Blikur á lofti í vaxtamálum

Allt utan efnis

Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Mossi__ » Þri 18. Maí 2021 22:53

GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:


Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 6,7%,


Þetta er svo bilað! Og það er enginn sem hagnast á þessu, nema fólkið sem er að minnka við sig eða selja fasteignir og ætla ekki að kaupa aðra í staðin. Og það er fólkið sem þarf síst á þessum peningum að halda.

Allir hinir þurfa ekki einungis að borga meira fyrir eignina, heldur hækka lánin hjá þeim sem eru með verðtryggð lán, þar sem íbúðarhlutinn er enn inn í vísitölunni, og greiða svo einnig hærri fasteignagjöld til sveitarfélagsins.

Er skrítið að það séu kröfur um launahækkanir, þegar þessi stærsti útgjaldaliður heimilisins rýkur upp úr öllu valdi?

Þetta er snarbilað!

Það virðst bara vera tvennt í stöðunni fyrir unglinga í dag, flytja til útlanda eða búa inn á foreldrum þangað til þeir fara á elliheimilið.
Nærð ekki að eignast neitt þegar ástandið er svona nema eiga ríka foreldra sem bakhjarla.


Ég ætla bara að henda upp Onlyfans.

Það er e.t.v. einhver markaður fyrir feita föla skeggsíða miðaldra menn þarna.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Klemmi » Þri 18. Maí 2021 22:59

Sallarólegur skrifaði:Launahækkanir hækka líka húsnæðisverð :)


Já, launahækkanir, einkaneysla, lægri vextir, allt sem er gott kemur víst í bakið á manni fyrr eða síðar :(



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf appel » Mið 19. Maí 2021 00:56

Verðbólgan nær hámarki á öðrum ársfjórðungi 2021 og verður töluvert yfir markmiði út þetta ár en verður komin í markmið um mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 4% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,6% árið 2023.

Spáin gerir ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir á seinni helmingi ársins og að meginvextir Seðlabanka Íslands verði 1,5% í árslok, hækki í 2,5% árið 2022 og verði 2,75% í lok árs 2023.

https://www.landsbankinn.is/umraedan/ef ... -2021-2023


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Maí 2021 08:36

Seðlabankinn hækkar vexti um 0.25%
Fara úr 0.75% í 1% :crying




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hallipalli » Mið 19. Maí 2021 10:03

GuðjónR skrifaði:Seðlabankinn hækkar vexti um 0.25%
Fara úr 0.75% í 1% :crying


Til hamingju við!!!! :pjuke



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf appel » Mið 19. Maí 2021 10:21

appel skrifaði:held að vaxtahækkanir verði litlar, alls ekki farið úr 0,75% í 5%, heldur frekar kannski hækkað í 1%.


haha ég hafði rétt fyrir mér, 1% varð það :megasmile maður er bara "clearvoyant"


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Maí 2021 10:46

En þá er spurningin, hleypur maður til og festir vexti (í mínu tilfelli hækkun um 0.75% ef ég festi), eða vonar að þessi spá Landsbankans sé ekki rétt, og að vextir hækki ekki um 2% á næstu 2,5 árum?



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf ekkert » Mið 19. Maí 2021 10:48

Það eru ekki allir hér með lán.

Eins og staðan hefur verið undanfarið eru jafnvel verðtryggðir fasteignarsparnaðarreikningar að tapa verðgildi sínu. Verðbætur eru lagðar inn á reikninginn mánaðarlega. Árlega er svo tekinn skattur af verðbætunum, 22% ef ég man rétt. Með 0,3% ávöxtun nægja vextirnir ekki upp í skattinn og raunverð upphæðinnar dvínar. Það er kvati til þess að ráðstafa þessum sparnaði, en ég þrjóskast til að taka ekki þátt í þessum fasteignamarkaði.

Bið til guðs fyrir frekari vaxtahækkunum og lægri verðbólgu [-o<


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Maí 2021 15:00

Íslenski seðlabankinn að nota aðferð sem hefur verið notuð hundrað sinnum áður og hefur ekki virkað í eitt einasta skipti. Verðbólgan verður komin upp í 10% áður en íslendingar vita af og verður þar í mjög langan tíma. Stýrivextir verða þá komnir upp í 15%.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Lexxinn » Mið 19. Maí 2021 15:08

ekkert skrifaði:Það eru ekki allir hér með lán.

