Ég er algjör byrjandi þegar kemur að linux og FreeNAS en ég var með tvær fikt vélar, eina á FreeNAS sem ég notaði sem gagnageymslu og svo er ég með eina linux vél sem keyrir á Ubuntu. Ég var að reyna að nota þetta saman sem einhverskonar media server en ég var ekki alveg að fíla vesenið á að láta allt virka saman svo ég dumpaði FreeNAS vélinni og setti alla diskana í Ubuntu vélina og setti upp LVM. Þetta er ekki sett upp í neitt sérstakt raid (held ég, er enn að læra á þetta) heldur eru diskarnir saman sem ein heild. En vandamálið við það er backup, þetta er í bland gögn sem ég vil ekki missa og gögn sem yrði vesen að ná í aftur við gagnamissi.
Ég hef því tvær spurningar, hvað væri ráðlagt að gera sem backup á Ubuntu? Einnig langar mig mikið til að fikta með iSCSI til að tengja þá sem drif á Win tölvunni minni, ég gæti þá mögulega notað Backblaze fyrir drifin en ég finn fáa guidea til að búa til host á Ubuntu og tengja það við Windows. Einhverjar uppástungur með það?
Takk.
Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- spjallið.is
- Póstar: 445
- Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
- Reputation: 74
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Mæli sterklega með Unraid. Getur eiginlega gert allt þar sem þú lýsir
- Software RAID. Velur disk (alltaf stærsti diskurinn) sem backup diskinn, eða Parity, og Unraid sér um rest. Mátt missa einn disk fyrir hvern Parity disk
- Keyrt VM eins og Ubuntu. Unraid er í hlutverki hypervisor
- Docker
- NFS og SMB
Duplicati er gott tól til að keyra backup reglur á external host. Nota þetta sjálfur til að keyra á nóttinni yfir í Onedrive það allra mikilvægasta
- Software RAID. Velur disk (alltaf stærsti diskurinn) sem backup diskinn, eða Parity, og Unraid sér um rest. Mátt missa einn disk fyrir hvern Parity disk
- Keyrt VM eins og Ubuntu. Unraid er í hlutverki hypervisor
- Docker
- NFS og SMB
Duplicati er gott tól til að keyra backup reglur á external host. Nota þetta sjálfur til að keyra á nóttinni yfir í Onedrive það allra mikilvægasta
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Er ekki Unraid stýrikerfi? Eða get ég sett það upp á Ubuntu? Eða þarf ég að nota Ubuntu sem VM í Unraid?
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- spjallið.is
- Póstar: 445
- Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
- Reputation: 74
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Unraid er í raun hypervisor en það er einfalt að setja upp Ubuntu sem VM
Mætti lauslega flokka sem stýrikerfi en þú setur ekki upp nein forrit. Dæmi um hypervisora er VMware ESXi, Proxmox, FreeNAS, Linux KVM. Hyper-V er hypervisor keyrður ofan á stýrikerfi
Ég er að nota gamlan, venjulegan turn með 6 diskum og Unraid sér um allt storage. Það er innbyggt SMB í Unraid sem ég get tengt við Windows vélina mína í gegnum network drive
Mætti lauslega flokka sem stýrikerfi en þú setur ekki upp nein forrit. Dæmi um hypervisora er VMware ESXi, Proxmox, FreeNAS, Linux KVM. Hyper-V er hypervisor keyrður ofan á stýrikerfi
Ég er að nota gamlan, venjulegan turn með 6 diskum og Unraid sér um allt storage. Það er innbyggt SMB í Unraid sem ég get tengt við Windows vélina mína í gegnum network drive
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Mæli sterklega með að gera þetta i Unraid eða slíku. Unraid er hugsað líka sem gagngeymsla sem keyrir Docker fyrir þjónustur og sýndarvélar.
Hendir svo upp Ubuntu sýndarvél sem þú getur leikið þér á, ef þú fokkar henni upp þá er allt save nema það sem var á þeirri syndarvél. Ert allavega í þægilegra umhverfi uppá gögninn þín.
ProxMox er líka fínt í þetta, FreeNas líka eins og þú varst að reyna, en lendir á stein þar og er þá kannski betra að reyna auðveldari leið og keyra allt á einu jarni
Hendir svo upp Ubuntu sýndarvél sem þú getur leikið þér á, ef þú fokkar henni upp þá er allt save nema það sem var á þeirri syndarvél. Ert allavega í þægilegra umhverfi uppá gögninn þín.
ProxMox er líka fínt í þetta, FreeNas líka eins og þú varst að reyna, en lendir á stein þar og er þá kannski betra að reyna auðveldari leið og keyra allt á einu jarni
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
Takk fyrir svörin, ég kíki á Unraid
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Backup og tenging á milli Ubuntu og Windows
ZiRiuS skrifaði:Ég er algjör byrjandi þegar kemur að linux og FreeNAS en ég var með tvær fikt vélar, eina á FreeNAS sem ég notaði sem gagnageymslu og svo er ég með eina linux vél sem keyrir á Ubuntu. Ég var að reyna að nota þetta saman sem einhverskonar media server en ég var ekki alveg að fíla vesenið á að láta allt virka saman svo ég dumpaði FreeNAS vélinni og setti alla diskana í Ubuntu vélina og setti upp LVM. Þetta er ekki sett upp í neitt sérstakt raid (held ég, er enn að læra á þetta) heldur eru diskarnir saman sem ein heild. En vandamálið við það er backup, þetta er í bland gögn sem ég vil ekki missa og gögn sem yrði vesen að ná í aftur við gagnamissi.
Ég hef því tvær spurningar, hvað væri ráðlagt að gera sem backup á Ubuntu? Einnig langar mig mikið til að fikta með iSCSI til að tengja þá sem drif á Win tölvunni minni, ég gæti þá mögulega notað Backblaze fyrir drifin en ég finn fáa guidea til að búa til host á Ubuntu og tengja það við Windows. Einhverjar uppástungur með það?
Takk.
Er ekki að skilja allar spurningarnar þínar en
til að share-a frá ubuntu yfir á Windows vélar þá er einfaldast að nota SMB share. Hérna er ljómandi gott video hvernig það er gert.
Ef þú villt fikta með iSCSI þá hentar Freenas ágætlega í það, hef sjálfur gert það með fínasta árangri. Hef ekki þurft að pæla í því á Linux en það er alveg í boði. Freenas gerir það bara miklu einfaldara.
Til að nota LVM þá þarftu einfaldalega að læra á helstu skipanir og skilja hvernig það virkar og átta þig á helstu diska skipunum í linux. í stuttu máli er LVM aritektúrinn eigninlega þrískiptur 1) Physical volume layer 2) Volume Group layer og 3) logical volume layer . Þetta gerir það að verkum að það er einfalt að bæta við diskum í Volume grúppur og fjarlægja úr volume grúppun t.d þegar diskur er gamall en þetta er ekki skilgreint sem raid.
ef ég væri að gera file offsite afrit af ubuntu vél myndi ég nota rclone og afrita í einhverja skýjalausn
Ef þú villt fara auðveldu leiðina þá notaru Unraid.
Edit: Og já svo það sé skýrt þá er þessi vísa aldrei of oft kveðin "Raid er ekki backup"
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 12. Jún 2021 07:52, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√