Vantar aðstoð með val á tölvuskjá


Höfundur
Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð með val á tölvuskjá

Pósturaf Mencius » Fös 21. Maí 2021 17:31

Góðan Daginn.

Ég er að hugsa um að fá mér nýjan skjá. Er með ASUS VG248QE 24" 144hz skjá sem ég hef átt í 6 ár og er alveg sáttur með hann.
En ég er komin með leið á að vera bara með 1 skjá.

Budgetið er allt að 80 þúsund mögulega hægt að strecha örlítið yfir en ódýrara væri betra.
Ég spila aðallega Football manager, pubg, csgo og svo rts leiki og svo yrði PS4 tengd líka við.
Svo er ég líka oft að leika mér í photoshop.

Þetta eru þeir skjáir sem ég fann á íslenskum síðum.
ACER Nitro vg2-27" tl.is
Lenovo G27q 27" tölvutek
Samsung 27" curved computer.is

af þessum 3 lýst mér best á lenovo skjáinn.

Væri flott að fá smá hjálp því ég er alveg dottin útúr þessum tæknimálum?


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks

Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með val á tölvuskjá

Pósturaf KaldiBoi » Fös 21. Maí 2021 18:01

Mér finnst litirnir hjá Lenovo framúrskarandi! Mæli sterklega með þeim.




fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 260
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með val á tölvuskjá

Pósturaf fhrafnsson » Fös 21. Maí 2021 22:08

Lenovo G27q-20 skjárinn er á 55.000 hjá Coolshop: https://www.coolshop.is/vara/lenovo-g27 ... or/2378DF/

Acer skjárinn er 1080p sem væri dealbreaker fyrir mig. Ég tók sjálfur þennan Lenovo skjá og hugsa að hann sé einn sá besti sem þú færð fyrir þennan pening.
Síðast breytt af fhrafnsson á Fös 21. Maí 2021 22:09, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með val á tölvuskjá

Pósturaf Mencius » Lau 22. Maí 2021 19:32

fhrafnsson skrifaði:Lenovo G27q-20 skjárinn er á 55.000 hjá Coolshop: https://www.coolshop.is/vara/lenovo-g27 ... or/2378DF/

Acer skjárinn er 1080p sem væri dealbreaker fyrir mig. Ég tók sjálfur þennan Lenovo skjá og hugsa að hann sé einn sá besti sem þú færð fyrir þennan pening.


Já ég hugsa að ég myndi vilja fá mér hærri en 1080 en já ég hugsa að ég skelli mér á þennan lenovo skjá hjá coolshop takk fyrir ábendinguna sparar mér 14 þús kall :megasmile


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks