Rannsaka ip tv á íslandi
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1080
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 133
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
Rannsaka ip tv á íslandi
Sælir félagar.
Var að sjá þessa frétt inn á mbl.is datt í hug að kannski væri hægt að hafa umræðu hérna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... thjonustu/
Var að sjá þessa frétt inn á mbl.is datt í hug að kannski væri hægt að hafa umræðu hérna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... thjonustu/
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 280
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
vissi ekki að það væri ennþá verið að lögsækja piracy hér á landi, hélt öll þessi fyrirtæki hefðu tapað bardaganum og bara gleymt þessu
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
Ætli þetta sé ekki eitthvað gamalt mál. En það er svosem erfitt að berjast við erlenda aðila sem eru með svona pirate þjónustur erlendis, en þegar íslenskir aðilar með íslensk fyrirtæki eru að stunda þetta þá er auðveldara að ná í þá auðvitað.
Það var lengi vel þjóðarsport hér að ræna hugverki erlendis frá. Tölvubúðir hérna fyrir aldamótin voru að selja pireitaðar útgáfur af Windows stýrikerfinu einsog þær hefðu fundið góss í fjörunni eftir strand flutningaskips. Og tónlistarmenn stunduðu það að ræna ítölskum ballöðum og vippa yfir á íslensku og kalla það jólalög, sem enn eru spiluð í útvarpi í dag einsog háíslensk séu... þekki ekki það hvort einhver í ítalíu sé að fá greitt fyrir slík lög sem eru spiluð í útvarpi hér á hverju ári.
Oftast eru þetta eldri kallar sem ólust upp í þessu umhverfi og með þetta mentality, þegar ísland var svo einangrað að enginn vissi hvað var að gerast hérna og þannig gátu þeir komist upp með þetta. Halda að þeir geti sett upp svona iptv þjónustu í dag og endurselt efni sem þeir hafa engan rétt á að selja eða dreifa. Minnir mig á gömlu tölvubúðirnar sem seldu hér Windows 95 í gríð og erg, allt rippað.
Í dag stunda tölvubúðir slíkt ekki því það er fylgst með og allt komið í þjónustur hvortsemer, og tónlistarmönnum dettur ekki í huga að ræna svona lögum því í nútímanum er auðvelt að finna út hvort það sé stolið eða ekki.
Ef einhver er að dreifa svona efni og heldur að hann sé bara í góðu með allt lagalega og réttindalega séð þá er eitthvað mikið í gangi í hausnum á viðkomandi.
Það var lengi vel þjóðarsport hér að ræna hugverki erlendis frá. Tölvubúðir hérna fyrir aldamótin voru að selja pireitaðar útgáfur af Windows stýrikerfinu einsog þær hefðu fundið góss í fjörunni eftir strand flutningaskips. Og tónlistarmenn stunduðu það að ræna ítölskum ballöðum og vippa yfir á íslensku og kalla það jólalög, sem enn eru spiluð í útvarpi í dag einsog háíslensk séu... þekki ekki það hvort einhver í ítalíu sé að fá greitt fyrir slík lög sem eru spiluð í útvarpi hér á hverju ári.
Oftast eru þetta eldri kallar sem ólust upp í þessu umhverfi og með þetta mentality, þegar ísland var svo einangrað að enginn vissi hvað var að gerast hérna og þannig gátu þeir komist upp með þetta. Halda að þeir geti sett upp svona iptv þjónustu í dag og endurselt efni sem þeir hafa engan rétt á að selja eða dreifa. Minnir mig á gömlu tölvubúðirnar sem seldu hér Windows 95 í gríð og erg, allt rippað.
Í dag stunda tölvubúðir slíkt ekki því það er fylgst með og allt komið í þjónustur hvortsemer, og tónlistarmönnum dettur ekki í huga að ræna svona lögum því í nútímanum er auðvelt að finna út hvort það sé stolið eða ekki.
Ef einhver er að dreifa svona efni og heldur að hann sé bara í góðu með allt lagalega og réttindalega séð þá er eitthvað mikið í gangi í hausnum á viðkomandi.
