Þetta var það sem maður hélt þegar PIA vélin fórst í fyrra enda voru öll spjótum beint að viðhaldi og kyrrsetningu vélarinnar, en kom í ljós að það voru réttindalausir flugmenn of uppteknir að tala um covid og lentu vélinni á maganum, óþægilega algengt í Pakistan. Ástæðan fyrir því að PIA fær ekki að fljúga til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.appel skrifaði:ColdIce skrifaði:appel skrifaði:Ég hef eiginlega smá meiri áhyggjur af flugflota heimsins almennt eftir að hafa ekki verið í notkun í um 18 mánuði útaf COVID-19.
Fullt af hlutum sem endast illa þegar þeir eru bara kyrrstæðir. Bílar eru þannig, þeir vilja ekki vera kyrrstæðir lengi. Ég hjólaði einu sinni í vinnuna í mánuð og notaði bílinn ekkert allan tímann, svo ætla ég að ræsa hann og það var eiginlega kraftaverk að hafa komið honum aftur í gang og náð að láta hjólin snúast aftur.
Þetta hefur aldrei gerst að flugfloti heimsins er bara idle svona 90%, þannig að við vitum ekkert hvaða áhrif þetta hefur á flugöryggi.
Er allavega ekki spenntur fyrir því að fljúga á næstu 2-3 árum.
Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur.
Allir partar sem skilgreina má sem critical components hafa ekki einungis flight hours líftíma, heldur date líka.
Skipt um allt óháð því hvort hún sé í service eða ekki.
Þegar allt stoppaði var ég að skipta út rááándýrum varahlutum sem höfðu aldrei tekið á loft, en voru bara fallnir á date…
Aldrei að vita hverjir ætla að spara sér eitthvað og sleppa einhverju viðhaldi, kannski í fátækari löndum. En það verður áhugavert að sjá flugflotann taka sig aftur á loft.
Boeing Max
Re: Boeing Max
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Flogið 2-3x með max. Þvílíkt cozy ride. Það voru svona 100þús sinnum meiri líkur að ég drepist í umferðinni á þessu ári.
Re: Boeing Max
Skil vel vantraustið.
Finnst bara harla ólíklegt, eftir tvö mannskæð slys og nærri tveggja ára kyrrsetningu, að flugmálayfirvöld beggja megin Atlantshafsins hafi gefið grænt ljós á tifandi tímasprengju.
Finnst bara harla ólíklegt, eftir tvö mannskæð slys og nærri tveggja ára kyrrsetningu, að flugmálayfirvöld beggja megin Atlantshafsins hafi gefið grænt ljós á tifandi tímasprengju.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Satt það, það eru alveg þrjár góðar ástæður fyrir að maður treystir þessum eftirlitsbransa. Og aðildarflugfélögum að þessum eftirlitsstofnunum
1.Flugslys eru bad for business þessvegna eru flest þessi flugsamgangnaeftirlit svona sterk.
2.Að lenda í mannskaða útfrá atvinnurekstri, kallar á fjölmiðla sem leitast eftir að gera skúrk úr öllu og enginn vill vera hann.
3.Sumum hvítflibbum finnst best að græða pening á fólki án þess að drepa það.
1.Flugslys eru bad for business þessvegna eru flest þessi flugsamgangnaeftirlit svona sterk.
2.Að lenda í mannskaða útfrá atvinnurekstri, kallar á fjölmiðla sem leitast eftir að gera skúrk úr öllu og enginn vill vera hann.
3.Sumum hvítflibbum finnst best að græða pening á fólki án þess að drepa það.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
mikkimás skrifaði:Skil vel vantraustið.
Finnst bara harla ólíklegt, eftir tvö mannskæð slys og nærri tveggja ára kyrrsetningu, að flugmálayfirvöld beggja megin Atlantshafsins hafi gefið grænt ljós á tifandi tímasprengju.
Það er búið að sýna að flugmálayfirvöld leyfðu Boeing að hafa eftirlit með sjálfu sér og skrifa upp á pappíra að allt væri í besta lægi.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
jonsig skrifaði:Satt það, það eru alveg þrjár góðar ástæður fyrir að maður treystir þessum eftirlitsbransa. Og aðildarflugfélögum að þessum eftirlitsstofnunum
1.Flugslys eru bad for business þessvegna eru flest þessi flugsamgangnaeftirlit svona sterk.