Eins og staðan hefur verið undanfarið eru jafnvel verðtryggðir fasteignarsparnaðarreikningar að tapa verðgildi sínu. Verðbætur eru lagðar inn á reikninginn mánaðarlega. Árlega er svo tekinn skattur af verðbætunum, 22% ef ég man rétt. Með 0,3% ávöxtun nægja vextirnir ekki upp í skattinn og raunverð upphæðinnar dvínar. Það er kvati til þess að ráðstafa þessum sparnaði, en ég þrjóskast til að taka ekki þátt í þessum fasteignamarkaði.

Bið til guðs fyrir frekari vaxtahækkunum og lægri verðbólgu [-o<


Ef ég skil þig rétt vonast þú til þess að vextir hækki, sem hækkar greiðslubyrði yfir 99% heimila landsins í formi lána, matarkörfu og öll önnur nauðsynjavöru, jafnvel bleyjur fyrir fólk með ungabörn - einfaldlega vegna þess að þú og eitthverjir nokkrir einstaklingar eru ekki með lán og hneykslist það að ávöxtun á nokkrum krónum sé ekki yfir verðbólgu?
Þú ert í raun að biðja um að færa vextina (fjárhagslega byrgði) yfir á flestöll heimili svo þínar krónur geti ávaxtað sig?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Maí 2021 15:20

ekkert skrifaði:Það eru ekki allir hér með lán.

Eins og staðan hefur verið undanfarið eru jafnvel verðtryggðir fasteignarsparnaðarreikningar að tapa verðgildi sínu. Verðbætur eru lagðar inn á reikninginn mánaðarlega. Árlega er svo tekinn skattur af verðbætunum, 22% ef ég man rétt. Með 0,3% ávöxtun nægja vextirnir ekki upp í skattinn og raunverð upphæðinnar dvínar. Það er kvati til þess að ráðstafa þessum sparnaði, en ég þrjóskast til að taka ekki þátt í þessum fasteignamarkaði.

Bið til guðs fyrir frekari vaxtahækkunum og lægri verðbólgu [-o<

Tala við þig þegar þú verður stór og flytur úr kjallaranum frá foreldrunum :-$




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Tesli » Mið 19. Maí 2021 15:23

Lexxinn skrifaði:
ekkert skrifaði:Það eru ekki allir hér með lán.

Eins og staðan hefur verið undanfarið eru jafnvel verðtryggðir fasteignarsparnaðarreikningar að tapa verðgildi sínu. Verðbætur eru lagðar inn á reikninginn mánaðarlega. Árlega er svo tekinn skattur af verðbætunum, 22% ef ég man rétt. Með 0,3% ávöxtun nægja vextirnir ekki upp í skattinn og raunverð upphæðinnar dvínar. Það er kvati til þess að ráðstafa þessum sparnaði, en ég þrjóskast til að taka ekki þátt í þessum fasteignamarkaði.

Bið til guðs fyrir frekari vaxtahækkunum og lægri verðbólgu [-o<


Ef ég skil þig rétt vonast þú til þess að vextir hækki, sem hækkar greiðslubyrði yfir 99% heimila landsins í formi lána, matarkörfu og öll önnur nauðsynjavöru, jafnvel bleyjur fyrir fólk með ungabörn - einfaldlega vegna þess að þú og eitthverjir nokkrir einstaklingar eru ekki með lán og hneykslist það að ávöxtun á nokkrum krónum sé ekki yfir verðbólgu?
Þú ert í raun að biðja um að færa vextina (fjárhagslega byrgði) yfir á flestöll heimili svo þínar krónur geti ávaxtað sig?


Er það ekki eðlilegt af honum að vilja vernda sína hagsmuni?
Ég er btw með húsnæðislán og vill halda stýrivöxtum niðri, það eru mínir hagsmunir.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf thrkll » Fim 20. Maí 2021 00:38

Hvað eru bankarnir yfirleitt lengi að breyta vaxtakjörum eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Er einhver séns að endurfjármagna og festa breytilega vexti áður en breytingarnar taka gildi?

Er einhver sérstakur kostnaður við þetta, fyrir utan þennan 5-10 þús sem fer í greiðslumatið?



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Lexxinn » Fim 20. Maí 2021 01:14

thrkll skrifaði:Hvað eru bankarnir yfirleitt lengi að breyta vaxtakjörum eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Er einhver séns að endurfjármagna og festa breytilega vexti áður en breytingarnar taka gildi?

Er einhver sérstakur kostnaður við þetta, fyrir utan þennan 5-10 þús sem fer í greiðslumatið?


Skilst þú þurfir ekki nýtt greiðslumat ef greiðslubyrðin hækki ekki um meira en 25% við endurfjármögnun, það er allavega rútínan hjá Landsbankanum




Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 18
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Hallipalli » Fim 20. Maí 2021 09:42

Hvað ætlar fólk að gera festa?

