Boeing Max

Allt utan efnis

Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Boeing Max

Pósturaf Fautinn » Fim 27. Maí 2021 22:28

Sælir, hvaða skoðun hafa menn á Flugleiðum (Icelandair með Max vélarnar).

Því að ég hef haft illan bifur á þeim frá byrjun eftir að Max byrjaði að bila, við vorum bara heppin að Usa og UK lokuðu á þessar vélar, annars hefðum við líklega getað orðið fyrir stórslysi. Hugsanlega kannski perhaps eru þetta bestu vélarnar eftir allt sem undan er gengið en maður treystir þeim ekki alveg. En það átti að fljúga fram í rauðan dauðann.

https://www.icelandair.com/is/flug/kynn ... g-737-max/

https://www.vb.is/frettir/bann-breta-ko ... rt/153223/
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... max_thota/
https://www.visir.is/g/20191931432d
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... celandair/
https://stundin.is/grein/8693/icelandai ... -velarnar/
https://www.frettabladid.is/frettir/sam ... otimabaer/
https://www.frettabladid.is/frettir/oti ... celandair/




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf kjartanbj » Fim 27. Maí 2021 22:34

Mín fjölskylda fer ekki upp í þessar vélar. Icelandair er þar með útilokað hjá mér að ferðast með það sem ómögulegt er að vita örugglega fyrirfram með hvernig vél er flogið , fer ekki upp í þessar vélar, þó ekki nema fyrir prinsippið,. þessar vélar eru alger skandall frá a-ö og Boeing ætti að skammast sín



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf DaRKSTaR » Fim 27. Maí 2021 22:52

mun aldrei stíga um borð í þessari vélar.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf DabbiGj » Fim 27. Maí 2021 23:26

Mig grunar að eftir allt sem hefur gengið á að þetta séu örrugustu vélarnar til að fljúga með



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf jericho » Fim 27. Maí 2021 23:27

Mun ekki fljúga með Max



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf Moldvarpan » Fim 27. Maí 2021 23:35

Mæli með að þið horfið á Air Crash Investigation S20E04 The Boeing Max 8 þáttinn.

Boeing gerði mistök í kappi sínu við Airbus og tók shortcuts, þeir héldu að þær myndu ekki hafa áhrif.

En það voru mistök, sem urðu til þess að flugmenn sem flugu þessum vélum sem hröpuðu, vissu ekki hvernig þeir áttu að bregðast við þegar þetta vandamál kom upp í flugi. Það endaði með að þessar tvær Max 8 vélar hröpuðu.

Í flugvélum á að vera redundancy, þannig að ef eitt kerfi/skynjari klikkar, þá ertu með önnur kerfi/skynjara til að reiða þig á.

Nú er það redundancy komið í þessar vélar. Sömuleiðis þá er búið að þjálfa flugmenn til að takast á við þessa hegðun flugvélarinnar.


Ekkert af þessu var til staðar þegar vélarnar tvær hröpuðu til jarðar, og það var hárrétt ákvörðun á þeim tíma að kyrrsetja þær.

En á þessum tímapunkti, þá er búið að laga vandamálið og þjálfa fólkið betur.

Svo jú, ég myndi fara upp í slíka vél Icelandair. Þær eru orðnar öruggar.

En ég skil vel áhyggjur fólks.
Síðast breytt af Moldvarpan á Fim 27. Maí 2021 23:36, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf gnarr » Fös 28. Maí 2021 02:25

Moldvarpan skrifaði:En á þessum tímapunkti, þá er búið að laga vandamálið og þjálfa fólkið betur.

Svo jú, ég myndi fara upp í slíka vél Icelandair. Þær eru orðnar öruggar.

En ég skil vel áhyggjur fólks.


Þú meinar "Það er búið að laga þetta vandamál".

Það þýðir ekki að það séu ekki þúsund önnur vandamál sem hafa sloppið undir ratsjána á meðan Boeing hefur verið rekið eins og það hefur verið síðustu ár. Ég ætla að láta þessar vélar í friði þangað til það eru komin circa 10 slysalaus ár á þeim.


"Give what you can, take what you need."


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf ColdIce » Fös 28. Maí 2021 07:03

Í dag eru þetta frábærar vélar sem ég myndi treysta.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf worghal » Fös 28. Maí 2021 07:51

gnarr skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:En á þessum tímapunkti, þá er búið að laga vandamálið og þjálfa fólkið betur.

Svo jú, ég myndi fara upp í slíka vél Icelandair. Þær eru orðnar öruggar.

En ég skil vel áhyggjur fólks.


Þú meinar "Það er búið að laga þetta vandamál".

Það þýðir ekki að það séu ekki þúsund önnur vandamál sem hafa sloppið undir ratsjána á meðan Boeing hefur verið rekið eins og það hefur verið síðustu ár. Ég ætla að láta þessar vélar í friði þangað til það eru komin circa 10 slysalaus ár á þeim.

eftir þessi slys og allt sem kom upp í kringum það, þá geturu bókað að þeir fóru yfir ALLT, ekki bara þessi einu vandamál.
þeir eiga ekki efni á að meira komi upp seinna og meikar bara sense fyrir þá að gjörsamlega taka allt í gegn.
þessar vélar eru orðnar safe og er þetta bara farið að jaðra við tinfoil hat hegðun hjá fólki að vilja ekki fljúga með þeim ](*,)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf appel » Fös 28. Maí 2021 10:20

Mjög blendnar tilfinningar.

Það er vissulega búið að prófa þessar vélar í ræmur núna og yfirfara allt saman, þannig að þær eru allavega öruggari en þær voru.

En maður er náttúrulega smeykur við þessar vélar.

Ég vona bara að ég þurfi ekkert að fljúga á næstunni og get látið aðra um að beta prófa þessar vélar til að sjá hvort þær séu öruggar.


*-*


Toy-joda
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 25. Maí 2021 12:12
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf Toy-joda » Fös 28. Maí 2021 10:43

Líklegra að vinna í Euro jackpot en að lenda í slysinu í þessari vél.


5800x/RTX4070ti
1600x/RTX2080

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf Viktor » Fös 28. Maí 2021 11:00

Ég held að flugferð með Maxinum sé miklu öruggari en bílferðin mín á morgnanna, svo ég skal glaður taka flug með henni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf Dropi » Fös 28. Maí 2021 11:04

Ég flaug saga class í Max 8 hjá Icelandair og það var lygilegt hvað heyrðist lítið í vélinni, flaug með Icelandair tvisvar í mánuði í 3 ár akkúrat þegar þetta var allt að gerast. Saknaði þess aðeins hvað það er lítill hávaði í max þegar ég var aftur kominn í 757. Aftur á móti sem dyggur áhugamaður um flug, flugvélar og allt sem snýr að því þá verður erfitt að treysta Boeing almennilega héðan í frá. Þeir hafa sýnt sitt rétta andlit þessi síðustu ár með 787 og 777X kaosið, ofaná þetta svakalega Max dæmi allt saman. Eins og þetta var flott fyrirtæki þá líður mér einfaldlega betur í Airbus vél.

Þetta byrjaði heldur ekki með Maxinum, 737-NG vélarnar eru að eldast hraðar en þær áttu að eldast sökum því að gafflarnir sem halda skrokknum saman voru illa smíðaðir og fóru í gegnum gæðaeftirlitið á sínum tíma þegar það hefði átt að hafna mörgum þeirra. Kyrrsetning um árið á 737-NG vélum í ástralíu vegna sprungna í þessum göflum langt fram fyrir endingartímann þeirra er áhyggjuefni. T.d. er Ryanair eingöngu með 737-NG vélar.

Þessi heimildarmynd frá 2010 talar um þetta vandamál: https://www.youtube.com/watch?v=IaWdEtANi-0

Fyrir mig er áhyggjuefni að þegar 737-NG vél nauðlendir eða lendir í "vægri" brotlendingu á maganum þá brotnar vélin oft í þrennt, þar sem þessir gaflar eru veikastir. T.d. er Airbus A320 sambærileg vél sem sýnir ekki fram á þessa hegðun.

A320 vélin sem lenti í Hudson ánni og gerði Sully frægan þegar allir komust lífs af, hefði steindrepið farþegana ef hún hefði ekki haldist í heilu lagi. Hver veit hvað hefði gerst ef þetta væri 737-NG.

