í og ekkert breyttist.
Ég ætlaði að tengja floppydrif við tölvuna til að nota disketur til að komast framhjá vandamálunum. Floppydrifið virðist bara vilja virka þegar harði diskurinn er tekinn úr sambandi úr power suply, frekar skrítið. Ég er búinn að tengja þessar power snúrur á ýmsa vegu í harða diskinn og floppy drifið, en ekkert virðist virka. Harði diskurinn hlítur bara að vera bilaður.


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.


Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf ^Soldier » Fös 07. Jan 2005 23:01

Og já ég er hættur að geta komist inní windowsið. Kemur bara svartur skjár.


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.


Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1824
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Lau 08. Jan 2005 13:11

hmm.. gæti þetta þá ekki verið of lítið rafmagn? s.s. of lítið psu?




Höfundur
^Soldier
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 27. Mar 2003 22:50
Reputation: 0
Staðsetning: Fáskrúðsfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf ^Soldier » Lau 08. Jan 2005 19:43

Snorrmund skrifaði:hmm.. gæti þetta þá ekki verið of lítið rafmagn? s.s. of lítið psu?


Ég er með 380w og var að prufa að taka geisladrifið úr sambandi en ekkert gerðist.


MSI 865PE NEO2-PFISR - Intel P4 3.0 Ghz Perscott - Corsair ValueSelect 2*512mb DDR400 - 200gb WD - Radeon x800 256mb xt - Chieftec Dragon, hvítur.