*-*
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
Skrítið að það sé ekki komið sama system hér og td er í þýskalandi, ef þú nærð í eitthvað af torrent sem er stolið þá færðu feita sekt , lögmenn sem eru í því að láta fylgjast með torrent trackerum og senda eigendum ip talnana reikning
Síðast breytt af kjartanbj á Mið 26. Maí 2021 22:07, breytt samtals 1 sinni.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
kjartanbj skrifaði:Skrítið að það sé ekki komið sama system hér og td er í þýskalandi, ef þú nærð í eitthvað af torrent sem er stolið þá færðu feita sekt , lögmenn sem eru í því að láta fylgjast með torrent trackerum og senda eigendum ip talnana reikning
Hef nú heyrt að það sé bara phising… þetta eru lögfræðingar að veiða fólk til að borga og hafa ekkert bakvið sig nema benda i lög sem stjórnvöld eru ekki eltast við. Fólki er, eða var, ráðlagt að hunsa þessi bréf i Þýskalandi. Veit ekki hvort þetta sé alveg svona en hef þó heyrt að þetta sé svo
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2852
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
Þetta gékk vel þegar það voru örfáar streymisveitur og íþróttirnar voru á línulegri dagskrá. Svo urðu menn gráðugir....
Netflix, Amazon Prime, Hulu, Disney+, YouTube TV, HBO Max, Apple TV Plus, Peacock, Paramount Plus, Crunchyroll, Síminn Premium, Stöð 2, sportshub, Sky Gervihnatta osfr... Spotify, Tidal, Youtube Music, Apple Music, Amazon Music...
Svo eru menn ótrúlega hissa að pirate efni er komið aftur í 2005 fílinginn
Netflix, Amazon Prime, Hulu, Disney+, YouTube TV, HBO Max, Apple TV Plus, Peacock, Paramount Plus, Crunchyroll, Síminn Premium, Stöð 2, sportshub, Sky Gervihnatta osfr... Spotify, Tidal, Youtube Music, Apple Music, Amazon Music...
Svo eru menn ótrúlega hissa að pirate efni er komið aftur í 2005 fílinginn
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
kjartanbj skrifaði:Skrítið að það sé ekki komið sama system hér og td er í þýskalandi, ef þú nærð í eitthvað af torrent sem er stolið þá færðu feita sekt , lögmenn sem eru í því að láta fylgjast með torrent trackerum og senda eigendum ip talnana reikning
Kerfið í Þýskalandi er stórgalið og misnotað í tætlur af vafasömum lögmönnum sem senda sektir hingað og þangað. Í einu dæminu var krafa send á mann á níræðisaldri sem var ekki einu sinni með internet tengingu.
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
appel skrifaði:
Það var lengi vel þjóðarsport hér að ræna hugverki erlendis frá. Tölvubúðir hérna fyrir aldamótin voru að selja pireitaðar útgáfur af Windows stýrikerfinu einsog þær hefðu fundið góss í fjörunni eftir strand flutningaskips. Og tónlistarmenn stunduðu það að ræna ítölskum ballöðum og vippa yfir á íslensku og kalla það jólalög, sem enn eru spiluð í útvarpi í dag einsog háíslensk séu... þekki ekki það hvort einhver í ítalíu sé að fá greitt fyrir slík lög sem eru spiluð í útvarpi hér á hverju ári.
ok ég skil þetta rant hjá þér... og þú fékkst mig til þess að hlægja...
En jafnframt ákvað ég að kynna mér þetta betur með Jólalögin, þetta hefur að mér sýnist alltaf verið uppi á borðum að jólalögin væru ítölsk og væntanlega greitt stefgjöld fyrir þau til réttra aðila. Björgvin Halldórsson ræðir um þetta hér í mogganum rétt fyrir jólin 1989,
https://timarit.is/page/1714332?iabr=on
off topic kannski...Hvernig splittas stefgjöld svona niður?, maður sér á t.d. á spotify, lagahöfunda og svo textahöfunda.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
zetor skrifaði:
off topic kannski...Hvernig splittas stefgjöld svona niður?, maður sér á t.d. á spotify, lagahöfunda og svo textahöfunda.