Tek fram að ég flaug oft með Pegasus og Turkish airlines til Istanbul í 737-NG, bæði flugfélög sem hafa drepið fólk með þeirri vél. Síðast í Febrúar 2020 fór Pegasus vél fram af flugvellinum Sabiha Gokcen í Istanbul, brotnaði í þrennt og drap 3 farþega ásamt því að slasa alla sem ekki dóu.

737-NG
“The fatalities didn’t occur because of the accident,” Michael Dreikorn said of the fatal accidents in Amsterdam and Colombia. “The people died because the airplane broke apart where it should not have.”

Mynd
Mynd
Mynd


Airbus A320 til samanburðar
Mynd
Mynd
Mynd
Síðast breytt af Dropi á Fös 28. Maí 2021 11:12, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Toy-joda
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 25. Maí 2021 12:12
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf Toy-joda » Fös 28. Maí 2021 12:01

Allt gott og vel. Vonandi notar þú ennþá grímu.


5800x/RTX4070ti
1600x/RTX2080

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf urban » Fös 28. Maí 2021 12:27

Þessu hluti þessa véla er sjálfsagt orðinn öruggasti búnaður í flugi næstu árin, það er að segja MCAS búnaðurinn.

En það breytir því ekki að þessi búnaður sem að er að setja í vélarnar er náttúrulega bara útaf rangri hönnun.
Of stórir hreyflar miðað við stærð á bæði vél og vængjum og útaf því rangt staðsettir.

Síðan var vélin víst sérstykt í kringum miðhlutann til þess að þola þetta, sem að fokkaði í styrkleikanum á vélinni
Hérna er grein sem að kemur aðeins inná þetta.
https://www.eetimes.com/software-wont-f ... -airframe/


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf agnarkb » Fös 28. Maí 2021 13:31

Æðislegt að fljúga með þeim, heyrist varla í þeim. Neita því samt ekki að mitt traust til Boeing hefur tekið hressilega dýfu eftir allt þetta og það sem fram hefur komið úr rannsóknum í verkferla Boeing varðandi þessa vél.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


tonycool9
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Mið 12. Okt 2005 23:04
Reputation: 7
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf tonycool9 » Fös 28. Maí 2021 13:39

Hressandi að skoða svona myndir og umræðu fyrir flugið í næstu viku,úff og ég er svo flughræddur fyrir.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf GuðjónR » Fös 28. Maí 2021 14:28

tonycool9 skrifaði:Hressandi að skoða svona myndir og umræðu fyrir flugið í næstu viku,úff og ég er svo flughræddur fyrir.

Ertu búinn að líftryggja þig?



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf Dropi » Fös 28. Maí 2021 15:22

tonycool9 skrifaði:Hressandi að skoða svona myndir og umræðu fyrir flugið í næstu viku,úff og ég er svo flughræddur fyrir.

Gott að minna sig á að á degi hverjum fyrir covid voru, vonandi man ég tölurnar rétt, 200-300 þúsund flug á dag um allan heim. Það er hroki að halda að maður sé nógu merkilegur til að lenda í einhverju öðru en óþægindum í rassvöðvanum. :happy


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf kjartanbj » Fös 28. Maí 2021 17:55

Þær eiga vera orðnar öruggar, en samt er alltaf verið að finna eitthvað nýtt að þeim.. síðast rafmagns vesen eitthvað. ég held ég sleppi bara taka neina sénsa með þetta drasl . þær eru ennþá með mótorana á röngum stað þeas þeir leitast við að láta nefið ofrísa ef þeim er gefið of mikið inn. og þetta software dót Mcas sem átti að koma í veg fyrir það er ennþá þarna. nú eru þeir bara búnir að láta báða Angle of attack skynjarana bera saman í stað þess að bara annar þeirra stýrði Mcas kerfinu . ég ætla samt ekki að treysta þessum vélum , nógur er skandallinn þegar maður les allar skýrslurnar og svona

held mig bara við Airbus sé þess kostur




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf ColdIce » Fös 28. Maí 2021 19:55

If it aint Boeing,
I aint going!