2.Að lenda í mannskaða útfrá atvinnurekstri, kallar á fjölmiðla sem leitast eftir að gera skúrk úr öllu og enginn vill vera hann.
3.Sumum hvítflibbum finnst best að græða pening á fólki án þess að drepa það.
Gæðaeftirlit Boeing er í molum vegna hvítflibba liðsins.
Þegar háttsettir fyrrum verkfræðingar hjá Boeing hafa komið með röstuddar fullyrðingar um að vélar þeirra séu hættulegar. Þá eru alltaf einhvejir sem trú bullinu frá spindoctorum um að þetta sé bara þvaður í fyrrum starfsmönnum.
Það var ekki séns að Boeing sé stoppað, of mikill þjóðarrembingur af hálfi kanans, ásamt því að þeir selja hernum ansi mikið af flugvélum.
Re: Boeing Max
Það þarf ekki nema að lesa skýrslurnar um þessa vél til að vilja ekki koma nálægt þessu. flýtirinn var svo mikill enda undir pressu frá flugfélögum sem vildu kaupa nýja sparneytna vél . Airbus tilbúin með vél en Boeing vildi ná þessum sölum til sín , software þróun útseld til indlands. ekkert eftirlit . falið kerfi í vélinni til þess að flugmenn þyrftu ekki kostnaðarsama simma tíma og ný type ratingu
Re: Boeing Max
Þeir eru búnir að vera í bobba með herinn lengi. Tankerar með aðskotahluti í eldsneytistönkum, þyrlur illa smíðaðar og hreinlega neitað að taka við þeim. Eina vandamálið hjá hernum er - hvert myndu þeir snúa sér? Ekki eru þeir að fara að kaupa tankera frá Airbus. Það stóð til, en Boeing kom með móttilboð sem var mörgum árum á eftir áætlun, mikið dýrara, og óklárt verkefni þegar ákvörðun var tekin. En af því að þær vélar eru smíðaðar í USA þá vinna þeir by default. Núna situr herinn uppi með 767-based KC-46 tankera sem eru langt á eftir þeim frá Airbus í verði, áætlun og mígleka í þokkabót.Tbot skrifaði:Það var ekki séns að Boeing sé stoppað, of mikill þjóðarrembingur af hálfi kanans, ásamt því að þeir selja hernum ansi mikið af flugvélum.
On 30 March 2020, the USAF announced that chronic leaks in the fuel system had been upgraded to a Category I deficiency. The USAF identified the issue in June 2019, but had not originally believed it to be serious. Crews became aware of the issue when they discovered fuel between the primary and secondary fuel protection barriers; there was no known root cause at the time of the announcement.[89] By January 2021, Boeing's losses on the program were estimated at $5 billion.[90] At the time, it was expected that the KC-46 would not be combat ready until at least late 2023.[91]
Til samanburðar er Airbus tankerinn af sömu stærð, byggður á A330, klár til afhendingar síðan 2011.
The Airbus A330 Multi Role Tanker Transport (MRTT) is an aerial refuelling tanker aircraft based on the civilian Airbus A330.
A total of 12 nations have placed firm orders for approximately 60 aircraft, of which 46 had been delivered by 30 November 2020.[2]
A version of the A330 MRTT, the EADS/Northrop Grumman KC-45, was proposed to the United States Air Force for its aerial tanker replacement program and selected, but the program was cancelled.
Boeing og Airbus eru algjör skrímsli, en sá evrópski virðist þó vera að standa við sitt gagnvart sínum kúnnum.
