Besti síminn fyrir peninginn ?


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dúlli » Fim 27. Maí 2021 18:36

Sælir hvað væru bestu budget kaup í dag ?

Mig ákvað að vera allt í einu dregur, hætta að tengjast við data og batteríið deyr á 4-5 klst.

Væri til í vel speccaðan síma en þarf ekki flagship framleiðendur eins og samsung, apple. Er til að skoða aðeins og fyrir boxið.

Budget, Eins lítið og maður kemst upp með.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Viggi » Fim 27. Maí 2021 18:56

Skoðaðu xiaomi símana á mii.is og tunglskin.is. importaði mi 11pro í síðasta mánuði og er hæstánægður með hann.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Hentze
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 08. Júl 2015 23:23
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Hentze » Fim 27. Maí 2021 19:03

Sammála síðasta ræðumanni með Xiaomi símana

POCO M3 fengi mitt atkvæði fyrir bestu budget kaupin.

https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=630


AMD Ryzen 9 5900X, ASUS B550M-PLUS TUF Gaming, Gigabyte RX 5700XT gaming OC, 4x8gb DDR4 3600, Corsair RM850x 850W, Fractal Design Meshify C, Noctua NH-D15S.

Intel i7 4790k, Z97X Gigabyte gaming 5, 4x8 gb DDR3 1600, Antec high current gamer 750W , Corsair Graphite 230t, ARCTIC Freezer 13.


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dúlli » Fim 27. Maí 2021 19:12

Snild, hef akkurat verið hrifinn af vörum frá þeim.

Hvort mynduð þið segja sé betra að versla hérlendis eða að utan ? er í raun slétt sama um ábyrgðinna. Aðallega að spá í verðinu.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2998
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf gunni91 » Fim 27. Maí 2021 19:50





Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dúlli » Fim 27. Maí 2021 19:59

gunni91 skrifaði:https://elko.is/oneplus-8-pro-256gb-glacial-green-o1010ub

Slær þessu enginn við...



Samt dáldið slappt batterí, vill helst forðast það að fara upp í 100þ króna síma.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf urban » Fim 27. Maí 2021 20:38

Poco F3 ef að hann væri í boði til sölu hér, hvergi til.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Fautinn » Fim 27. Maí 2021 22:21

https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=572

Var að kaupa þennan og var að spá í 9 pro en þessi tikkaði í öll box og mjög ánægður. Mun ódýrari en í Elko.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Klemmi » Fim 27. Maí 2021 23:31

Dúlli skrifaði:Snild, hef akkurat verið hrifinn af vörum frá þeim.

Hvort mynduð þið segja sé betra að versla hérlendis eða að utan ? er í raun slétt sama um ábyrgðinna. Aðallega að spá í verðinu.


Ef þér er sama um ábyrgðina, þá myndi ég alveg skoða Moto G símana í gegnum Amazon. Misjafnt hvar besta verðið er, hef tekið frá .co.uk, .de og .es

Mjög góðir budget símar, flestir með a.m.k. 5000mAh rafhlöðu, fínni myndavél (nema í erfiðleikum í slakri birtu, eins og flestir budget símar).

Við konan erum með Moto G8 Power, vorum með Moto G6 og Moto X4 þar á undan, hef ekki yfir neinu að kvarta :)

Kannski vert samt að taka fram að G8 Power er ekki með NFC, en það var ekki dealbreaker fyrir okkur frúnna.
Síðast breytt af Klemmi á Fim 27. Maí 2021 23:32, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf kizi86 » Fim 27. Maí 2021 23:40

Dúlli skrifaði:Snild, hef akkurat verið hrifinn af vörum frá þeim.

Hvort mynduð þið segja sé betra að versla hérlendis eða að utan ? er í raun slétt sama um ábyrgðinna. Aðallega að spá í verðinu.

Hef verslað mér nokkra xiaomi á gearbest. Bara eitt ráð.. skoðaðu vel allar myndir í auglýsingum og reviews hvort Síminn sé ekki alveg örugglega CE merktur áður en kaupir


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dúlli » Fim 27. Maí 2021 23:59

Klemmi skrifaði:
Dúlli skrifaði:Snild, hef akkurat verið hrifinn af vörum frá þeim.