Ég persónulega ætla rúlla með breytilega þar til það fer í total fuck ef það gerist



Skjámynd

Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 14
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Sidious » Fim 20. Maí 2021 09:46

Tesli skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
ekkert skrifaði:Það eru ekki allir hér með lán.

Eins og staðan hefur verið undanfarið eru jafnvel verðtryggðir fasteignarsparnaðarreikningar að tapa verðgildi sínu. Verðbætur eru lagðar inn á reikninginn mánaðarlega. Árlega er svo tekinn skattur af verðbætunum, 22% ef ég man rétt. Með 0,3% ávöxtun nægja vextirnir ekki upp í skattinn og raunverð upphæðinnar dvínar. Það er kvati til þess að ráðstafa þessum sparnaði, en ég þrjóskast til að taka ekki þátt í þessum fasteignamarkaði.

Bið til guðs fyrir frekari vaxtahækkunum og lægri verðbólgu [-o<


Ef ég skil þig rétt vonast þú til þess að vextir hækki, sem hækkar greiðslubyrði yfir 99% heimila landsins í formi lána, matarkörfu og öll önnur nauðsynjavöru, jafnvel bleyjur fyrir fólk með ungabörn - einfaldlega vegna þess að þú og eitthverjir nokkrir einstaklingar eru ekki með lán og hneykslist það að ávöxtun á nokkrum krónum sé ekki yfir verðbólgu?
Þú ert í raun að biðja um að færa vextina (fjárhagslega byrgði) yfir á flestöll heimili svo þínar krónur geti ávaxtað sig?


Er það ekki eðlilegt af honum að vilja vernda sína hagsmuni?
Ég er btw með húsnæðislán og vill halda stýrivöxtum niðri, það eru mínir hagsmunir.


Samfélagslegir hagmunir > Persónulegir hagsmunir.
Þannig hugsa ég að minnsta kosti og sérstaklega í svona málum. Ef ég ætti gommu af peningum undir kodda þá myndi ég bara frekar setja þá í einhvern sjóð/hlutbréf



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf GuðjónR » Fim 20. Maí 2021 10:51

Hallipalli skrifaði:Hvað ætlar fólk að gera festa?

Ég persónulega ætla rúlla með breytilega þar til það fer í total fuck ef það gerist

Ég ætla líka að rúlla áfram á breytilegu.
Seðlabankastjóri sagði í viðtali í gær að eftir að vextir lækkuðu hefði ungt fólk set met í fjárfestingum, það er alveg öruggt að margir hafa spennt bogann hátt og mega því ekki við miklum vaxtahækkunum því treysti ég því að bankinn setji ekki allt í þrot með nýrri okurvaxtastefnu.



Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf C2H5OH » Fim 20. Maí 2021 11:00

GuðjónR skrifaði:
Hallipalli skrifaði:Hvað ætlar fólk að gera festa?

Ég persónulega ætla rúlla með breytilega þar til það fer í total fuck ef það gerist

Ég ætla líka að rúlla áfram á breytilegu.
Seðlabankastjóri sagði í viðtali í gær að eftir að vextir lækkuðu hefði ungt fólk set met í fjárfestingum, það er alveg öruggt að margir hafa spennt bogann hátt og mega því ekki við miklum vaxtahækkunum því treysti ég því að bankinn setji ekki allt í þrot með nýrri okurvaxtastefnu.


*edit las þetta aftur og fattaði að þú meintir líklega seðlabankann en ekki hina bankana :-" læt þetta vera samt inni...

Finnst þú nú hafa aðeins of mikla trú á því að bankarnir séu með eitthvað siðferði, þeim er slétt sama þótt ungt fólk myndi frosna úti í kuldanum, hafa alla tíð verið lítið annað en blóð og mergsugur á íslensku samfélagi reknar með þeirri einu stefnu að hámarka arð. (ættir að kannast við það í sambandi við uppgreiðslugjaldsmálsóknirnar sem eru í gangi núna ;) )
Síðast breytt af C2H5OH á Fim 20. Maí 2021 11:03, breytt samtals 1 sinni.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf gunni91 » Fim 20. Maí 2021 11:53

thrkll skrifaði:Hvað eru bankarnir yfirleitt lengi að breyta vaxtakjörum eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Er einhver séns að endurfjármagna og festa breytilega vexti áður en breytingarnar taka gildi?