Síðast breytt af Dropi á Mán 31. Maí 2021 13:56, breytt samtals 1 sinni.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Boeing Max
Airbus er eiginlega franskt fyrirtæki má segja, þ.e. farþegaþotuframleiðslan. Mín reynsla af frökkum er nokkuð góð, þeir delivera nokkuð góðum productum. Held að verkfræðingarnir hjá Airbus hafi mikið um allt að segja. Svo er þetta sam-evrópskt fyrirtæki þannig að það reynir mikið á vönduð vinnubrögð og góð samskipti. Þeir reiða sig mikið á ferla og staðla, og ekki mikið um nýjungar sem þeir finna upp á sjálfir. Það eru engir forstjórar sem reyna að hámarka skammtímagróða til að borga sér ofurbónusa.
Boeing er meira orðið að einhverju yfirstjórnarfyrirtæki þar sem yfirstjórnin reynir að spara allt, verkfræðingarnir þaggaðir niður eða reknir ef þeir kvarta, og allt reynt til að hámarka gróðann svo yfirstjórnendur fái ofurbónusa. Dæmigert svona Amerískt. Þetta nýja kerfi í Max sem klikkaði er eitthvað "patch" ofan á "patch".
Þannig að hugarfar er allt öðruvísi held ég milli Boeing og Airbus. Verkfræðingar hjá Airbus myndu aldrei nálgast hlutina á sama hátt og Boeing gerði.
Boeing er meira orðið að einhverju yfirstjórnarfyrirtæki þar sem yfirstjórnin reynir að spara allt, verkfræðingarnir þaggaðir niður eða reknir ef þeir kvarta, og allt reynt til að hámarka gróðann svo yfirstjórnendur fái ofurbónusa. Dæmigert svona Amerískt. Þetta nýja kerfi í Max sem klikkaði er eitthvað "patch" ofan á "patch".
Þannig að hugarfar er allt öðruvísi held ég milli Boeing og Airbus. Verkfræðingar hjá Airbus myndu aldrei nálgast hlutina á sama hátt og Boeing gerði.
*-*
Re: Boeing Max
Það er mikið þýskt blóð í Airbus, A320 og A350 eru smíðaðar að miklu leiti í Hamburg, þar sem A32X serían er með final assembly og A350 skrokkurinn er fullkláraður í Hamburg áður en hann er sendur til Frakklands í samsetningu. Bretar eiga líka mikið í Airbus en Brexit hefur ekki verið æðislegt uppá það samband, og A380 vængirnir sem voru smíðaðir í Wales skildu eftir sig stórt gat þegar sú framleiðsla endaði, en A350 vængirnir tóku held ég að miklu leiti við.appel skrifaði:Airbus er eiginlega franskt fyrirtæki má segja, þ.e. farþegaþotuframleiðslan.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Dropi skrifaði:Það er mikið þýskt blóð í Airbus, A320 og A350 eru smíðaðar að miklu leiti í Hamburg, þar sem A32X serían er með final assembly og A350 skrokkurinn er fullkláraður í Hamburg áður en hann er sendur til Frakklands í samsetningu. Bretar eiga líka mikið í Airbus en Brexit hefur ekki verið æðislegt uppá það samband, og A380 vængirnir sem voru smíðaðir í Wales skildu eftir sig stórt gat þegar sú framleiðsla endaði, en A350 vængirnir tóku held ég að miklu leiti við.appel skrifaði:Airbus er eiginlega franskt fyrirtæki má segja, þ.e. farþegaþotuframleiðslan.
Þar að auki eru A220 og A320 þotur samsettar fyrir bandaríkjamarkað í Mobile, Alabama til að komast fram hjá verndartollum.
Re: Boeing Max
Revenant skrifaði:Dropi skrifaði:Það er mikið þýskt blóð í Airbus, A320 og A350 eru smíðaðar að miklu leiti í Hamburg, þar sem A32X serían er með final assembly og A350 skrokkurinn er fullkláraður í Hamburg áður en hann er sendur til Frakklands í samsetningu. Bretar eiga líka mikið í Airbus en Brexit hefur ekki verið æðislegt uppá það samband, og A380 vængirnir sem voru smíðaðir í Wales skildu eftir sig stórt gat þegar sú framleiðsla endaði, en A350 vængirnir tóku held ég að miklu leiti við.appel skrifaði:Airbus er eiginlega franskt fyrirtæki má segja, þ.e. farþegaþotuframleiðslan.
