Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 15
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf Fautinn » Fim 27. Maí 2021 22:34

Sælir spjallarar.

Er að leita að öflugum lás fyrir rafmagnshjólið sem ég var að gefa frúnni í afmælisgjöf. Eitthvað sem dygði ef maður skilur það eftir fyrir utan World Class eða í 2-3 tíma einhversstaðar. Einnig hvað mæla menn með að setja á hjólið ef yrði stolið til að finna aftur.

Smá paranoja veit, en maður sér á öðrum hverjum degi að verið sé að stela hjólum.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf kjartanbj » Fim 27. Maí 2021 22:36

Það er engin lás öruggur, það er bara klippt á þá með klippum auðveldlega . búið að vera faraldur í reiðhjóla stuldi og það skiptir engu máli hvar þau eru. það er farið inn í læstar geymslur og klippt á lása hægri vinstri




Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 15
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf Fautinn » Fim 27. Maí 2021 22:44

Hef ekki áhyggjur heima hjá mér, þar er það safe, aðallega í tveggja tíma td Wclass eða þar sem maður þarf að stoppa í þokkalega stuttan tíma.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf Frussi » Fim 27. Maí 2021 22:48

https://orninn.is/product/las-folding-2/

Ég er með svona. Hjólinu hefur ekki ennþá verið stolið og ég hef skilið það eftir akkúrat fyrir utan world class í 1.5 tíma. Þetta er talsvert sterklegra en á myndinni, enginn að fara að klippa á þetta, frekar með slípirokk.

Lykillinn að því að láta ekki stela hjólinu sínu er samt að læsa því við eitthvað, ljósastaur, handrið eða eitthvað annað fast. Mjög algengt að læstum hjólum sé bara kippt upp í sendiferðabíl.


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf mjolkurdreytill » Fös 28. Maí 2021 00:08

Einhver á netinu skrifaði:Lykillinn að því að láta ekki stela hjólinu sínu er að læsa því við hliðina á dýrara hjóli með ódýrari lás.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1785
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 143
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf blitz » Fös 28. Maí 2021 08:00

Frussi skrifaði:https://orninn.is/product/las-folding-2/

Ég er með svona. Hjólinu hefur ekki ennþá verið stolið og ég hef skilið það eftir akkúrat fyrir utan world class í 1.5 tíma. Þetta er talsvert sterklegra en á myndinni, enginn að fara að klippa á þetta, frekar með slípirokk.

Lykillinn að því að láta ekki stela hjólinu sínu er samt að læsa því við eitthvað, ljósastaur, handrið eða eitthvað annað fast. Mjög algengt að læstum hjólum sé bara kippt upp í sendiferðabíl.


Vandamálið er hins vegar það að menn eru núna komnir með slípirokk með rafhlöðu og komast í gegnum flesta lása á tiltölulega stuttum tíma.

https://bikefair.org/blog/choose-right-bike-lock

Lykilatriðið er að geyma hjólið á stað þar sem er erfitt fyrir aðilann að athafast (með slípirokk) - ásamt því að læsa því rétt.


PS4


vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf vatr9 » Fös 28. Maí 2021 11:24

Örninn dýr.
Markið með sama lás á 6þús.
https://markid.is/vara/m-wave-f-875-6-t ... ding-lock/




raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf raggos » Fös 28. Maí 2021 13:00

Kría er með flotta lása frá Kryptonite, t.d. þennan
https://kriacycles.com/product/kryptoni ... ding-lock/



Skjámynd

daaadi
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 12. Okt 2019 16:57
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf daaadi » Fös 28. Maí 2021 13:14

Hef verið að hugsa um að setja AirTag frá Apple á hjólið mitt, það er ekki hannað til að stoppa þjófnað en hef séð að fólk hefur tekið hátalaran úr því og notað það á hjól. Eflaust til einhverjar betri lausnir en held að AirTag sé þæginlegt þar sem þú þarft ekki að pæla í hleðslu, bara skipta um rafhlöðu á árs fresti.




elight82
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 24. Júl 2009 02:29
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf elight82 » Fös 28. Maí 2021 15:16

Sérpantaði mér lás frá Þýskalandi, Abus Bordo. Set ekki link á vefverslunina þar sem ég get ekki mælt með henni neitt sérstaklega. Kostaði líklega um 20 þús. hingað kominn en vel þess virði. Góður lás má kosta 10% af verði hjólsins, það er ekki mikill auka kostnaður fyrir öryggi. Þar að auki er ég með reiðhjólatryggingu hjá TM.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf netkaffi » Mán 31. Maí 2021 22:02

það vantar sér geymslu fyrir þetta fyrir utan World Class. þarf bara aðeins stærra en locker




Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 15
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Alvöru hjólalás fyrir rafmagnshjól og find my bike.

Pósturaf Fautinn » Fim 03. Jún 2021 16:41

Keypti þennan, https://www.kryptonitelock.com/en/produ ... 97986.html

Á leiðinni heim. Kostaði reyndar mig fyrir rúmri viku síðan 98 dollara á Amazon.