Held það viti engin
Það eru líka til gjöld sem heita flytjandagjöld sem er eða á að vera inní þessu
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
zetor skrifaði:appel skrifaði:
Það var lengi vel þjóðarsport hér að ræna hugverki erlendis frá. Tölvubúðir hérna fyrir aldamótin voru að selja pireitaðar útgáfur af Windows stýrikerfinu einsog þær hefðu fundið góss í fjörunni eftir strand flutningaskips. Og tónlistarmenn stunduðu það að ræna ítölskum ballöðum og vippa yfir á íslensku og kalla það jólalög, sem enn eru spiluð í útvarpi í dag einsog háíslensk séu... þekki ekki það hvort einhver í ítalíu sé að fá greitt fyrir slík lög sem eru spiluð í útvarpi hér á hverju ári.
ok ég skil þetta rant hjá þér... og þú fékkst mig til þess að hlægja...
En jafnframt ákvað ég að kynna mér þetta betur með Jólalögin, þetta hefur að mér sýnist alltaf verið uppi á borðum að jólalögin væru ítölsk og væntanlega greitt stefgjöld fyrir þau til réttra aðila. Björgvin Halldórsson ræðir um þetta hér í mogganum rétt fyrir jólin 1989,
https://timarit.is/page/1714332?iabr=on
off topic kannski...Hvernig splittas stefgjöld svona niður?, maður sér á t.d. á spotify, lagahöfunda og svo textahöfunda.
Sniðugt, alltaf gaman að sjá svona blast-from-the-past viðtöl. Sennilega einhverjir með hlutina í lagi þessi stærstu.
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 6484
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
russi skrifaði:zetor skrifaði:
off topic kannski...Hvernig splittas stefgjöld svona niður?, maður sér á t.d. á spotify, lagahöfunda og svo textahöfunda.
Held það viti engin
Það eru líka til gjöld sem heita flytjandagjöld sem er eða á að vera inní þessu
50% til lagahöfunda og 50% til textahöfunda
"Give what you can, take what you need."
-
- Nörd
- Póstar: 137
- Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
- Reputation: 6
- Staðsetning: 221 hfj
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
zetor skrifaði:appel skrifaði:
Það var lengi vel þjóðarsport hér að ræna hugverki erlendis frá. Tölvubúðir hérna fyrir aldamótin voru að selja pireitaðar útgáfur af Windows stýrikerfinu einsog þær hefðu fundið góss í fjörunni eftir strand flutningaskips. Og tónlistarmenn stunduðu það að ræna ítölskum ballöðum og vippa yfir á íslensku og kalla það jólalög, sem enn eru spiluð í útvarpi í dag einsog háíslensk séu... þekki ekki það hvort einhver í ítalíu sé að fá greitt fyrir slík lög sem eru spiluð í útvarpi hér á hverju ári.
ok ég skil þetta rant hjá þér... og þú fékkst mig til þess að hlægja...
En jafnframt ákvað ég að kynna mér þetta betur með Jólalögin, þetta hefur að mér sýnist alltaf verið uppi á borðum að jólalögin væru ítölsk og væntanlega greitt stefgjöld fyrir þau til réttra aðila. Björgvin Halldórsson ræðir um þetta hér í mogganum rétt fyrir jólin 1989,
https://timarit.is/page/1714332?iabr=on
off topic kannski...Hvernig splittas stefgjöld svona niður?, maður sér á t.d. á spotify, lagahöfunda og svo textahöfunda.
hérna er video sem fer í gegnum hvernig þetta splittast hjá spotify.
https://youtu.be/whQ8UBoz-To
ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
Talandi um IP TV - veit einhver um IP TV sem er með allar norrænu ríkisstöðvarnar (DR1, DR2, NRK1, NRK2, SVT1, SVT2 o.fl.)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
thrkll skrifaði:Talandi um IP TV - veit einhver um IP TV sem er með allar norrænu ríkisstöðvarnar (DR1, DR2, NRK1, NRK2, SVT1, SVT2 o.fl.)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
Síminn Heimur Evrópaa er með margar norrænar stöðvar
https://www.siminn.is/verdskrar/sjonvarp
Annars er þetta snild
https://bestiptv.shop
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Kóngur
- Póstar: 6484
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
thrkll skrifaði:Talandi um IP TV - veit einhver um IP TV sem er með allar norrænu ríkisstöðvarnar (DR1, DR2, NRK1, NRK2, SVT1, SVT2 o.fl.)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
Ég hugsa að það sé hægt að horfa á flestar þessar stöðvar á síðunum þeirra frítt.
"Give what you can, take what you need."