Þar að auki eru A220 og A320 þotur samsettar fyrir bandaríkjamarkað í Mobile, Alabama til að komast fram hjá verndartollum.
Var það ekki bara A220 prógrammið sem þurfti að komast framhjá verndartollum? Fyrst ætluðu þeir að smíða A330 tankerinn í Mobile, sem féll í gegn og var síðan breytt í A320 verksmiðju sem var sett upp til að selja sig betur til Bandarísku flugfélaganna. Síðan lentu Bombardier í bobba og seldu C-Series prógrammið á $1 til Airbus, sem endurskýrðu vélarnar A220, svo að það mætti nota verksmiðjurnar og innviðin sem eru í Mobile til að komast framhjá nýju tollunum sem voru settir á vélarnar af Trump og Boeing. Vélarnar eru bara samsettar, ekki smíðaðar á staðnum. Þeir flytja inn búkinn, vængina, stélið og fleira til Mobile frá Evrópu og Kanada.
Síðast breytt af Dropi á Mán 31. Maí 2021 15:02, breytt samtals 1 sinni.
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Boeing Max
Tbot skrifaði:mikkimás skrifaði:Skil vel vantraustið.
Finnst bara harla ólíklegt, eftir tvö mannskæð slys og nærri tveggja ára kyrrsetningu, að flugmálayfirvöld beggja megin Atlantshafsins hafi gefið grænt ljós á tifandi tímasprengju.
Það er búið að sýna að flugmálayfirvöld leyfðu Boeing að hafa eftirlit með sjálfu sér og skrifa upp á pappíra að allt væri í besta lægi.
Það var fyrir slysin tvö og kyrrsetninguna.
Þetta er eftir.
Stór munur...eða það vona ég allavega.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
mikkimás skrifaði:Tbot skrifaði:mikkimás skrifaði:Skil vel vantraustið.
Finnst bara harla ólíklegt, eftir tvö mannskæð slys og nærri tveggja ára kyrrsetningu, að flugmálayfirvöld beggja megin Atlantshafsins hafi gefið grænt ljós á tifandi tímasprengju.
Það er búið að sýna að flugmálayfirvöld leyfðu Boeing að hafa eftirlit með sjálfu sér og skrifa upp á pappíra að allt væri í besta lægi.
Það var fyrir slysin tvö og kyrrsetninguna.
Þetta er eftir.
Stór munur...eða það vona ég allavega.
Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) gerðu sjálfstæða athugun á 737 max eftir flugslysin því þau treystu ekki þeim bandarísku (FAA).
Kröfur EASA um úrbætur (Airworthiness Directive) voru ítarlegri en þær sem FAA gaf út en íslensk flugmálayfirvöld (og þar með íslensk flugfélög) fylgja EASA.
Re: Boeing Max
Er þetta ekki sami söngurinn og með A línu benzana og elgsprófið, þetta er leyst með því að hlaða alskonar nýrri tækni undir húddið.
https://europe.autonews.com/article/201 ... s-recalled
Ef önnur MAX vél ferst eða hlekkist á og það er ekki útskýrt í döðlur á þrem korterum, þá mun fólk tengja það við þennan galla og ekkert annað.
Ef við umorðum þetta aðeins:
Boeing veit, hluthafar þerirra vita og yfirvöld í USA vita, að ef gallar á vélinni halda áfram að koma fram þá verður félagið líklega skaðabótaskylt og tapar verðgildi sínu. Flugvélaiðnaðurinn í USA mun minnka og líklega aldrei ná sér aftur. Boeing mun reyna að fá einhverja aura fyrir tækni og einkaleyfi og þar sem þeir vilja ekki selja til Kína eða Rússlands, þá mun Evrópa fá þetta ódýrt og leiða framleiðslu farþegaflugvéla um ókomna tíð.
Það er því virkilega mikil áhætta í þessu og ég trúi ekki öðru en að allt, ALLT hafi verið gert til að koma í veg fyrir frekara tjón.
https://europe.autonews.com/article/201 ... s-recalled
Ef önnur MAX vél ferst eða hlekkist á og það er ekki útskýrt í döðlur á þrem korterum, þá mun fólk tengja það við þennan galla og ekkert annað.
