Ég er að spá í að fá mér net yfir rafmagn þar sem næsti staður sem ég mun búa á mun væntanlega hafa mun meiri notkun á 2,4Ghz WiFi en þar sem ég er núna og það mun gera notkun á því fyrir búnað sem ég er með (jarðskjálftamæli) frekar erfiða. Þar sem ég þarf að fá gögnin send úr geymslunni þar sem jarðskjálftamælirinn verður yfir í tölvurnar sem skrá gögnin.
Er eitthvað vit í net yfir rafmagni. Það er talað um 300 metra drægni og ég reikna með að þessi búnaður noti frá 2Mhz og upp í 86Mhz (mest) til að senda gögnin á milli.
Ég er að spá í svona búnaði sem er til sölu hjá Tölvulistinn, ZyXEL PLA-5456 2000Mbs Wallmount Twin-Pack .
Net yfir rafmagn
Re: Net yfir rafmagn
Þyrftir að kanna fyrst hvernig rafmagnið er þarna , þarf þessi búnaður ekki að vera á sömu grein til að hann virki saman
Re: Net yfir rafmagn
Ég notaði einu sinni svona í ca. eitt ár í minni íbúð.
Var mjög sáttur og keypti ekki einu sinni neitt sérstaklega dýran búnað. Nokkuð viss um að rafmagnið hafi ekki verið á sömu grein (ekki alveg 100%). Þetta veltur samt pottþétt á því hvernig rafmagnið er á hverjum stað, sérstaklega ef þetta er orðið gamalt. Ætli sé nokkur önnur leið til að komast að því en að prófa?
Hvernig jarðskjálftamælir er þetta annars? Eitthvað sem er á færi áhugamanna að kaupa/setja upp?
Var mjög sáttur og keypti ekki einu sinni neitt sérstaklega dýran búnað. Nokkuð viss um að rafmagnið hafi ekki verið á sömu grein (ekki alveg 100%). Þetta veltur samt pottþétt á því hvernig rafmagnið er á hverjum stað, sérstaklega ef þetta er orðið gamalt. Ætli sé nokkur önnur leið til að komast að því en að prófa?
Hvernig jarðskjálftamælir er þetta annars? Eitthvað sem er á færi áhugamanna að kaupa/setja upp?
-
- FanBoy
- Póstar: 764
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Net yfir rafmagn
kjartanbj skrifaði:Þyrftir að kanna fyrst hvernig rafmagnið er þarna , þarf þessi búnaður ekki að vera á sömu grein til að hann virki saman
Þarf ekki endilega að vera sömu grein, en þyrfti að vera á sama fasa.
Var bara rétt í þessu að tengja svona í bílskúrinn hjá mér, sem er ekki sambyggður við blokkina sem ég bý í, virkar fínt
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Net yfir rafmagn
thrkll skrifaði:Ég notaði einu sinni svona í ca. eitt ár í minni íbúð.
Var mjög sáttur og keypti ekki einu sinni neitt sérstaklega dýran búnað. Nokkuð viss um að rafmagnið hafi ekki verið á sömu grein (ekki alveg 100%). Þetta veltur samt pottþétt á því hvernig rafmagnið er á hverjum stað, sérstaklega ef þetta er orðið gamalt. Ætli sé nokkur önnur leið til að komast að því en að prófa?
Hvernig jarðskjálftamælir er þetta annars? Eitthvað sem er á færi áhugamanna að kaupa/setja upp?
Ég er með gamlan búnað sem er hættur í framleiðslu, þar sem sá sem bjó þetta til er farin á eftirlaun. Ef þú vilt jarðskjálftamæli þá mæli ég með Raspberry Shake (mælir 1Hz til 5Hz?). Ég reikna með að það verði staðalinn hjá mér ásamt Volksmeter fyrir jarðskjálfta lengra í burtu (mælir 0.001Hz og upp í 1Hz).
Þetta verður í Danmörku hjá mér. Þar sem allt rafmagn er á þremur fösum í íbúðarhúsum (skipt á milli eftir einhverjum reglum sem ég þekki ekki almennilega). Í Danmörku eins og allstaðar í þéttbýli þá er mjög mikil notkun á 2,4Ghz bandinu sem er þess valdandi að erfitt er að nota það. Síðan þykkir veggir mögulega og fleira.
Re: Net yfir rafmagn
ég var að setja svona upp hjá mér til þess að koma neti niður í kjallara hjá mér, virkar mjög vel. tækin eru ekki á sömu greininni.
https://computer.is/is/product/net-yfir ... p-kit-2stk
https://computer.is/is/product/net-yfir ... p-kit-2stk
5800x3d | dr pro 4 | RTX 4080 |1tb 980 pro | Asus Prime X570-P|32gb trident z neo 3600hz ddr4| lg c3 42' oled | Valve Index