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf appel » Fös 28. Maí 2021 20:13

Ég hef eiginlega smá meiri áhyggjur af flugflota heimsins almennt eftir að hafa ekki verið í notkun í um 18 mánuði útaf COVID-19.

Fullt af hlutum sem endast illa þegar þeir eru bara kyrrstæðir. Bílar eru þannig, þeir vilja ekki vera kyrrstæðir lengi. Ég hjólaði einu sinni í vinnuna í mánuð og notaði bílinn ekkert allan tímann, svo ætla ég að ræsa hann og það var eiginlega kraftaverk að hafa komið honum aftur í gang og náð að láta hjólin snúast aftur.

Þetta hefur aldrei gerst að flugfloti heimsins er bara idle svona 90%, þannig að við vitum ekkert hvaða áhrif þetta hefur á flugöryggi.

Er allavega ekki spenntur fyrir því að fljúga á næstu 2-3 árum.
Síðast breytt af appel á Fös 28. Maí 2021 20:13, breytt samtals 1 sinni.


*-*


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf ColdIce » Fös 28. Maí 2021 20:18

appel skrifaði:Ég hef eiginlega smá meiri áhyggjur af flugflota heimsins almennt eftir að hafa ekki verið í notkun í um 18 mánuði útaf COVID-19.

Fullt af hlutum sem endast illa þegar þeir eru bara kyrrstæðir. Bílar eru þannig, þeir vilja ekki vera kyrrstæðir lengi. Ég hjólaði einu sinni í vinnuna í mánuð og notaði bílinn ekkert allan tímann, svo ætla ég að ræsa hann og það var eiginlega kraftaverk að hafa komið honum aftur í gang og náð að láta hjólin snúast aftur.

Þetta hefur aldrei gerst að flugfloti heimsins er bara idle svona 90%, þannig að við vitum ekkert hvaða áhrif þetta hefur á flugöryggi.

Er allavega ekki spenntur fyrir því að fljúga á næstu 2-3 árum.

Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur.
Allir partar sem skilgreina má sem critical components hafa ekki einungis flight hours líftíma, heldur date líka.
Skipt um allt óháð því hvort hún sé í service eða ekki.
Þegar allt stoppaði var ég að skipta út rááándýrum varahlutum sem höfðu aldrei tekið á loft, en voru bara fallnir á date…


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf appel » Fös 28. Maí 2021 20:23

ColdIce skrifaði:
appel skrifaði:Ég hef eiginlega smá meiri áhyggjur af flugflota heimsins almennt eftir að hafa ekki verið í notkun í um 18 mánuði útaf COVID-19.

Fullt af hlutum sem endast illa þegar þeir eru bara kyrrstæðir. Bílar eru þannig, þeir vilja ekki vera kyrrstæðir lengi. Ég hjólaði einu sinni í vinnuna í mánuð og notaði bílinn ekkert allan tímann, svo ætla ég að ræsa hann og það var eiginlega kraftaverk að hafa komið honum aftur í gang og náð að láta hjólin snúast aftur.

Þetta hefur aldrei gerst að flugfloti heimsins er bara idle svona 90%, þannig að við vitum ekkert hvaða áhrif þetta hefur á flugöryggi.

Er allavega ekki spenntur fyrir því að fljúga á næstu 2-3 árum.

Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur.
Allir partar sem skilgreina má sem critical components hafa ekki einungis flight hours líftíma, heldur date líka.
Skipt um allt óháð því hvort hún sé í service eða ekki.
Þegar allt stoppaði var ég að skipta út rááándýrum varahlutum sem höfðu aldrei tekið á loft, en voru bara fallnir á date…


Aldrei að vita hverjir ætla að spara sér eitthvað og sleppa einhverju viðhaldi, kannski í fátækari löndum. En það verður áhugavert að sjá flugflotann taka sig aftur á loft.


*-*


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Boeing Max

Pósturaf kjartanbj » Fös 28. Maí 2021 22:14

Hjá rútu fyrirtækinu sem ég var að keyra hjá eru þeir með bílana númerslausa en fá rauð númer reglulega og keyra bílana einhverja 50-80km rúnt til að halda þeim við, ekkert sem fer jafn illa með og að láta þetta standa óhreyft lengi