Er einhver sérstakur kostnaður við þetta, fyrir utan þennan 5-10 þús sem fer í greiðslumatið?


Ef þú ert með lán hjá bönkunum þarftu að borga lántökugjaldið sem er eitthvað um 50-60 þús.

Ég hef samt eitthvað heyrt á Íslandsbanki bjóði uppá að gera skilmálabreytingu líkt og sumir lífeyrissjóðir eru að bjóða og þá greiðiru töluvert minna ( sleppur við lántökugjaldið). Líkt og hefur komið fram, þá ættiru að sleppa við greiðslumatið ef þú ert ekki bæta krónum við lánið.

Ég ætla eins og flestir eru að segja... halda mig við breytilega... Go hard or go home :megasmile

Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hækkun á greiðslubyrði og vilja vita hvað þeir greiða næstu 3-5 árin ættu klárlega að fara hugsa um að fara í fasta vexti fyrr en seinna.



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf thrkll » Fim 20. Maí 2021 11:59

C2H5OH skrifaði:[...] Finnst þú nú hafa aðeins of mikla trú á því að bankarnir séu með eitthvað siðferði, þeim er slétt sama þótt ungt fólk myndi frosna úti í kuldanum, [...]


Bankarnir græða náttúrulega mest á því að fólk haldi áfram að borga af húsnæðislánum. Þeir græða hins vegar lítið á því að þurfa að setja fólk á götuna og eignast húsnæðið. Þannig að óháð siðferði ætti það að vera hagur bankans að halda fólki í skilum svona almennt séð.

Mér finnst þetta annars mjög góð rök hjá GuðjónR.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Klemmi » Fim 20. Maí 2021 13:33

thrkll skrifaði:Hvað eru bankarnir yfirleitt lengi að breyta vaxtakjörum eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Er einhver séns að endurfjármagna og festa breytilega vexti áður en breytingarnar taka gildi?

Er einhver sérstakur kostnaður við þetta, fyrir utan þennan 5-10 þús sem fer í greiðslumatið?


Vaxtaákvarðanir bankanna eru yfirleitt á ákveðnum dögum innan mánaðar, hliðrast þó til vegna helga. Það má áætla að það sé 2-3 yfir mánuðinn.
Frá því að Seðlabankinn tilkynnir sína ákvörðun geta því liðið nokkrir dagar þar til bankinn breytir sínum vöxtum.
Þess ber þó að geta að breytilegir vextir eru líklegir til að breytast strax í næstu vaxtaákvörðun bankans, en ekki er víst að fastir vextir breytist á sama tíma, þar sem þeir ákvarðast af öðrum (mögulega afleiddum) þáttum, svo sem ávöxtunarkröfu skuldabréfa.

Yfirleitt er það þannig að vextirnir sem eru á þeim tímapunkti sem þú leggur inn beiðni um að festa vextina eru þeir sem ráða. Þannig að ef að þinn banki er ekki búinn að hækka vextina, og þú vilt festa, þá þarftu bara að láta þá vita að þú viljir festa, til að njóta þeirra kjara sem eru í dag.

Ég er á báðum áttum með hvað ég vil gera, ákvað í gær að ég ætlaði allavega að bíða þangað til fasteignamat næsta árs verður tilkynnt í júní, því það gæti haft áhrif á það hvaða föstu vexti mér bjóðast, þar sem þeir miðast við skuldsetningarhlutfallið.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf rapport » Fös 21. Maí 2021 13:38

Það sem er mest klikkað eru þessar endalausu beintengingar Íslendinga við vísitölu.

Svona kerfi er alltaf á kostnað neytandans. Bankar og aðrar stofnanir segja að með því að beintengja þá geti nafnvextir verið svo lágir en það er kjaftæði, nafnvextir eru alls ekkert lágir, þeir eru í raun frekar háir.

Við erum algjör örgjaldmiðill og það eru tugir þúsunda fyrirtækja sem geta leikið sér að honum, það er í raun bara einhverskonar kurteisi og líklega eitthvað regluverk sem hefur komið í veg fyrir það.

Í raun fælir þetta fjárfesta frá landinu því fyrir "fullorðins" er ISK bara Monopoly peningar, í raun þá er líklega búið að prenta meira að Monopoly peningum í gegnum tíðina en af íslenskum seðlum.

Það er skelfilegt að íslenska ríkið taki ekki ákvörðun um að nota evru eða dollar án þess að hafa gjaldmiðilinn undir control.

Það mundi bara einfalda okkur lífið og mundi loksins geta skapað almenningi í landinu stöðugleika.