Hvort mynduð þið segja sé betra að versla hérlendis eða að utan ? er í raun slétt sama um ábyrgðinna. Aðallega að spá í verðinu.


Ef þér er sama um ábyrgðina, þá myndi ég alveg skoða Moto G símana í gegnum Amazon. Misjafnt hvar besta verðið er, hef tekið frá .co.uk, .de og .es

Mjög góðir budget símar, flestir með a.m.k. 5000mAh rafhlöðu, fínni myndavél (nema í erfiðleikum í slakri birtu, eins og flestir budget símar).

Við konan erum með Moto G8 Power, vorum með Moto G6 og Moto X4 þar á undan, hef ekki yfir neinu að kvarta :)

Kannski vert samt að taka fram að G8 Power er ekki með NFC, en það var ekki dealbreaker fyrir okkur frúnna.


Var akkurat mikill moto maður þar til síðustu tveir dóu með engun fyrirvara. :crazy


kizi86 skrifaði:
Dúlli skrifaði:Snild, hef akkurat verið hrifinn af vörum frá þeim.

Hvort mynduð þið segja sé betra að versla hérlendis eða að utan ? er í raun slétt sama um ábyrgðinna. Aðallega að spá í verðinu.

Hef verslað mér nokkra xiaomi á gearbest. Bara eitt ráð.. skoðaðu vel allar myndir í auglýsingum og reviews hvort Síminn sé ekki alveg örugglega CE merktur áður en kaupir


Snild, athuga með þá síðu.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf oliuntitled » Fös 28. Maí 2021 08:57

Ef budget er ráðandi hvað með þá að athuga með að fá notuð eintök af seinustu 2 seasons af flagship símum ?
Mjög þægilegt allavega hjá eplinu að sjá health status á batteríi, veit ekki hvort það sé eins hjá framleiðendum einsog Samsung eða álíka android tækjum.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf blitz » Fös 28. Maí 2021 10:04

Ég myndi taka Huawei p30 eða p30 pro frá Amazon.

Frábær sími.


PS4

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Hauxon » Fös 28. Maí 2021 10:19

Ég var í þessum pælingum fyrir nokkrum vikum. Var mikið að spá í Mi Redmi Note 10 Pro hjá tunglskin.is og Samsung A72 sem er á svipuðu verði (uþb 70þ). Hins vegar hafa "budget" símarnir hækkað þ.e. eru á 70-100 þ sem varla er hægt að tala um sem "budget" lengur eða hvað. Eftir miklar vangaveltur fann ég notaðan iPhone 11 pro max og borgaði 110þ fyrir hann. Vinnufélagi minn flutti inn refurb Samsung S20 FE og fékk hann á uþb 80þ sem er svipað og "budget" kínasími. Þegar flagship kínasímarnir eru að nálgast Samsung og Apple í verði þá er valið ekki eins auðvelt.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 791
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dropi » Fös 28. Maí 2021 11:15

Ég hef verið með flagship Xiaomi Mi 8 síma í 3 ár og endingin hefur verið stórkostlegt. Sé ekki fram á að skipta honum út fyrr en um 4 ára aldur að lágmarki. Hann kostaði mig uþb 60 þús í Maí 2018.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Viggi » Fös 28. Maí 2021 11:57

Ef þú vilt fara í að kaupa að utan þá keypti ég minn hér https://tradingshenzhen.com/en/ get leiðbeint þér með að fá hann í gegn. sé að mi 11 pro er kominn niður í 600 evrur


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dúlli » Fös 28. Maí 2021 14:40

oliuntitled skrifaði:Ef budget er ráðandi hvað með þá að athuga með að fá notuð eintök af seinustu 2 seasons af flagship símum ?
Mjög þægilegt allavega hjá eplinu að sjá health status á batteríi, veit ekki hvort það sé eins hjá framleiðendum einsog Samsung eða álíka android tækjum.