Ef við umorðum þetta aðeins:
Boeing veit, hluthafar þerirra vita og yfirvöld í USA vita, að ef gallar á vélinni halda áfram að koma fram þá verður félagið líklega skaðabótaskylt og tapar verðgildi sínu. Flugvélaiðnaðurinn í USA mun minnka og líklega aldrei ná sér aftur. Boeing mun reyna að fá einhverja aura fyrir tækni og einkaleyfi og þar sem þeir vilja ekki selja til Kína eða Rússlands, þá mun Evrópa fá þetta ódýrt og leiða framleiðslu farþegaflugvéla um ókomna tíð.
Það er því virkilega mikil áhætta í þessu og ég trúi ekki öðru en að allt, ALLT hafi verið gert til að koma í veg fyrir frekara tjón.
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Dropi skrifaði:Þetta var það sem maður hélt þegar PIA vélin fórst í fyrra enda voru öll spjótum beint að viðhaldi og kyrrsetningu vélarinnar, en kom í ljós að það voru réttindalausir flugmenn of uppteknir að tala um covid og lentu vélinni á maganum, óþægilega algengt í Pakistan. Ástæðan fyrir því að PIA fær ekki að fljúga til Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.appel skrifaði:ColdIce skrifaði:appel skrifaði:Ég hef eiginlega smá meiri áhyggjur af flugflota heimsins almennt eftir að hafa ekki verið í notkun í um 18 mánuði útaf COVID-19.
Fullt af hlutum sem endast illa þegar þeir eru bara kyrrstæðir. Bílar eru þannig, þeir vilja ekki vera kyrrstæðir lengi. Ég hjólaði einu sinni í vinnuna í mánuð og notaði bílinn ekkert allan tímann, svo ætla ég að ræsa hann og það var eiginlega kraftaverk að hafa komið honum aftur í gang og náð að láta hjólin snúast aftur.
Þetta hefur aldrei gerst að flugfloti heimsins er bara idle svona 90%, þannig að við vitum ekkert hvaða áhrif þetta hefur á flugöryggi.
Er allavega ekki spenntur fyrir því að fljúga á næstu 2-3 árum.
Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur.
Allir partar sem skilgreina má sem critical components hafa ekki einungis flight hours líftíma, heldur date líka.
Skipt um allt óháð því hvort hún sé í service eða ekki.
Þegar allt stoppaði var ég að skipta út rááándýrum varahlutum sem höfðu aldrei tekið á loft, en voru bara fallnir á date…
Aldrei að vita hverjir ætla að spara sér eitthvað og sleppa einhverju viðhaldi, kannski í fátækari löndum. En það verður áhugavert að sjá flugflotann taka sig aftur á loft.
https://www.dv.is/pressan/2021/6/18/skildi-mida-eftir-flugvelinni-fannst-eftir-435-daga/
"Give what you can, take what you need."
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Boeing Max
Var að koma úr flugi Dyrhólaey, sem er einn af möxunum.
10/10
Hljóðlát og súper smooth. Would go again.
Tilbreyting frá þessu gamla rusli sem Icelandair hefur verið að fljúga. Vatn í tökkunum fyrir ofan mann, olíubræla, og mikill hávaði.
Það var ótrúlegt að borga minna fyrir WOW flugin og fá miklu betri vélar
10/10
Hljóðlát og súper smooth. Would go again.
Tilbreyting frá þessu gamla rusli sem Icelandair hefur verið að fljúga. Vatn í tökkunum fyrir ofan mann, olíubræla, og mikill hávaði.
Það var ótrúlegt að borga minna fyrir WOW flugin og fá miklu betri vélar
- Viðhengi
-
- 3B6618DC-1F30-451C-8B95-305BB57192CC.jpeg (801.68 KiB) Skoðað 2389 sinnum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Sallarólegur skrifaði:Var að koma úr flugi Dyrhólaey, sem er einn af möxunum.
10/10
Hljóðlát og súper smooth. Would go again.
Tilbreyting frá þessu gamla rusli sem Icelandair hefur verið að fljúga. Vatn í tökkunum fyrir ofan mann, olíubræla, og mikill hávaði.
Það var ótrúlegt að borga minna fyrir WOW flugin og fá miklu betri vélar
Sastu fyrir framan eða aftan væng?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Boeing Max
GuðjónR skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Var að koma úr flugi Dyrhólaey, sem er einn af möxunum.
10/10
Hljóðlát og súper smooth. Would go again.
Tilbreyting frá þessu gamla rusli sem Icelandair hefur verið að fljúga. Vatn í tökkunum fyrir ofan mann, olíubræla, og mikill hávaði.
Það var ótrúlegt að borga minna fyrir WOW flugin og fá miklu betri vélar
Sastu fyrir framan eða aftan væng?
Aftan... #21
- Viðhengi
-
- 045226AA-42ED-4855-9BA0-E620ACD95928.png (164.2 KiB) Skoðað 2322 sinnum
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Sallarólegur skrifaði:GuðjónR skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Var að koma úr flugi Dyrhólaey, sem er einn af möxunum.
10/10
Hljóðlát og súper smooth. Would go again.
Tilbreyting frá þessu gamla rusli sem Icelandair hefur verið að fljúga. Vatn í tökkunum fyrir ofan mann, olíubræla, og mikill hávaði.
Það var ótrúlegt að borga minna fyrir WOW flugin og fá miklu betri vélar
Sastu fyrir framan eða aftan væng?
Aftan... #21
Og samt hljóðlát? Það er magnað!
Ég reyni alltaf að vera fyrir framan 13 röð ef ég get, þoli ekki lætin í hreyflunum.
Hef einu sinni verið á Saga Class, þvílíkur munur
Re: Boeing Max
Flaug með Mývatni fyrir nokkrum árum. Var nokkrum röðum fyrir framan hreyflana og það heyrðist ekki múkk þar. Meiri hávaði þegar ég bakka út í gamla Subbanum. Hef verið fremst á Saga Class nokkrum sinnum með bæði 757 og 767 og ég myndi segja að það hafi verið svipaður hávaðu fremst í 767 og þar sem ég sat í Maxinum.
Samt mesti hávaði sem ég man eftir í flugi með Icelandair var á leið heim frá Bergen í 737-400 þegar ég var krakki, eins og vélarnar hafi verið í botni allan tímann. Eða svo var það allaveganna í minningunni.
Samt mesti hávaði sem ég man eftir í flugi með Icelandair var á leið heim frá Bergen í 737-400 þegar ég var krakki, eins og vélarnar hafi verið í botni allan tímann. Eða svo var það allaveganna í minningunni.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Boeing Max
Hizzman skrifaði:Hljóðlátasta flug sem ég hef verið í var í fremstu röð í MD-80.
Enda eins langt frá viftunum eins og hægt er.
Gaman að sjá hvað Vaktarar eru almennt miklir flugvélanördar (eða bara nördar almennt)
Ég er þá vonandi ekki eini maðurinn sem heyrir í þotu fljúga yfir og hoppa beint á Flghtradar24 til að sjá hvert það Turkish Airways flug er að fara
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: Boeing Max
Jón Ragnar skrifaði:Hizzman skrifaði:Hljóðlátasta flug sem ég hef verið í var í fremstu röð í MD-80.
Enda eins langt frá viftunum eins og hægt er.
Gaman að sjá hvað Vaktarar eru almennt miklir flugvélanördar (eða bara nördar almennt)
Ég er þá vonandi ekki eini maðurinn sem heyrir í þotu fljúga yfir og hoppa beint á Flghtradar24 til að sjá hvert það Turkish Airways flug er að fara
Sekur. Ég eyddi góðri kvöldstund í góðu veðri í Boston, vopnaður Flight Radar, að horfa á hinar og þessar vélar taka á loft frá Logan.
Geri þetta svo nánast alltaf þegar ég er svo í nálægð við flugvöll.....
Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic
Re: Boeing Max
Sekur einnig. Fer líka stundum á live YT frá flugvöllum og skoða F24 á sama tíma. Annars hef ég ekki lengur áhyggjur af hávaða í flugvélum, ANC ftw!