Til samanburðar:

Nestlé er með um 350.000 fullorðna starfsmenn og sölu upp á 11.900 milljarða 2020.

Ísland var með 356.000 íbúa og GDP upp á 3.150 milljarða 2019.

Olam er með 42.000 starfsmenn og sölu í takt við GDP á Íslandi og er 15 stærsta "Food corp" í heiminum.



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf ekkert » Lau 29. Maí 2021 11:58

Lexxinn skrifaði:Þú ert í raun að biðja um að færa vextina (fjárhagslega byrgði) yfir á flestöll heimili svo þínar krónur geti ávaxtað sig?


Nei, ég er að biðja um hagkerfi sem virkar til lengdar. Ef það er rétt skilið hjá mér að þú vilt hafa neikvæða raunvexti, þ.e. vexti lægri en verðbólgu, þá efast ég um að þú skiljir afleiðingarnar.
Síðast breytt af ekkert á Lau 29. Maí 2021 14:18, breytt samtals 1 sinni.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Maí 2021 21:10

Hátt vaxtastig er einmitt merki um lélegt hagkerfi, enda hefur það verið viðloðandi við íslenskt hagkerfi frá stofnun lýðveldisins.

Núverandi vaxtastig er eðlilegt miðað við það áfall sem skall á okkur, það sem er ekki eðlilegt er að Hagstofan er að mæla svona mikla verðbólgu. Ég ber nákvæmlega ekkert traust til Hagstofunnar í þessum efnum, ég tel að þeir séu að mæla alltof háa verðbólgu. En það kemur í ljós þegar Seðlabankinn fer að hækka vextina eitthvað að ráði og hvort að afleiðingarnar verði fjöldagjaldþrot í ýmsum greinum eða ekki.
Eftir því sem fleiri heimili eru í óverðtryggðu lánum því gætilegar þarf Seðlabankinn að stíga, hann getur ekki farið sömu leið og þegar allir voru með verðtryggt og fundu varla fyrir neinu - nema þá að setja hundruðir heimila í gjaldþrot í leiðinni.
Væri góð blanda það, fjöldagjaldþrot heimila ofan á mikið atvinnuleysi.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Pósturaf Tbot » Sun 30. Maí 2021 23:36

rapport skrifaði:Það sem er mest klikkað eru þessar endalausu beintengingar Íslendinga við vísitölu.

Svona kerfi er alltaf á kostnað neytandans. Bankar og aðrar stofnanir segja að með því að beintengja þá geti nafnvextir verið svo lágir en það er kjaftæði, nafnvextir eru alls ekkert lágir, þeir eru í raun frekar háir.

Við erum algjör örgjaldmiðill og það eru tugir þúsunda fyrirtækja sem geta leikið sér að honum, það er í raun bara einhverskonar kurteisi og líklega eitthvað regluverk sem hefur komið í veg fyrir það.

Í raun fælir þetta fjárfesta frá landinu því fyrir "fullorðins" er ISK bara Monopoly peningar, í raun þá er líklega búið að prenta meira að Monopoly peningum í gegnum tíðina en af íslenskum seðlum.

Það er skelfilegt að íslenska ríkið taki ekki ákvörðun um að nota evru eða dollar án þess að hafa gjaldmiðilinn undir control.

Það mundi bara einfalda okkur lífið og mundi loksins geta skapað almenningi í landinu stöðugleika.



Til samanburðar:

Nestlé er með um 350.000 fullorðna starfsmenn og sölu upp á 11.900 milljarða 2020.

Ísland var með 356.000 íbúa og GDP upp á 3.150 milljarða 2019.

Olam er með 42.000 starfsmenn og sölu í takt við GDP á Íslandi og er 15 stærsta "Food corp" í heiminum.



Sami söngur um dollar og evru.

Miðað við þennan söng ætti bara að vera einn eða tveir gjaldmiðlar í heiminum.

Samt eru gjaldmiðlar eins og svissneskur franki að virka ágætlega og fyrir evru þá var þýska markið einn stöðugasti gjaldmiðillin, þ.e. eftir seinni heimstyrjöldina.

Það eru ansi margir þættir sem spila inn í hagtölur/vísitölu meðal annars hækkanir hjá borginni langt umfram launahækkanir.

Ef fólk hefur ekki tekið eftir því þá hækkuðu fæsteignagjöldin hjá borginni á milli ára um 14%.
Heldur þú virkilega að þetta hafi engin áhrif.
Einnig aukin skattheimta hjá borginni í gegnum lóðaverð, nýtt skattur hjá þeim heitir bara því fallega nafni innviðagjald.