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
gnarr skrifaði:thrkll skrifaði:Talandi um IP TV - veit einhver um IP TV sem er með allar norrænu ríkisstöðvarnar (DR1, DR2, NRK1, NRK2, SVT1, SVT2 o.fl.)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
Ég hugsa að það sé hægt að horfa á flestar þessar stöðvar á síðunum þeirra frítt.
Ég held að það sé hægt að horfa á þær allar svo lengi sem maður er VPN tengdur í hvert land fyrir sig. En ég var meira að pæla í einhverri aðeins notendavænni lausn til að horfa á þetta í sjónvarpinu.
gnarr skrifaði:Annars er þetta snild
https://bestiptv.shop
Prófaði að skrá mig þarna fyrir 15€ og þetta lítur nokkuð vel út. Get horft á allar norrænar stöðvar sem ég get hugsað mér. Varð frekar hissa að þarna virkar líka Stöð 2 (Sjónvarp Símans og fleira virðist ekki virka). Get líka horft á Hringbraut/N4/Kringvarpið sem ég var ekki búinn að átta mig á hvernig ég myndi setja upp í Android TV. Nú vantar bara að geta horft á Alþingisstöðina í sjónvarpinu
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
Ég hef verið að nota IPTV í gegnum TD með því að gefa donation. Fæ mjög mikið af sjónvarpstöðvum og voru að bæta íslandi inn en ekki beint mikið að virka.
10900K - ASUS Z490-E Gaming - EVGA 1080Ti FTW3 - 32GB 4x8 DDR4-3000( ) Corsair D Platinum - Samsung 970 EVO Plus 1TB - EVGA SuperNOVA P2 850W - ASUS PG279Q - Lian Li 011 Dynamic
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
trusterr skrifaði:Ég hef verið að nota IPTV í gegnum TD með því að gefa donation. Fæ mjög mikið af sjónvarpstöðvum og voru að bæta íslandi inn en ekki beint mikið að virka.
TD?
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
zetor skrifaði:trusterr skrifaði:Ég hef verið að nota IPTV í gegnum TD með því að gefa donation. Fæ mjög mikið af sjónvarpstöðvum og voru að bæta íslandi inn en ekki beint mikið að virka.
TD?
Torrentday
10900K - ASUS Z490-E Gaming - EVGA 1080Ti FTW3 - 32GB 4x8 DDR4-3000( ) Corsair D Platinum - Samsung 970 EVO Plus 1TB - EVGA SuperNOVA P2 850W - ASUS PG279Q - Lian Li 011 Dynamic
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
Get útvegað prufum að þessari þjónustu sem er með íslensku rásirnar ef menn hafa áhuga.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 280
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
CendenZ skrifaði:Þetta gékk vel þegar það voru örfáar streymisveitur og íþróttirnar voru á línulegri dagskrá. Svo urðu menn gráðugir....
Netflix, Amazon Prime, Hulu, Disney+, YouTube TV, HBO Max, Apple TV Plus, Peacock, Paramount Plus, Crunchyroll, Síminn Premium, Stöð 2, sportshub, Sky Gervihnatta osfr... Spotify, Tidal, Youtube Music, Apple Music, Amazon Music...
Svo eru menn ótrúlega hissa að pirate efni er komið aftur í 2005 fílinginn
helvíti nice að vera pirate núna þar sem þeir eru að premiera bíómyndir á streymisveitum, ekkert lengur CAM útgáfur, bara straight up WEBRip, hlýtur að vera mesta sóun að borga fyrir alla þessa platforma, getur fengið þetta allt á einum stað gegnum torrents
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
thrkll skrifaði:Talandi um IP TV - veit einhver um IP TV sem er með allar norrænu ríkisstöðvarnar (DR1, DR2, NRK1, NRK2, SVT1, SVT2 o.fl.)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
Nova TV. Það kostar 890 kr á mánuði.
Re: Rannsaka ip tv á íslandi
jonfr1900 skrifaði:thrkll skrifaði:Talandi um IP TV - veit einhver um IP TV sem er með allar norrænu ríkisstöðvarnar (DR1, DR2, NRK1, NRK2, SVT1, SVT2 o.fl.)?
Eða jafnvel betra, er einhver leið til að borga fyrir svona pakka löglega (án þess að fá fullt af einhverju aukarusli með)?
Nova TV. Það kostar 890 kr á mánuði.
Snilld. Þetta er einmitt það sem ég var að leita að. Takk!