Búin að spila þann leik í ágætis tíma en algjörlega komið nóg þar sem fólk vill fá rugl verð fyrir second hand og rýrnun á símanum er orðin rosalega á 1-2 árum.

Viggi skrifaði:Ef þú vilt fara í að kaupa að utan þá keypti ég minn hér https://tradingshenzhen.com/en/ get leiðbeint þér með að fá hann í gegn. sé að mi 11 pro er kominn niður í 600 evrur


Cool skoða þessa síðu, mátt endilega henda á mig línu ef þú ert með einhver sniðug tips



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf thrkll » Fös 28. Maí 2021 21:56

Ég kaupi alltaf fyrir eins lítið og ég kemst upp með og ég er á þriðja Xiaomi símanum mínum. Myndi hiklaust mæla með.




jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1763
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf jardel » Lau 29. Maí 2021 23:26

þessi er besti ef þú ert kröfuharður á raftæki

https://www.gsmarena.com/oppo_find_x3_pro-10627.php




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf netkaffi » Mán 31. Maí 2021 02:29

thrkll skrifaði:Ég kaupi alltaf fyrir eins lítið og ég kemst upp með og ég er á þriðja Xiaomi símanum mínum. Myndi hiklaust mæla með.
Hvaða xiamoi og af hverju mælirðu með þeim?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf GuðjónR » Mán 31. Maí 2021 09:35

Hentze skrifaði:Sammála síðasta ræðumanni með Xiaomi símana

POCO M3 fengi mitt atkvæði fyrir bestu budget kaupin.

https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=630

Þessi POCO M3 er ótrúlega vel spekkaður fyrir 30K.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf einarhr » Mán 31. Maí 2021 09:53

GuðjónR skrifaði:
Hentze skrifaði:Sammála síðasta ræðumanni með Xiaomi símana

POCO M3 fengi mitt atkvæði fyrir bestu budget kaupin.

https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=630

Þessi POCO M3 er ótrúlega vel spekkaður fyrir 30K.


Er að fíla í botn Poco X3 sem ég keypti á 50k fyrir 2 mánuðum, mæli hiklaust með honum.
https://www.tunglskin.is/product/pocoph ... celand.htm

er að vísu ekki til á lagar hjá þeim eins og er.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf thrkll » Mán 31. Maí 2021 10:00

netkaffi skrifaði:
thrkll skrifaði:Ég kaupi alltaf fyrir eins lítið og ég kemst upp með og ég er á þriðja Xiaomi símanum mínum. Myndi hiklaust mæla með.
Hvaða xiamoi og af hverju mælirðu með þeim?


Man ekki hvað þeir heita sem ég átti áður en síðasta sumar keypti ég Xiaomi Redmi 8 (https://www.gsmarena.com/xiaomi_redmi_note_8-9814.php) hjá Tunglskin (eða allavega einhverri búð uppi á Höfða eða þar einhversstaðar.) Kostaði einhverstaðar á bilinu 20-30 þús og gerir allt sem ég vill að hann geri. Mjög góð myndavél, rafhlaðan dugar mjög vel og hef ekkert orðið var við neinn hægagang eða annað sem maður ætti kannski von á frá ódýrum símum.
Síðast breytt af thrkll á Þri 01. Jún 2021 14:05, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Úlvur
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Þri 30. Jan 2018 13:52
Reputation: 9
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Úlvur » Mán 31. Maí 2021 17:42

er búinn að vera Xiaomi max 3 í 2 ár... keypti hann á 45k... er mjööög sáttur. þeir eru náttúrlega frægir fyrir pocophone sem var best budget sími 2019?
allavega mæli með að skoða þá.
hef átt nokkra samsung og apple flagships ... og einn HTC... er sáttastur með Xiaomi




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Besti síminn fyrir peninginn ?

Pósturaf Dúlli » Mán 31. Maí 2021 18:35

Snild, Endaði við að panta mér að utan Poco X3 Pro sem er með 8GB ram og 254gb minni. Verður gaman að prufa þetta. Ætti að detta í hús á rúmmar 50þ með vsk og gjöldum.